Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992
Veiðiferð í Störalón
í Straumfirði í Álftaneshreppi
á Mýrum eru seld veiðileyfi fyrir
unga sem aldna og er vinsæll
veiðistaður fjölskyldna á Vestur-
landi. Fyrir 4 árum gerðu land-
eigendur sjávarlón sem þeir
nefndu Stóralón. í það slepptu
þeir silungi, sem nú er vænn fisk-
ur, allt að 4-6 pundum. Fiskurinn
er fjörugur og skemmtilegur,
stekkur af miklum krafti um allt
lónið og tekur vel í er kappsamir
veiðimenn landa honum.
Stóralón er fjölbreytt og staður-
inn gæti vart verið ákjósanlegri með
Hafnarfjall í bakgrunni og Snæfells-
nesfjallgarðinn ekki langt frá. Olg-
andi Faxaííóinn og vogskorin strönd
Mýranna með óteljandi skerjum
skammt utan lónsins. Það er um
15 hektarar að stærð og 200 m þar
sem það er breiðast. Að ummáli um
3 km. Víða ganga klettar og klapp-
ir út í lónið en þar eru einnig grunn-
ar víkur og grösugir árbakkar og
veiðistaðir víða ákaflega fallegir.
f vor var laxi sleppt í lónið í fyrsta
sinn. Sést hann nú um allt og hefur
veiðst vel. Dæmi er um að veiði-
menn hafi fengið 7 laxa á góðum
degi en algengara þó að silungur
fáist.
Veiðileyfi kosta 2.000 kr. fyrir
daginn og ef veiddir eru meira en
5 fískar skal greiða 500 kr. fyrir
hvern aukafisk. Leyfín eru seld við
Stóralón. í lóninu er veitt á maðk,
spún, flugu og rækju og er opið
alla daga frá kl.9 að morgni til kl.21.
Auðvelt er að komast á þennan
ágæta veiðistað sem er um 30 km
frá Borgamesi. Við Langá er valinn
vegur 533 út á Álftanes þar til kom-
ið er að afleggjaranum að Straum-
firði og Stóralóni. Leiðin er vel
merkt.
Veiðimaðurinn Geirlaug með
dagsveiðina, 4 vænar bleikjur.
Séð yfir lónið og griilir í Straum-
fjarðarbæinn.
Auk veiðanna er gaman að fylgj-
ast með fuglalífi, en þama er æðar-
varp, og skoða ægifagrar strendur
Mýranna sem reyndust sjófarendum
háskalegar fyrrum en undan
Straumfirði fórst Porqui Pas árið
1936. ■
Þórður Jóhannsson
FERÐABÆKUR
Sumir ökumenn virðast
ekki vifq af hverju gular
óbrotnar línur eru mól
aðar q vegi.______
Það er til þess að gea
ökumönnum til
kunnaað þar sé
bannqðað aka
framúr,enda er það
stórhættulegt.
Nýjungar með
kunnugleg nðfn
JAPANSKIR bílaframleiðendur keppast nú við að kynna sólar-
orkuknúna bíla, sem ætlunin er ekki að fjöldaframleiða og mark-
aðsselja með hefðbundnum hætti heldur á hver þeirra að halda
nafni síns framleiðanda á lofti í aksturskeppnum farartækja af
þesu tagi sem gerast sífellt algengari. Hér kynnum við lauslega
tvo bíla af þessu tagi; Sun Favor frá Nissan og RaRa 10 frá Toyota.
Sun Favor frá Nissan er þriggja
hjóla og eru sólarrafhlöðurnar
staðsettar aftan á bílnum. Við
hönnun bílsins hefur verið lögð
áhersla á að draga sem mest úr
loftmótstöðu og snúningsmótstöðu
UMFERÐARRÁD Brynvarinn Peugeot
Skemmtileg lesning um þjdð
í FERÐABLAÐI var nýlega sagt
frá þvi að ferðaritið Travel
Holiday ráðlegði þeim sem hygðu
á Islandsferð að lesa „Last plac-
es“ eftir Lawrence Millman. Rétt
nokkrum dögum síðar rakst ég
á bókina í verslun hér. Er ekki
að orðlengja að þetta er bæði
sérstæð bók, full af skemmtileg-
um upplýsingum og hugleiðing-
um og glöggskyggni og húmor
höfundar fer ekki milli mála.
Mjög smellin saga er um það í
byijun hvernig höfundi datt í hug
að fara að leita á norðurslóðir.
Hann var um borð í skipi á leið frá
Istanbul til Trabzon í vonskuveðri.
Allir voru sjóveikir og ældu og vein-
uðu hver um annan þveran. Mill-
mann rekst þó á einn í betra jafn-
vægi en aðra og er sá niðursokkinn
að skrifa í kompu sína. Hann reyn-
ist vera íslenskur skipstjóri á leið
til Kalkútta á vegum FAO. Kaus
í®éleiðina því honum varð óglatt í
flugvélum. „Og þú ert að skipu-
leggja þín plögg?“ sagði höfundur.
„Nei,“ sagði hann, „ég er að skrifa
ljóð um stúlku sem ég hitti á krá
í Istanbul...“
Eftir
þessa kynn-
ingu og sam-
tal þeirra á
bátnum fer
Lawrence að
velta fyrir
sér því fólki
sem á íslandi
býr og þykir
það forvitnilegt í meira lagi. Nokkur
ár liðu uns hann dreif sig þó í að
vitja íslands. Bókin segir ekki frá
einni einstakri ferð og frásögnin
blessunarlega laus við ferðasögu.
Hann virðist hafa lært töluvert í
íslensku og kynnt sér íslendinga-
sögur og hrifist af þeim.
Lýsing hans á íslandi og kannski
umfram allt íslendingum er sem
sagt skemmtileg lesning og má taka
undir með ýmsum gagnrýnendum
sem er vitnað til á kápu þar sem
farið er afskaplega lofsamlegum
orðum um bókina. Og mjög að
makleikum að mínu viti. ■
j.k.
Saddam ekki til Jakartafundarins
SADDAM Hussein sér sér ekki fært að silja ráðstefnu Samtaka hlut-
Iausra ríkja í Indónesíu vegna efnahagsþvingana Sameinuðu þjóð-
anna að því er sagt var frá í Bagdad nú í vikunni. Saddam sagði
sendifulltrúa Indónesíustjórnar að hann mundi „taka þátt í fundinum
af mikilli ákefð en aðeins í anda.“
íraksforseti kvaðst ekki vilja valda
ráðstefnunni vandræðum með því að
biðja hana að biðja Bandaríkjamenn
að leyfa írökum að nota flugvélar
sínar til farþegaflugs, selja olíu eins
og landið hefði getu til, kaupa áburð
svo hægt yrði að ýta af enn meiri
krafti undir akuryrkju í landinu og
sitthvað fleira. Hann sagðist þeirrar
skoðunar að flestir félagar í Samtök-
um hlutlausra ríkja álitu að Banda-
ríkjamenn væru eina verulega ógn-
unin við heimsfrið nú en mörg lönd
ættu það mikið undir aðstoð frá þeim
að þau mundu lenda í vandræðum
ef hann legði fram þessa beiðni. Því
hefði hann ákveðið að sitja heima
að sinni. ■
FRÖNSKU Peugeot-verksmiðjurnar hafa enn útvíkkað starfssvið
sitt og er nú að hefja framleiðslu á skriðdreka en tæki af því tagi
hafa verksmiðjurnar ekki fengist við að framleiða frá því á dögum
heimsstyijaldarinnar síðari, þegar stór hluti skriðdreka Frakklands-
hers var frá Peugeot.
Samstarfsaðili Peugeot við þetta
verkefni er þýska fyrirtækið Rhein-
metall, að því er greint er frá í
danska dagblaðinu Berlingske Tid-
ende nýlega. EP Væntanlegir kaup-
endur munu einkum verða þýsk
stjórnvöld, ef áætlanir fyrirtækisins
um árangur í opinberum útboðum
þar í landi ganga eftir.
Hreinir
hjólbaróar
ínetra
jafnvægi
Það er ekki bara fallegra að
halda hjólbörðunum á bílnum
sínum hreinum, það er líka ör-
uggara, ef marka má danska
tímaritið Bilen.
Þar segir að ein helsta skýring-
in á því að nauðsynlegt er að jafn-
vægisstilla hjólbarða á 10-15.000
kílómetra fresti sé að óhreinindi
setjist á hjólið og eyðileggi jafn-
vægisstillinguna og valdi sliti á
bílnum. Blaði segir að ekki þurfi
mikil óhreinindi til að leika jafn-
vægsstillinguna grátt og vísar í
því sambandi til þess að við jafn-
vægisstillingu séu notuð lóð sem
eru allt niður í 5 grömm að þyngd.
Saab 9000
öruggastur
í Svíþjóð
SAAB 9000 var nýlega veitt við-
urkenning sem öruggasti bíll
Svíþjóðar af tryggingafélaginu
Folksam þar i landi.
Þessi viðurkenning endurspegl-
ar árangur sem Saab hefur náð í
að útbreiða loftpúða sem örygg-
isútbúnað í sínum bílum en 17%
seldra bíla af þessari gerð í Sví-
þjóð eru með þeim búnaði.
Loftþrýsting-
ur sýndur í
mælaborði
SENN verður hægt að fá upp-
lýsingar um loftþrýsting hjól-
barða í mælaborði nýrra bíla,
ef marka má talsmenn írska
fyrirtækisins Sentronic.
Þeir segjast langt á veg komnir
með að þróa þessa nýjung og telja
að hana verði að finna í mörgum
bílum af árgerðum 1995, að því
er fram kemur í danska tímarininu
Bilen.
Síðasta órið
hjó Opel Corsa
ÁRGERÐ 1993 af Opel Corsa
verður sú síðasta sem framleidd
verður með núverandi útliti.
Ný útgáfa er væntanleg um
mitt árið 1993 og auk 3 og 5 dyra
útfærslu kemur þá einnig 5 dyra
langbakur. ■