Morgunblaðið - 15.07.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 15.07.1992, Síða 11
MORGUN.BLAÐIÐ .MIÐVIKUDAGUR 15.;JÚLÍ 1992 ii (1769-1859) fegursti dalur verald- ar, Orotavadalurinn. A þessum slóðum má auðvitað fá margvíslegan innblástur, en þó frekar lífrænan en strangflataleg- an, en hugleiðingar um andstæður þessa fijálsborna yndisleika og frumlögmálin geta trúlega allt eins sótt á. Og þótt „geometrískar“ séu, bera þessar klippimyndir Sveins ótvírætt kennimark hans og einkum er myndin „Bréfið mitt“ (10) athyglis- verð fyrir skemmtilegar andstæður harðra og mjúkra og svífandi forma, og hnitmiðað litasamræmi. Einnig vakti litsterka myndin „Það var og“ (II) dtjúga athygli mína. Sverrir Ólafsson sýnir fimm skúlptúrvek, sem eru mjög einkenn- andi fyrir verklag hans um þessar mundir. Þetta virðast þó helst vera frummyndir og hugmyndir að stærri verkum og hér sótti hið kostulega verk „A bak við luktar dyr falla englarnir" (málað stál), einna mest á mig. Væri næsta fróð- legt að sjá þessa mynd í margfalt stærri og hnitmiðaðri útfærslu. Heillegasta og áhugaverðasta myndverkið og í sjálfu sér er þó trúlega hin einfalda og sláandi and- litsmynd „Fullt af fólki“. Kímnin og hinn lúmski undirtónn er sem fyrr aðall mynda Sverris. Sumarsýningarnar að Hulduhól- um er áhugavert framtak og tel ég að margur hafi ánægju af að koma þangað. Viðaukinn er svo sérkenni- lega bygging og umhverfi, blíðlegt og fagurt ústýni. Donald Judd í Slunkaríki Myndlist Eiríkur Þorláksson Við íslendingar höfum notið þeirr- ar gæfu nú um nokkurra ára bil að hingað hafa borist margar sýningar þekktra erlendra listamanna. Lista- safn íslands, Listasafn Reykjavíkur og Nýlistasafnið hafa verið helstu skipuleggjendur slíkra sýninga, enda ekki á færi margra að standa undir þeim kostnaði sem fylgir erlendum sýningum hér á landi. En höfuðborg- in er ekki alltaf í brennipunkti mynd- listarinnar, og því hefur vakið at- hygli _að nú stendur yfir í sýningar- sal á ísafirði fyrsta einkasýning sem hinn heimsþekkti listamaður og einn frumkvöðla Minimalismans, Donald Judd, hefur haldið hér á landi. Sýningarsalurinn Slunkaríki á ísafirði á sér nú orðið lengsta sam-. fellda sögu sýningarstaða fyrir myndlist utan höfuðborgarsvæðisins. Salurinn er rekinn af Myndlistarfé- lagi Isafjarðar og hefur starfað óslit- ið frá opnun 1985, og sýningarnar sem þar hafa verið haldnar eru komnar nokkuð á annað hundraðið, og er sýningalistinn ótvíræð sönnun þess að það er hægt að reka slíkan sýningarsal utan höfuðborgarsvæð- isins, ef vilji er fyrir hendi. Þarna hafa bæði verið sýnd verk heima- manna, s.s. Jóns Sigurpálssonar, Péturs Guðmundssonar og Elísabetar Ný íslensk tónlist Tónlist Jón Ásgeirsson Frumflutningur tveggja ís- lenskra tónverka á seinni Sum- artónleikunum í Skálholti um síð- ustu helgi eru góð tíðindi og sam- merkt þeirri grósku, sem einkennt hefur íslenskt tónlistarlíf nú hin síðari árin. Þijú verk voru á efnis- skránni, Sex nova organa eftir Ricardo Nova, Conserto grosso eftir Finn Torfa Stefánsson og Spírall eftir Hauk Tómasson. Fyrsta verkið, Sex nova org- anum eftir Ricardo Nova, er eitt af þeim verkum, þar sem höfund- urinn leitar sér samfylgdar með eldri tónlist, nánar tiltekið organ- umtónlist 12. og 13. aldar. Það sem einkum á sér líkingu við org- anumtónlist er samvirkni radda í hljóm- og hrynskipan. Verkið er samið fyrir sex hljóðfæri og skipt- ist í sex samanbundna hluta og er hið áheyrilegasta í alla staði, enda flutningurinn í heild með mestu ágætum. Annað viðfangsefni tónleik- anna var frumflutningur á Con- serto grosso eftir Finn Torfa Stef- ánsson. Verkið er samið á þessu ári og eins og Sex nova organum tengist það formgerð eldri tónlist- ar, nánar tiltekið barrokktónlist, sem átti sinn tíma frá því um 1600 til 1750. Þrátt fyrir nafnið er þar fátt sameiginlegt sam- nefndri barokktónlist, hvorki er varðar formskipan né samskipan hljóðfæra og skyldleikinn því meira huglægur en ytri gerðar. Vekið er vel unnið, tónmálið sér- lega „kontrapunktískt", ekki mjög viðburðaríkt, í heild ein samfelld líðandi, eins og hægferðug inn- hverf íhugun, sem er hafin yfir tíma og tískustefnur. Haukur Tómasson. Lokaverk tónleikanna heitir Spírall og er eftir Hauk Tómasson og samið sérstaklega fyrir Cap- ut-hópinn. Frumflutningur þessa verks, sem var mjög vel fram- færður af flytjendum, verður að teljast nokkur viðburður í sögu íslenskrar tónlistar. Undirritaður vill meina, að Spírall sé meðal bestu kammerverka eftir íslensk- an tónhöfund, sem komið hafa fram á síðustu árum. Bygginga- fræðileg markmið, sem bæði má tengja „chaconne“-forminu hvað varðar hljómskipan og „cantus firmus“-vinnubrögðum, er t.d. voru á stundum áberandi í bás- únuröddinni, skipta þarna engu máli, heldur þau tónrænu átök verksins, bæði hvað varðar hryn og samskipan radda, er voru stór- kostleg áheyrnar. Hér mætti minna á fræga upphrópun, „loks- ins, loksins" og er rétt að óska höfundi, Caput-hópnum _og stjómandanum, Guðmundi Óla Gunnarssyni, til hamingju með eftirminnilega stund í Skálholts- kirkju. TBarnaheill Skrifstofa Barnaheilla er flutt í Sigtún 7. Skrifstofan er lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 4. ágúst. Donald Judd: Verk í Míarfa, Texas. Gunnarsdóttur, én fjölmargir aðrir íslenskir listamenn hafa einnig hald- ið þar sýningar, t.d. Ingólfur Arnar- son, Sara Vilbergsdóttir, Hannes Lárusson, Sigurður Guðmundsson, Níels Hafstein, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Kristján Guðmundsson, Ge- org Guðni, Birgir Andrésson, Hreinn Friðfinnsson og Hulda Hákon, svo nokkur hópur sé nefndur til. Einnig hafa erlendir listamenn sýnt í Slunkaríki allt frá upphafi, og má þar t.d. nefna listamenn frá Hollandi. Donald Judd er án efa þekktasti listamaðurinn sem hefur sýnt í Slunkaríki til þessa. Hann hefur heimsótt Island nokkrum sinnum, og átti m.a. verk á samsýningu í Ný- listasafninu á Listahátíð 1988. Sýn- ingin nú mun þannig til komin, að listamaðurinn ætlaði sér að ferðast um landið og vildi halda litla sýningu utan Reykjavíkur á sama tíma, og varð Slunkaríki fyrir valinu. Judd er Bandaríkjamaður, fæddur 1928. Hann stundaði fyrst nám í heimspeki og síðar í listasögu, og var um árabil kunnur gagnrýnandi fyrir alþjóðleg listtímarit (t.d. Art News og Art International). Allt frá þeim tíma hefur hann ekki síður verið þekktur fyrir skrif sín um mál- efni myndlistarinnar en fyrir eigin verk, og hefur oft látið til sín taka í umfjöllun um listræn efni á alþjóða- vettvangi. Sú hreyfíng, sem hlaut nafnið „Minimal Art“ (sem á stundum hefur verið nefnd Naumhyggja á íslensku) kom fram um miðjan sjöunda áratug- inn í Bandaríkjunum, að hluta til sem andsvar við hinni villtu tjáningu ab- strakt listarinnar, sem þá réði ríkjum í listheiminum víðast hvar. Þessi stefna er einkum tengd höggmyndal- ist, þar sem einfaldleiki forma, gildi rýmisins og jafnvægi þess í umhverf- inu eru helstu einkennin, ásamt því sem verkin útiloka allar túlkanir eða ytri tilvísanir; þarna er á ferðinni skýr, formræn list, sem er í greini- legri andstöðu við hið flókna og margþætta myndmál, sem var mest áberandi næstu árin á undan. Judd varð einn helsti kenningasmiður hreyfíngarinnar og útfærir kenning- ar sínar í eigin verkum, sem vekja upp margar grundvallarspurningar um eðli og gildi listaverksins, eðli listrænnar upplifunar, rýmisins og formsins í höggmyndum. Getá al- gjörlega vélrænt unnin efni, sem raðað er niður í rýmið eftir nákvæm- um útreikningum um gildi endur- tekningarinnar, verið listaverk? Þar sem verk Judds sjálfs hafa allt frá upphafí verið í stöðugri þróun hvað varðar hlutföll, stærðir, efni og lita- gildi, virðist svarið við spurningunni ótvírætt vera jákvætt. Judd hefur m.a. unnið verk sín í ál, stál, krossvið og steinsteypu, og hefur ýmist látið efnin ráða yfir- borðsgildinu, húðað þau eða sett inn í þau fasta litafleti. Flest þeirra hafa verið sköpuð með ákveðin rými í huga, og þannig hefur hann komið upp fjölda verka sinna fyrir í „varan- legum innsetningum" í skotfæra- geymslum í fyrrum herstöð í Marfa í Texas, þar sem hann býr og hefur breytt fjölda bygginga í sýningarhús- næði fyrir höggmyndalist. Þeir sem skoða verk listamannsins verða þess fljótt meðvitaðir að hann er mjög kröfuharður um nákvæmi í vinnslú verka sinna, þannig að hvergi má skeika neinu; úrvinnslan er þannig mikilvægur hluti verksins. (Hér má nefna til gamans, að Judd hefur nýlega staðið í harkalegum deilum við listaverkasafnara, sem seldi verk hans til Guggenheim safnsins í New York; listamanninum fínnst frágang- ur verkanna forkastanlegur, og af- neitar þeim sem sínum verkum). Verkin sem sýnd eru í Slunkaríki bera marga þessa áhersluþætti með sér. Hér er um að ræða tvö kassa- laga verk, unnin í krossvið, þar sem rýmið og gildi þess er aðalviðfangs- efnið. I öðru verkinu er að finna lita- fleti, sem skiptast í nákvæmu jafn- vægi í verkinu, en í hinu er það innri skipting rýmisins, sem listamaður- innfæst við. í báðum verkum eru efni og úrvinnsla fullkomin, þannig að eftir standa skýr, formræn lista- verk og hlutföll þeirra, sem hafna öllum tilraunum til túlkunar eða til- vísunár. í sýningarskrá í tilefni sýningar- innar í Nýlistasafninu 1988 var vitn- að í eftirfarandi orð listamannsins, sem eiga vel við hér sem lokaorð, með tilvísun til verkanna í Slunkaríki: „Hlutfall hefur mikla þýðingu fyr- ir okkur, bæði í huga okkar og lífí, og líka þegar það er gert sýnilegt í hlutum, því það er óskipt hugsun og tilfínning, eining og samræmi, auð- velt og erfítt, og oft friður og ró. Hlutfall hefur sín eigin sérkenni og það er unnt að þekkja það í list og arkitektúr og það skapar rúm okkar og tíma. Hlutfall, og í rauninni allt vit í list, skilst undir eins, að minnsta kosti af einhveijum. Það er þjóðsaga að erfið list sé erfið.“ Sýning Donalds Judd í Slunkaríki á ísafírði stendur til sunnudagsins 19. júlí, en verður síðar í sumar einn- ig sett upp í Reykjavík, í sýningar- salnum Önnur hæð á Laugavegi 27. RENAULT 19 Fallegir fjölskyldubflar á góðu verði Takmarkað magn! 19 TXE - 92 hestöfl Glæsilegur fjölskyldubill - einn með öllu Verð með ryðvörn og skráningu: 4ra dyra kr. 1.098.000,- 19 GTS - 80 hestöfl Sportlegur fjölskyldubtll - hlaðinn aukabúnaði Verð með ryðvörn og skráningu: 3ja dyra kr. 949.000,- 8 ARA RYÐVARNAR ÁBYRGÐ 3 ARA 5 dyra kr. 998.000,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.