Morgunblaðið - 14.08.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.08.1992, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. AGUST 1992 Morgunblaðið/jt Langbakurinn með aldrifi er verklegur bíll og liggur vel. Hann kostar um 1.345 þúsund krónur kominn á göt- una. Góó vinnsla Hljóólólur Ríkulegur staóalbún- aóur Tœpt höfuó- rými ■ bil meó sóllúgu Varahjól i al- drifsbilnum aflamunurinn gæti gefið til kynna. Stallbakurinn með minni vélinni vinnur í það minnsta yfrið nógu vel við venjulegan þjóðvegaakstur enda er handskipti fimm gíra kassinn hinn liprasti. Þessi gerð er ekki boðin með sjálfskiptingu. Viðbragð- ið þrýstir að vísu hvorki ökumanni né farþegum ofan í sætin en bíllinn bætir lengi við sig og er ekki í vand- ræðum með góða hröðun við fra- múrakstur, jafnvel í fimmta gír. Þessi gerð dugar með öðrum orðum hvað vélarorku varðar. Hún kostar 947 þúsund krónur og næsta gerð fyrir ofan kostar 1.073 þúsund (án ryðvarnar og skráningar) en auk þess sem vélin er minni býður sá bíll ekki uppá rafdrifna spegla eða rúður, snúningshraðamæli, fram- stóla með stöðuminni eða samlitaða spegla. En hefur ýmislegt samt eins og sjá má á upptalningu staðalbún- aðarins hér aftast. Stærri vélin býður upp á hörku- viðbragð og vinnslu og á það bæði við sjálfskiptu sem handskiptu gerðina. Þessar gerðir hafa sérlega skemmtilega aksturseiginleika, hægt að meðhöndla þær með meiri röskleika en gerðina með minni vélinni. Viðbragðið er mjög gott í lággírunum og sjálfskipti bíllinn er svo til enginn eftirbátur þess hand- skipta. Langbakurinn er vel heppnaður og rúmgóður bíll miðað við stærð og verð. Hann er fáanlegur með sjálfskiptingu og kostar þá kr. 1.207 þúsund og sé hann tekinn með aldrifi er verðið 1.319 þús. kr. en þá er hann handskiptur. Með þessu er að vísu örlítið dregið úr möguleikum en hér eru Heklumenn aðeins að halda í við gerðafjöldann. Ekki eru akstureiginleikar lang- baksins neitt að ráði síðri en stall- bakanna. Aldrifsbíllinn er hins veg- ar dálítið þunglamalegri enda vegur hann 1155 kg á móti 995 kílóum stallbaksins en hann liggur skemmtilega vel á mölinni. Segja má að eini gallinn við aldrifsbílinn sé staðsetning varahjólsins, að það skuli ekki vera haft inni í farangurs- rýminu. Fjaðrabúnaðurinn er eitt af því sem endurbætt hefur verið með þessari nýju gerð hjá Lancer. Að framan eru sjálfstæð MacPherson gormafjöðrun og að aftan eru gormar með fjölliðafestingum. Með nýjum örmum hefur verið dregið úr bjögun sem verður við spyrnu og hemlun og hjólum er haldið því sem næst lóðréttum þegar ekið er í ójöfnum. Þá hafa fóðringar verið stækkaðar sem á að draga úr há- vaða. I heild má segja að allir bílam- ir fjaðra vel og liggja vel á vegi en hér var þó ekki tækifæri til að reyna þá mikið og ekki með hleðslu eða mörgum farþegum. Þá er vert að nefna að bílarnir eru allir búnir aflstýri og sjá tvær vökvadælur um að létta ökumönnum lífið. Báðar vinna þegar bílnum er skekið í stæð- um eða á hægri ferð en þegar kom- ið er á meiri hraða er ein látin nægja. Eins og fram hefur komið er verðbilið frá 947 þúsund krónum uppí 1.319 þúsund krónur fyrir hin- ar ýmsu gerðir að viðbættum 25 til 30 þúsund krónum fyrir skrán- ingu og ryðvörn. Þetta er tvímæla- laust gott verð og víst er að enn um sinn geta bílar frá Mitsubishi og Toyota haldið áfram að slást um vinsældasætin á íslenskum bíla- markaði. ■ Jóhannes Tómasson Fyrstu Renault strætisvagnarnir hef ja akstur á morgun ATTA nýir strætisvagnar frá Renault voru afhentir fyrirtækinu Hag- vögnum í siðustu viku og eiga þeir að hefja akstur á almenningsvagna- neti fyrirtækisins á morgun. Sjö vagnar til viðbótar verða afhentir eftir rúman mánuð en það er Bílaumboðið hf. sem hefur umboð fyrir ■Tlenault bíla. Pétur Óli Pétursson segir að hér sé um að ræða um 200 milljóna króna samning og segir að þessi sala sé fyrsti liður í sókn fyrirtækisins inn á markað vöru- og fólksflutningabíla enda hafi Re- nault þar ýmislegt í boði. Hefur Heiðar Sveinsson verið ráðinn til að sinna þessum verkefnum sérstaklega. Mogens Juul Nielsen er aðstoðar- dregur úr hættu á skemmdarverkum. svæðisstjóri fyrir sölu Renault vöru- og fólksflutningabíla í Norðurhluta Evrópu og hefur hann verið hér síð- ustu daga ásamt tæknimönnum til að undirbúa afhendinguna og fylgja vögnunum úr hlaði. -Renault vagnar urðu fyrir valinu vegna þess að þeir uppfylltu skilyrði sem sett voru um stærð, búnað og frágang og ekki síður vegna þess að afhendingar- frestur var stuttur, segir Mogens Juul Nielsen. -Skrifað var undir samninga í mars og vagnarnir eru afhentir nú, fímm mánuðum síðar. Renault PR 100,2 eins og vagn- arnir heita fullu nafni taka 35 fár- þega í sæti og jafnmarga í stæði. Sætisáklæðin eru límd við sætin sem Vagnamir eru búnir 253 hestafla vélum, læsivörðum hemlum, fjögurra hraða sjálfskiptingu, sjálfvirkum far- þegateljara og þeir hafa auk þessa ýmsan búnað sem hæfir norðlægum slóðum, svo sem þremur miðstöðvum og innri brettum úr ryðfríu stáli. Ýmis öryggisbúnaður er tengdur hurðunum, t.d. er ekki hægt að aka af stað séu hurðirnar opnar og sé farþegi staddur í dyrunum þegar hurð er lokað opnast hún þegar aft- ur. Vagnamir eru 12 metrar að lengd en fyrirtækið býður vagna sem eru allt að tvöfalt lengri. Renault er meðal þriggja stærstu vörubílaframleiðenda heimsins, þ.e. bíla yfir 15 tonn að þyngd og er Fram hefur komið að Mitsub- ^ ishi Lancer er nýr bíll frá ffmm grunni. Útlitsbreytingin er VI hins vegar ekki byltingar- kennd, heildaryfirbragðið er annað, framendi og afturendi og hliðarnar ekki eins boga- ■J dregnar og í eidri gerð. Bíllinn VI er örlítið’ stærri en fyrirrenn- arinn og einkum með 12 cm lengra hjólhaf og meiri IM sporvídd að framan sem aftan. OC Þá hefur höfuðrými verið auk- ið lítillega og er enda ágætt, nema hvað stórvaxnir menn stijúkast uppundir í bíl með sóllúgu. Að innan er heldur meiri breyt- ingu að sjá. Þar ríkir bogadregna línan sem menn þekkja e.t.v. frá hinum nýja Colt sem kynntur var síðla vetrar. Er innri frágangurinn mjög smekklegur, mælar og rofar eru handhægir og skýrir, gott er að taka á stýri, stefnuljósarofa og gírstöng og sætin eru stíf og með góðri klæðningu. Auk hefðbund- inna stillinga er hægt að stilla hæð þeirra á GLXi gerðunum. Lancer er með nýrri vél og fæst með tveimur vélarstærðum, 1300 rúmsentimetra, 12 ventla 75 hest- afla eða 1600 rúmsentimetra, 16 ventla vél sem er 113 hestöfl. Báð- ar eru með rafstýrðri fjölinnspraut- un. Minni vélin er aðeins í GLi stall- baks gerðinni en sú stærri í hinum gerðunum, GLXi með hand- eða sjálfskiptingu og stallbaksgerðun- um tveimur. Munurinn á þessum vélum er ekki eins mikill og hest- Morgunblaðið/Kristinn Þar sem engir lyklar eru í Renault strætisvögnum varð að smíða sérstakan lykil sem Pétur Óli Péturs- son (t.v.) afhenti Gísla Friðjónssyni þegar hann tók við fyrstu átta vögnunum. Vagnarnir eru gulir að lit. KYNNING á nýjum Lancer frá Mitsubishi hófst í síðustu viku og státar umboðið, Hekla hf., af fyrstu kynningu þessa bíls utan Japans. Fjölmargir lögðu leið sína í sýningarsali Heklu um síðustu helgi til að skoða hin- ar ýmsu gerðir. Þær eru fimm, stallbakur í þremur gerðum og langbakur í tveimur. Bílablaðamenn fengu smá forskot með kynningu sem fram fór á Þingvöllum. Ókum við austur þangað úr höfuðstaðn- um á nokkrum bílum þar sem þeir Heklu- menn upplýstu okkur um helstu eiginleika bílsins og síðan voru hinar ýmsu gerðir prófaðar á malbiki og möl í þjóðgarðinum og nágrenni hans. Hér verður því ekki sér- staklega staldrað við neina eina gerð heldur farið nokkrum orðum um þær flestar. þessi deild fyrirtækisins rekin sem sjálfstætt fyrirtæki. Alls velti það sem svarar yfir 300 milljörðum ís- lenskra króna í fyrra. Auk vörubíla framleiðir fyrirtækið langferðabíla og strætisvagna og voru bílarnir kjörnir bíll ársins á síðasta ári. Alls voru framleiddir rúmlega 57 þúsund vöru- og fólksflutningabílar árið 1991. ■ Mitsubishi Lancer GLi stallbakur með 1300 rúmsentimetra 75 hestafla vél er ágætlega sprækur. Farangursrýmið er þokkalegt en tæplega nógu djúpt. Páll Kristjánsson er einn 35 vagnstjóra Hag- vagna og verða alls 22 til 23 vagnar í notkun í leiðakerfinu þegar mest er. Páll kvaðst kunna vel við sig undir stýri en vagnstjórar hafa notað vikuna til að kynnast bílunum. Mitsubishi Lancer 1 HNOTSKURN Staðalbúnaður Vélar: 1300 rúmsentimetra, 12 ventla, 75 hestaflaeða 1600 rúmsentimetra, 16 ventla og 113 hestafla, báðar með raf- stýrðri fjölinnsprautun. Aflstýri, veltistýri. Lengd: 4,27 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,38 m. Þyngd: 940-1.155 kg. Samlæsingar. Upphituð framsæti. Útvarp með sjálfleitara og segulband. Höfuðpúðar á öllum sætum. Hæðarstiliing á öryggisbelt- um. Samlitir stuðarar. Litaðar rúður. Mengunarvörn. Verð: 947 til 1.319 þúsund krónur að viðbættum skrán- ingar- og ryðvarnarkostnaði. Umboð: Hekla hf., Reykja- vík. Fjölbreyttur og snaggaralegur Lancer

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.