Morgunblaðið - 14.08.1992, Side 6

Morgunblaðið - 14.08.1992, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 Mqður sagói við hund- qna: "Hlaupid og glet- ið/'Þeir ssvöruðu: Tvennt í einnu - það kemur ekki til móla." Egyptaland AFANGASTADIR Maldives-eyjar Hafa Japanir óþýðanlegan húmor? „MARGIR útlending-ar, meira að segja þeir sem hafa heim- sótt Japan og verið þar lang- dvölum, kvarta undan því að Japani skorti algerlega kímni- gáfu. Samt er hlátur hins venjulega Japana svo gjallandi að þeir einu sem geta haldið uppi samræðum í grenndinni eru tenórsöngvarar sem hafa Wagner-óperur sem sérsviö." Þetta eru upphafsorð greinar sem heitir „Allt í gríni“ í nýjasta blaði japanska flugfélagsins All Nippon. Höfundur segir síðan að ástæðan fyrir þessu mikla vandamáli sé einkum sú að japanska brandara sé mjög erfítt að endursegja þar sem þeir byggist á staðbundn- um orðaleikjum. Síðan er nefnt dæmi um vinsælan brandara: „Miyazawa notar Bush-símann næst- um eins oft og Kaifu.“ Þetta mun vera mjög smellið á japönsku og all- ir rækjU upp hrossahlát- ur. Útlendingar standa hins vegar gapandi og skilja ekki baun í bala. Síðan er brandarinn útskýrður: Miyazawa forsætisráðherra er næstum eins oft í símasambandi við Bush Bandaríkjaforseta og Kaifu (fyrrverandi forsætisráð- herra) en hann þótti liggja fulloft á línunni til Bandaríkjaforsetá. Punktur. Og hlæi nú hver sem getur. ■ JEvintýraleiðir á Vatnajökul ÁHUGI ferðamanna innlendra sem erlendra á jöklaferðum fer vaxandi ef marka má aðsókn í skipulagða leiðangra Jöklaferða á stærsta jökul Evrópu, Vatnajökul. Morgunblaðið/Þorkell Ferðamenn geta notið undurfag- urrar náttúru Vatnajökuls Aðstandendur Jöklaferða búast við að um 8.000 manns muni njóta ferða og leiðsagnar þeirra í ár. Fyrirtækið hefur ferðir alla daga jafnt dagsferðir sem lengri ferðir. „Vatnajökull er stórkostlegt úti- vistarsvæði," segir Tryggvi Árnason framkvæmdastjóri Jöklaferða. Hann segir íslendinga vera í auknum mæli að uppgötva möguieika á ferð- um innaniands og ekki síst á jökla- ferðum. Þeir séu nú nálega 40% við- skiptavina en voru sjaldséðir á upp- hafsdögum ferðanna en skipulagning ferða á borð við þessar hófust 1985. 1 fyrstu voru viðskiptavinir aðeins taldir í tuga- og hundruðatali en í fyrra var fjöldinn 5 þús. manns. Höfuðstöðvar eru á Skálafellsjökli en þaðan er lagt í margvíslega og mislanga leiðangra. Farið er í stuttar skoðunarferðir á snjóbíl eða vélsleða og lengri ævintýraferðir. Hefðbundin jöklaferð tekur tvo tíma en meðal ævintýraferða eru leiðangrar að Hvannadalshnjúki og í Kverkfjöll. Þeir taka um 7-11 tíma. Auk þess er hægt að skipuleggja lengri ferðir. Að sögn Tryggva eru alltaf leiðsögu- menn með. Tækjakostur er ágætur, 2 snjóbílar, sem taka 30 farþega, og 25 vélsleðar. Leiðangrar og ferðir á borð við þessar eru orðnar geysilega vinsæl- ar. Erlendir ferðamenn eru og hafa alltaf verið mjög hrifnir af þeim enda landslag hrikalegt og útsýni einstakt af jöklinum. Meðal frægra gesta Jöklaferða má nefna forseta Þýska- lands Richard von Weizsácker, en var bér á landi nýlega og nýtti hluta óopinberrar ferðar sinnar í að leggja á jökulinn. Þórmundur Jónatansson ■ í sveitasælu á Miðhrauni í ÞEIM þrengingum sem eru í landbúnaði hafa þvi nokkrir lagt út í að auka fjölbreytni í störfum sínum. Þjónusta við ferðafólk hef- ur aukist allnokkuð á undanförn- um árum og hefur sannað að henn- ar er þörf. Á bænum Miðhrauni II í Miklholts- hreppi hafa Anna Þórðardóttir og Guðmundur Þórðarson haft þjónustu fyrir ferðamenn sl. ár. Aðsókn hefur aukist. Nú hafa þau stækkað sitt íbúðarhús verulega, um 80 fm á tveimur hæðum. Bærinn Miðhraun stendur á skjólsælum stað við hraun- jaðarinn. Mikill gróður og angan blóma vekur auga þess sem þangað kemur. Jafnframt má geta að viðmót þeirra hjónanna hlýjar ferðamönnum örugglega. Því er hægt að segja að þar sé sannkölluð sveitasæla í bestu merkingu þess orðs. ■ Páll Pálsson Yfir eina eyju séð GENGIS- SKRANING 27. júlí 1992 —W Argentína peso 55,0945 Ástralía dollar 40,5718 Botswana pula 26,3208 Chile peso 0,1493 Filippseyjar peso 2,2335 Gíbraltar pund 104,8780 Guatemala auetzal 10,6375 Jórdanía dínar 83,0388 Kamerún cfa-franki 0,2186 Kína yuan 10,1297 Kólumbía peso 0,0876 Líberia dollar 54,7522 Marokkó dirham 6,8502 Nígería naira 2,9614 Nýja Sjáland dollar 29,8288 Oman riyal 143,0024 Perú sol 44,4398 Rwanda franki 0,3946 Sam. ar. furst. dirham 14,9909 SSR rúbla 99,5236 Sierra Leone leone 0,1284 Singapore dollar 33,8022 Sri Lanka rúpía 1,2457 Tyrkland líra 0,0777 Úganda sillingur 0,0463 úruguay peso 0,0176 Víetnam dong 0,0048 Zambia kwacha 0,3245 Enn færir Emirates út kvíarnar EMIRAT- ES, flugfé- lag Dubai, virðist vera það flugfé- lag sem blómstrar hvað best og hefur vaxið jafnt og þétt frá því það var stofn- að fyrir örfáum árum. Nú hefur það enn fært út kvíarnar og kunn- gert að það ætli að tvöfalda flug til Hong Kong og Singapore og hefur þar með tryggt stöðu sína enn á þessum markaði. Sam- keppni við félög á borð við Sin- gapore Airlines og Cathay Pacific Safariferðir út í eyðimörkina eru vinsælar hjá viðdvalarfarþegum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.