Morgunblaðið - 14.08.1992, Side 7

Morgunblaðið - 14.08.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 í MALDIVES eyjaklasanuni rétt suðvestur af Sri Lanka eru 1.900 litlar kóraleyjar, þar af eru 200 byggðar. Hver eyja er umlukin kóralrifum og þar er paradís fyrir stressaða náttúrulífsmenn og áhugamenn um sjávarlíf og köfun. Eyjarnar eru lágar þar eru engin fjöil né fljót. Stærð eyjanna er 90 þúsund ferkm. Klasinn er 823 km. að lengd og 130 þar sem hann er breiðastur. Fornleifafræðingar telja að búið hafi verið á eyjunum árið 1500 f.Kr. en elstu mannvistarleifar eru frá þeim tíma. Talið er að fyrstu land- nemarnir hafi verið af arískum stofni og sest að 500 árum f.Kr. Nú um stundir eru Maldivingar af ýmsum þjóðflokkum og mikil blöndun hefur orðið við hina ýmsu sæfara sem komu þar við á leið sinni í leit að nýjum löndum á árum áður. íbúar eru rösklega 213 þús. höfuðborgin heitir Male. íbúar eru allir múhammeðstrúar. Tungumálið dhivehi, er af indó-írönskum stofni en hefur blandast arabísku eftir að múhammeðstrú var innleidd þar. Maldiveseyjar eru sjálfstætt lýðveldi og hafa verið það alla tíð nema um 15 ára skeið á 17.öld. Það varð breskt vernd- •\ / I Frá fiskmarkaðnum í höfuð- borginni, Male arsvæði 1887 en fékk sjálfstæði 1965. íbúar lifa á fiskveiðum og ferðamönnum. Ferðamenn sem koma til Maldives geta farið í leigu- flugi frá ýmsum Evrópulöndum, t.d. Þýskalandi en þaðan eru flestir ferðamenn. Séu menn í Austur Asíu er einfaldast að fara flugleið- ina frá Colombo til Male. Yfirleitt er aðeins eitt hótel á hverri eyju sem oft er í smáhýsa- stíl. Bátar eru aðalsamgöngutækin eins og segir sig nokkurn veginn sjálft. Það eru varla nema tíu fimmtán ár síðan ferðamenn tóku að sækja til Maldives og ekki er fjöldaflaum- ur þangað enn. Hótelin eru misjafn- lega dýr og hægt að fá gistingu í öllum verðflokkum. Sögulegar minjar eru ekki umtalsverðar, aftur á móti er eyjafegurðin, kóralrifin, neðansjávarlífið og sólarblíðan með góðri sjávargolu, einstakt viðmót íbúa og óspillt loft það sem verður flestum minnisstæðast frá Maldiv- es. Hugsi íslendingar sér til hreyf- ings skulu þeir hafa bak við eyrað að þeir mega ekki koma með áfengi inn í landið, en það er selt á öllum ferðamannahótelum. Vegabréfs- áritun til 30 daga er veitt við kom- una. Flugmiði frá Colombo-Male- Colombo kostar um 10 þúsund kr. Jóhanna Kristjónsdóttir ■ Dynjandi í Arnarfirði EIN AF fegurstu perlum Vestfjarða er Dynjandi og einn fegurstur fossa Is- lands og er ein- kennismerki Vest- fjarða. Náttúruverndar- ráð hefur friðlýst Dynjanda og um- hverfi hans. Ágætt tjaldsvæði er á bökk- unum fyrir neðan með góðri salernis- . og snyrtiaðstöðu með A le‘ðinni yfir Dynjandisheiði má sjá fallega köldu vatni Arnfirð- suniir eru gróðursnauðir, aðrir kjarri ingar fjölmenna oft á vaxn,r- þennan stað á sumrin og halda þar fjölskylduskemmtan- ir. Fossarnir eru sex að tölu. Stærstur er Dynjandi, 100 metra hár, 30 m breiður efst en 60 m breiður neðst. Fimm aðrir fossar eru fyrir neðan: Háifoss, Úðafoss, Göngufoss, Hundafoss og Bæjar- foss. Göngufoss dregur nafn sitt af því að hægt er að ganga bak við hann. Frá vegamótum Vest- fjarðavegar nr. 60, ofan Hellu- skarðs, eru rúmlega 20 km í Dynj- andisvog að fossinum. Á leiðinni er ekið nánast í fjallsbrúnum Geir- þjófsfjarðar þar sem Gísli Súrsson bjó lengstan hluta útlegðarinnar ásamt Auði konu sinni. Fyrir MorgunblaðiO/Róbert Schmidt Dynjandi, einn af fegurstu foss- um Islands, og er hann einkennis- merki Vestfjarða. göngugarpa er upplagt að ganga niður í fjarðarbotninn þar sem þau Gísli og Auður bjuggu. Kunnugir menn þykjast enn sjá marka fyrir fylgsni Gísla og þar er Einhamar sem Gísli var veginn. ■ Róbert Schmidt Frá Dubai vex forráðamönnum Emirates ekki í augum og nýlega fjölgaði ferðum þess til Manilla úr sex í átta og til Bangkok eru nú farnar fjórar ferðir vikulega í stað þriggja. Frá og með ágúst nýbyrjuðum flýgur Emirates fjórum sinnum til Dhaka og vegna eftirspurnar á þessari leið hefur Airbus A310 ver- ið settur inn í stað Boeing 727. Emirates er einnig að fjölga ferðum til Beirút. Fyrr í sumar bættust nýir ákvörðunarstaðir í Evrópu við, Par- ís, Manchester, Róm og Zúrich. Til þess að anna öllu þessu flugi sagði Tim Clark, framkvæmdastjóri markaðssviðs þess, að Emirates væri að fá sjö nýjar Airbus-vélar, fimm á þessu ári og tvær 1993. Hefur Emirates því möguleika á að flytja 54% fleiri farþega en fyrir tveimur árum og eftirspurnin virð- ist aukast enn. Tim Clark segir að það sem hafí ráðið úrslitum um velgengni félags- ins hafi verið mjög snjöll markaðs- setning í upphafi, stundvísi og ör- yggi og síðast en ekki síst sérstak- lega góð þjónusta á flugi. Þá liafa viðdvalarpakkar félags- ins sem eru í boði ef þeir stoppa 2-4 daga í Dubai mælst vel fyrir og ferðamannastraumur aukist jafnt og þétt. Kannanir sýna að þeir sem fljúga með Emirates virð- ast með ánægðari farþegum og aðeins Singapore Airlines hefur þar vinninginn. ■ j-k. Ferðaskóli Flugleida fullskipaður TUTTUGU og fimm nemendur hefja nám í Ferðaskóla Flug- leiða í október nk. en þetta er fyrsta árið sem hann starfar. Una Eyþórsdóttir skólastjóri sagði að alls hefðu milli 80 og 90 manns sótt um skólavist en nem- endafjöldi er bundinn við 25. Skól- inn verður til húsa á Hótel Esju og kennarar verða átta auk nokk- urra gestafyrirlesara. Kennt verður fimm tíma á dag fimm vikudaga. Umsækjendur voru á öllum aldri að sögn Unu. Margir höfðu nýlokið stúdents- prófi en einnig voru aðrir sem voru að fara á ný út á vinnumark- aðinn og vildu greinilega afla sér starfsmenntunar. ■ B 7 Pylsur frá Mæri eru á góðu verði í Bratislava. Með allt á hornum sér í Bratislava S„HVERNIG geturðu skrifað um Bratislava ef þú ert ekki búin að skoða gamla bæinn?“ o spurði Dusan Institoris á leið- iM inni á fund fulltrúa HZDS, stærsta stjórnmálaflokksins í Slóvakíu. Skrifstofa fyrir er- lenda blaðamenn útvegaði mér hann sem túlk og ég 5» vona að ég hitti hann aldrei Ui framar. Hann hrapaði í áliti strax á fyrstu mínútunum sem við vorum saman. Ég spurði í sakleysi mínu hvort fólk væri ekki spennt yfir þingkosningunum sem stóðu fyrir dyrum. „Fólk hefur engan áhuga á þessu sjónar- spili,“ svaraði hann fullur vandlætingar. „Það er orðið lang- þreytt á því. En ég tala auðvitað bara fyr- ir munn háskóla- menntaðs fólks. Almúginn er líklega spenntur fyrir þessu.“ Hann bætti við niðr- andi orðum um venju- legt fólk en mér varð svo um merkilegheitin í honum að ég missti af því. Og álit mitt á honum jókst ekki þeg- ar hann heimtaði okur- verð fyrir klukku- stundina. Ég varð að borga honum þriggja vikna slóvakísk meðallaun í gall- hörðum gjaldeyri fyrir fjögurra stunda vinnu. Hann er í hópi hinna heppnu sem hafa það gott i Bratislava. Borgin hefur ekki tekið við sér eins og Prag eftir að Tékkóslóvakía opnað- ist og ferðamenn tóku að streyma þangað. Hún er enn heldur óspenn- andi á yfirborðinu fyrir þá sem ekki þekkja til. Ég fór þangað með lest frá Vín- arborg og ætlaði að skipta pening- um og fá upplýsingar um gistingu á lestarstöðinni. En þar var enga þjónustu að fá. Ég hefði átt að skipta peningum hjá bankafulltrúa sém gekk á milli farþega í lestinni en áttaði mig ekki á því. Svo ég átti ekki „koruna" í strætó og gekk í bæinn. Það var ekki langt en mér kom á óvart hversu hikandi fólk var að benda mér til vegar. Það virtist ekki rata almennilega um heimabæ sinn. Bratislava er yfir 400 þúsund manna borg í um 60 kílómetra fjar- lægð frá Vínarborg. Austurrísk hjón í lestinni sögðust hafa farið þangað reglulega í mörg ár til að kaupa ódýrt inn. „Það er enn hægt að fá ost og pylsur á góðu verði,“ sagði maðurinn. „En verð á veit- ingastöðum hefur hækkað. Þó er enn hægt að finna staði þar sem góð máltíð kostar sama og ekki neitt.“ Ég lenti á einum slíkum og borgaði um 200 ÍSK fyrir „snits- el“, salad og bjór. En ég hefði gjarnan borgað meira fyrir betri mat. Hjónin tóku alltaf Dónárbát- inn þangað til járnbrautarsam- göngur hófust að nýju milli Vínar og Bratistava eftir byltinguna 1989. Báturinn er víst rússneskur flugbátur og þess virði að ferðast með honum. Ég tek hann næst. Ég labbaði mér í gamla bæinn daginn sem ég fór frá borginni. Vladimir Meciar, vinsælasti mað- urinn í Slóvakíu, var með blaða- mannafund þá um morguninn svo að ég hafði lítinn tíma til að með- taka söguna í þessum fornu stræt- um eins og Institoris túlkur vildi Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Hrlngbraut leynist á milli kastalahæðarinn- ar og Martinsdómkirkjunnar, kirkjunnar til hægri, þar sem ungverskir konungar voru krýndir í 267 ár. að ég gerði. Ég varð glöð að sjá að það er verið að bjarga aldagöml um húsum frá hruni en ég varð hins vegar bálöskureið þegar ég ætlaði í Martinsdómkirkjuna úr kastalanum sem stendur á hæð fyrir ofan gamla bæinn. Hann var reistur á 10. öld og það var byijað á dómkirkjunni á 13. öld. Konung- ar Ungveijalands voru krýndir í henni frá 1563 til 1830 og krýning- arskrúðinn var geymdur í suðaust- urhorni kastalans til 1789. Slóvak- ía var hluti af Ungveijalandi til 1918 og Bratislava var höfuðborg Ungveijalands á meðan Tyrkir héldu Búdapest frá 1541 til 1686 Ég ætlaði sem sé leið krýningar- skrúðans í kirkjuna en uppgötvaði mér til mikillar hneykslunar að hálfgerð Hringbraut leyndist á milli kastalans og kirkjunnar. Gangandi vegfarendur verða að fara undir brautina og það dregur sannarlega úr söguáhrifunum á þessum stað Ég hristi höfuðið yfir heimsku kommanna sem voru í stjórn þegar vegurinn var lagður í framhaldi af stórri og mikilli brú yfir Dóná. Eitt af aðfinnsluatriðunum sem stuðn- ingsmaður slóvakíska Þjóðernis- flokksins hafði nefnt við mig í sam bandi við sambandsstjórn Tékka og Slóvaka í Tékkóslóvakíu var einmitt að hún hefði látið Slóvaka bíða í mörg ár eftir leyfi til að byggja þessa brú. Ég vildi að þeir hefðu verið látnir bíða lengur eða látnir byggja brúna annars staðar. Sögusvæði borgarinnar hefði þá Anna Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.