Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 2

Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. AGUST 1992 Krakkar vilja helst leika heiðarlega knattspyrnu DÖKKU hliðar íþróttaiðkunar, sérstaklega þegar komið er út í keppni, eru til dæmis lyfjanotkun, neikvæður keppnisandi, meiðsli og ólæti áhorfenda, jafnvel slagsmál. Ymsir telja að börnum sé síður en svo hollt að stunda keppnis- íþróttir, harkan og álagið sé of mikið. Þeir sem aftur á móti eru hlynntir íþróttaiðkun barna og unglinga benda á hina miklu líkam- legu útrás sem börn geta fengið, sjálfsagann sem þau læra að þroska og Iíkamlegu þjálfunina. o Þrátt fyrir mikinn fjölda áminningarspjalda í knatt- spyrnuleikjum, jafnt hér á landi sem annars staðar, er staðreyndin sú að ungt knattspymufólk vill að hátt- vísi og heiðarleiki séu viðhöfð í leikjum. Fair play er enska Sheitið yfir það hugtak, sem á íslensku hefur ýmist verið þýtt heiðarleiki, drenglund eða háttvísi. Heiðarleiki skal vera í fyrirrúmi — í flestum tilfellum að minnsta kosti. „Við könnuðum meðal annars hversu mikið gildi heiðarleiki hef- ur á leikvelli, hvort menn væru tilbúnir að brjóta leikreglur og siðgæðisreglur til að auka líkur á sigri,“ segja Þórólfur og Friðrik. Dómarinn ræður Svipað viðhorf í öilum löndum Dr. Þórólfur Þórlindsson, pró- fessor í félagsfræði, og dr. Friðrik H. Jónsson, lektor í sálfræði, vinna um þessar mundir að rannsókn á þátttöku í íþróttum og siðgæðis- þroska. Verkefnið er unnið í tengslum við íþróttarannsókna- nefnd Evrópuráðsins og er fyrsta áfanganum nú lokið. 22 unglingar sem stunda knatt- spyrnu tóku þátt í rannsókninni hér á landi, 12 drengir og 10 stúlk- ur. Niðurstöðður voru áþekkar í öllurn níu þátttökulöndunum: Niðurstöður rannsóknarinnar j eru að í um 77% tilfella telja krakkarnir að drengilegt viðbragð sé eðlilegast. „Krakkarnir gera jafn mikið og dómarinn leyfir,“ segja Þórólfur og Friðrik. „Því má segja að dómari ákvarði leik- reglur í hveijum leik og að því leyti gengur krökkunum vel að virða leikreglurnar." Talið berst að kappleikjum unga fólksins, þar sem foreldrar og ættingjar eru yfirleitt fjöl- mennastir í áhorfendastúkunum. „Foreldrar kalla oft mikið og halda að sjálfsögðu með börnum sínum. Kröfurnar sem margir lítil ferna eplasafi Ellefu fil þrell- án ára gamlir krakkar skoö- uóu bygging- ar, lögun og slæró húsa. Þau hönnuóu sitl eigió hús i réttum mæli- kvaróa og söguóu úr krossviói. Húsgögnin voru smióuó úr pappa á eftir. Morgunblaðið/KGA Sænskir og íslenskir kennarar á stærðfræðinámskeiði Fengist hafa „tromlur“ til að þurrka salatið í, en einnig má setja það í hreina diskaþurrku og hrista. Þétt og gróft salat þarf að skera þvert í ræmur, en; fínt blaðsalat má rífa niður. íslenskt villisalat _______Nokkurfqlleg, mjúk hundasúrublöð Nokkur falleg, ung fíflablöð íslenskt blóðberg blóm af lambagrasi (ó vorin) 1 dl kotasæla FYRIR nokkru voru sænskir og íslenskir kennarar saman á nám- skeiði í Kennaraháskólanum þar sem bætt stærðfræðikennsla var á dagskrá. Börnum var boðin þátttaka og komust miklu færri að en vildu. Prófessor Anna Kristjáns- dóttir, sem hafði veg og vanda af námskeiðinu, sagði að áður hefðu verið haldin svipuð námskeið hér á landi en þátttakendur þá eingöngu verið íslenskir. Á ferð sinni um Gautaborg þar sem hún hélt fyrirlestur föluðust sænskir kennarar í framhaldsmenntun eftir sam- eiginlegu námskeiði. Það varð úr að 16 íslenskir og 16 sænskir kennarar komu á námskeið hingað í Kennara- háskólann. Með sænsku kennurunum kom til landsins kennari þeirra, Bo Rosén. „Það var ákveðið að leggja áherslu á að vinna í stærð- fræðikennslu út frá öðrum og fleiri gögnum en útgefnum nemendabókum,“ segir Anna. Þar sem börnin eru ómissandi hlekkur í að prófa kennslu í verki var börnum einnig boð- in þátttaka. Að sögn Önnu lögðu kennararnir sjálfir verulega til málanna með því að kynna starf sitt í máli og myndum. Fræðileg umfjöllun var minni en á lengri nám- skeiðunum sem haldin hafa verið hér heima því þetta var einkum hugsað sem hagnýtt námskeið. Anna sagði að krakkarnir hefðu haft gaman af því að vinna á frjóan hátt og mörg börnin þekkja ekki dæmi um hliðstæður í eigin skólastarfi þó svo að æ fleiri kennarar ráði við að kenna stærðfræði í eðlilegu samhengi. Verkefnin sem farið var í með börnunum voru meðal annars falin í að rökstyðja niðurstöður, vera úti og mæla, taka eftir stærðum í umhverfi og lögun hluta. Þá eru vasareiknar notaðir í eðli- legu samhengi til útreikn- inga, tölvur notaðar og stærðfræðin tengd öðrum greinasviðum svo sem smíð- um, upplýsingum um lönd og þjóðir, myndlist og fleiru. Maðurinn réttir út hönd sína til að handsama stjörnur himinsins, en gleymir blómunum sem vaxa við fætur hans. sumarsalöt 1. Þvoið hundasúru- og fíflablöð. Takið leggi neðan af. Skerið blöð- in í ræmur og setjið í skál. 2. Afhýðið eplið og skerið í sneið- ar með ostaskera, setjið saman við. 3. Hellið eplasafa yfir, stráið síðan kotasælu yfir. 4. Rífið blöð og blóm af blóðbergi og stráið yfír. Hvannasalat___________________ 10 sm bútur qf hvannaleqq, efst af plöntunni ___________10 radísur__________ 100 g mjólkurostur, sú tegund sem ykkur hentar 1 dl salthnetur nokkrir blómknappar af hvönn sl sérrí 1. Þvoið hvannalegginn vel, skerið síðan þvert í þunnar sneiðar. Þvo- ið radísurnar og skerið í örþunnar sneiðar. Skerið ostinn og litla ten- inga, setjið í skál ásamt salthnet- um. 2. Hellið sérrí yfír og blandið sam- an með tveimur göfflum. Reytið blómhnappa af blóminu og stráið yfír. Ávextir á grillið Hér kemur uppskrift af grilluð- um ávöxtum á spjóti. VINNINGUR í SUMARLEIK FJALLAHJÓLABÚÐAjHNNAR KOM Á MIÐA NUMER Á hverjum Fimmtudegi á milli klukkan 16:30 og 17:00 er dregiö nýtt númer í sumarleik okkar (J5 Fjölbreytileg grænmetissalöt er hægt að búa til á sumrin. Nú er sú tíð að nóg er til af íslensku grænmeti, sem að sjálfsögðu er mun c-vítamínríkara en hið inn- flutta, þar sem það kemur fersk- ara á markaðinn. C-vítamín varðveitist illa, og beinlínis rýkur úr grænmetinu, þegar búið er að skera það eða rífa það. Því þarf að loka ílátinu með salatinu vel og geyma í kæli- skáp, jafnvel þótt ekki eigi að geyma það nema í nokkrar mínút- ur. Ýmsar villtar jurtir má setja saman við salatið. Á vorin má tína bleiku blómin af lambagrasi og spánarkerfil, og vor og snemmsumars má setja hundasúrur.og ung fíflablöð í sal- atið, á sumrin blóðberg, hvönn og á haustin má tína alls konar ber og strá yfir salatið. Notið hugmyndaflugið, smakk- ið jurtirnar og notið þær sem ykk- Salatdiskur Nokkur blaósalatblöó 1 -2 tómatar smóbiti gúrka paprika nokkrir ferskir sveppir smógrein fersk steinselja 1. Þvoið og þerrið allt grænmetið nema sveppi, en þá þarf að þurrka vel. 2. Skerið salatið í ræmur, skerið tómatana í rif, skerið gúrkuna í sneiðar með ostaskera, takið steina og stilk úr papriku og sker- ið í þunnar sneiðar. Skerið sveppi í sneiðar. Klippið steinselju smátt. Setjið allt í skál. Lögur yfir: safi úr sítrónu 2 msk. matarolía 1 skvetta úr tabaskósósu salt milli fingurgómannq nýmalaóur pipar 3. Setjið allt í hristiglas, hellið yfir salatið og blandið saman með tveimur göfflum. ur finnst bragðgóðar. Tómatasalat m/graslauk og salutlauk 5-6 stórir, þéttir tómatar nýmalaóur pipar groslaukur eóg 1 lítill salotloukur (hvítur mildur laukur) 1. Skerið tómatana í sneiðar og raðið á disk eða fat. Malið pipar yfir. 2. Þvoið og klippið graslauk smátt, stráið yfir - eða afhýðið og skerið salatlaukinn í þunnar sneiðar. Takið''sneiðarnar sundur og raðið hringjunum yfír tómat- ana. Salatblöð þarf alltaf að þvo og þerra vel áður en þau eru notið í salat, eink- um ef setja á lög á þau. 7133

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.