Morgunblaðið - 15.07.1992, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992
©1988 Universal Press Syndlcate
f/ JcL,já,, 'egvejtað þúyarst sestun
Bn lestu Þaé^iál-fbr, herstendur:
Gre.lndurmaÁunös!ca<,t tjL star-fciy
Hann klappaði mér á höfuð-
ið og kyssti hundinn þegar
hann fór í vinnuna í rnorg-
un, blessaður.
Ást er...
að bæta útlit sitt.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
° 1991 Los Angeles Times Syndicate
Eins og vant er redda ég
öilu á heimilinu sjálfur:
Hringdi í rafvirkjann, mál-
arann og pípulagninga-
manninn...
BREF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Bænabók - leiðsögn
á vegi trúarlífsins
Frá Jóni Bjarman:
Fyrir tveimur árum sendi sr. Karl
Sigurbjörnsson frá sér bókina „Til
þín sem átt um sárt að binda“. Var
þar komið hið ágætasta hjálpartæki
fyrir þá sem reyna að hugga syrgj-
endur. Bókin er falleg, skreytt ljós-
myndum eftir Björn Rúriksson,
umbrot og uppsetning gerð af mik-
illi smekkvísi, lesmál hljóðlátt, hóg-
vært en um leið huggunarríkt. Ber
þar allt vitni um hjartalag og hæfi-
leika þess sem saman setti. Þessa
bók ættu prestar að hafa í nokkru
upplagi hjá sér og afhenda þeim
syrgjendum sem þurfa. Væri athug-
andi fyrir sóknamefndir að styrkja
slíkt tiltæki.
En sr. Karl hefir ekki látið þar
við sitja heldur sendir nú frá sér
aðra bók og meiri, „Bænabók - leið-
sögn á vegi trúarlífsins". Var orðið
tímabært að fá slíka bók í hendur,
þar sem eldri bækur af þessari gerð
eru Iöngu uppseldar.
Bænabókin ber hin sömu ytri ein-
kenni og fyrri bók sr. Karls, list-
fengi hans og hlýja eru alls staðar
auðsæ í texta hans og myndavali,
bæði ljósmyndum Björns Rúriksson-
ar og eigin pennateikningum, sem
hann notar sem vinjettur við kafla-
skipti. Eru þær byggðar á gömlu
kirkjulegu táknmáli, þar sem mynd-
ir Björns leggja hinsvegar áherslu
á hrynjandina í sköpun Guðs (sjá
t.d. mynd á bls. 165).
í lesmáli bókarinnar er ausið af
brunni mikillar auðlegðar, og æðar
liggja víða að. Hér er bæði nýtt og
gamalt, talað er bænamál aldanna
og fléttað saman lofgjörð, þakkar-
gjörð, fyrirbænum og beiðnum. Þær
era hrífandi margar gömlu bænirn-
ar, þar sem eitt bænarefni er meitl-
að í odd og Kristi falið, eða þá þessi
gamla bæn á bls. 21:
Sofi augu mín.
Vaki hjarta mitt,
horfí ég til Guðs míns.
Sipdu mig sofandi,
varðveittu mig vakandi,
lát mig í þínum friði sofa
og í eilífu ljósi vaka.
Þá koma bænir Olavi Kaukola á
óvart, þær tala svo mærðarlaust og
blátt áfram við Guð. Ég bendi á bæn
eftir hann á bls. 121 „Þegar rign-
ir“. - Upphafsorð hennar bergmála
sjálfsagt í bijóstum margra: „Góði
Guð, ætlarðu aldrei að láta stytta
upp!“
Bókinni er skipt í 7 kafla. Þunga-
miðja hennar og hjarta eru annar
og þriðji kaflinn - „Dag í senn“ og
„Helgar og hátíðir". Hinn fyrri er
leiðsögn í bænagjörð í fjórar vikur,
hinn seinni er bænagjörð tengd
helgihaldi kirkjuársins. Eðlilegur
hluti þess er svo Biblíulestrarskrá
er fylgir kirkjuárinu, eru þar gefnir
Davíðssálmar til lestrar kvölds og
morgna, Gamla testamentis lestur,
pistill og guðspjall fyrir hvern dag.
Að öllu þessu er mikill fengur, enda
er það hlutverk bókarinnar að
„koma reglu á bænalíf" fólks. Ég
álít þó að fjórði og fimmti kafli
bókarinnar eigi eftir að reynast
mörgum lesandanum góð upp-
spretta til andlegrar svölunar,
„Krossgötur" og „Trúarlífið".
Ekki er hægt að geta bænabókar-
innar án þess að minnst sé á þátt
Sigurbjörns Einarssonar biskups í
henni. Hann á hér margar bænir,
svo sem við var að búast, og þar
að auki inngang bókarinnar, „Stutt-
ar leiðbeiningar um bæn og trúar-
líf“. Sigurbjörn talar skírt og skært
og beint til hjartans. Enginn hefir
talað betur máli trúarinnar við ís-
lendinga á þessari öld. Hann nær
hlustum allra og fangar hjörtu
þeirra. Þess vegna kemur það ekki
á óvart að til hans sé vitnað og það
veh
Ég las bókina alla um leið og ég
fékk hana í hendur. Ég hef stuðst
við hana síðan í daglegri bænagjörð
minni til að prófa skorðurnar sem
hún setur manni og er skemmst frá
því að segja, að mér líkar hún vel.
Örfáar aðfinnslur í lokin. Bókar-
smiður hefði mátt nota meiri fjöl-
breytni í letri, bæði í stærð og stafa-
gerð. Þá hefði mátt setja Biblíulestr-
arskrána upp á skírari hátt og láta
hana fylgja kaflanum „Helgar og
hátíðir". Einnig finnst mér að mátt
hefði fylgja nafnaskrá með upplýs-
ingum um uppruna og aldur bæn-
anna, svo og höfunda þeirra. Prent-
villur eru fáar og engar meinlegar.
Ég óska sr. Karli og Skálholtsút-
gáfunni til hamingju með Bænabók-
ina og mæli eindregið með notkun
hennar.
JÓN BJARMAN
sjúkrahúsprestur.
Sýnum tillitssemi
á tjaldstieðum
Frá Þórunni Lárusdóttur:
Á undanförnum áram hefur áhugi á
umhvérfismálum aukist til muna og
hefur það leitt til bættar umgengni
í íslenskri náttúru. Ástæða er til að
fagna þessari þróun, en ekki má
gleyma mikilvægi þess að ferðafólk
sýni hvert öðra sjálfsagða tillitssemi.
Á tjaldstæðum hefur iðulega borið á
ölvun og drykkjulátum, sem valdið
hafa ónæði og truflun þeirra sem
vilja vera í friði og ró og njóta þess
að vera úti í íslenskri náttúra.
Skemmst er að minnast óláta sem
urðu víða á tjaldstæðum um síðustu
helgi.
Forráðamenn tjaldstæða hvetja
ferðafólk til að forðast ofnotkun
áfengis á tjaldstæðum og sýna hvert
öðru sjálfsagða nærgætni og tillit-
semi.
Allir vilja að ferðalög, hvort sem
um er að ræða helgarferðir eða sum-
arleyfísferðir, verði sem ánægjuleg-
astar fyrir alla. Þess vegna hvetja
umsjónarmenn tjaldstæða ferðafólk
til að sýna samferðafólki sínu tillits-
semi og raska ekki ró annarra með
óþarfa hávaða og látum.
Ölvun og drykkjulæti geta leitt til
brottvísunar af tjaldstæðum.
F.h. Félags eigenda sumardvala-
svæða,
ÞÓRUNN LÁRUSDÓTTIR,
Markarvegi 10, Reykjavík.
HÖGNI HREKKVÍSI
GLEPUR MKSAEi KyHNA&TþéR...
ÉG þEKtct PABBA þ/NN l/EL’ "
EFTlXdítOfi
Víkveiji skrifar
Morgunörtröðin í Leifsstöð á
Keflavíkurflugvelli þessa dag-
ana er með ólíkindum. í síðustu viku
átti Víkverji leið til Kaupmannahafn-
ar með morgunvél sem átti að fara
í loftið kl. 7.30. Víkverji taldi sig
vera tímanlega í því, er hann kom i
Leifsstöð fyrir kl. 6.30, en þá var
brottfararsalurinn fullur út úr dyrum
og langar biðraðir við hvert einasta
afgreiðsluborð, nema fyrir Saga-far-
þega. Afgreiðslan tók hreint lygilega
langan tíma og klukkan var korter
gengin í átta þegar Víkveiji hafði
fengið brottfararspjaldið í hendur.
Það er afar óskemmtilegur máti að
hefja ferðalag sitt á, að þurfa að
standa í biðröð í fimmtíu mínútur
og Víkveiji trúir ekki öðra en Fiug-
leiðir geti aðeins dreift morgunálag-
inu á lengri tíma, sjálfum sér og við-
skiptavinum sínum til aukinna þæg-
inda.
xxx
Reyndar var sama upp á teningn-
um þegar Víkveiji kom aftur
landsins nú á sunnudagseftirmiðdag.
Örtröð komufarþega var slík, að bið-
raðir mynduðust um allt, enda komu
fjórar vélar að utan til Keflavíkur á
einum og sama klukkutímanum.
Svona kraðak er fólki vart bjóðandi,
og svo stendur flugstöðin meira og
minna auð og starfsfólkið verkefna-
lítið á milli þessara lítt þolandi álag-
stoppa. Hvemig stendur á því að
brottfarir og komur eru ekki skipu-
lagðar þannig að bærilegra sé?
xxx
Aleiðinni heim frá Kaupmanna-
höfn var borinn fram heitur
hádegisverður, sem Víkveiji taldi
hreint ekki boðlegan. Við eftir-
grennslan við flugfreyjur kom á dag-
inn að þessir mauksoðnu kjötbitar,
sem flutu í eigin fitu og einhverri
torkennilegri hveitisósu, í fylgd með
heldur leiðinlegum dósagulrótum
gengu undir nafninu kálfasteik.
Sessunautar Víkveija, sem vora tveir
rosknir Danir, höfðu á orði að þeir
hefðu aldrei áður fengið jafnlélegan
viðurgerning á ferðum sínum með
Flugleiðum, og verður Víkverji að
gera orð þeirra að sínum.
að var annars skemmtilegt að
ræða við annan þessara rosknu
Dana, sem er gömul hjúkrunarkona,
fyrir löngu sest í helgan stein, en
heimsækir Frón á hveiju ári og eyð-
ir hér nokkrum vikum. Hún tjáði
Víkveija að hún hefði fyrst komið
hingað til lands árið 1947, sem hjúkr-
unarkona, fyrst á Blönduósi, svo í
Keflavík. Loks réðst hún til ísafjarð-
ar og þar giftist hún og bjó með
manni sínum í 30 ár, eða allt til
þess er hún varð ekkja árið 1978.
Hún fluttist á nýjan leik til Danmerk-
ur árið 1980, en kemur á hveiju
sumri til íslands og eyðir nokkrum
vikum með vinum sínum og kunn-
ingjum á ísafirði og víðar. Þennan
háttinn segist hún ætla að hafa á
„þar tit yfir lýkur", enda sé það svo
með sig, að ísland og þá einkum
Vestfirðir skipi háan sess í hug henn-
ar og hjarta. Það yljar okkur lands-
mönnum óneitanlega um hjartaræt-
ur, þegar land okkar þrátt fyrir öll
sín rok og rigningar laðar hingað til
sín ár eftir ár útlendinga sem tekið
hafa ástfóstri við land og þjóð.