Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 11

Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 b ir frá hjólunum, og er árangurinn sá að Sun Favor getur náð 120 km hámarkshraða á klst. Bílnum er ætlað að taka þátt í samkeppn- inni um ökutæki sem knúin eru sólarorku, og verður hann sýndur á fjölda bílasýninga um allan heim á næstunni. Sama má segja um RaRa 10 frá Toyota, sem frumsýndur var í síðustu viku. Hann verður tíður þátttakandi í bílasýningum og aksturskeppnum ökutækja af þessu tagi og auk þess á hann að stuðla að því að vekja fólk til auk- innar vitundar um umhverfismál og til að auðvelda öflun ýmissa tæknilegra upplýsinga, að því er fram kemur í frétt frá Reuters. Hins vegar hefur Toyota að sögn engin áform um að fjöldaframleiða RaRa 10. Eins og Sun Favor nær hann 120 km/klst hámarkshraða, enda virðast útlínur bílanna keimlíkar í grundvallaratriðum. Þetta farar- tæki er að flatarmáli á stærð við volduga limósínu, sex metrar á lengd og tveir metrar á breidd. Lengra nær samlíkingin ekki því RaRa 10 er einn metri á hæð, hámarkshraðinn er 120 km/klst og farartækið vegur aðeins 160 kíló. I því er sæti fyrir einn mann. I frétt Reuters kemur fram að þetta sé fýrsti bíll af þessu tagi sem Toyota framleiði og að þegar sé ákveðið að RaRa 10 taki þátt í keppni sólarorkubíla, sem haldin verður í Noto í Japan síðar í mán- uðinum. Þar munu RaRa 10 og Sun Favor sjálfsagt eigast við og ef til vill einnig í mestu keppni sólarorkuknúinna farartækja, World Solar Challenge, sem haldin verður í Astralíu á næsta ári, ein- sog ávallt þriðja hvert ár síðan 1987. I þeirri keppni reyna sólar- orkubílar með sér í rallýi á um 3.000 km vegalengd. ■ Þyngd rofgeymanna er akkilesnrhæll rafbíla - ÞAÐ nýjasta í útbreiðslumálum rafmagnsbíla er að hollensk stjórnvöld hafa nú ákveðið að feta í fótspor yfirvalda í Frakklandi og Kaliforníu og veita jafnvjrði tæpra 500 milljóna króna til þess að ryðja rafmagns- bíium braut. í kapphlaupi bílaframleiðenda um framleiðslu og þróun nýrra rafmagnsbíla stendur það helst í vegi þróunarinnar hve þungir rafgeymarnir eru, auk þess sem þeir geta eingöngu knúið bílana stutta vegalengd og tekið getur allt að 10 klukkustundir að hlaða þá upp eftir notkun. Af kapphlaupinu er það meðal annars að frétta að Niss- an verksmiðjurnar vinna nú að smíði bíls, sem knúinn er rafgeymi sem unnt á að vera að fulihlaða á aðeins 15 mínútum. En þrátt fyrir að mikið fé renni nú til rannsóknar- og þróunarstarfs við gerð rafmagns- bíla telja iðnaðarsérfræðingar að enn sé langt í að sá árangur náist að olíuframleiðendur telji yfirburðastöðu sinni á eldsneytismarkaði ógnað af þeim sökum, að því er fram kemur í frétt frá Reuters-frétta- stofunni. Auk þess sem rafbílar eru mun hljóðlátari en bílar sem knúnir eru af brennsluhreyflum fyrir bensín eða dísiloiíu, gefa þeir ekki frá sér neinn útblástur. Hins vegar kann sá bög- gull að fylgja skammmrifi, einkum í löndum þar sem mestur hluti raf- orku er framleiddur með olíu eða kolum, að með aukinni notkun þeirra eykst mengun frá raforkuverum, að því er fram kemur í nýlegri úttekt breska dagblaðsins Financial Times. Þar segir meðal annars að þótt þró- un í gerð rafbíla hafi verið hröð hafí tækninni við gerð rafgeyma ekki fleygt fram að sama skapi og enn sem komið er standi hún ekki undir þörfum þeirra sem vilji gera rafbíla að aimenningseign. í svipaðan streng er tekið í skýrslu bresku rannsóknarstofnunarinnar Royal Institute of International Affairs sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að ólíklegt sé að nýir orkugjafar muni hafa umtaisverð áhrif á orkunotkun á næsta áratug. í skýrslunni var einnig dregið í efa að almennir neytendur mundu sýna málinu mikinn áhuga svo lengi sem Jagúar með tvígengisvél? VERKFRÆÐINGAR Jagúar- verksmiðjanna vinna nú að því að hanna tvígengisvél sem þeir vonast til að geta notað til að knýja bíl frá fyrirtækinu fyrir lok áratugarins. Verksmiðjurnar hafa í hyggju að kunna frum- smíði 350 hestafla, 3,2 lítra V-6 tvígengisvélar fyrir lok ársins. Að því er fram kemur í banda- ríska tímaritinu Car and Driver sviptu verkfræðingar fyrirtækisins í Coventiy nýlega hulunni af frum- smíði af tvígengisvél sem þróuð hefur verið í samvinnu við iyrirtæk- ið Orbital Engine í Ástralíu og Queens háskólann í Belfast á Norð- ur-írlandi. Aðspurður hvort þessi vél ætti framtíð fyrir sér á færiböndum Jagúar-verksmiðjanna, sagði tals- maður fyrirtækisins telja að tví- gengisvélar með stóru slagrými biðu upp á marga góða kosti fyrir framleiðendur lúxus-bíla. „Þær eru umhverfishollar, nýta eldsneyti vel og eru einnig mun léttari en sú kynslóð véla sem nú er notuð til að knýja stóra bíla,“ sagði talsmað- urínn. ■ Bílbeltanotkun 1985-1992 Niðurstöður kannana sem lögreglan gerði fyrir Umferðarráð Beltanotkun ökumanna I 130,5% Beltanotkun farþega / framsæti 85 i 86 [ 87 [ 88 [ 89 [ 90 [ 91[ 92 | J 37,7% 13 41,5% J »,5% 91,6% 85,4% ----------187.9% ________________1 88,9% Beltanotkun fullorðinna í aftursæti 85 34,5% 861 I 29,6% 871 I 35,3% 881 I 44,5% 891 I 51,0% 901 911 92 [ I 86,1% Wl 65,0% □ 63,1% 33357,0% Notkun á öryggisbúnadi fyrir börn í aftursæti BSl J 20,5% 32,3% ~J 39,0% 143,9% 75,0% 89,2% 333.:_______________:J 91,3% '■ ■ 1 87,8% Af kapphlaup- inu er þaó meó- al annars aó frélta aó Nissan verksmiójurnar vinna nú aó smiói bils, sem knúinn er nik- kel kadmium rafgeymi sem hægl á aó vera aó fullhlaóa á aóeins 15 min- úlum. verð á olíuvörum helst hóflegt og ríkisstjórnir bjóða eigendum rafbíla ekki sérstakar skattaívilnanir. Mest er unnið að framþróun raf- magnsökutækja í Bandaríkjunum, Japan og löndum Evrópu, eða á þeim svæðum heimsins þar sem umferð um vegi er mest og þéttust, mál- flutningur umhverfisverndarhópa á greiðan aðgang að almenningi, og efnahagslíf er háð innfluttri olíu til orkuöflunar. Óttast að Holland fari á kaf Það sem knýr Hollendingana áfram í þessum málum er ótti við að landið, sem er sem kunnugt er hið flatlendasta í álfunni, hverfi und- ir vatn ef svartsýnustu spár um gróðurhúsaáhrif rætast. Hollandsútibú sænsk-svissneska risafyrirtækisins ABB, Asea Brown Boveri, sem eru vörubílaverksmiðjan DAF og rafbílaverksmiðjan Spijksta- al, munu annast tilraunir og fram- leiðslu þeirra ökutækja sem hin nýja áætlun hollensku stjórnarinnar tekur til. í lok júlímánaðar gerðust þau tíð- indi á þessu sviði í Frakklandi að franska ríkisstjórnin lýsti því yfir að fyrir árið 1995 mundi hún í sam- vinnu við rafmagnsveitur franska ríkisins og bílaverksmiðjurnar Pe- ugeot og Renault sjá tíu frönskum borgum fyrir rafmagnsbílum og hleðslustöðvum fyrir rafgeyma. Sú yfirlýsing kom í kjölfar þess að í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum, þar sem úrbætur í mengunarmálum andrúmslofti eru efst á verkefnalista yfirvalda, var í júnímánuði stofnað samstarfsfyrirtæki með aðild fylkis- , stjórnarinnar, bifreiðaframleiðenda, raforkuvera og flugvélaframleið- enda, í því skyni að þróa tækni til að framleiða rafknúin farartæki. Þar er ráðgert að frumsmíði nýs raf- magnsbíls verði fullgerð á árunum 1994-1996. I lok fyrrnefndrar greinar í Fin- ancial Times segir að þrátt fyrir að tilraunir með rafbíla hafi enn ekki borið þann árangur sem vænst hefur verið stafí stöðu olíuiðnaðarins hætta af þróun rafbíla en iðnaðurinn hafí yfirburðarstöðu hvað varðar sölu eldsneytis til samgöngutækja. Blaðið segir að þegar tilraunir til að framleiða rafmagnsbíl fyrir al- menning beri árangur muni það gjör- bylta viðhorfum í orkubúskap og hafa stórtækar afleiðingar fyrir efnahags- og viðskiptalíf heimsins. í vetur og voru margir sem tóku þátt í þeim og styrktu bílakaupin. Meðal styrktaraðila voru SVD Sæljós og Rauðakrossdeildin á Flateyri sem styrktu björgunarsveitina myndar- lega. ■ Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Á myndinni eru f.v. Grétar Björgvinsson, Sjón Sv. Hjartarson, Stein- þór Bj. Kristjánsson, Stefán St. Jónsson og Hallfríður Gunnarsdóttir. Ný björgunarsveitarbif reið Flateyri. BJÖRGUNARSVEITIN Sæbjörg á Flateyri eignaðist nýlega sína fyrstu bifreið. Hún er af gerðinni MMC L300 árg. ’92. Ýmislegt var gert til að afla fjár svo langþráður draumur yrði að veru- leika, m.a. voru haldin nokkur bingó BMW nú líka í Búlgaríu BMW opnar senn umboð í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Talsmenn fyrir- tækisins sögðu fréttaritara Reuters fréttastofunnar að þeir vonuð- ust til að selja um 120 bíla þar í landi á ári. Með þessu slæst fyrirtækið í hóp Honda, Toyota, Ford,. Peugeot, Fiat, Renault, Mercedes Bens og Hyundai, sem þegar reka umboð í landinu. BMW hefur stofnað fyrirtæki í áratuyg hafa um 20 þúsund BMW samvinnu við búlgarska aðila og bílar verið fluttir til Búlgaríu, allir hyggst á næstu misserum byggja notaðir og helmingurinn eldri en upp nútímalegt sölu- og viðskipta- fimm ára. ■ kerfi í Búlgaríu. Á undanförnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.