Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 7
Efnin í plastinu talin skaðlaus - segir Jón Gíslason, deildarstjóri hjá Hollustuvernd ríkisins JÓN Gíslason, deildarstjóri hjá Hollustuvernd ríkisins, segir að ekki hafi þótt ástæða til að vara fólk við notkun sjálfiímandi plastumbúða þar sem ekki sé talið að efnin sem berist úr um- Vísitölugrunnur í júlíbyrjun: Matvara hækkaði um 1% VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 0,2% í byrjun júlí- mánaðar. Helsta ástæða hækkun- arinnar er 1% verðhækkun mat- vöru sem olli um 0,19% hækkun vísitölunnar. Rekstrarkostnaður bifreiðar hækkaði um 0,2% sem hafði i för með sér 0,04% hækkun vísitölunnar og breyting ýmissa annarra liða olli um 0,07% hækk- un. A móti hafði 1,4% lækkun á drykkjarvörum í för með sér 0,06% lækkun vísitölu fram- fær slukostnaðar. í 1% meðaltalshækkun matvara frá júníbyrjun til júlíbyijunar munar mest um hækkun á grænmeti, ávöxtum og berjum. Sá liður hækk- aði um 7,9%. Næstmest vægi hefur 1,3% hækkun á kjöti og kjötvörum. Af öðrum flokkum matvæla má nefna að kartöflur og vörur úr þeim hækkuðu um 3,2%, fiskur og fisk- vörur um 0,6%, mjólk og mjólkur- vörur 0,3% og feitmeti og olía um 0,4%. Aftur á móti lækkaði kaffi, tek, kakó og suðusúkkulaði um 1,9%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkar um 3,5%. Undanfarna þijá mánuði hefur hún hækkað um 0,5% sem jafngildir 2% verðbólgu á ári. Hækkun vísitölunnar í júlí um 0,2% jafngildir 2,3% verðbólgu á heilu ári. -----» ♦ '4--- Bandaríkin: búðunum í matvæli séu skaðleg. Breskar rannsóknir hafa leitt í ljós að efni úr plastfilmum geta borist í mat sem þær eru vafðar um, einkum ef um feitan mat er að ræða. Jón segir að rannsóknirnar sem gerðar hafi verið í Bretlandi og Svíþjóð hafi leitt í ljós að það séu mýkingarefni sem berist úr plastinu í fiturík matvæli. Hann segir að eftir að þessar hafi legið fyrir hafí umbúðirnar verið endurbættar þannig að þær innihaldi nú minna af mýkingarefnum en áður svo sáralítið geti borist í matvæli. Þá segir hann að rannsóknir hafi ekki leitt í ljós að efnin sem berist úr plastinu séu skaðleg. Jón bendir hins vegar á að það sé góð regla á heimilum að pakka fituríkum mat, eins og osti, í plast- poka ekki vefja þeim inn í sjálflím- andi plast. Aðrar umbúðir, eins og mátmum- búðir ýmiss konar, segir hann að sé búið að gera þannig úr garði að ekki berist úr þeim efni í matvæli. Vestanvind- ur hreyfði skýjabakka MARGUR Vestlendingurinn hefur eflaust velt því fyrir sér af hveiju ekki sást sól á himni í gær eins og spáð var. Magn- ús Jónsson, veðurfræðingur, segir að ástæðan sé sú að vest- anvindur hafi hreyft við skýja- bakka milli íslands og Græn- lands. Hann býst við betra veðri í dag og á morgun. Skýjabakkinn var kominn milli Islands og Grænlands á mánudag að sögn Magnúsar. Vestanvindur náði hins vegar ekki að hrekja hann yfir Vestur- land, þ.e. austur á Hellisheiði, upp í Borgarfjörð og á sunnan- verða Vestfirði, fyrr en í gær. A þessum slóðum var alskýjað og 8-10 stiga hiti. HONDA Góður árang- ur íslenskrar konu í brids HJÖRDÍS Eyþórsdóttir hefur að undanförnu tekið þátt í brids- mótum í Bandaríkjunum og um síðustu helgi vann hún í sveita- keppni í Iowafylki með banda- rísku heimsmeisturunum Eric Rodwell og Karen McCallum. Sveitakeppnin var hluti af stóru svæðamóti og tóku rúmlega 50 sveitir þátt í henni. Hjördís varð einnig í 3. sæti í aðal sveitakeppn- inni á sama svæðamótinu og hafði þá einnig Rodwell og McCallum sem sveitarfélaga. Um næstu helgi tekur Hjördís þátt í sumarlandsmóti Norður- Ameríku sem að þessu sinni verður haldið í Toronto í Kanada. Þar spil- ar Hjördís við Karen McCallum í svokölluðum Life-Masters tvímenn- ingi, sem er eitt aðaltvímennings- mót Ameríku. Þá tekur hún einnig þátt í Spingold-sveitakeppninni, sem er eitt af fjórum helstu brids- mótum álfunnar. Hjördís Eyþórsdóttir er marg- faldur íslandsmeistari kvenna í brids og hún varð einnig Norður- landameistari kvenna í sveitakeppni fyrir tveimur árum. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.548.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. Morgunblaðið/KGA Fasteignir og hús við Hafnarstræti 2 og Aðalstræti 3, sem Reykjavikurborg hefur fest kaup á. Kaup- verð eignanna er samtals 37 milljónir. Borgin kaupir Hafnar- stræti 2 og Aðalstræti 3 BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa tvær lóðir, Hafnarstræti 2 og Aðalstræti 3, ásamt fasteign- um og er kaupverðið samtals 37 miiljónir króna. Að sögn Ólafs Jónssonar upplýsingafulltrúa, verður þegar sótt um heimild byggingarnefndar, til að rífa Hafnarstræti 2, Steindórshúsið en söluskálinn við Aðalstræti 3, þar sem Hlöllabátar eru til húsa, verð- ur ekki rifinn fyrr en fram- kvæmdir hefjast við fyrirhugað Ingólfstorg. Lóðarmat Hafnarstrætis 2 er 13.304.000 krónur, brunabótamat hússins, sem er tveggja hæða, er 5.453.000 krónur og húsmat 670.000 krónur. Eigandi fasteignar- innar er Petrína Jónsdóttir og er umsamið kaupverð 18,5 milljónir. í samningnum lýsir Reykjavíkur- borg því yfir að verði reistir söluskál- ar á Ingólfstorgi eða heimiluð torg- starfsemi þar þá skuli sonur Petrínu, Hlöðver Sigurðsson, sem nú rekur söluskála á lóðinni Aðalstræti 3 hafa forgang að leigu eða uppsetningu söluskála samkvæmt þeim skilmál- um sem borgaryfirvöld kunna að setja. Lóðarmat Aðalstrætis er 14.371.000 krónur og brunabótamat hússins sem þar stendur er 2.079.000 krónur og húsmat er 379.000 krónur. Eigendur fasteign- arinnar er Petrína Jónsdóttir auk annarra og er umsamið kaupverð 18.500.000 krónur. Við undirritun kaupsamninga greiðast 2,5 milljónir fyrir hvora fasteign, en síðan 2 millj- ónir fjórum sinnum fyrir hvora eign fram til mars árið 1993. Greiðslurn- ar bera ekki vexti. Borgarráð: Leikfimishús við Selás- skóla fyrir 37,1 milljón BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að taka 37,1 milljón króna tilboði lægstbjóðanda S.S. húsa hf., í byggingu leikfimishúss við Selás- skóla. Tilboðið er 84,39% af kostn- aðaráætlun, sem er rúmar 44 milljónir. Sjö tilboð bárust í verkið og átti Smári Arnarsson, næst lægsta boð, rúmar 38,2 millj. eða 86,89% af kostnaðaráætlun. Næstir komu Sveinbjörn Sigurðsson hf., sem bauð 39 millj. eða 88,77% af kostnaðar- áætlun, Dverghamrar sf., sem buðu rúmar 39,6 millj. eða 90,15% af kostnaðaráætlun, Al-verk h.f., sem bauð rúmar 41,1 millj. eða 93,46% af kostnaðaráætlun, en einn liður hafði fallið niður í tilboðinu. Þá bauð Sigurður Guðmundsson, rúmar 43,3 millj. eða 98,39% og Örn Úlfar Andr- ésson bauð rúmar 43,8 millj. eða 99,67% af kostnaðaráætlun. . . . sæti í Bandaríkjunum sem söluhæsti fólksbíllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur voru ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki í Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Utlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og a nýja hönnun á Isveifarás sem | dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bfll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 ACCORD ER í FYRSTA . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.