Morgunblaðið - 15.07.1992, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.07.1992, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992 15 Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. mai sl.: UNGUR AÐ EILÍFU? Mælistika á það hve gömul við erum er sjálfstæði og virkni einstaklingsins eftir Guðrúnu Björgu Guðmundsdóttur Hvað er að vera gamall? Rannsókn sem hjúkrunarfræðing- ar gerðu á öldruðum og viðhorfum þeirra til aldraðra leiddi í ljós að sjálfstæði annars vegar og virkni hins vegar er mælikvarði þess hversu gamall maður er. Hér á landi fær fólkið ellilífeyris- bætur 67 ára og flestir hætta að vinna 70 ára. En fólk verður ekki aldrað á einu ári, heldur er það líffæralegt ferli. Frá fæðingu til 30 ára aldurs er einstaklingurinn að vaxa og þrosk- ast. Eftir það byijar hrörnun eða öldrun. Öll viljum við verða gömul, ekki viljum við deyja ung. Þess vegna er mjög sérstakt að fylgjast með um- fjöllun um málefni aldraðra í fjöl- miðlum og ákvörðunum stjórnmála- manna. Af þeirri umfjöllun má ætla að aldraðir séu baggi á þjóðfélaginu. Hvergi er pláss fyrir þá eða gert ráð fyrir þeim. Það er eins og gamalt fólk sé nýtt fyrirbrigði. Til eru fræðilegar skilgreiningar um líffræðilega, andlega og félags- lega öldrun, en upplifun okkar sjálfra á öldrun og elli skiptir meira máli að mínu mati. Viðhorf þjóðfé- lagsins til aldraðra er einnig mjög mikilvægt á hveijum tíma. Öldruðum íbúum jarðar fjölgar mikið á næstu árum. Nú eru 488 milljónir, sem eru 60 ára og eldri. Árið 2000 er reiknað með því að þeir verði 612 milljónir. Konur lifa allt að 7-8 árum lengur en karlar í flestum vestrænum löndum. Við megum ekki líta á öldrun sem sjúkdóm heldur sem eðlilegan gang lífsins. Aldraðir eiga einkum við heil- brigðisvandamál að stríða er tengj- ast næringu, öryggi, líkamlegri og andlegri líðan. Hér verður reynt að benda á nokkur atriði sem skipta miklu máli, ef gamall maður vill vera ungur. Næring Næring er undirstaða lífsins. Ekki er síður mikilvægt að aldraðir fái góða og fjölbreytta fæðu en ungvið- ið. Önnur vandamál koma upp hjá öldruðum en ungum. Þar má nefna of litla vökvainntekt, gamalt fólk sparar oft við sig vökva ef það á erfitt með að fara á salerni af ein- hverri ástæðu. Það getur haft í för með sér ýmsa líkamlega og andlega kvilla svo sem minnistap svo eitthvað sé nefnt. Tannleysi eða lélegar tennur valda því að gamalt fólk sneiðir hjá græn- meti, kjöti og ýmsum fæðutegundum sem okkur eru nauðsynlegar, ekki síst vegna trefjanna, sem í þeim eru. Það leiðir síðan af sér meltingar- vandamál. Erfiðleikar við að losna við hægðir, sem er mjög algengt vandamál hjá fullorðnu fólki. Síðan eru vandamál af öðrum toga, t.d. að kaupa í matinn. Oft eru langar vegalengdir í næstu verslun, versl- unin á horninu er hætt en kominn stórmarkaður langt í burtu. Einnig reynist mörgum erfitt að elda mat- inn. Reynt er að koma til móts við þetta fólk. Reykjavíkurborg býður því heimsendingu á heitum máltíð- um, til skemmri eða lengri tíma ef það getur ekki séð um matinn sjálft. Öryggi í umhverfinu Hætturnar ieynast víða á heimil- um og í kringum okkur. Algengt er að gamalt fólk detti og beinbrotni. Líkamlegar ástæður, skert sjón, jafnvægisleysi svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að fólk íhugi hvað geti verið slysagildra í umhverfi sínu og fjarlægi hana eða lagfæri. Skófatn- aður skiptir einnig miklu máli, mott- ur á gólfum, þröskuldar og aðrar upphækkanir. Gott er að fá sér hjálp- artæki s.s. handföng og grip. Lærleggsbrot er mjög algengt hjá öldruðum eftir fall. Það getur kostað margra mánaða legu á sjúkrahúsi með öllum þeim óþægindum sem henni fylgir. Líkamlegt og andlegt heilsufar Betra er seint en aldrei. Það er aldrei of seint að taka upp heilbrigt líferni. Rannsóknir sýna að reykingamaður á sjötugsaldri sem hættir að reykja minnkar hættu á lungnakrabbameini og hættu á hjartasjúkdómum. Næringarrík fæða, heilbrigt líferni og markviss líkamsrækt á yngri árum skilar sér á efri árum. Aldrei er maður of gam- all til að stunda líkamsrækt. Leikfími fyrir aldraða er mjög góð. Mikilvægt er að hreyfa alla liði og liðamót til að koma í veg fyrir stirðnun og verki. Slíkt leiðir síðan til andlegrar og lík- amlegrar vellíðunar. Við verkalok verða miklar breyt- ingar hjá fullorðnu fólki, lífsmunstr- ið breytist. Margir eiga þá erfitt með að fínna tilgang með lífinu, þetta leiðir oft til þunglyndis og fólk ein- angrast. Lífið gefur okkur öllum tækifæri, allt veltur á því hvernig við bregð- umst við aðstæðum hveiju sinni, og þá gerum við okkur jafnframt grein fyrir því að við erum ábyrgir þátttak- endur í lífinu. Að halda sjálfstæðinu og sjálfsvirðingunni er mjög mikil- vægt. Að einstaklingur hjálpi sér sjálfur eins mikið og lengi og hann getur. Guðrún Björg Guðmundsdóttir „Aldraðir eiga einkum við heilbrigðisvanda- mál að stríða er tengj- ast næringu, öryggi, líkamlegri og andlegri líðan.“ Fræðsla Fræðsla til aldraðra um heilbrigði er lykill að góðri heilsu þeirra. í dag eru læknar sérhæfðir í öldrunarmál- um, svokallaðir öldrunarsérfræðing- ar og annað sérhæft starfsfólk sem vinnur við þessi mál. Markvissri fræðslu er reynt að halda uppi bæði fyrir þá öldruðu og einnig fyrir starfsfólkið. Á þeirri stofnun sem ég vinn á, Vistheimilinu í Seljahlíð, erum við með árlega fræðsluviku fyrir vistfólkið og starfsfólkið sam- hliða. Þessi fræðsluvika hefur vakið mikla hrifningu hjá vistfólkinu sem gat nýtt sér hana og það var stór hópur. Einnig er þar gefið út blað, Viskubrunnur, sem vistfólkið sjálft sér um að safna efni í. Við hjúkrun- arfræðingarnir erum búnir að fá eina síðu í því blaði til að fjalla um heil- brigðismál. Aðalstarf hjúkrunar- fræðinga sem starfa við öldrunar- mál, á vistheimilum og stofnunum fyrir aldraða er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Að finna leiðir fyrir þá sem eiga við erfíð vandamál að stríða og fá þá til að átta sig á því að þeir geti hjálpað sér sjálfir með ýmsu móti. Við gerum ekki aldraða sjúka háða okkur eða ósjálfbjarga, heldur sjálfbjarga og sjálfstæða. Það eru okkar lykilorð. Hðfundur er lýúkrunar- deildarstjórí & vistheimilinu SeijahUð. URSLITI VERÐLAUNA GETRAUN Dregið hefur verið f verðlaunasamkeppni Gáska, blaði Bókaklúbbs barnanna, þar sem aðal- vinningurinn var Qöl- skylduferð til Disney- lands Evrópu með Flugleiðum. Ferðavinninginn hlaut: Oddný Hinriksdóttir Njörvasundi 11 Reykjavík Auk vinningshafans voru dregin út nöfn 50 annarra barna og fá þau send glæsileg aukaverð- laun. Nöfn þeirra eru birt hér að neðan. Gífurleg þátttaka var í verðlaunagetrauninni og þakkar Bókaklúbbur barnanna öllum þeim ijölmörgu börnum sem sendu inn svarseðla. Hér draga þœr Ama Ormarsdóttir (f. miðju) frá Flugleiðum og Valgerð- ur Benediktsdóttir (t.v.) og Helga Þóra Eiðsdóttir (t.h.) frá Vöku-Helga- felli út nöfn vinningshafanna. Aukaverðlaun hlutu: Anna B. Gunnlaugsdóttir Geithömrum 12, R. Anna G. Gyifadóttir Eyjabakka 14, R. Andri Valur Jónsson Óspaksstöðum, Brú Anton Örn Helgason Kambaseli 69, R. Arnar og Bergur Jóhannes- synir, Stafholtsveggjum, Borgamesi Aron Skúlason Borgarhlíð 7E, Akureyri Atli Þorsteinsson, Austur- vegi 13, Reyðarfirði. Ágústa Sif Víðisdóttir Stakkhömmm 12, R. Baldvin Sigurðsson Vesturbergi 78, R. Berglind Helgadóttir Vorsabæ II, Selfossi Bergþóra Smáradóttir Jakaseli 24, R Birgir A. Guðmundsson Skipasundi 24, R. Birgir Þór Þrastarson Grænugötu 12, Akureyri Dagný Lilja Jónsdóttir Brekkustíg 6, Njarðvík Dana R. Aðalsteinsdóttir Urðargerði 7, Húsavík Davíð Ingi Jónsson Goðabraut 9, Dalvík. Elín Björk Jóhannsdóttir Kríuhólum 4, R. Elísa Þórarinsdóttir Sörlaskjóli 19, R Freyja Siguijónsdóttir Baldursgötu 9, R. Guðrún A Hálfdánardóttir Bæjargili 62, Garðabæ Guðvin S. Haraldsson Baðsvöllum 21, Grindavík Halldóra Ögmundsdóttir Reynihlíð 4, R Hannes Þorkelsson Heiðmörk 9, Hveragerði Hlynur Jónsson Faxabraut 16, Keflavík Hulda Björk Amarsdóttir Heiðargerði 2, Húsavík Hörður Aron Harðarson Hrísrima 31, R. Joshua W. McKelvey Hringbraut 58, Keflavík Jóhann H. Guðjónsson Gránufélagsgötu 27, Ak. Jóhann Oddur Úlfarsson Ránargötu 45, R. Jóhann Pétur Jensson Laugarási, Biskupst. Jón Friðriksson Sigtúni, Öxafirði Laufey Sif Lárusdóttir Borgarheiði, Hveragerði. Lilja Rún Kristjónsdóttir Suðurvangi 19, Hafnarf. Matthildur Kj’artansdóttir Ólafsvegi 1, Ólafsfirði Nansý Rut Víglundsdóttir Hraunbæ 172, R. Páll Magnús Guðjónsson Búhamri 39, Vestm.éyjum Sigrún H. Jónsdóttir Skógarhjalla 23, Kópavogi Skafli og Ingimar Vigniss., Hjaltabakka, Blönduósi Sólveig Jóhannsdóttir Ytra-Hvarfi,Vopnafirði Stefanía Ásgeirsdóttir Krummahólum 6, R. Stefanía Helga Tunguvegi 6, Njarðvík Stefán Jóhann Sigurásson Laugarbraut 16, Akranesi Steinar Sveinsson Drápuhlíð 2, R. Steinþór Karl Aronsson Háarifi 71, Hellissandi Svanborg Siguijónsdóttir Álfaskeiði 76, Hafnarfirði Sveinbjörg A. Karlsdóttir Ásabraut 5, Sandgerði Sverrir H. Steindórsson Fagrahjalla 20, Vopnafirði Vala Maria Valsdóttir Strandgötu 25, Eskifírði. Þórdís Brypjólfsdóttir Næfurási 17, R. Þómnn S. Hermannsdóttir Kársnesbraut 91, Kópavogi Bókaklúbbur barnanna • Síðumúla 6 • Reykjavík • s. 688 300 LOKAÐ I DAG ÚTSALAN HEFST Á MORGUN Kl. 10 JOSS KRINGLUNNI 8-12 SÍMI 689150

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.