Morgunblaðið - 15.07.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992
3
Morgunblaðið/Þorkell
Gunnar Kristinn Kristinsson og Oddur Sigfússon smiður festa klæðingu á vinnuskúrinn.
Allt betra en atvinnuleysi
- segja nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur
SUMARLEYFI sitt vilja íslenskir námsmenn gjarnan nýta til
vinnu. Því miður hefur atvinnuleysi orðið hlutskipti sumra
þeirra og hafa yfirvöld reynt að bæta úr með fjárveitingum
til ýmissa verkefna. Til að heyra hljóðið í námsmönnum voru
nokkrir nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur teknir tali.
Við Stórhöfða í Reykjavík hafa
nokkrir unglingar á vegum Vinnu-
skólans unnið við smíðar á vinnu-
skúrum fyrir borgina. Stjórnandi
verksins er Oddur Sigfússon,
smiður hjá áhaldahúsi Reykjavík-
ur. „Þetta gengur ágætlega hjá
okkur. Ég er með níu krakka,
bæði stelpur og stráka, og þær
gefa strákunum ekkert eftir,“
sagði Oddur þegar blaðamann
Morgunblaðsins bar að garði. Odd-
ur sagði að þetta væri sjöunda
sumarið sem hann ynni við þetta
og venjulega skiluðu þau af sér
tveimur skúrum fullfrágengnum á
sumri. „Við byijum af krafti í júní
en þá er ég búinn að undirbúa
smíðina og sýna þeim uppdrátt
að skúrunum," sagði Oddur en
bætti við að venjulega þyrfti fyrst
af öllu að kenna þeim að beita
hamrinum. „í lokin,“ sagði hann,
„þegar skúrarnir hafa verið mál-
aðir fá krakkarnir að gefa þeim
nafn í samráði við mig.“
Gunnar Kristinn Kristinsson og
Þórir Haraldur Þórisson lögðu frá
sér hamrana og sögðust hafa ver-
ið að velta nafninu fyrir sér. Þeir
töldu að það helsta sem fara mundi
fram innan veggja skúrsins yrði
kaffidrykkja þannig að „Kaffíkot"
væri viðeigandi nafn en þeir væru
ekki búnir að ákveða sig. Strák-
arnir sögðust báðir hafa unnið hjá
Vinnuskólanum síðasta sumar en
ekki við smíðar. Að sögn Þóris
vann hann síðast við snyrtingu
garða og þótti honum nýja verk-
efnið mun skárra. Gunnar Kristinn
hafði hins vegar fengið að starfa
við knattspymuskóla Fjölnis í
fyrra og þótti það ívið skemmti-
legra. Aðspurðir um hvað yrði af
laununum svöruðu þeir að lítið
yrði úr þeim en Gunnar Kristinn
væri þó að reyna að safna sér
fyrir hjóli. Strákamir bám sig illa
en neituðu því hins vegar ekki að
þessi vinna væri mun betri en
engin vinna. Að lokum bentu smið-
irnir ungu blaðamanni Morg-
unblaðsins á að þeir væm komnir
mun lengra með kofann sinn held-
ur en stelpurnar.
„Oddur hjálpar alltaf strákun-
um,“ var svarið sem fékkst hjá
Ingu Magneu Skúladóttur. Hún
sagðist hafa unnið hjá Vinnuskó-
lanum síðastliðið sumar við garða
og þætti henni smíðarnar góð til-
breyting þó svo að hún gæti hugs-
að sér skemmtilegra starf.
Þórir Jónsson sagði að sér væri
ekki skemmt því launin væm lág
og hyrfu bókstaflega í daglega
neyslu. Hann sagðist vera ákveð-
inn í að komast í malbikunarvinnu
næsta sumar en það væri erfitt.
Þórir kvað nokkra vini sína vera
atvinnulausa og viðurkenndi að
þá væri Vinnuskólinn skemmti-
legri: „Það er allt betra en að vera
atvinnulaus.“
Inga Magnea Skúladóttir sker til einangrun í útveggi.
Þórir Jónsson rekur smiðshögg á þakið.
Þórir Haraldur Þórisson miðar einbeittur á naglann.
Hœsta ávöxtun meðal óbundinna
innlánsreikninga í bönkum og sparisjóðum!
Raunávöxtun Sparileibar 3 hjá íslandsbanka fyrstu sex mánubi ársins var 5,76% eftir ab vextir
höfbu verib lagbir vib höfubstól. Enginn annar óbundinn reikningur hjá bönkum og
sparisjóbum gaf jafn háa ávöxtun á þessum tíma.
Sparifjáreigendur gera sér grein fyrir ab þab skiptir máli ab hafa aubveldan abgang
ab sparifé sínu ef á þarf ab halda. Einnig leggja þeir áherslu á ab fá góba ávöxtun.
Sparileib 3 sameinar þessa kosti.
Sparileib 3 er alltaf laus til rábstöfunar. Engin þóknun reiknast af útteknu fé sem stabib
hefur inni 12 mánubi eba lengur.
Kynntu þér Sparileibir íslandsbanka. Þœr eru fyrir fólk sem fer
sínar eigin leibir í sparnabi.
<
æ
ISLANDSBANKI
- í takt við nýja tíma!