Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 1
 MALDÍVES FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 B Ljósmynd/Páll Stefánsson Um 400 vilja sækja Vestnorður ferðakaupstefnuna Nærri 400 manns munu sækja Ferðakaupstefnu Vestur-Norðurlanda á Akureyri dagana 23.-26.september og er það u.þ.b. 100% aukning frá þeirri síðustu sem var í Færeyjum í fyrra. Inga Sólnes hjá Ferða- málanefnd Vesturnorðurlanda sagði að sýnendur frá löndunum þrem- ur væru alls 191-193 en voru 110 s.l. ár og 171 ferðaheildsali frá 111 fyrirtækjum í 20 löndum hafa boðað komu sína. Einnig er boð- ið nokkrum erlendum blaðamönnum og ýmsum gestum. Inga sagði að ferðaheildsalar kæmu m.a. frá Bandaríkjunum, Norðurlöndunum, Frakklandi, ítali, Sviss, Slóveníu, Spáni, Hjaltlands- eyjum og Japan. Fram hefur komið í fréttum að þetta er í fyrsta sinn sem kaupstefnan er haldin á Akur- eyri. Fyrri tvo dagana verður kaup- stefnan fyrir sýnendur og kaupend- ur. í lokahófi velja kaupendur besta veggspjald sýnenda. Þriðja daginn er sýningin opin almenningi. í boði eru skoðunarferðir fyrir þátttak- endur, ferð um Reykjanes, að Gull- fossi og Geysi og eftir ráðstefnuna geta menn farið að Mývatni víðar um NA land. Að sögn Ingu var einn- ig gefinn kostur á ferð til Græn- lands og öll sólarmerki benda til góðrar þátttöku í henni. ■ tekur til starfa í haust UNDIRBÚNINGUR að opnun svonefnds kirkjuskjóls Háteigssóknar er á lokastigi og tekur það til starfa um leið og grunnskólar byija. Kirkju- skjól er athvarf fyrir 6-9 ára börn sem ekki eiga kost á gæslu fyrir eða eftir skóla. Háteigskirkja á ekki safnaðarheimili og verður starfið því í húsi prestshjónanna, sr. Tómasar Sveinssonar og Unnar Halldórs- dóttur, en Unnur mun hafa yfirumsjón með starfinu. Verða 12 börn fyrir hádegi og sami fjölda eftir hádegi. Unnur segir að miklar umræður séu innan kirkjunnar um hvernig megi bæta úr brýnni þörf fyrir gæslu yngstu skólabarnanna. Eftir viðræð- ur við Dagvistun barna og Fræðslu- skrifstofu til að kanna þörfina var látið til skarar skríða. Á útmánuðum 1991 var gerð til- raun með kirkjuskjól í Neskirkju og Fella- og Hólakirkju. Það gafst vel, en Fella- og Hólakirkja gat ekki haldið starfinu áfram vegna hús- næðisskorts. Nú hefur verið byggt við safnaðarheimilið og sóknarnefnd tekur senn ákvörðun um hvort kirkjuskjó! verður þar í vetur. Starf skjólsins í Neskirkju gekk vel og í gær ákvað sóknamefnd að halda starfínu áfram. Þar voru 15 börn' og 3 starfsmenn og eldri borg- arar safnaðarins komu daglega í heimsókn, lásu og sögðu sögur. í Árbæjarkirkju er hafinn undir- búningur að Kirkjuskjóli, en ekki hefur fundist hentugt húsnæði. Sr. Þór Hauksson segir að safnaðar- heimilið sé of langt frá Selásskóla og auk þess fullsetið alla daga vik- unnar. Viðræður hafi staðið yfir við Reykjavíkurborg og var síðan send formleg beiðni um húsnæði í ná- grenni skólans. Epn hefur ekkert svar borist en að öðru leyti segir sr. Þór að ekkert sé því til fyrirstöðu að rekið verði kirkjuskjól í Árbæjar- kirkju í vetur. ■ Nýtt kirkjuskiól 5.000 skoðuðu Toyota Corolla Fjöldi manna lagði leið sína í Toyota-umboðið í Kópavogi um síðustu helgi þegar nýja útgáfan af Toyota Corolla var frumsýnd þar. Að sögn tals- manna umboðsins komu um 5.000 manns að skoða þessa 7. kynslóð af Toyota Corolla, en fáir bílar geta státað af jafnmörgum framleiddum eintök- um. Mörg þúsund íslendingar hafa einhvern tíma átt bíl af þessari gerð og að sögn þeirra hjá Toy- ota hefur sala á nýja bílnum verið ágæt og fram- ar vonum og eru biðlistar þegar farnir að mynd- ast eftir sumum útfærslunum. Mætti fækka milliliðum og efla samvinnu sðluaðila „MIKLAR umræður hafa orðið um markaðs- og sölukostnað og hvort núverandi sölukerfi væri of dýrt. Þessi kostnaður í skipulögðum ferðum er oftast á bilinu 35-40% sem leggst ofan á grunn- verð þegar „Islandspakkinn" hefur verið settur saman. Menn velta einnig fyrir sér hvort hægt sé að einfalda kerfið með fækkun milliliða og meiri samvinnu íslenskra söluaðila á markaðssvæðun- um.“ Þetta sagði Magnús Oddsson, markaðsstjóri Ferða- málaráðs, er Ferðablaðið leitaði til hans að spyija um fund þann sem Ferðamálaráð boðaði til hagsmunaað- ila í ferðaþjónustu vegna umræðna um verðlag og áhrif þess á komur erlendra ferðamanna. Magnús sagði að skipaður hefði verið starfshópur og umræður á síðasta fundi hópsins einkum snúist um ofangreint, þ.e. markaðs- og sölukostnað. Hann sagðist vilja benda á að e.t.v. þyrfti ekki að koma á óvart að erlendar ferðaskrifstofur væru komn- ar með starfsemi hér á landi til að losna við íslenska ferðaheildsala sem millilið. Hann sagðist undrandi á að íslenskir ferðaheildsalar hafi ekki komið sér betur fyrir á stærstu markaðssvæðunum til að losna við erlenda milljliði. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.