Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 B 5 hlutum eins og að safna í upp- þvottavélina, þurrkarann og þvottavélina og skilja ekki kæli- skápinn eftir opinn meira en nauð- synlegt er. Ef kæliskápur er látinn standa opinn eyðir hann meiri orku en ella og safnar inná sig ís og hitaleiðni minnkar. Til að ná upp kælingunni þarf hann þá að ganga lengur. Kæliskápur og frystikista eru ódýrari en eldavél í rekstri. Hins vegar má spara kostnað við elda- vélina með því að nota rétta hellu fyrir hvern pott. Potturinn á að ná yfir alla helluna og þarf helst Föstudagurinn 14. ágúst Klukkan sjö að morgni er stigið ' frammúr og kveikt á ljósinu. Kaffið er sett yfír og skyrtan straujuð. Örbylgjuofn- inn sér um að hita hafragrautinn og við hlustum á gömlu gufuna á meðan við erum að lesa Moggann og drekka kaffið okkar. Uppþvottavélin er sett í gang og síðan er gengið frá og farið til vinnu. Ljósin loga í eldhúsinu, svefnherberginu og á baðher- berginu frá því klukkan sjö og til átta nema í svefnherberginu bara í hálftíma. Þegar komið er heim að kveldi úr innkaupaferð í stórmarkað er raðað í ísskápinn og frystikistuna og bæði kistan og skápurinn standa opin á meðan tekið er úr pokunum og raðað á sinn stað hér og þar. Því næst er óhreina tauinu skellt í þvottavélina og í þurrkarann. Það á að elda veislumat, aliar hellur í gangi og örbylgjuofninn notaður til að hita upp meðlæti. Ljósin eru að sjálfsögðu á í öllum herbergjum og útvarpið á. Eftir veislumatinn er hellt upp á te og kaffi og sest fyrir framan sjónvarpið. Undir miðnætti er hárið blásið og farið í fína pússið og haldið út á lífíð. Ljós er látið loga úti á meðan húsráðendur eru ekki heima. í svefnherberginu bíður vatns- rúmið notalega heitt eftir eigendunum enda hitarinn búinn að standa í ströngu í nokkrar klukkustundir. Aö hella þrisvar til fimm sinnum ó dag uppá kaffi kostar 2,60 á dag sem þýö- ir aö yfir áriö kostar þaö heimiliö næstum þúsund krónur aö hella uppá. að vera með góðum og sléttum botni. Hrafn og félagar hjá raffanga- prófun taka fram í lokin að leka- leiði sé sjálfsagt öryggistæki sem þarf að prófa reglulega, helst einu sinni í mánuði. Þeir benda á að fólk eigi að nota jarðtengda tengla fyrir tæki sem þarf að jarðtengja. Verði einangrunarbilun í slíku tæki getur umgerðin orðið spennu- hafí og ef jarðtenging er ekki er hætta á að notandinn fái raflost. Mikilvægt er að jarðtaug (gul og græn) sé tryggilega fest í klónni og togfestir sé notaður. Leitið aðstoðar fagmanna við við- gerðir á rafmagnstækjum og lögn- um. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Hún safnar sjálf auglýsingum vinnur efnið í blaðið, setur það Á BENSÍNSTÖÐINNI í Grundarfirði liggur frammi vikublaðið ÞEYR. Þegar nánar er að gáð kemur á daginn að þetta er blað fyrir þá sem þar búa og í sveitunum í kring. Það er Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir sem sér um útgáfu blaðsins, hún safnar í það efni, hannar blaðið, setur í tölvu, ljósritar og dreifir. ljósritar og dreifir því „Ég var búinn að ganga með þessa hugmynd lengi í kollinum og láta mig dreyma um að félaga- samtök myndu gefa út staðarblað hér í Grundarfirði. Upphaflega kviknaði hugmyndin þar sem ég bjó í Maine í Bandaríkjunum. Þar var gefið út blað á staðnum sem allir bæjarbúar lásu.“ „Ég sá síðan fram á að fara ekkert strax út að vinna frá fjór- um börnum og ákvað að reyna að fínna mér eitthvað að gera heima og fékk þá hugdettu að gera þetta bara sjálf.“ Ingibjörg Torfhildur var ekkert að tvínóna við hlutina heldur lét verða af því einn, tveir og þrír. Til að byrja með fékk hún að nota tölvu hjá fyrirtæki á Grundarfirði og ljósritaði hjá skólanum og með aðstoð eigin- mannsins varð blaðið til. Vinkon- ur og fjölskylda studdu við bakið á henni og hjálpuðu henni að bera blaðið út en það er borið í hvert einasta hús á Grundarfirði og er ókeypis. „Þegar blaðið fór að koma út vikulega gekk- það ekki að hafa ekki aðstöðu heima svo ég keypti mér tölvu með út- gáfuforriti og ljósritunarvél." Blaðið hennar er oftast í A-4 stærð og fjórar síður. Þar auglýsa fyrirtækin í bænum tilboðsverð á hinu og þessu, kirkjan auglýsir messur, sagt er frá afla bátanna yfír vikuna og afmælis- börn dagsins fá kveðju í blaðinu. „Ég hef gaman af þessu, annars væri ég ekki að þessu. Helst vil ég samt hafa lesefni með tilkynningunum. Stund- um eru viðtöl, uppskriftir eða annað sem kemur upp í hugann. Ég var með háar hugmyndir og ætlaði smám saman að stækka blaðið og þjóna öllu Snæfellsnesinu. í dag held ég að þetta sé skemmtilegra svona og persónulegra. Fólkið hér tekur þessu vel og ég er ákveðin í að halda þessu áfram. Jafnvel þó ég flytji héðan í búrtu ein- hvern tíma þá verður bara einhver annar að taka við“, segir hún að lokum. Vikublaðið ÞEYR er orðinn fastur punktur í tilverunni á Grundar- fírði. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir SPURT OG SVARAD | GARÐYRKJU Birkifr æ, rósir og laukar AUÐUR Oddgeirsdóttir garðyrkjufræðingur svarar fyrirspurnum les- enda í dag. Þeir lesendur sem vilja koma spurningum áleiðis til garð- yrkjufræðings geta hringt í dag milli klukkan 11-12 í síma 691100 og munu svörin síðan birtast að viku Ragnhildur í Reykjavík spyr: Sonur ininn kom heim með birkifræ sem var sáð í sandbland- aða mold. Hvernig á nú að með- höndla plönturnar sem vaxið hafa upp af fræjunum? Við höfum ekki garð þannig að næsta vor má þá ala plönturnar upp eins og stofu- blóm? Svar: Það er ekki hægt að ala upp birki eða önnur garðtré inni á sama hátt og stofublóm. Það er hægt að láta fræ spíra og ala upp ungplöntur inni í stofuglugga, en þá verður líka að hafa gát á að plönturnar spíri ekki í hitanum. Birkið sem sonur þinn er að rækta þarf að komast út í vetur. Trén fara í dvala yfir vetur- inn og er því nauðsynlegt að setja þau út. Þar sem þið hafið ekki garð er tilvalið að skella þeim út á svalir eða geyma hjá vinafólki. Tímabilið frá september-maí er plantan í dvata og það er birtumagn og hitastig sem ákvarðar hvenær plantan fellir lauf og hvenær hún lifnar á ný á vorin. Þessi dvali er birkinu eðlislægur rétt eins og svefninn okkur mannfólkinu. Næsta vor þurfið þið að gróðursetja plönturnar eða potta þeim. Ragnar í Hafnarfirði spyr: Ég ól upp rós af afleggjara og það er komið eins og net á blöðin sem Ieggst yfir þau. Hvað getur amað <ið? Svar: Annað hvort er hér um að ræða næringarskort eða það er roða- maur sem hefur tekið sér bólfestu á plöntunni og er að sjúga næringu úr blöðunum, ég hallast frekar að því. Roðamaur berst á plönturnar utan úr garði og þar sem plantan stendur nærri opnum glugga ætla ég að maurinn hafi borist þaðan á plöntuna. Rósir eru sérlega við- kvæmar fyrir ásókn. Ragnar, ég vil biðja þig að líta undir blöðin og at- huga, hvort þú sjáir agnarsmá dýr um 1 mm í þvermál þar. Þau geta þakið blaðið því þau fjölga sér ört. Ef plantan þín reynist vera með roða- liðinni hér á síðum Daglegs lífs. maur þá skaltu henda henni og fá þér annan afleggjara og byija upp á nýtt. Það er erfítt að eiga við maur- inn í heimahúsum en ef þú ert ekki tilbúinn að henda plöntunni þá þarft þú að einangra hana frá öðrum plönt- um til að hindra útbreiðslu. í sölufé- lagi garðyrkjumanna eða Blómavali getur þú ráðfært þig við sölufólk um eitur og umfram allt þarf að fylgja leiðbeiningum mjög nákvæmlega. Garðyrkjubændur nota gjarna Pen- tak á roðamaur. Það efni geldir maurinn og þarf að endurtaka úðun- ina þegar eggin klekjast út. Ef rósin þín er laus við maur þá háir henni næringarskortur. Rósir eru áburðarfrekar og það þarf að gefa þeim áburðarlausn einu sinni í viku og jafnvel í hverri vökvun en þá um það bil þriðjung af því magni sem gefið er upp á áburðarleiðbein- ingum. Best er að nota áburðarvökva sem ætlaður er pottablómum. Jóhann í Kópavogi spyr: Get ég ræktað lauka upp við sumarbústað og hvernig jarðveg þurfa þeir þá? Svar: Það er vel hægt en þó ber að varast að setja lauka í mjög blautan jarðveg því þeir geta rotnað í miklum raka. Tími haustlaukanna er í sept- ember og eru þeir settir niður á þeim tíma. Það er fátt fallegra en túlípan- ar, páskaliljur eða dvergliljur í grass- verðinum að vori. Blómaengi sem blandað er laukplöntum og íslenskum fjallaplöntum er fagurt á að líta. Það er góð tilfinning að dvelja í miðju enginu umlukin litadýrð. Til þess að laukar og hnúðjurtir geti lifað góðu lífi og blómstrað frá ári til árs þurfa þau þannig skilyrði að forðasöfnun sé möguleg. Með rót- unum ná jurtirnar næringarefnum þeim, sem finnast uppleyst í vatni jarðvegsins. Með grænu blöðunum vinna þær næringu úr loftinu. Því er nauðsynlegt að skerða ekki grænu blöðin að lokinni blómgun eins og stundum er gert. Þess ber að gæta að forðasöfnun hefst ekki fyrir al- vöru fyrr en að lokinni blómgun. Laukplöntur þurfa góða birtu og veldu þeim því sólríkan stað. Heim- kynni flestra lauka eru suðræn lönd, þar sem veðurfarið er bæði hlýrra og þurrara en hér. Þar að auki vaxa þeir oftast í fjalllendi eða fjallshlíðum þar sem afrennsli er mjög gott. Veðurfari hér á landi getum við ekki breytt en með góðri framræslu jarðvegsins getum við dregið mjög úr áhrifum votviðrisins. Það er sér- staklega áríðandi að vatn setjist ekki að laukjurtinni að vetri til. Laukar þrífast best í lausum og sendnum jarðvegi, sem er ríkur af lífrænum moldarefnum. Til þess að ræturnar geti unnið starf sitt á sem auðveldastan hátt þarf jarðvegurinn að vera gljúpur og nokkuð dýpra undir, því rætur laukanna leita mjög djúpt. Gott er að blanda sauðataði við áburðinn. Fosfór og kalí eru þau næringarefni sem síst má vanta í jarðveginn. Fosfórinn hefur örvandi áhrif á rótarvöxtinn og flýtir fyrir blómgun og þroska. Kalíáburður stuðlar að sterkjumyndun og eykur þolgæði þeirra og viðnám gegn sjúk- dómum. Köfnunarefni má heldur ekki skorta. En varast skal of mikla notkun þess síðsumars, því það minnkar frostþolið. Ef vel er að undirbúningi staðið er efsta jarðvegslagið fjarlægt. Síðan er jarðlagið þar fyrir neðan stungið upp og áburði og jarðvegsbætandi efnum blandað saman við það. Að lokum er efra lagið fært á sinn stað jafnóðum og laukarnir eru lagðir. Þegar ég var í garðyrkjuskólanum að Reykjum áskotnaðist okkur nem- endum nokkur þúsund túlípanalauk- ar. Við gróðursettum þá í hlíðarnar ofan við skólann, notuðum plöntu- staf, eins og notaðir er við gróður- setningu skógarplantna. Við settum laukana í göt eftir plöntustafí og þrýstum moldarkögglum ofan á. All- ir laukarnir komu upp að vori og myndin sýnir hluta af túlípanabreið- um. Ég get þó ekki mælt með þess- ari aðferð því laukarnir skiluðu sér illa næsta vor á eftir. ■ T íska tónlistarfólksins FATAHÖNNUÐIR gera margt til að vekja á sér athygli og höfða til sem flestra. Á tískusýn- ingu sem nýlega var lialdin í Mílanó kom í ljós að nokkrir hönnuðir höfðu hannað fatnað sem sérstaklega var ætlaður tónlistarfólki. Franc Sorbier, Byblos, Genny, Basile og Nazareno Gabrielli voru meðal þeirra hönnuða sem kynntu sérstaka línu fyrir tónlistarfólk. Ekki fylgdi sögunni hvort um var að ræða fatnað fyrir popptónlistar- fólk eða þá sem leika sígilda tón- list. Kannski við sjáum sinfóníu- hljómsveitina í samræmdum fatn- aði af þessu tagi næsta vetur? ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.