Morgunblaðið - 15.07.1992, Síða 39

Morgunblaðið - 15.07.1992, Síða 39
M0RGUNBLAÐIÐ ÍÞRÖTTIR M MIÐVIKUÐAGUR 15: -JUhf 1992- 39 I I I I I I í I I I KAPPAKSTUR KNATTPSPYRNA í kvöld Nigel Mansell Mansell hylltur Bretinn Nigel Mansell hefur mikla yfirburði I Formulu-1 kappakstrinum þetta árið, og sigr- aði í sjöunda skipti í níu tilraunum er ökuþórarnir mættust á heima- velli hans, Silverstone brautinni í Englandi um helgina. Sigur Mansells var mjög örugg- ur. Hann ekur á Williams bíl og var 39 sekúndum á undan næsta manni Lauféy úrÍA í Stjömuna LAUFEY Sigurðardóttir, fyrrum landsliðskona í knattspyrnu, hefur gengið til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Laufey hef ur lengst af leikið með Akranesi, og kemur hún ef að líkum lætur til með að styrkja lið nýliða Stjörnunnar mikið. Davíð Garðarson hefur skipt úr Val í FH. Davíð hefur ekki fengið að spreyta sig með Val í sum- ar, en hann lék með þeim við upphaf síðasta tíma- bils, en varð þá fyrir því óláni að fótbrotna. Þá hefur Rögnvaldur Rögnvaldsson tilkynnt félagaskipti úr UBK í Hauka í Hafnarfirði. Sigfús Kárason er kom- inn aftur til Þróttar í Reykjavík eftir dvöl hjá Val. Björgvin Björgvinsson hefur gengið úr Víði í Garði til liðs við ÍBK. Sigurður Valur Árnason hefur hins vegar skipt úr ÍBK yfír í Víði. Garðar Jónasson úr Keflavík og Ólafur Ingólfsson og Þórir Ólafsson úr Grindavík, mættu á æfíngu hjá Víði á mánudagskvöld- ið, en hafa ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þeir skipti yfír. í mark. Hann ók á 1 klst., 25 mín. og 42,991 sek. Mansell bætti tvö met í keppn- inni; þetta var 28. sigur hans á ferlinum og þar með komst hann upp fyrir Skotann Jackie Stewart, fyrrum heimsmeistara, á listanum yfír sigursælustu Bretana. Þá setti hann hraðamet á Silverstone braut- inni — ekki einu sinni heldur í nokkrum hringjum. Italinn Riccardo Patrese, sem einnig ekur Williams bíl, varð annar og Bretinn Martin Brundle þriðji á Benetton. Litlu munaði að illa færi á Sil- verstone eftir sigur Mansells, vegna gríðarlegra fagnaðarláta aðdáenda kappans. Fjöldi fólks hljóp inn á brautina eftir að sigur hans var í höfn til að fagna hetjunni, og lét viðvörunarorð þularins í hátalara- kerfinu sem vind um eyrun þjóta. Hinir ökuþórarnir stigu enn sem fastast á bensíngjöfina einhvers staðar á brautinni, þannig að gulu flaggi — viðvörunarflaggi — var veifað í gríð og erg til að láta vita að ekki væri allt með felldu, og til að koma í veg fyrir stórslys! Eftir sigurinn hefur Mansell 36 stiga forystu í keppninni um heims- meistaratitilinn. Hefur 76 stig en Patrese 40. Kappamir hafa mæst níu sinnum, en gera það 16 sinnum alls á keppnistímabilinu. Heimsmeistarinn, Ayrton Senna frá Brasilíu, sem ekur McLaren bíl, lauk ekki keppni. Var lengi í fjórða sæti en hætti eftir 53 hringi af 59 og vonir hans um að halda heims- meistaratitlinum eru nánast að engu orðnar. Aðeins tveir ökuþórar hafa nú fagnað sigri oftar en Mansell. Frakkinn Alain Prost (44 sigrar) og Senna, sem sigrað hefur 34 sinn- um, eru sigursælli. ÚRSLIT Naust siglingadeildin 1. Sæstjaman, Ýmir...............1:30,59 mín 2. Dögun, Brokey................1:31,23 mín 3. Svala, Ýmir..................1:31,27 mín Sextán skútur tóku þátt i keppninni í gærkvöldi. Skýjað var og 3-4 vindstig. Knattspyrna kl. 20 1. deild karla Laugardalsvöllur: Fram - Þór ■Þess má geta að leikurinn fer fram á aðalleikvanginum í Laugardal, og verður þar með sá fyrsti sem þar fer fram í sumar. 1. deild kvenna Kópavogsvöllur:_ UBK - Stjarnan Akranesvöllur: ÍA - KR 2. deild kvenna Dalvíkurvöllur: Dalvík - Tindastóll KA-völlur: KA - KS Eskifjarðarvöllur: Austri - Leiknir F 4. deild karia Njarðvíkurv: UMFN - Hvatberar Seyðisfjarðarv: Huginn - Höttur Siguijón í tveggja leikja bann SIGURJÓN Kristjánsson, UBK, var úrskurðaður ítveggja leikja bann á fundi Aganefndar KSÍ í gær. Sigurjón fékk að líta rauða spjaldið í leik á móti Víkingi á sunnudaginn, fyrir að hrinda leikmanni Víkings um koll. Fram kemur í skýrslu eftirlits- manns sem var á leiknum að hann hafi í kjöifarið lagt hendur á dómarann og stjakað við honum, og fékk hann því tveggja leikja bann. eir leikmenn í fyrstu deild voru úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Þeir eru Atli Einarsson Víkingi og Ámi Þór Árnason Þór. Auk þeirra voru Baldur Bjamason Fylki, Bjöm 01- geirsson Völsungi og Mulamubic Allen Haukum, úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Sex leikmenn í mfl. karla fengu eins leiks bann vegna rauðs spjalds. Þeir em Guðmundur H. Þórsson Þrótti N., Haraldur Haraldsson og Theodór Jóhannsson Haukum, Heiðar Heiðarsson og Ólafur Pet- ersen HK, og Kjartan Sigutjónsson KS. Þá fékk íris Eysteinsdóttir Haukum eins leiks bann vegna rauðs spjalds. Reuter Greg INlorman frá Ástralíu er tilbúinn í slaginn á Opna breska meistaramótinu í golfí sem hefst á morgun. Hér bregður hann á leik við son sinn, Gregory sem er sex ára, eftir að hafa lokið við æfíngahring í gær. Evrópukeppnin: Víkingur og Valur þurfa vaiia forleik Dregið verður til fyrstu um- ferðar Evrópukeppninnar í knattspymu í dag í Sviss. Nokk- uð ljóst er að lið Víkings og Vals þurfa ekki að taka þátt í aukakeppni um að komast inn í fyrstu umferðina, eins og jafnvel var óttast. Val er raðað í 23. sæti af 36 liðum í keppni bikar- hafa og Víking í 27. sæti í keppni meistaraliða. í gær var dregið í hópa eftir styrkleika í Evrópukeppni fé- lagsliða, UEFA-keppninni, og þar lenti Fram í hóp með Mechel- en frá Belgíu, Hearts Skotlandi, Kaiserslautem Þýskalandi, VAC FC frá Ungveijalandi, hollenska liðinu Groningen, Caen frá Frakklandi og Örebrö, sænska liðinu sem Hlynur Stefánsson úr Vestmannaeyjum leikur. Fram mætir því einhverju þessara liða í fyrstu umferð. Faldo sigur- stranglegur OPNA breska meistaramótið f golfi, eða „The Open“ eins og það er kallað meðal kylfinga, hefst á morgun á Muirfield vellinum í Skotlandi. Þetta er eitt stærsta og virðulegasta golfmót ársins og bíða kylfing- ar um allan heim spenntir eftir að fylgjast með öllum bestu kylfingum heims etja kappi. Og sitt sýnist hverjum um hverjir eru sigurstranglegastir. Nick Faldo verður þó að teljast framarlega í þeim hópi. Hann hefur æft mjög vel að undanförnu og virðist til alls líklegur. Faldo, sem verður 35 ára á laugardaginn þegar kappamir leika þriðja hring, hefur náð frábæmm árangri á stórmótum undanfarin ár, eða allt frá því hann sigraði á fyrsta stórmótinu. Það var á Opna breska árið 1987 sem það gerðist og meira að segja á Muirfi- eld vellinum. Síðan þá hefur hann sigrað tvívegis á bandaríska meist- aramótinu, árið 1989 og 1990 en þá sigraði hann einnig á Opna breska sem haldið var á St. Andrews. Þetta verður í 17. sinn sem Faldo tekur þátt í mótinu og hann hefur aðeins einu sinni verið neðar en í 20. sæti. Það var árið 1985 en þá varð hann í 53. sæti. Þó Faldo sé talinn líklegastur til afreka þá eru margir fleiri sem koma sterklega til greina sem sigur- vegarar. Það kæmi ekki á óvart þó Fred Couples, sem er efstur á heimsafrekalistanum, bætti öðmm sigri á stórmóti í safnið því hann hefur leikið geysilega vel undan- fama mánuði. Tom Kite hefur feng- ið sjálfstraustið eftir að hann náði loksins að sigra á stórmóti og því má ekki afskrifa hann. Tom Watson, sem hefur sigrað fímm sinnum, segist eiga möguleika að bæta metið með því að sigra í sjötta sinn, en þá verði hinn nýji púttstíll, sem hann hefur verið að æfa, að ganga upp. Watson tetur Paul Azinger líklegan til afreka en Azinger tapaði fyrir Faldo á Muirfi- eld árið 1987 þegar Faldo varð fyrst meistari. Laufey Sigurðardóttlr Sjaldan fellur eikin langt frá eplinu! Það virðist vera mjög vinsælt, þessa dagana meðal kylfínga að fara holu í höggi. Jón Halldórsson, faðir Úlfars Jónssonar íslandsr meistara, fór holu í höggi á sunnudaginn. Hann, ásamt þremur félög- um sínum úr Keili, fóru á Bakkakotsvöll og léku þar. En gefum Ág- ústi Húbertssyni orðið, en hann lék með Jóni umræddan dag. „Á 17. braut fékk Jón fugl en við hinir par. Þá var komið að 18. braut, sem er par 3 og átti Jón teiginn. Tók hann upp úr pússi sínu pw [fleygjám] og sló í átt að holu eins og vera ber, boltinn fór hátt i loft upp og lenti hálfan metra til vinsti við holuna og tók þaðan hlið- arepinn og síðan beint í holu.“ GOLF / OPNA BRESKA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.