Morgunblaðið - 14.08.1992, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.08.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 B 3 Þraut 1.: HugsumokkurknattspyrnukappleikfiarsemstadanerO-O. Pú ert í vöm 09 andstæðingamir senda boltann rétt yfir þig. Það er enginn samherji fyrir aftan þig og þvf mjög llklegt að mark verði skorað. a) að reyna að skalla boltann 90% Stúlkur b) að snúa við og reyna að komast fyrir boltann c) að reyna aða teygja þig eftir boltanum með hendinni X d) snúa við og stöðva sóknarmann andstæðinganna Þraut 2: Á lokamtnútu í bikarieik er lið þitt með forystu 1-0. Þú ert I vöm þegar sóknarmaður andstæðinganna fær boltann á opnu svæði fyrir innan þig. Hann á opna leið að markinu og enginn til varnar nema markvörðurinn. a) að elta sóknarmanninn og vona að Hannkiúðri tækifærinu b) að grípa I treyjuna hans til að stoppa hann Xö) tækla hann aftan frá d) leyfa honum að sleppa Þraut 3: Þú færð boltann og byrjar að leika með hann í átt að marki andstæðinganna þegar þú lendir I harðri tæklingu og missir boltann. Xa) að standa upp og halda leiknum áfram b) að þykjast vera meiddur og vonast til að fá aukaspyrnu a b Þraut 4: Þú ert sóknarmaður og lendir í harðri tæklingu trá varnarmanni. Hann sparkar t lappirnar á þér þegar þú snertir boltann í fyrsta skipti í leiknum. a) að láta sem ekkert sé og halda leiknum áfram b) að hefna þln á stundinni X c) að blða eftir heppilegu tækifæri og sparka þá 1 hann d) að kvarta við dómarann e) að fá e-n samherja til að hefna fyrir þig 0 0 e Hvernig bregðast þau við? X Svár þekkts leikmanns úr 1. deild Þraut 5: i liði andstæðinganna er góður leikmaður sem getur unnið leikinn fyrir þá. Þjálfarinn þinn hefur sagt þér að það sé nauðsynlegt að koma I veg fyrir að hann Ijúki leiknum. Snemma I leiknum fær hann knöttinn á hættulegum stað. Þú ert fynr aftan hann og hann veit ekki af þér. a) að sparka í hann og meiða hann i öklunum b) að ýta kröftuglega á bakið á honum Xc) að reyna að ná boltanum af honum 17% O 1 Þraut 6: i ieik hefur einn leikmaður orðíð fyrir slæmri tæklingu og liggur á jörðinni. Hitt liðið hefur boltann. Leikmaðurinn hefur Igið þarna í eina minútu og liðið þitt er enn með boltann. Þú ert miðvallarleikmaður og ert nálægt meidda leikmanninum þegar þú færð boltann og hefur sóknarfæri. Þraut 7: Dómarinn telur að þegar boltinn fór út fyrir hliðalínu að hann hafi síðast snert leikmann i liði A. Hann lætur þvi lið B fá innkastið. Þú ert leikmaður i liði B og veist að boltinn fórsíðast í þig. 100% 100% a) að segja dómaranum frá því og láta liði A eftir innkastið Xb) að halda áfram að spila Þraut 8: Knattspyrnuleikuráaðbyrjakl.11.00.Klukkan11.15erliðA tilbúið en enn vantar tvo leikmenn i lið B. Dómarinn spyr fyrirliða liðs A, sem er liðið þitt, hvað hann viji að gert sé. 80% X a) byrja leikinn b) að flauta leikinn af og fá dæmdan sigurinn c) að biða a_____________b______________c þeirra gera eru hins vegar ekki í í þá átt að hvetja krakkana til að byggileg hvatning. Fúkyrði í garð anda drengskapar. Hróp og köll leika gróft geta ekki talist upp- dómara ættu ekki að heyrast." Enginn árangur ennþá Knattspyrnusamband íslands heldur áfram átaki um aukna háttvísi í leikjum, en í fyrra hófst skipulegt átak í því sambandi. Pele, brasilíski knattspyrnukapp- inn, sem frægur er fyrir drengi- lega framkomu, kom einmitt til íslands í tengslum við átakið sl. "sumar. Gústaf Björnsson hjá KSÍ sagði að upphaflega hefðu tilmæli komið frá alþjóðlegu knattspyrnu- samtökunum um að leikmenn yrðu hvattir til að hafa rétt við í leikjum. Sagði hann að árangur væri enn ekki merkjanlegur, í það minnsta ef miðað væri við fjölda þeirra mála sem borist hafa til aganefndar KSI. „í ár stefnir meira að segja í fleiri mál en í fyrra. Við örvæntum þó ekki, því við gerum ráð fyrir að nokkur ár taki að breyta hugarfarinu.“ Gústaf sagði að skortur á hátt- vísi í leikjum væri ekki alvarlegt vandamál hér á landi, en algeng- ustu brotin fælust í að andstæð- ingur væri felldur, eða hann tækl- aður, eins og sagt er, auk þess sem oft væri orðbragð ljótt. Götufótbolti „Þegar krakkar leika sér í boltaleikjum ákveða þeir sjálfir reglurnar og fylgja þeim vel eftir. Réttlætiskennd þeirra er mjög rík þegar þeir eru ekki undir stjórn. Þegar leikmenn eldast má segja að keppnin beri leikinn oft ofur- liði.“ Okkur fýsti að kynnast nánar viðhorfum hinna bestu í íslenskri knattspyrnu og leituðum því á náðir eins þekktasta knattspyrnu- manns landsins. Við lögðum fyrir hann sömu þrautir og lagðar höfðu verið fyrir unglingana í rannsókn Friðriks og Þórólfs og í ljós kom að vanir knattspyrnu- menn leika harðari leik en ungl- ingar. Á meðfylgjandi kortum sést nákvæmlega í hverju munurinn er° fólginn. ■ Brynja Tomer Mæður þekkja nýburana sína á hörundinu SÝNT hefur verið fram á að mæður geta þekkt grát nýfædds barns síns og mjög margar mæð- ur þekka einnig lyktina af sínu barni þó það sé aðeins fárra klukkustunda gamalt. Nýjustu rannsóknir sýna að mjög stór hluti mæðra þekkir einnig hör- und barna sinna skömmu eftir fæðingu. Það var hópur vísindamanna í Jerúsalem í ísrael sem prófaði að láta fjörutíu mæður sem voru á fæðingardeild þekkja barnið sitt með því að strjúka handarbak margra kornabarna. Bundið var fyrir augu kvennanna, börnin sváfu svo ekki væri hægt að þekkja þau á grátinum og síðan var klemma sett á nefið svo lyktar- skynið kæmi ekki að notum. Niður- staða þessarar könnunar leiddi í ljós að 69% mæðra gátu strax þekkt börnin sín með því að stjúka fingur- gómunum eftir handarbaki korna- barnanna. ■ Ávextir á spjóti 1. Notið grill-trépinna, þeir fást i víða. Leggið þá í bleyti í 20 mínút- ur fyrir notkun. Morgunblaðið/Emilía 2. Notið þá ávexti, sem ykkur hentar, best er að þeir séu fersk- ir, en nota má niðursoðinn ananas með. 3. Dæmi um ávexti: Ferskjur, nektarínur, apríkósur, kívi, appels- ínu- eða mandarínulauf, epli, per- ur, vínwber, plómur. 4. Skerið hveija ferskju, nektarín- ur, apríkósu, plómu, epli og peru í 6-8 rif, afhýðið kívi, appelsínu og mandarínur, og skiptið í rif. Þræðið ávextina á víxl upp á pinn- ana, penslið síðan með þunnfljót- andi hunangi eða sírópi. Ef hun- angið er þykkt, má hita það áður, t.d á grillinu, á eldavélarhellu eða í örbylgjuofni. 5. Leggið „spjótin“ með ávöxtun- um á smurða grindina á grillinu og grillið í um 4 mínútur á hvorri hlið. Fylgist með og snúið „spjót- unum“. 6. Bera má ís, þeyttan ijóma, sýrðan íjóma, jógúrt eða þykk- mjólk með. ■ Kristín Gestsdóttir Finnst heimurinn vera miklu minni nú en áður ÍSLENSKIR skiptinemar eru vel búnir undir dvölina í útlöndum. Krakkar frá sumum öðrum löndum vita ekki á hverju þeir eiga von og fá hálfgert áfall, þegar þeir koma til fjölskyldu í ókunnu landi, og átta sig á að þeir eiga eftir að vera þar næsta árið,“ segir Sólveig Vilhjálms- dóttir. Sannkölluð skiptinemafjölskylda. Frá vinstri: Sólveig og kærasti hennar, Haraldur, Arndís yngsta dóttirin, Kate frá Nýja Sjálandi, og Guðmunda sem tekið hefur á móti fjöldanum ölium af skiptinemum. hh Sólveig var skiptinemi í Pu- erto Rico fyrir fjórum árum flL og eftir að hún kom heim, ” hefur fjölskylda hennar verið sannkölluð skiptinemafjöl- skylda. Tugir erlendra skipti- nema hafa dvalið hjá fjöl- 2? skyldunni í lengri eða skemmri tíma, allt frá nokkr- um dögum upp í marga mán- uði. Kjarnaijölskyldan telur fimm manns, foreldra og þijár dætur, en „skiptinema-stússið“ gerir það að verkum að íjölskyldustærðin er breytileg hveiju sinni. Sólveig er virk í starfi AFS- skiptinemasamtakanna og hið sama verður að segjast um móður hennar, Guðmundu Jónsdóttur, sem finnst „bara gaman að hafa allt þetta fólk á heimilinu," eins og hún kemst sjálf að orði. Fjöl- skyldan býr í parhúsi í Garðabæ. Heimilisfaðirinn, Vilhjálmur Hann- esson vinnur úti á landi aðra hvora viku, en Guðmunda er heimavinn- andi að mestu leyti. Næstelsta dóttir þeirra, Hanna, er nú skipti- nemi í Tælandi. Tælendingar hafa. mikinn áhuga á að fá skiptinema, að sögn Sólveigar og Guðmundu. „Þar bíða Ijölskyldur í um það bil tvö ár eftir að fá skiptinema. Hér á landi er þessu öfugt farið, því á hveiju ári vantar Ijölskyldur fyrir skiptinema sem vilja koma til ís- lands.“ Hlýtur að vera útlendingur Kate Harvey, frá Nýja Sjálandi, er nú skiptinemi hjá fjölskyldunni í Garðabæ. Hún kom til landsins síðastliðinn vetur og verður fram yfir næstu áramót. Hún lætur nokkuð vel af dvöl sinni hér á landi. „Mér finnst íslenskir krakkar þó svolítið lokaðir og feimnir. Þeir virðast alltaf þurfa að drekka í sig kjark. I Turanga, heimaborg minni, heilsum við þeim sem við mætum úti á götu eða í búð, bjóð- um góðan daginn og brosum fram- an í fólk, þó við þekkjum það ekki. Ég hef prófað að heilsa fólki úti á götu hér í Reykjavík, og hef þá alltaf verið spurð hvaðan ég sé! Það fer víst ekki á milli mála að sá sem heilsar ókunnugum hér, er útlendingur.“ Kate var í mennta- skóla sl. vetur og heldur því áfram næsta vetur, en í sumar vann hún í humarverkun. Guðmunda segir að heimilislífið breytist ekki í grundvallaratriðum þó skiptinemar séu á heimilinu, því þeir lifi mjög áþekku lífi og íslensk- ir jafnaldrar þeirra. Skiptinemi er meðlimur Ijölskyldunnar, með þeim kostum og göllurri sem því fylgja. Hann eignast þannig bæði „systkyni" og „foreldra“ í nýja landinu. „Mér finnst eðlilegt að þeir sem senda börn sín út sem skiptinema, séu reiðubúnir að taka á móti skiptinemum í staðinn,“ segir Guð- munda. Hún segir það enga kvöð vera, heldur fyrst og fremst lær- dómsríkt og skemmtilegt. Þegar upp koma vandamál segist hún ávallt reyna að leysa þau innan heimilisins. „Gangi það ekki, er alltaf hægt að leita til starfsfólks samtakanna og fá ráð hjá þeim. Þá eru skýrar reglur um rétt og skyldur skiptinema, sem haigt er að vitna í.“ Þegar Daglegt líf heimsótti ljöl- skylduna, var þar einnig staddur Haraldur Emilsson kærasti Sól- veigar. Hann var skiptinemi í Bras- ilíu fyrir nokkrum árum. „Eftir það ákváðu foreldrar mínir að taka skiptinema og það gekk mjög vel,“ segir hann. Öllum bar þeim saman um skiptinemum gæfist einstakt tækifæri til að læra önnur tungu- mál og kynnast öðru þjóðlífi. Þau voru einnig sammála um að það væri dýrmæt reynsla fyrir fjöl- skyldur að hafa skiptinema frá öðru landi. Guðmunda komst vel að orði: „Mér finnst heimurinn miklu minni núna en áður. Nú standa hin ólíkustu og fjarlægustu þjóðfélög mér nærri.“ Brynja Tomer ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.