Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 24
Laugaland
á Þelamörk:
34 skólanemar atvinnulausir:
Unglingar fá vinnu hjá opin-
berum stofnunum og félögum
Morgunblaðið/Tómas Vilbcrg
Margar trillur eru þessa dagana í Grímsey. Þessir hafa væntanlega verið að ræða um krókaleyfin
þegar Ijósmyndarinn smellti þessarí mynd af í Grímsey á dögunum.
Sjómenn í Grímsey:
Ekki kvóta á krókaleyfisbátana
Grímsey.
SJÓMENN í Grímsey óttast
mjög hugmyndir um að kvóti
verði settur á krókaleyfisbáta.
Þeir telja að verði slíkt að veru-
leika ógni það ákaflega byggð
í eyjunni og geti jafnvel gert
út af við hana.
Á mánudaginn var var haldinn
fundur í Grímsey þar sem kynnt
voru samtök um nýja fiskveiði-
stefnu. Skúli Alexandersson kom
og kynnti félagsskapinn. Fundur-
inn var hins vegar haldinn á afar
óheppilegum tíma, um miðjan dag
í fádæma góðu sjóveðri og þess
vegna komu fáir til að hlýða á
það sem fram fór.
Greinilegt var á tali heima-
manna á fundinum að þeir eru
afar ósáttir við að kvóti verði lagð-
ur á krókaleyfisbátana, báta und-
ir 6 tonnum, sem mjög mikið er
af hér í Grímsey. Fram komu
áhyggjur margra yfir því hvemig
kvóti er færður af smábátum yfir
á togarana og menn voru sam-
mála um að kvótakerfíð væri svo
slæmt fyrir eyjuna að eitthvað
nýtt, eitthvað annað en kvóti,
nánast sama hvaða nafni það
nefndist, yrði að koma í stað þess.
Eins og fyrr segir var
fundarsókn ekki góð og menn
höfðu orð á því að það stafaði af
því að mönnum fyndist hver dag-
ur vera þeirra síðastur á króka-
veiðunum.
H.H.
Strandlífá Akureyri
Sumarblíðan hefur leikið við fólk víðast hvar um landið síðustu daga. Ljósmyndari Morg-
unblaðsins átti leið framhjá Sundlaug Akureyrar einn hlýjan sólskinsdaginn. Þá streymdi
þar að fólk til að baða sig í sólskini og kæla sig í heitu vatninu. Þarna var líf og fjör
ekki síður en á sólarströnd suður í heitu löndunum.
Morgunblaðið/Eiríkur
Ekkinóg
vatn í bor-
holunni
1,5 milljóna króna aukafjárveiting veitt til launagreiðslna
ATVINNULAU SIR unglingar á
Akureyri, á fjórða tug talsins,
geta átt von á því að fá vinnu á
næstunni samkvæmt ákvörðun
bæjaryfirvalda að veita hálfri ann-
arri milljón króna til viðbótar til
sumarvinnu unglinga. Þessa dag-
ana er unnið að því að skipu-
leggja þessa vinnu ungmennanna.
Næg verkefni eru fyrir hendi hjá
opinberum stofnunum og fleiri
aðilum og með þessari aukafjár-
veitingu verður unnt að taka fleiri
til starfa en verið hefur.
Árni Steinar Jóhannsson hjá um-
hverfisdeild Akureyrarbæjar sagði
að þegar væru á skrá hjá sér 34
unglingar sem væru atvinnulausir,
fyrst og fremst skólafólk sem hefði
ekki áunnið sér neinn bótarétt. Um-
hverfísdeild væri nú gert að taka
allt þetta fólk í vinnu. Arni sagði að
um væri að ræða aðallega 17, 18
og 19 ára fólk, sem hefði ekki getað
útvegað sér neina aðra vinnu, enda
væri atvinnuleysi mikið á Akureyri
þessar vikurnar. Um þetta bótalausa
fólk væri að ræða, hér féllu ekki í
hóp þau ungmenni sem ekki hefðu
atvinnu en væru á einhverjum at-
vinnuleysisprósentum.
Samkvæmt upplýsingum Vinnu-
miðlunarskrifstofunnar á Akureyri
var þar skráð um það bil hálft þriðja
hundrað manna atvinnulaust um síð-
ustu mánaðamót og fjölgaði heldur
þegar skóverksmiðjunni Strikinu var
lokað. Þeir sem umhverfisdeild Akur-
eyrarbæjar er nú að fjaila um eru
ekki inni í þeirri tölu. Til þess að
komast á atvinnuleysisskrá og geta
notið lægstu bóta þarf viðkomandi
að hafa unnið minnst 425 stundir á
undangengnu ári. Með fullri sumar-
vinnu geta skólanemar náð því en
þeir sem hafa minni vinnu en því
nemur falla utan bótaréttar.
Árni Steinar Jóhannsson sagði að
þessa dagana væri unnið að því hjá
umhverfisdeild að skipuleggja starf
ungmennanna. Bæjaryfirvöld væru
búin að leggja til eina og hálfa millj-
ón í launagreiðslur og hann væri að
vinna að tillögum til bæjarráðs um
það hvernig unnt væri að gera þessu
unga fólki úrlausn fyrir þetta fé.
Umhverfísdeild réð til starfa í
sumar alla 16 ára unglinga sem sóttu
um vinnu. Árni sagði að alls væru
107 sextán ára unglingar að störfum
í bæjarkerfinu og umhverfisdeild sæi
um launagreiðslur til þeirra þótt þeir
væru margir að störfum við aðrar
stofnanir. Á síðasta ári hefði verið
gerð sú breyting að í stað þess að
byggja unglingavinnuna, sumar-
vinnu skólafólks, upp á aldurshópun-
um 13, 14 og 15 ára hefðu þeir 13
ára verið felldir brott en 16 ára tekn-
ir í staðinn. Sumarvinna skólafólks
væri orðinn stór þáttur í kerfínu, en
þar væri átt við skólafólk á aldrinum
frá 16 til 24 ára.
„Við erum ekki í neinum vandræð-
um með verkefni, það hefur aldrei
verið,“ sagði Ámi Steinar, „hins veg-
ar hefur bæjarsjóður verið í vandræð-
um með að reiða fram launagreiðsl-
ur, eins og gefur að skilja. Verkefn-
in eru óþijótandi í svona stórum og
fallegum bæ og þetta unga fólk fær
trúlega vinnu hjá opinberum stofnun-
um og félagasamtökum, til dæmis
Golfkúbbnum og öðrum íþróttafélög-
um, eins og verið hefur talsvert, og
við ætlum jafnframt að styrkja
vinnuflokka okkar innan umhverfis-
deildarinnar, því við höfum varla náð
að hirða bæinn sómasamlega með
þeim mannafla sem við höfum haft.“
♦ ♦ ♦---------------
Póstur og sími:
Næturpóst-
ur gengur vel
PÓSTFLUTNINGAR milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur landleiðina
að næturlagi, sem hófust fyrir
skömmu, hafa gengið vel. Flutt
eru 2 tonn á dag að meðaltali.
Að sögn Guðlaugs Baldurssonar,
póstfulltrúa, eru þessir flutningar
til mikilla bóta fyrir viðskiptavinina.
Sendingar sem berast póststofum á
opnunartíma þeirra eru til afhend-
ingar á viðtökustað að morgni
næsta dags. Tveir bílar eru í förum
milli Akureyrar og Reykjavíkur og
fíytja póst milli þessara staða og
annarra póststöðva á leiðinni.
Guðlaugur sagði að þessir flutn-
ingar væru í því skyni einvörðungu
að póstur bærist hraðar milli stað-
bóta. Póstur hefði áður allur verið
fluttur með Flugleiðum og Norður-
leið, en enda þótt samskipti við þau
fyrirtæki hefðu verið afar góð hefði
þessi kostur verið tekinn vegna
þess að hann væri fljótvirkari. Fyr-
ir hefði komið að bögglasendingar
hefðu tafíst dálítið þegar rúm hefði
þrotið í vélum Flugleiða, sem að
sönnu væru fyrst og fremst far-
þegaflutningatæki.
EKKI reyndist borhola Hita-
veitu Akureyrar á Laugalandi á
Þelamörk, sem sagt var frá fyr-
ir skemmstu, gefa nægilega
mikið heitt vatn. Ákveðið hefur
verið að bora aðra holu skammt
frá og freista þess að hitta þar
á heita sprungu.
Eins og áður hefur verið frá
sagt var það komið undir mæling-
um á borholu hitaveitunnar nú um
liðna helgi hvort þar væri að vænta
nægilegs heits vatns svo huga
mætti að gerð vinnsluholu. í ljós
hefur komið að þarna er ekki nægt
heitt vatn, Að sögn Franz Árna-
sonar hitaveitustjóra er hitinn
þarna greinilega nægur en menn
hafí trúlega misreiknað halla á
þeirri sprungu sem verið sé að
reyna að hitta í, henni halli að lík-
indum undir Hörgána en ekki inn
til lands.
Franz sagði að af þessum sökum
væri borun nú hætt á þessum stað
en borinn yrði færður dálítinn spöl
vestur í átt að árbakkanum og þar
boruð önnur könnunarhola, heldur
grynnri þó en sú sem nýlokið var
við. Þess væri að vænta að því
lyki nærri mánaðamótum og bjart-
ar vonir manna stæðu til þess að
þá mætti gera tilraunir til að dæla
upp úr henni.
Að sögn Franz má segja að bor-
unin sem nýlokið er hafí að öllu
leyti gengið framúrskarandi vel að
öðru leyti en einungis þessu að
ekki náðist að hitta á nákvæmlega
rétta staðinn.