Morgunblaðið - 15.07.1992, Side 38

Morgunblaðið - 15.07.1992, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992 HJOLREIÐAR / TOUR DE FRANCE Reuter Jean-Paul van Poppel náði á síðustu sentimetrunum að skjótast fram úr Samveldismanninum Abdoujaparov og tryggja sér þannig sigur á 10. legg. Á myndinni eru frá vinstri Jalabert sem lenti í þriðja sæti, samveldismaðurinn Abdoujaparov, og loks Hollendingamir Johan Museeuw og van Poppel lengst til hægri. Sigur á síðuslu sentimetrunum Hollendingurinn van Poppel sigraði á 10. legg í gær og Lino heldur enn forystunni KNATTSPYRNA Koma Júgóslavar í haust? Formaður KSÍ ósáttur við vinnubrögd FIFA URSLIT Hjólreiðar Staðan eftir 10 leggi f Tour de France: 1. Pascal Lino (Frakklandi).. 42:01.48 kist. 2. Miguel Indurain (Spáni) 1.27 mín. á eftir 3. JesperSkibby (Danmörku)..........3:47 4. Stephen Roche (írlandi)..........4:15 5. GregLeMond (Bandar.).............4:27 6. Gianni Bugno (ftalíu)............4:39 7. Jens Heppner (Þýskalandi)........4:52 8. Claudio Chiappucci (Italfu) .....4:54 9. Yvon Ledanois (Frakklandi).......5:52 10. Alberto Leaizbarrutia (Spáni)....6:15 11. GiancarloPerini(ítalfu)..........6:44 , 12. Pedro Delgado (Spáni)...........7:11 13. Raul Alcala (Mexíkó).............7:46 14. Laurent Fignon (Frakklandi).....7:54 LeiArétting Leik Léttis og Bolungarvíkur sem vera átti um síðustu helgi í 4. deild var frestað. í Morgunblaðinu í gær var sagt að Bolvík- ingar hefðu gefið leikinn, sem er rangt. Þá var rangt farið með föðumafn Amars, sem gerði mark Hugins úr Fellabæ gegn Val. Hann er Sigbjömsson. Beðist er velvirðing- ar á mistökunum. Rétt staða í B-riðli 4. deildar er nú þannig: Fj. leikja U j T Mörk Stig HK 9 9 0 0 54: 7 27 LEIKNIR 9 5 1 3 24: 15 16 ÁRMANN 9 5 1 3 20: 17 16 VÍKVERJI 9 4 1 4 20: 23 13 SNÆFELL 9 4 1 4 18: 21 13 FJÖLNIR 9 3 1 5 15: 18 10 BOLUNGARV. 8 2 1 5 12: 20 7 LÉTTIR 8 0 0 8 4: 46 0 „ÉG er orðinn vanur gula vest- inu, og umfram allt kom ekki til greina að tapa því 14. júlí,“ sagði Frakkinn Pascal Lino, sem hélt upp á þjóðhátíðardag Frakka í gær með því að halda enn forystunni í Tour de France hjólreiðakeppninni. Það var hins vegar Hollendingurinn Jean-Paul van Poppel sem sigr- aði á 10. legg í gær. Hann hjól- aði kflómetrana 217 frá Lúxem- borg til Strasborgar á 5 klst. 2.45 mín. ttugu efstu mældust allir á sama tíma, en Jean-Paul van Poppel náði á síðustu sentimeuim- um að skjótast fram úr Samveldis- manninum Djamolidine Abdoujap- arov, sem varð annar, og Frakkan- um Laurent Jalabert sem lenti í þriðja sæti. Þegar hjólreiðamennimir höfðu lagt um 10 kílómetra að baki í gær, stungu heimsmeistarinn Gianni Bugno frá ítalíu og írinn Stephen Roche, sigurvegarinn frá því 1987, aðalhópinn af ásamt níu minni spámönnum. Bugno og Roche misstu forystuna aftur fljótlega, en hinir níu héldu henni áfram, allt þar til um þrír kílómetrar voru eft- ir. Þeir hjólreiðamenn, sem þekkt- astir eru fyrir mikinn hraða og snarpa endaspretti, fengu þá loks- ins að njóta sín í keppninni, en fram að þessu hafa þeir orðið að láta í minni pokann fyrir mönnum sem „stolið" hafa forystunni snemma, og haldið henni allt tii enda. Þegar 400 metrar voru eftir var Rússinn Viatcheslav Ekimov fremstur. Frakkinn Jalabert gaf þá í ásamt Abdoujaparov sem var fremstur þar til örfáir metrar voru í mark, en van Poppel kom þá öllum á óvart með því skjótast fram úr honum á síðustu sentimetrunum. Stríðsástandið í Júgóslavíu gæti snert fleiri óþróttamenn hér á landi en handknattleiksmenn. ís- lenska landsliðið í knattspymu er með Júgóslövum í riðli í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar og á að leika gegn þeim á Laugar- dalsvelli miðvikudaginn 2. septem- ber og U21s árs lið þjóðanna eiga að leika daginn áður í Evrópu- keppninni. Knattspymusambandinu (KSÍ) barst bréf frá alþjóðaknattspyrnu- sambandinu (FIFA) á dögunum þar sem segir að ef samskiptabann Sameinuðu þjóðanna standi 31. ágúst næstkomandi verði ekki leik- ið hér á landi þann 2. september en ef búið verði að aflétta sam- skiptabanninu verði leikið. „Þetta nær auðvitað ekki nokk- urri átt og það er fáránlegt að halda okkur í spennitreyju varðandi hvort leikið verði eða ekki. Við emm löngu byrjaðir að reyna að fá annan leik á þessum tíma því við búumst ekki við að Júgóslavar komi hing- að. Við munum rita FIFA bréf þar sem við mótmælum því að þurfa að bíða alveg fram á síðustu stundu með að fá upplýsingar um hvort leikurinn verður eða verður ekki,“ sagði Eggert Magnússon formaður KSÍ við Morgunblaðið í gær. Eggert bætti því við að sér þættu vinnubrögð FIFA ekki til fyrir- myndar í sambandi við þetta mál. „Þessi samþykkt þeirra var gerð á fundi í FIFA 29. júní en bréfíð er dagsett 10. júlí. Við emm með Júgóslövum í riðli og það hefði ver- ið eðlilegra að fá að vita þetta strax, en ekki löngu síðar," sagði Eggert. Jensen til Arsenal ARSENAL keypti í gær John „Faxe“ Jensen, einn hinna nýbökuðu dönsku Evrópu- meistara«knattspyrnu, á 1,1 milljón sterlingspunda — and- virði um 116 milljóna ÍSK — frá Bröndby. Jensen er knatt- spyrnuáhugamönnum eflaust enn f fersku minni, en það var hann sem gerði fyrra mark Dana f úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum með þrumuskoti. Jensen er sókndjarfur miðvallar- leikmaður og hefur leikið 48 sinnum með danska landsliðsinu. Hann var á mála hjá þýska félag- inu Hamburger SV fyrir tveimur ámm, en dæmið gekk ekki upp og hann fór aftur heim. George Graham, stjóri Arsenal, lýsti yfír mikilli ánægju með kaup- in eftir að þau vom um garð geng- in í gær. „Hann er stórgóður miðjumaður — maður sem við höfum verið að leita að til að „mata“ hina frábæm framherja okkar. Hann er kraftmikill og tek- ur virkan þátt. Hann lék stórt hlutverki í danska liðinu í Svíþjóð — var á ferðinni um allan völl.“ KORFUBOLTI ÍBK mætir Leverkusen Körfuknattleikslið ÍBK tekur þátt í Evrópukeppni meistaraliða í haust. Keflvíkingar drógust á móti þýsku meistumnum, Bayer Leverkusen og verður leikið hér heima 10. september en í Þýskalandi viku síðar, eða 17. september. Njarðvíkingar kepptu við Bayer Leverkusen fyrir nokkmm ámm síðan í Evrópukeppninni. Ifyrri leikurinn var hér heima og Njarðvík tapaði hon- um naumlega og var leikurinn í jámum allan tímann. Síðari leikinn vann Bayer hins vegar með miklum yfírburðum. Olís-Texaco golfmótið fer fram í Grafarholti, helgina 18. til 19. júlí Leiknar verða 36 holur. Keppt verður ( karla- og kvennaflokki án forgjafar og ! einum forgjafarflokki. Mótið gefur stig til landsliðs. Keppni hefst kl. 8 báða dagana. Þátttökugjald er 2.500 kr. Vegleg verðlaun eru í boði KARLAFLOKKUR 1. verðl. að verðmaeti 30.000 kr. 2. verðl. að verðmæti 25.000 kr. og 3. verðl. að verðmæti 20.000 kr. KVENNAFLOKKUR 1. verðl. að verðmæti 30.000 kr. 2. verðl. að verðmæti 25.000 kr. og 3. verðl. að verðmæti 20.000 kr. FORGJAFARFLOKKUR 1. verðl. að verðmæti 25.000 kr. 2. verðl. að verðmæti 20.000 kr. og 3. verðl. að verðmæti 15.000 kr. Aukaverðlaun Sá sem kemst næst holu á 2. braut fær veglegt golfsett og poka. Sá sem kemst næst holu í tveimur höggum á OLlS brautinni (14 braut) fær vandað gasgrill í verðlaun. Allir keppendur fá glæsilegan gjafapakka. Síðastliðin ár hefur verið uppselt - skráið ykkur tímanlega í Golfskálanum Grafarholti í síma 682215. Skráningu lýkur kl. 14.00 föstudaginn 17. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.