Morgunblaðið - 15.07.1992, Side 1

Morgunblaðið - 15.07.1992, Side 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 158. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Afríka: Umdeild hersveit leyst upp Jóhannesarborg. Reuter. F.W. DE KLERK, forseti Suður- Afríku, lýsti því yfir í gær að hann myndi leysa upp umdeilda sveit hermanna sem blökkumenn segja að hafi ýtt undir átök í byggðum svartra. Var þetta ein aðalkrafa Afríska þjóðarráðsins (ANC). De Klerk átti í gær fjórtán tíma fund með samningamönnum ríkis- stjórnarinnar um leiðir til að leysa þann hnút sem viðræður við ANC um stjórnskipunarbreytingar eru komnar í. Eftir fundinn tilkynnti de Klerk að hersveitin umdeilda yrði ekki lengur notuð við eftirlit í byggð- um svartra. Um er að ræða svarta hermenn einkum frá Angólu sem lúta stjórn hvítra. Lofaði hann einnig að leysa upp „Kúbeinið", illræmdan flokk hvítra lögreglumanna. -----» ♦' ♦--- Fullkomin beita fundin London. The Daily Telegraph. BÚIN hefur verið til hin full- komna beita. Það eru bandariskir vísindamenn sem segjast hafa fundið efni sem er þeirrar náttúru að fiskur þarf ekki annað en smakka á því þá grípur hann mik- ið „mataræði“. Aðdragandi uppgötvunarinnar var sá að John Caprio prófessor við Lou- isiana State University og aðstoðar- menn hans leituðu að efni er gæti unnið á lystarstoli vatnasteinbíts sem fiskeldisbændur kvörtuðu yfir. Við rannsókn á lyktar- og bragðskyni fisksins fundust amínósýrur sem valda allt að því óseðjandi hungri með tilheyrandi sporðaköstum. Caprio segir tilvalið fyrir sportveiði- menn að hjúpa maðk efninu og þá hljóti meira að segja mestu fiskifælur að njóta fengsælu. *$***► i tetiemébtícM II iirsMm ittiýiiifiitfidifiíiir Reuter Páfinn skorinn upp í dag Búist er við að Jóhannes Páll páfi II verði skorinn upp í dag, miðviku- dag, til að fjarlægja æxli úr ristli, sem talið er góðkynja. Talsmenn páfagarðs sögðu að páfa liði vel og að þeir væru bjartsýnir á að að- gerðin, sem talin er tiltölulega einföld, heppnaðist vel. Á myndinni sést hjúkrunarfólk á Gemelli-sjúkrahúsinu, þar sem páfi liggur, lesa fréttir um ástand hans. Sá hlær best sem síðast hlær Victoria. Reuter. KALDHÆÐNI örlaganna hefur birst með sérstökum hætti á Seychelles-eyjum. Forseti lands- ins, Albert Rene, efndi til happ- drættis til að fjármagna baráttu sína fyrir þingkosningar eftir tvær vikur. Sá sem hlaut stærsta vinninginn var enginn annar en höfuðandstæðingur hans, James Mancham. Mancham var forseti Seychelles- eyja í Indlandshafi fram til ársins 1977 er Rene steypti honum af stóli. Mancham, sem þótti skemmtana- glaður og hinn mesti glaumgosi, er nú kominn aftur til landsins til að taka þátt í þingkosningunum. For- setinn, Rene, efndi til fjáröflunar- happdrættis en í gær urðu vand- ræðalegir starfsmenn forsetans að tilkynna að það var Mancham sem vann stærsta vinninginn í happ- drættinu eða 125.000_ rúpur sem svarar 1,3 milljónum ÍSK. Sagðist Mancham ætla að stofna sjóð fyrir verðlaunaféð sem hefði það á stefnu- skrá sinni að styrkja þjóðarsátt. Björgunarmenn ausa vatni í sífellu yfír grindhval sem barst upp á land í gær hjá bænum Seal Rocks í Ástralíu. Álls strönduðu 47 hvalir við bæinn og drápust að minnsta kosti tveir þeirra er þeir rák- ust á kletta. Fjölmargir sjálfboðaliðar ætluðu að halda lífi í hvölunum með vatnsaustri þangað til tækist að ýta þeim á haf út. hann að þar hefðu múslimar verið að verki. Milan Panic, sem tók við embætti forsætisráðherra Júgóslav- íu í gær, sagði að Serbar og Króat- ar berðust saman í Bosníu gegn múslimum. Þessi ummæli eru í miklu ósamræmi við fyrri yfirlýs- ingar júgóslavneskra stjómvalda sem hafa haldið því fram að Króat- ar og múslimar hafi bundist sam- tökum gegn Serbum. Panic hét því ennfremur að ríkisstjóm Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalands) myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma á vopnahléi í Bosníu. Sagði hann einfalt í raun að koma á friði. Fyrst yrði að stöðva átök, síðan fela hverri þjóð og þjóðar- broti stjóm á sínu svæði og loks þyrfti að fá fram skuldbindingar stjómvalda um að mannréttindi yrðu virt. „Ég hef verið að segja við Serbana í Bosníu að þótt þeir vinni smáorrustur nægi það ekki til að sigra í stríðinu.“ Ríkisstjóm Ungveijalands til- kynnti í gær að hún myndi ekki taka við flóttamönnum frá Bosníu sem kæmu í gegnum Króatíu. Stjórnvöld í Króatíu höfðu lýst því yfir á mánudagskvöld að þau gætu ekki tekið við fleira flóttafólki frá Bosníu. Yrði því vísað til Ungveija- lands, Austurríkis eða Slóveníu. „Samkvæmt Genfarsáttmálanum á nágrannanki að taka við flótta- mönnum. í þessu tilfelli em Króatía og Serbía nágrannaríki en ekki Ungveijaland,“ sagði Eszter Szabo, talsmaður innanríkisráðuneytis Grindhvalur í gjörgæslu Bretland: Aætlun um að einka- væða j ámbrautimar London. Thc Daily Telegraph. BRESKA stjórnin kynnti í gær áætlun sína um einkavæðingu bresku jámbrautanna, sem verða mestu breytingar á rekstri þeirra síðan þær voru þjóðnýttar árið 1948. Búist er við að reksturinn verði að hluta til kominn í hendur einkaaðilum eftir tvö ár. Áætlunin gengur þó ekki eins langt og sumir höfðu talið og ekki er gert ráð fyrir að leggja ríkisfyrir- tækið sem rekur brautirnar alveg niður. Einkavæðingin mun fara fram í áföngum og rekstur á ein- stökum leiðum og þjónustu boðinn út. Til dæmis verður frakt- og póst- þjónusta sett í hendur einkaaðilum, en hlutverk ríkisjámbrautanna verður í vaxandi mæli það að halda við teinum og stjómkerfi braut- anna. Sir Bob Reid, stjórnarformaður bresku járnbrautanna, sagðist telja að einkaaðilar myndu taka höndum saman við fyrirtækið til að bæta þjónustuna, en hann setti þó fyrir- vara við stofnun fjögurra eftirlits- stofnana, sem eiga að sjá um einka- væðinguna. „Það er afar mikilvægt að sú orka sem leyst verður úr læðingi með hinum nýju tillögum verði ekki kæfð í skrifræði,“ sagði hann. Verkamannaflokkurínn lýsti yfir andstöðu sinni við einkavæðinguna og sagði að þjónusta jámbrautanna yrði ekki endurbætt með henni, heldur væri verið að „setja nýja málningu á gamla vagna.“ Um 750 milljón farþegar ferðast ár hvert með bresku jámbrautunum, sem jafngildir því að hvert mannsbarn í Bretlandi kaupi 15 farmiða. Átökin í Bosníu-Herzegóvínu: Leiðtogi Serba lofar greið- um flutningum hjálpargagna Nýskipaður forsætisráðherra Júgóslavíu segir Serba berjast með Króötum við múslima Belgrad. London. Reuter. LEIÐTOGI Serba í Bosníu- Herzegóvínu, Radovan Karadzic, hét því í gær að tryggt yrði að hjálpargögn kæmust inn í og út úr Sartyevo-borg. Karadzic er staddur í London til að ræða frið í Júgóslavíu. Sagði hann í viðtali við breska útvarpið BBC að hann væri reiðubúinn að lofa greiðum flutningum frá Belgrad og strönd Adríahafs til Sarajevo. Karadzic neitaði því að Serbar hefðu skotið á flugvélar sem flytja hjálpargögn til Sarajevo. Sagði Ungveijalands. Utanríkisráðuneyt- ið sagði að það yrði ekki liðið að Króatar leystu sinn flóttamanna- vanda með því að hleypa flóttafólk- inu í gegnum landið til Ungveija- lands. Sjá frétt á bls 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.