Morgunblaðið - 15.07.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JULI 1992
17
Lífeyrissjóður Austurlands;
Grunur um 4 millj-
óna kr. fjárdrátt
Fyrrverandi starfsmaður grunaður
um skjalafals
Rannsóknalögreglan hefur Morgunblaðsins um 4 milljónir
nú til rannsóknar meintan fjár- króna á s.l. 2 árum. Starfsmað-
drátt og skjalafals hjá Lífeyris- ur þessi er ein af fimm konum
sjóði Austurlands á Neskaup- sem unnið hafa hjá sjóðnum
stað. Fyrrverandi starfsmaður undanfarin fimm ár en grunur-
sjóðsins er grunaður um að inn beinist að henni einni. Hún
hafa dregið sér töluverða fjár- hafði umsjón með innheimtu-
hæð, samkvæmt heimildum málum sjóðsins og uppboðsmál-
----------------- um.
Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson.
Þorsteinn með netadræsu úr trolli sem hann hirti upp úr sjó á siglingaleið fyrir Barða.
Suðureyri:
Netadræsa úr trolli á reki
á siglingaleið fyrir Barða
Suðureyri.
ÞAÐ var ekki gott hljóðið í Þorsteini H. Guðbjörnssyni útgerðar-
manni á Berta G.ÍS 161 er hann renndi í höfn á Suðureyri fyrir
skemmstu með stóra netadræsu meðferðis sem hann hafði hirt upp
úr sjónum á siglingaleið fyrir Barða.
Að sögn Þorsteins var hann á
siglingu 13 mílur undan Barða er
hann sá þúst á sjónum. Við nánari
athugun reyndist þetta vera dræsa
úr trolli u.þ.b. 10x10 metrar. í
dræsunni voru dauðir fulgar sem
höfðu fest sig í henni.
„Það er ljóst að ef svona dræsa
myndi lenda í skrúfu einhvers báts
þá gæti stafað af því mikil hætta
og er það óafsakanlegt kæruleysi
og heimska að kasta svona hlutum
í sjóinn,“ sagði Þorsteinn um leið
og hann snaraði netadræsunni upp
á hafnarkantinn þaðan sem leið
hennar mun liggja á sorphaugana.
- Sturla Páll.
Ástæða til að ætla aðvilji
sé fyrir því að efla RÖSE
segir Davíð Oddsson
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að leiðtogafundur Ráðstefn-
unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (ROSE) í Helsinki hafi á
margan hátt verið athyglisverður. Hann segir að eftir þennan fund
sé RÓSE á margan hátt skilvirkari en áður og ekki sé ástæða til
annars en að ætla, að vilji sé fyrir því að þróa samtökin þannig að
þau verði í stakk búin til að takast á við óróleika og erfið vandamál
í öryggismálum í Evrópu.
Kammer-
tónleikar á
Kirkjubæj-
arklaustri
KAMMERTÓNLEIKAR verða
haldnir á Kirkjubæjarklaustri
dagana 21. ágúst til 23. ágúst.
Flytjendur verða Auður Haf-
steinsdóttir, fiðluleikari, Christop-
her Beau, sellóleikari, Edda Er-
lendsdóttir, píanóleikari, Jorge
Chaminé, baritónsöngvari, Marie-
Francoise Bucquet, píanóleikari,
og Olivier Manoury, bandóneon-
leikari.
Flutt verða m.a. spönsk, portúg-
ölsk og suður-amerísk kammer-
tónlist í tilefni af þátttöku portúg-
alska baritonsöngvarans Jorge
Chaminé, en hann söng nýlega
stórt hlutverk í óperunni Carmen
undir stjórn Placido Domingo við
opnun á heimssýningunni í Sevilla
á Spáni.
Jorge Chaminé mun m.a. flytja
argentísk tangóljóð með Olivier
Manoury bandónenleikara sem
hefur leikið oft áður hér á landi.
Hann mun einnig flytja spönsk og
portúgölsk ljóð ásamt franska
píanóleikaranum Marie-Francoise
Bocquet sem er þekkt fyrir leik
sinn og starfar sem prófessor við
Tónlistarháskólann í París. Einnig
verður flutt slavnesk tónlist m.a.
píanótríó eftir Dvorak, verk fyrir
selló og píanó eftir Brahms, Janac-
ek og Martinu, duo eftir Handel
og Haydn svo að eitthvað sé nefnt.
Ný efnisskrá verður á hvetjum
degi og er tilvalið fyrir tónlistar-
unnendur og ferðafólk að dvelja á
Kirkjubæjarklaustri þessa daga.
Þess má geta að slíkir tónleikar
voru einnig á síðasta ári enda ætl-
unin að þeir verði árlegur viðburð-
ur. Eins og áður hefur komið fram
er meirihluti flytjenda í ár erlendir
listamenn en í fyrra voru allir inn-
lendir. Þannig er ætlunin að fá
alltaf nýtt og nýtt listafólk frá ári
til árs en þó alltaf þekkt og eftir-
sótt svo tónlistarunnendur geti
notið þess besta á þessu sviði.
Tónleikarnir í fyrra þóttu takast
afar vel og voru alltaf fyrir fullu
húsi eða á annað hundrað áheyr-
enda í hvert skipti.
(Fréttatilkynning)
RLR verst allra frétta af rann-
sókninni enn sem komið er en
máiið var kært til hennar fyrir um
tveimur vikum síðan. Samkvæmt
upplýsingum frá Jóni Guðmunds-
syni formanni stjórnar lífeyris-
sjóðsins lét konan af störfum hjá
sjóðnum í miðjum síðasta mánuði.
Er verið var að setja eftirmann
hennar inn í starfið kom í ljós að
ýmislegt var athugavert í gögnum
sem hún skildi við sig. Jón Guð-
mundsson segir að í bókhaldinu
hafi verið að finna ýmsa pappíra
sem falsaðir höfðu verið. „Hér er
um töluvert tjón að ræða fyrir sjóð-
inn og slæmt að svona geti átt sér
stað,“ segir Jón. Jón vildi ekkert
segja um hve mikil fjárhæðin er
sem um væri að ræða enda málið
ekki fullrannsakað.
Lífeyrissjóður Austurlands telur
nú um 6000 virka félaga en frá
því að sjóðurinn var stofnaður
1969 hafaum 17.000 mannsgreitt
iðgjöld til hans.
„Þetta var um margt athyglis-
verður fundur," segir forsætisráð-
herra. „Þarna komu fulltrúar fleiri
ríkja en áður og ljóst er að þjóðir
ýmissa fyrrum kommúnistaríkja í
Austur-Evrópu binda töluverðar
vonir við þessi samtök. Þau eiga
hins vegar ekki hægt um vik við
að bregðast við óróleika eða jafnvel
styijaldarástandi í álfunni eins og
þau eru skipulögð, enda er til þeirra
stofnað við töluvert aðrar aðstæður
en nú ríkja. En nú má segja að
aðeins hafi miðað í þá átt að þau
verði skilvirkari og leiðir opnast til
að þau geti fylgt eftir ákvörðunum
sínum með valdi, annars vegar fyr-
ir tilstilli Vestur-Evrópusambands-
ins og hins vegar í gegnum Atlants-
hafsbandalagið."
Davíð segir, að hann hafi ekki
ástæðu til annars en að ætla, að
menn vilji reyna til þrautar, að þróa
RÖSE þannig að samtökin verði í
stakk búin til að taka á erfiðum
málum. „Ég tel að eftir leiðtoga-
fundinn í Helsinki sé RÖSE að
mörgu leyti skilvirkari samtök en
áður. Hér er um að ræða athyglis-
verðan vettvang fyrir aðildarríkin,
þar sem fulltrúum þeirra gefst færi
á að skiptast á skoðunum. Menn
mega þess vegna ekki vanmeta
þessa ráðstefnu."
Hann segir að enn eigi eftir að
laga samtök eins og RÖSE, Atlants-
hafsbandalagið og Vestur-Evrópu-
sambandið að þeim miklu breyting-
um, sem átt hafi sér stað í öryggis-
málum Evrópu á undanförnum
árum, en athyglisvert verði að fylgj-
Islensk verslun:
Frumvarpið er komið fram vegna
samningsins um evrópskt efnahags-
svæði og með því eru gerðar veru-
legar breytingar á almennum toll-
ast með þróuninni í þeim efnum.
Ljóst sé að samstarfið innan Atl-
antshafsbandalagsins verði íslend-
ingum áfram mikilvægt og jafn-
framt telji hann nauðsynlegt að
taka boði um aukaaðild að Vestur-
Evrópusambandinu.
um, ytri tollum, vörugjöldum, tolla-
afgreiðslu og fleiru, auk þess sem
viðtækari heimildir fást til álagn-
ingar jöfnunartolla á matvæli.
Hádegisverðarfundur
með fjármálaráðherra
SAMTÖKIN íslensk verslun halda hádegisverðarfund með Friðrik
Sophussyni fjármálaráðherra, fimmtudaginn 16. júlí í Hvammi,
Holiday Inn, kl. 12. Fjallar fundurinn um nýtt frumvarp til laga um
tolla og vörugjöld.
ÚTSALA ÚTSALA L ÚTSALAN BYRJAR í JTSALA DAG
Opið daglega frá kl. 9-18, laugardag frá kl. 10-14. <3<h mtt ! * HF verzlun v/Nesveg, Seltjarnarnesi.