Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBlkÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR- i5: JÚLÍ 1992 * Þorvarður Ama- son — Minning Gunnlaugur A. Jónsson og Þórarinn Bjömsson, kr. 1.200.000. Guðfræðiskrá. Hallur Skúlason og Haukur Matthías- son, kr. 360.000. Náms- og starfsval islenskra unglinga. Hanna Ragnarsdóttir, kr. 720.000. Tilbrigði við íslenska þjóðmenningu. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, kr. 560.000. íslenskar gerðir á verkum Chrétien de Troyes (XII. öld). Helga Jónsdóttir, kr. 360.000. Upplif- un sjúklinga með langvinna lungnasjúk- dóma af veikindum sínu. Helgi Guðmundsson, kr. 360.000. Orkneyinga saga. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, kr. 200.000. Nafna- og efnislyklar fyrir handritasafn Héraðsskjalasafns Skag- firðinga. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, kr. 480.000. Skilningur bama á hugtökum og orðum yfir fjölskylduvensl. Hreinn Pálsson, kr. 400.000. Könnun á rökleikni 10—15 ára nemenda. Inga Dóra Bjömsdóttir, kr. 300.000. Kvenkenndir þættir í mótun íslenskrar þjóðernisvitundar. Inga Huld Hákonardóttir, kr. 360.000. Viðhorf yfirvalda til hjóna- bands og ástamála í 1000 ár. Ingi Rúnar Eðvarðsson, kr. 80.000. Breytingar á prentiðnaði á Islandi og í Svíþjóð. Ivar Jónsson, kr. 360.000. Valdstjórn og auðsöfnun á íslandi 1944—1990. Jón Daníelsson, kr. 240.000. Mat á haglíkönum með duldum upplýsingum. Jón Friðrik Sigurðsson, kr. 600.000. Játningar við yfirheyrslu hjá lögreglu. Jón Karl Helgason, kr. 350.000. Þýð- ing Njáls sögu. Jörundur Hilmarsson og Guðrún Kvaran, kr. 900.000. íslensk orðmynd- unarbók. Kristín Huld Sigurðardóttir, kr. 300.000. Rannsókn á járnminjum frá víkingaöld. Lilja Mósesdóttir, kr. 600.000. ís- lenskur vinnumarkaður frá lýðveldis- stofnun í ljósi efnahags- og stofnanaþró- unar. Loftur Reimar Gissurarson, kr. 600.000. Spíritismi á íslandi. Mary Allyson Macdonald, kr. 250.000. Staða og framtíð náttúrufræði- menntunar á íslandi. Magnús Hauksson, kr. 600.000. At- hugun á þjóðlegum rótum íslenskra heimildaskáldsagna. Margrét Hermanns-Auðardóttir, kr. 800.000. Fomleifarannsóknir á Gásum og víðar á Norðurlandi eystra. Njörður P. Njarðvík, kr. 120.000. Sólarljóð. Oddný G. Sverrisdóttir, kr. 250.000. Samanburður á íslensku og þýsku við- skipta- og lagamáli. Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, kr. 600.000. Útlagar og útilegumenn. Ragnhildur Richter, kr. 960.000. {s- lensk bókmenntaorðabók. Róbert Berman, kr. 210.000. Áhrif ritgerðarkennslu á ensku og íslensku á ritleikni. Rúnar Vilhjálmsson og Vilhjálmur Einarsson, kr. 180.000. Viðbótar- og endurmenntun starfsfólks í atvinnulíf- inu. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Þóra Kristinsdóttir, kr. 1.200.000. Alþjóðleg rannsókn á læsi 9 og 14 ára nemenda. Sigurður G. Magnússon, kr. 240.000. Alþýðumenning á íslandi 1850—1940. Siguijón Árni Eyjólfsson, kr. 200.000. Réttlæting og sköpun í guðfræði Werner Elerts. Skúli Pálsson, kr. 600.000. Heimspeki Brynjólfs Bjamasonar. Stefán Baldursson og Börkur Hansen, kr. 420.000. Starfsmenntun utan hins hefðbundna menntakerfis. Stefán Einarsson, kr. 360.000. Ör- yggisgreining og áhættumat vegna starfsemi iðnfyrirtækja eða iðjuvera. Stefán Ólafsson, kr. 480.000. Lífs- skoðun íslendinga. Stefán Snævarr, kr. 480.000. Skyn- semi í veröld verðmæta. Sumarliði R. ísleifsson, kr. 960.000. ísland séð með útlendum augum. Trausti Valsson, kr. 480.000. Saga byggðaskipulags á íslandi fram til um 1750. Viðar Hreinsson, kr. 960.000. Sagna- gerð 14. aldar: Endurmat. Vilhjálmur Árnason, kr. 500.000. Sið- fræði lífs og dauða. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, kr. 900.000. Rannsóknir á smiðjurúst við Stöng í Þjórsárdal. Þorbjörg Helgadóttir, kr. 1.200.000. Útgáfa á Rómveija sögu. Þorsteinn Helgason, kr. 360.000. Tyrkjaránið 1627. Þórður Helgason, kr. 1.200.000. Rannsókn á íslenskri bragfræði. Þórólfur Matthíasson, kr. 480.000. Auðlindanotkun og hagvöxtur á íslandi. Þórann Sigurðardóttir, kr. 960.000. Skrá óprentaðra heimilda í Fiske Ice- landic Collection. Ögmundur Helgason, kr. 360.000. Söfnun íslenskra þjóðfræða, upphaf og þróun til 1864. Fæddur 17. september 1920 Dáinn 1. júlí 1992 Ég var ijarstaddur, þegar Þor- varður steig um borð í ferjuna hans Karons og lagði á móðuna miklu. Því eru þessi fáu kveðjuorð síðbún- ari en skyldi. Alllöngu áður en við kvöddumst í síðasta sinn, vissi ég að feijan beið. Það vissi Þorvarður líka, en hann vonaði að biðin yrði sem lengst, og að hann fengi að dvelja enn um sinn hjá fjölskyld- unni, sem hann unni öllu framar. Hann óttaðist ekki dauðann og við- horf hans til framhaldslífs var: Ef það er þá er það, ef ekki er svefn- inn góður. Feijan beið skemur en flestir hugðu. Síðasti áfanginn að feiju- staðnum var erfiður, en þann áfanga gekk hann umvafinn ástúð eiginkonu, fjölskyldu og vina. Dauð- ann flýr enginn, og þannig er gott að deyja. Fundum okkar Þorvarðar bar ekki saman fyrr en báðir voru komnir nokkuð á efra aldur. Ég hafði að vísu séð hann og heyrt hans getið sem glæsimennis, íþrótta- og athafnamanns. Hann var líka Austfirðingur og tengdur tengdamóður minni. Á heimili henn- ar voru allir gestir aufúsugestir, en Austfírðingar mestir, og Þorvarður hafði búið um tíma á heimili henn- ar, er hann nam við Samvinnuskól- ann. Sterk vináttubönd tengjast sjald- an eftir miðjan aldur, en okkur varð strax vel til vina, þó skoðanir féllu ekki alltaf í sama farveg. Síð- ar urðu svo fjölskyldutengsl til að styrkja vináttuböndin. Þegar litið er til baka, er það þrennt, sem mér fínnst hafa ein- kennt Þorvarð og líf hans öðru fremur. Það er brennandi áhugi á öllu, sem hann tók sér fyrir hend- ur, en athafnaþörf hans var fyrst og fremst á sviði viðskipta og íþrótta, þar sem honum var frum- kvæði sérlega lagið. Það er fegurð- arskyn hans, sem birtist í áhuga hans og þekkingu á tónlist, einkum óperutónlist, aðdáun á fagurri myndlist og húsagerðarlist, og síð- Ævi okkar hér er til þess gerð að við náum að rækta og þroska persónu okkar svo við stöndumst prófíð hjá dómaranum mikla og komumst þangað sem okkur var upphaflega ætlað og kraftar okkar nýtast betur en hér. Líkt og með plöntu sem við ræktum í matjurta- garði, ræktum við sál okkar í líkam- anum, sem síðan deyr þegar sálin er fullþroskuð. Þannig innlimar Guð okkur í ríki sitt, líkt og þegar við borðum ávöxt plöntunnar. Þegar ég minnist fráfalls góðs vinar míns, hans Sigga, er þetta það eina sem mér kemur í hug og í raun það eina sem réttlætir það. Sigurð hafði ég þekkt frá sjö ára aldri. Saman upplifðum við margt og höfðum alltaf eitthvað fyrir stafni, enda ekki erfítt þegar jafn lífsglaður og kröftugur maður og Siggi átti í hlut. Dag eftir dag sner- ist tilveran ekki um annað en að hitta Sigga og spjalla við hann um módellímingar, frímerki og kvik- myndir bannaðar börnum. Eða þá að við þutum niður á bryggju og drógum upp fiska, nutum þess sem borgin hafði upp á að bjóða. Stund- um skruppum við út fyrir hana í útilegur. Þar er mér minnisstæðust fyrsta útilegan okkar, en þá vorum við ellefu ára og fórum til Þing- valla um eina helgi. Þar lékum við landkönnuði og príluðum um allt. Eftir svoleiðis umstang urðum við ast en ekki síst í þörfínni fýrir að fegra umhverfí sitt, en um það ber heimilið á Kársnesbrautinni ljósast vitni. Loks er sá þáttur í lífí hans, sem allt annað snérist um, en það var ú'ölskyldan. Gyða, börnin og síðar tengda- og barnabörnin, áttu hug hans, hvað sem leið öðrum hugðarefnum, en af þeim, einkum þeim er tengdust fegurðardýrkun, reyndi hann að miðla þeim er stóðu honum hjarta næst. Þessi orð eru sett á blað til að þakka samvinnu, samfylgd og vin- áttu. Samvinnu um verkefni, sem e.t.v. var stundað af meira kappi en forsjá, en sem hefur þó skilað nokkrum árangri, til lengri tíma lit- ið, fyrir nú utan augnaljós afanna, dótturdætur hans og sonardætur mínar. Samfylgd heima og á ferð, oft í þoku á Hellisheiði, en þá gafst tími til umræðu, stundum heitrar, um allt milli himins og jarðar, og loks vináttu, sem aldrei brást. Þorvarður er nú á leiðinni yfír móðuna miklu. Um leið og við hjón- in sendum Gyðu og fjölskyldunni samúðarkveðjur, óskum við honum góðrar ferðar og góðrar heimkomu. Arni Björnsson. Á undanförnum misserum hafa fjórir mætir menn í Seyðfírðingafé- laginu fallið í valinn, þeir Grímur Helgason, Halldór Karlsson, Steinn Stefánsson og nú seinast Þorvarður Árnason, forstjóri. Þessir menn voru allir nátengdir Seyðfírðingafé- laginu. Þorvarður Árnason fæddist árið 1920 á Hánefsstöðum í Seyðisljarð- arhreppi. Foreldrar hans, Árni Vil- hjálmsson, útvegsbóndi, og Guðrún Þorvarðardóttir, byggðu hús, er þau kölluðu Háeyri, við sjóinn skammt neðan við Hánefsstaði. Þar óx Þor- varður úr grasi ásamt systkinum sínum, Vilhjálmi, Tómasi og Mar- gréti, við gott atlæti foreldra sinna. Þetta fólk var orðlagt fyrir dugnað og framtakssemi. Þorvarður stundaði íþróttir á yngri árum, var að leikum eins og segir í fornum sögum með bræðrum sínum og félögum á Eyrunum þeg- ar tóm gafst frá daglegum störfum. svangir og kláruðum nestið okkar ansi fljótt og urðum að leita á náð- ir náttúrunnar með magafyllingu og komumst að þvi að hún getur oft orðið rýr þegar maginn segir til sín. Við vorum orðnir banhungr- aðir þegar við loksins vorum sóttir. Þegar unglingsárin færðust yfír tóku mannkostir Sigga að koma í ljós. Hann var mjög vinnusamur og harður af sér. En jafnframt lífsglað- ur og afar félagslyndur og laðaði alla að sér með sínu margrómaða brosi. Það var ekki ósjaldan sem hann dró mann með sér í alls konar mannfagnaði þar sem hann var jafnan ómissandi, enda óvenjufær í að snúa leiðinda alvöru og kulda upp í skemmtilegan leik. Þegar ég hugsa til Sigga, brosi ég af góðu stundunum en sakna þó mest þess trausta vinar sem hann var. Ef hann gat á einhvem hátt hjálpað þá gerði hann það óhik- að. Siggi var sú stoð sem hver maður gat verið stoltur af að þekkja og stóð ávallt sem klettur. Unglingsárin slógu á tímabili ryki í augu Sigga og virtist hann oft hálf áttavilltur. Þá kom ástin í líf hans, hún Lilja. Hún náði að draga allt það besta fram hjá vini mínum. Hvenær sem maður hitti þau tvö saman, flæddi yfír mann fegurðin frá þeim, og var ég farin að líta á þau sem eitt. Með hennar hvatningu kaus hann flugið sem Þorvarður varð landsþekktur íþróttamaður og náði ágætum ár- angri í kúluvarpi og kringlukasti. Einnig var hann frábær fimleika- maður. Mér er enn í fersku minni hve við strákamir inni í Firði dáð- umst að þessum ungu íþróttamönn- um á Eyrunum. Þorvarður fór í Eiðaskóla og reyndist harðduglegur og góður námsmaður. Síðan lá leið- in suður í Samvinnuskólann þar sem hann stundaði nám undir handar- jaðri hins merka skólafrömuðar Jónasar Jónssonar. Eftir það fór Þorvarður í skóla samvinnumanna í Stokkhólmi. Hann var því mjög vel menntaður verslunarmaður eftir því sem þá tíðkaðist. Árið 1946 urðu þáttaskil í lífi Þorvarðar er hann kvæntist Gyðu Karlsdóttur. Foreldrar hennar voru Karl Finnbogason, skólastjóri og Vilhelmína Ingimundardóttir frá Sörlastöðum, sæmdarfólk og vel metið í sínu byggðarlagi. Tekið var til þess hve ungu hjónin vom glæsi- leg. Þau byggðu sér hús við Kárs- nesbraut í Kópavogi þar sem þau bjuggu rausnarbúi alla tíð síðan. Þeim varð fímm barna auðið. Þor- varður gerðist síðan umsvifamikill og virtur athafnamaður í Reykjavík og setti á stofn ásamt systkinum sínum og fleimm nokkur landskunn fyrirtæki og rak þau af alkunnri atorku. Seyðfírðingar í Reykjavík stofn- uðu með sér félag 15. nóvember 1981. Þorvarður var framarlega í flokki þeirra manna, karla og kvenna, sem áttu fmmkvæði að þessari félagsstofnun. Hann var kjörinn í fyrstu stjórn félagsins og gegndi þar ritarastörfum. Það var mikið happ fyrir okkur í Seyðfírð- ingafélaginu að fá svo félagsvanan mann til liðs við okkur en hann hafði langa reynslu af starfí innan íþróttahreyfingarinnar og víðar. Þorvarður var ráðhollur og raunsær og lagði jafnan gott til mála. Hann var alla tíð góður stuðningsmaður félagsins og sýndi því mikla ræktar- semi. Ég minnist þess er ég heim- sótti Þorvarð og Gyðu til þess að ræða málefni Seyðfirðingafélagsins þá sýndi Þorvarður mér myndir úr Italíuför og útlistaði fyrir mér ítölsk listaverk forn og ný. Þarna kynnt- ist ég nýrri hlið á Þorvarði Áma- syni. Talið barst svo að sögu Róm- veija hinna fornu, sem reyndist sameiginlegt áhugamál okkar og kom ég þar vissulega ekki að tóm- um kofunum hjá honum. Þorvarður var því enginn hversdagsmaður en sitt framtíðarstarf og gaf sig allan að því. Þar naut hann sín til fulln- ustu og gat ekki hugsað sér að starfa við neitt annað. Mín fyrsta ferð með honum um háloftin tókst vel og var ég sannfærður um að þetta gæti hann og ætti að helga sig fluginu. Ég vissi hins vegar ekki að þegar ég þakkaði honum fyrir þá ferð, var ég ekki einungis að þakka honum fyrir ferðina þá, heldur samfylgdina í gegnum ótal ógleymanlega atburði. Næst síðasta orðið mitt til hans var: „sjáumst", og vona ég að það eigi eftir að gerast. Vissulegar samþykkti hann það og má segja að við höfum þar með mælt okkur mót í einhveijum öðrum heimi, kannski næsta. Ef tilgangurinn með veru okkar hér er að þroska sál okkar og kom- ast í einhvers konar paradís, þá hef ég ekki minnstu áhyggjur af Sigga. Hann hafði fagran og góðan huga og líður örugglega vel þar sem hann dveiur nú. Þegar minn tími kemur, og ef æðri máttarvöld samþykkja mig, mun ég hitta Sigga aftur og hlakka ég til þess fundar. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slipast hún eins og perla i skel við hveija hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn A. Harðarson.) Andri Kristinsson. Það er ávallt sárt að kveðja ung- an mann í blóma lífsins, en Sigurð- ao 27 átti sér mörg áhugamál er hann rækti í tómstundum sínum. Árið 1986 ákváðu Seyðfírðingar hér syðra að kaupa húseignina Skóga við Garðarsveg nr. 9 á Seyð- isfírði. Þorvarður átti góðan hlut að því að við keyptum þetta átta- hagahús okkar sem er sannkölluð staðarprýði. Margrét, systir Þor- varðar, nýtur nú sumarleyfís með sínu fólki í þessu húsi. Þorvarðu var aðlaðandi maður, fríður sýnum, hæglátur í fram- komu, góðlátlega glettinn og glæsi- legur að vallarsýn. Margir munu nú sakna hans, ekki síst Seyðfírð- ingar nær og fjær. Með þessum minningarorðum vil ég fyrir hönd Seyðfirðingafélagsins þakka hinum látna heiðursmanni fyrir störf hans í þágu félagsins. Gyðu, skólasystur minni, sendi ég samúðarkveðjur svo og bömum hennar, barnabörnum og öðram ættingjum. Ingólfur A. Þorkelsson. Okkur langar í fáum orðum að minnast Þorvarðar Ámasonar sem andaðist á Landsspítalanum 1. júlí síðastliðinn. Það er skrítið að hugsa til þess að hann eigi aldrei aftur eftir að koma eða hringja í okkur í ísbúðirnar. Við vorum orðin svo vön því að hann hringdi eða kæmi til okkar á hveijum degi til þess að athuga hvort það væri ekki allt í lagi hjá okkur, og okkur fannst visst öryggi að vita af því. Þó sVo að hann væri staddur úti á landi- eða erlendis brást hann okkur aldr- ei. Hann var farinn að þekkja mörg okkar persónulega, og hann hafði alltaf áhuga á því sem við vorum að gera. Hann vissi líka hvaðan flest okkar vorum ættuð og hafði sérstakan áhuga á því. Við í ísbúð- inni eigum aldrei eftir að gleyma Þorvarði. Við þökkum fyrir þann tíma sem hans naut við og munum öll sakna nærveru hans. Eftir stendur minning um góðan og traustan mann. t Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég softia fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Péturss.) Elsku Gyða, Villa, Madda, Helga, Guðrún, Þorvarður Karl og aðrir aðstandendur megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Starfsfólk ísbúðanna Dairy Queen. ur Bernard Hauksson lést af slys- förum 3. júlí sl. Kynni mín og Sig- urðar hófust í febrúar 1991, þegar hann kom í kynningarflug hjá Flug- skólanum Vesturflugi og ákvað að flug ætlaði hann að læra. Ég kenndi honum bæði verklega og hluta af bóklega partinum. Hann tók sóló- próf í maí 1991 og einkaflugmanns- próf í ágúst 1991. Stóð hann sig með prýði í öllum þáttum námsins. Það myndast meiri tengsl milli nem- anda og kennara í flugkennslu en annarri kennslu m.a. vegna þess hversu stjórnklefinn er lítill og vinna þarf úr málunum og ræða þegar upp koma vandamál. Á með- an á náminu stóð tókst með okkur prýðis vinskapur og leitaði hann aftur til mín nú í júní og sagðist vilja láta mig þjálfa sig á flugvél sem hann keypti hlut í, í vetur. Það var auðsótt mál og gekk allt vel eins og fyrr, og eftir að þjálfuninni var lokið tók hann unnustu sína sem hann unni mjög heitt í flugtúr. Það er skrýtið til þess að hugsa þegar ég talaði við Sigga á föstu- deginum um áform helgarinnar og hann sagði mér að hann ætlaði að fljúga með vini sína upp í Þórsmörk og síðan fara með unnustu sinni til Akureyrar á laugardeginum, ekki datt mér í hug á þeirri stundu að ég ætti eftir að fara að leita að honum nokkrum klukkustundum síðar, ásamt fjölda annarra sem leituðu í lofti og láði. Ég þakka Sigga fyrir þær skemmtilegu stund- ir sem við áttum saman og mun minning um góðan dreng ávallt lifa. Ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Bjarni Berg. Sigurður B. Hauks- son - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.