Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 g(ynj]Tjrj: Doppuheildir í fundarsal á neðstu hæð Perl- unnar hefur undanfarið staðið yfir málverkasýning Vilhjálms G. Vil- hjálmssonar, og mun þetta í fyrsta skipti sem haldin er sýning þar. Vilhjálmur hefur áður haldið þijár einkasýningar og tvær þeirra í sölum Listasafns ASÍ, þ.e. 1984 og 1986. Ég minnist þeirra beggja og einn- ig sýninga á teikningum í Mokka kaffi fyrir tveim árum, en minnis- stæðust er mér þó sýningin 1986. Það hafa orðið miklar breytingar á myndheimi Vilhjálms frá fyrri sýningum, og auðséð er að hann hefur loks uppgötvað hið rétta eðli myndflatarins og þau vandamál er verða á vegi allra þeirra sem fær- ast eitthvað í fang í glímunni við samræmdar myndheildir. Myndefnið er sem fyrr aðallega hús og umhverfi þeirra, en nú hefur hann tekið eins konar punkta- eða doppukerfi þjónustu sína, en þetta var til í listinni áður og nefndist „pointillismi" og telst Fransmaður- inn Georges Seurat (1859-1891) upphafsmaður og meistari stefn- unnar. Sá rannsakaði upp á eigin Blgfoot á íslandi 1992 STÓRBROTIN SÝNINGARKEPPNIOFURHUGA FYRSTA SIIMIVIÁ ÍSLANDI - BEINT FRÁ BANDARÍKJUNUM - HINN EINISANNIBIGFOOT Arkitektinn sem hönnuður Tímaáætlun Dagsetn. Tími Völlur Staður 21.6. 16.00 Þórsvöllur Akureyri 22.6. 20.00 Fótboltavöllur Sauðárkróki 23.6. 20.00 Fótboltavöllur Njarðvík 24.6. 20.00 ÍA völlur Akranesi 25.6. 20.00 Leiknisvöllur Reykjavík 26.6. Leiknisvöllur Reykjavík 27.6. Leiknisvöllur Reykjavík 28.6 Leiknisvöllur Reykjavík 29.6. 20.00 Fótboltavöllur Selfossi 01.7. 20.00 Fótboltavöllur Fellabær Aðgangseyrir: Fullorðnir 1.000,- kr., börn 6-12 ára 500,- kr. + sæti 200,- kr. List og hönnun Bragi Ásgeirsson í Ásmundarsal hefur í tilefni Listahátíðar verið sett upp athygl- isverð sýning, sem hefur hlotið nafnið „Arkitektinn sem hönnuð- ur“ og stendur hún til sunnudags- ins 21. júní. Að gefnu tilefni langar mig strax til að gera athugasemd við tímalengdina, því að sýningin stendur skemur yfir en nokkur almenn sýning í sambandi við Listahátíð, en þeim lýkur flestum viku seinna. Einnig er nýlokið sýningu á sama stað um starfsemi List- skreytingarsjóðs, sem stóð víst ein- ungis yfir í rúma viku, en hér var einmitt á ferð framtak, sem kall- uppkast og má verkið teljast svan- asöngur og um leið einn af há- punktum listaferils hans. Vonandi verður verkið útfært fyrr en síðar og þá í réttum stærðarhlutföllum, svo að það njóti sín sem best, en hér mun Jón Gunnar Árnason hafa haft ákveðnar hugmyndir og stuðst við flókna útreikninga, sem hann lagði mikla vinnu í. Annars tel ég nafnið „List- skreytingarsjóður" ambögu og það mjög misvísandi og ætti að leggj- ast af hið bráðasta og breyta t.d. í „Lástasjóð ríkisins" sbr. Statens Kunstfond á öðrum Norðurlönd- um. Fram kemur nefnilega, að svo virðist sem arkitektar skilji þetta þannig, að listamaðurinn eigi að fegra og „skreyta“ byggingar þeirra, þ.e. vera vinnukona húsa- gerðarlistarinnar(I) í stað þess að hann skapi sjálfstætt og rismikið listaverk, sem er í senn prýði fýrir bygginguna og umhverfíð. I sjálfu sér hefur það ótvírætt gildi, að listskreytingar séu „fag- lega unnar frá grunni“, en það á einnig að skylda húsameistara að gera ráð fyrir myndverkum í opin- berum byggingum, en á því er sorglegur misbrestur að ekki sé fastar að orði kveðið. Listskreyting byggist ekki síður á því að kaupa sjálfstæð listaverk í byggingar, en að „skreyta" þær í samráði við arkitekta. Hvað hina markverðu sýningu „Arkitektinn sem hönnuður“ snertir, þá er hér um að ræða merkilegt framtak, sem verðskuld- ar drjúga athygli, en ég þóttist verða var við, að hún er ekki sótt sem skyldi og uppsker alltof litla umfjöllun í fjölmiðlum. Nafn sýningarinnar er þó í raun þversögn, því „Það er enginn grundvailarmunur á hönnun hús- gagna eða byggingar" svo vísað sé til ummæla Jean Prouvé, sem blasa við feitletruð í upphafí for- mála sýningarskrár. Ég á ekki von á, að margir vel- kist í vafa um að hér sé viturlega mælt, og raunar gef ég þeim arki- tekt ekki háa einkunn, sem ekki er hönnuður um leið. Húsagerðarlist er miklu meira en teikning byggingar svo sem einmitt felst í merkingu hinnar gömlu og hljómfögru nafngiftar. Hún telst að mínu viti öðru fremur lífræn formun, mótun og hönnun hugmyndar að íveruhúsi eða bygg- ingu. Ég skil því ekki þær vangavelt- ur, er fram koma í formála sýning- arskrár: „þegar viðfangsefni sýn- ingar þessarar var ákveðið, var ekki ljóst hvernig ætti að skil- greina hvar arkitektúr endar og hönnun byrjar". Að mínu mati er ekkert til, sem heitir arkitektúr án hönnunar. íslenzku heitin húsagerðarlist og húsameistari, eru mun efnis- meiri, réttari og skilgreina hugtök- in betur og almennar í málinu, en arkitektúr og arkitekt, og hálf klaufalegt er að sveija af sér list- og meistaranafnbótina fyrir eitt- hvað fínerí frá útlöndum. Að vísu er starfsheitið alþjóðlegt og þannig aði á dijúga umfjöllun og umræðu. Þykir mér það koma úr hörðustu átt, er menntað fólk á listasviði skuli gefa fordæmi um eins konar skyndisýningar, sem ná aldrei að vinna sig upp og eru að auk minna auglýstar en skyldi. Kom ég á sýningu Listskreyt- ingarsjóðs, er örfáir dagar voru eftir af sýningartímanum og útséð var um, að umfjöllun gæti birst í tíma. Varð ég hvumsa við, því að slík sýning á mun frekar að standa a.m.k. viku lengur en almennur sýningartími býður, sem telst tvær vikur, en einni viku skemur! Þá ber að vekja athygli á því að sýningar eru ekki reglulegar í húsnæðinu og það líða vikur án þess að þar sé neitt að gerast, svo að við umfjallendur sýninga erum ekki eins viðbúnir, og þar að auki er opnunartíminn ekki hinn sami á öllum sýningum og hefur sá er hér ritar nokkrum sinnum komið að lokuðu húsi. Er það tillaga mín, að sýningin verði opnuð aftur í öðrum húsa- kynnum t.d. hliðarsölum Kjarvals- staða og þá í stærra formi og standi yfír í 3-4 vikur, og að aftur verði boðið til opinnar umræðu um starfsemi og þýðingu List- skreytingarsjóðs, því að hér er á ferð hagsmunamál, er varðar alla myndlistarmenn og að sjálfsögðu húsameistara um leið. Á Listahátíð er tveggja vikna sýningartímabil, jafnvel styttra en einnar viku vegna fjölda sýninga sem í gangi eru, og jafnan hætta á að listrýnum sjáist yfir slíkar framkvæmdir, og væri það mikið slys um jafn merka og óvenjulega sýningu og á í hlut. Hef ég í skrifum mínum í meira en aldarfjórðung þráfaldlega vikið að þessu vandamáli, því að mér hefur oft blöskrað hve frumstæðir við íslendingar erum í sýningar- málum, þar sem menn vilja alls ekki laga sig að skráðum og óskráðum reglum, heldur búa til reglur jafnóðum og eftir hendinni, sem aðrir virðast svo eiga að laga sig að. Vil minna á að það er fleira á könnu okkar gagnrýnenda en skrif um listir, og þá erum við fáliðaðir miðað við fjölda sýninga, og það gerist vafalaust hvergi, að menn þurfí að skrifa um jafn margar sýningar og hér í fámenninu, þrátt fýrir að við sinnum nær einungis sýningum viðurkenndra listhúsa. Það er alltaf leiðinlegt, er list- dómar birtast eftir að sýningar eru afstaðnar, eða jafnvel alls ekki, en hér vil ég árétta jjað sem ég hef áður vísað til, að við sveijum af okkur alla ábyrgð er sýningar- tíminn er jafn stuttur. Annað mál er það, að ég hef tekið eftir því, að það kemur jafnvel fyrir að list- dómur komi eftir á um sýningar erlendis, þó þær standi mun lengur og fastráðið starfslið fjölmennara. Hvað sýninguna á verkum, sem útfærð eru fyrir fé Listskreyting- arsjóðs og þá um leið skattborgar- anna snertir, þá var hér um mikið mál að ræða, en hér var ekki með öllu rétt að verki staðið. Og Listskreytingarsjóður er ekki einkamál fárra heldur ber forráðamönnum hans að gefa skýrslu árlega og það svo eftir verði tekið, svo sem gert er á hin- um Norðurlöndunum. Hvað framkvæmdina sjálfa snertir var hún í umfangi sínu og uppsetningu ófullnægjandi og helst er eftirminnileg óuppsett til- laga Jóns Gunnars Ámasonar að rýmisverki fyrir framan Borgar- spítalann frá árinu 1989, er ber nafnið „Galdur“. Stingur mýkt og hrynjandi formanna nokkuð í stúf við harðar línur byggingarinnar, en um leið auðgar hún hana sem húsagerðarl- ist, er í senn sjálfstætt listaverk sem lífræn viðbót. Listamaðurinn var helsjúkur og dauðvona, er hann gerði þetta "<V Ódýrir tre x listar HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Fer inn á lang flest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.