Morgunblaðið - 14.08.1992, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992
UM HELGINA
Ferðafélag Íslands
Helgarferðir: Bátsferð á Langa-
sjó. Gist í Lambaskarðshólum og
Landmannalaugum. Tvær ferðir í
Þórsmörk. Önnur er gönguferð um
Mörkina en hin er Þórsmörk-Fimm-
vörðuháls-Skógar og gist í Skag-
fjörðsskála. Brottför er á föstudags-
kvöld og komið aftur á sunnud.
Aðrar ferðir um helgina eru
14.-16. ág. Núpsstaðaskógur.
Brottför á föstudagsmorgunn. Gist í
tjöldum. Gönguferð er m.a. á Súlu-
tinda, að fossum Hvítár, Núpsár og
víðar.
Dagana 19.-23. ágúst Hofsjök-
ulshringur. Brottför kl. 9 19. ág.
Ekið um Sprengisand og gist við
Nýjadal. Næsta dag um Laugafell
og Ásbjarnarvötn og gist í skála FÍ
í Lambahrauni. Síðan um Vesturdal
til Skagafjarðar, um Blöndusvæðið
til Hveravalla. Loks norður fyrir
Kerlingarfjöll um Kisubotna og síð-
asta dag suður með Þjórsá að vestan.
Útlvlst
Á laugardag er síðasta Heklu-
gangan í sumar. Ekið verður inn að
Skjólkvíum og gengið upp með Hekl-
ugjá, frá Rauðuskál. Áætlað er að
gangan taki 7-8 klst. Brottför er
kl. 8.
Sunnudagsmorgun kl. 9 er stefnan
tekin á Móskarðshnúka og yfir á
Hátind á Esju. Eftir hádegið kl 13
á að gangagamla þjóðleið um
Svínaskarð sem er 481 m yfir sjáv-
armáli. Þar lá fyrr alfaraleið milli
Mosfellssveitar og Kjósar. Gengið
verður yfir að Hrafnhólum. ■
Nú eiga stúlkur að fá tækifæri til náms til jafns við drengi. Morgunbiaðið/JK
Jemenar teta nenntunannögilelka stálkna
JEMENSKA stjórnin hefur hrint af stað átaki til þess að ýta
undir að telpur gangi í skóla en mikill misbrestur hefur verið á
því og lítið um það sinnt. Flestir jemenskir strákar eru í skóla
en aðeins 2/s stúlkna á barnaskólaaldri. Nú hefur fengist fjár-
magn úr Alþjóðaþróunarsjóðnum að upphæð um 20 milljónir
dollara til verkefnisins.
Það sem fyrst þarf að huga að
er að margir jemenskir foreldrar
vilja ekki að dætur þeirra gangi í
skóla ef þær eru í sömu bekkjar-
stofu og drengir. Verður bætt úr
því með byggingu mörg hundruð
stofa fyrir telpur eingöngu. Önnur
ástæða fyrir tregðu að stúlkur fari
í skóla er að foreldrar vilja ekki
að karlmenn kenni telpunum. Því
hefur verið hafist handa að þjálfa
sex þúsund kennslukonur og verður
beitt fjarkennsluaðferð gegnum
sjónvarp og útvarp og aðra fjöl-
miðla.
Stjómvöld munu einnig láta
nemendur fá allar skólabækur end-
urgjaldslaust upp að ijórtán ára
aldri, herða eftirlit með að próf
standist eðlilegar kröfur svo nokk-
uð sé nefnt.
Eftir að írakar réðust inn í Kúv-
eit og jemenska stjómin þótti höll
undir stefnu Saddams Hussein
ráku Saudar og Kúveitar um 800
þús. Jemena úr landi. Þar með
bættust við um 200 þúsund böm
að minnsta kosti sem ekki hafa
almennilega komist inn í skólakerf-
ið.
Skólaskylda hefur ekki verið í
Jemen nema að nafninu til en vænt-
anlega verða sett ný lög þar að
lútandi á næstu mánuðum. ■
Þjoóleióin Selvogsgata
Hvað gera útlendir
gestir á íslandi
í JÚLÍ komu flelri ferðamenn til
landsins en áður þó að munurinn
í heildina sé ekki umtalsverður.
En hvað er útlendingum boðið upp
á í Islandsferð og hvað sjá þeir?
Ferðablaðið spurði Hildi Jónsdótt-
ur hjá innanlandsdeild Samvinnu-
i ferða/Landsýnar og hún nefndi
hvata-ferð sem þýskir sölumenn
komu í um miðjan júlí. Enginn í
hópnum vissi fyrirfram hvert átti
að fara en hvatt var til að menn
hefðu með sér hlý föt og sundföt
i handtösku.
Hópurinn hafði fengið ferðina í
verðlaun og var hér í þijá daga og
var veður gott. Það var farið á jepp-
um hringferð á Gullfoss og Geysi og
á leiðinni áttu menn að leysa ýmsar
kúnstir, s.s. að sjóða egg í hver,
pijóna eitthvað úr íslenskri ull og
var einkunn gefin fyrir frammistöðu.
í samvinnu við golfklúbbinn Keili
var sett upp golfmót fyrir byijendur,
fyrst var kennsla en síðan keppni.
Einn daginn var siglt á víkingaskipi
að Fjörukránni og tók þar myndar-
legur víkingur á móti þeim og annar
með hrafn á öxl sér sem krunkaði
kumpánlega vísur sínar ásamt söng-
konunni.
Hildur sagði að þátttakendur
hefðu verið ánægðir og hefðu áreið-
anlega farið héðan með góðar minn-
ingar. Margar fleiri ferðir væri
ástæða til að nefna, en jöklaferðum
ferðaskrifstofunnar verða einnig
gerð skil fljótlega en þar er að dómi
Ferðablaðs verið að vinna hið merki-
legasta starf. •
FERÐAFELAG Islands
hefur á dagskrá fjölda
gönguferða um gamlar
þjóðleiðir. A þessu ári
hefur frá í febrúar
ein þjóðleið verið
kynnt sérstaklega í
hverjum mánuði og er
því komið að þeirri sjö-
undu en það er þjóðleið-
in úr Hafnarfirði suður i
Selvog.
smim Selvogsgatan er ein af
mörgum skemmtilegum
Sþjóðleiðum á Reykjane-
skaganum og var í eina tíð
3 mjög fjölfarin. Leiðin liggur
Q frá Hafnarfirði inn með
Mosahlíð, um Lækjarbotna,
hjá Setbergshlíð, Valbóli
og um hraunasvæðið upp
af Grindaskörðum.
Þessum hluta leiðarinnar
er sleppt í gönguferð sem FÍ efnir
til á sunnudag en sú ganga verður
farin frá nýrri (vestari) Bláfjalla-
veginum og leið fylgt um Grinda-
skörðin í Selvoginn. Þannig gefst
kostur á 5-6 klst. göngu. Fylgt
er vörðum sem liggja þvert á Blá-
fjallaveginn en í upphafí blasa við
Bollarnir í Grindaskörðum og er
gengið á milli Tvíbolla og Syðstu-
Bolla (eða Þríbolla) Selvqgsgatan
heldur síðan áfram með stefnu á
Haustgolf í Englandi
MARGIR íslenskir kylfingar þekkja Sundridge Park golfklúbbinn
í Bromley í S-London og gefst nú kostur á að taka þátt í keppni
við enska áhugamenn í byijun október. Boðið er upp á tvo ókeypis
daga á vellinum áður en sjálf keppnin hefst.
Það er Jóhann F. Sigurdsson í
London sem stendur fyrir þessu á
vegum Anglo Icelandic Golfing
Consultants og í fréttatilkynningu
segir að samið hafí verið um hag-
stætt verð við Flugleiðir svo og við
hótel í Bromley fyrir þátttakendur.
Þeir sem vilja taka þátt í þessu
hafi samband við Jóhann. Sími
hans er 081.658.6044 og fax núm-
er 010-3541-69-1181.
í fréttatilkynningu frá Jóhanni
Sigurdssyni er einnig greint frá
Haustgolfi í Brighton, 23.-30.sept-
ember og kostar flugfar, gisting,
flutningur frá hóteli, morgunverður
og kvöldverður 50 þús. kr. Vallar-
gjald í Brighton er um 20 pund. ■
gíghólinn Kóngsfell og síð-
an suður um Hvalskarð
milli Hvalhnúks og
Austurása. Tilvalið er
að litast um af hnúkn-
um eða ásnum áður
en haldið er áfram
með stefnu niður að
Hlíðarvatni eða á
Svörtubjörg eftir því hvor
leiðin er valin.
Ferðin er kl. 10.30 á sunnudag
og er brottför frá Umferðarmið-
stöðinni. Hafnfirðingar geta slegist
í hópinn við kirkjugarðinn í
Hafnarfirði. •
Hvað búa margir þar?
millj. íb.
Afganistan Bandarikin Bangladesh Bhutan Bretland Brunei 17,7 251,8 116,1 1,5 57,4 0,2
Egyptaland 55,2
Fijieyjar 0,8
Frakkland 56,8
Hong Kong 5,7
Indland 848,2
Ítalía 57,7
Japan 124,3
Kambódía 8,5
Kenya 25,8
Kína 1.158,4
Maldiveseyjar 0,2
Mexíkó 83,8
Nýja Sjáland 3,4
Perú 22,8
Singapore 3,0
Taiwan 20,6
Víetnam 69,3
Air India í
heimsmetabökina
RITSTJÓRN Heimsmetabókar
Guinnes hefur viðurkennt umsókn
Air India um að komast þar á blað
í næstu útgáfu vegna flutninga
félagsins á 140 þúsund Indveijum
í kjölfar innrásar Iraka í Kúveit.
Állir þessir Indverjar störfuðu í
Kúveit og flýðu til íraks og þaðan
yfir til Jórdaníu. Á tímabilinu frá
ágúst síðla til október 1990 tókst
félaginu að koma öllum til Indlands
og er það sannanlega stórbrotin
frammistaða að sögn samgönguráð-
herra Indlands sem mælti eindregið
með að félagið kæmi þessum fólks-
flutningum í Heimsmetabókina. ■
Morgunblaðið/Eiríkur
Glaúlegt hótel í
Hafnarstrætinu
ÞAÐ FER ekki fram hjá neinum
sem leið á um Hafnarstrætið á
Akureyri að breytingar hafa orðið
í hótelrekstri við götuna. Húsið
sem áður hýsti hótel Stefaníu hef-
ur verið málað í apríkósulit, þar
sem nýir eigendur hafa tekið við
því undir heitinu Hótel Harpa.
„Okkur þótti rétt að vekja athygli
á þessum breytingum, liturinn er
fallegur og hæfir nafninu ágæt-
Iega,“ segir Guðmundur Árnason
hótelstjóri.
Guðmundur er einn fímm Reykvík-
inga sem keyptu hótelið og veitinga-
húsið Bautann. Kaupverð var um 50
millj. króna. Hann lærði hótelstjórn
í Sviss, var hótelstjóri á Þelamörk
sl. tvö sumur, hefur unnið við Holiday
Inn og sem fararstjóri.
Hótelið var opnað 11. júní sl. og
hefur reksturinn gengið eftir atvik-
um það sem af er. Þar eru 24 her-
bergi, gistirými er fyrir 44. Veitinga-
salurinn er opinn yfir sumartímann
og rekinn af Bautanum en á veturna
verður salurinn einungis opinn fyrir
hópa sem gista hótelið, einnig verður
framreiddur morgunverður. „Á Ak-
ureyri er mikið af veitingastöðum og
við ætlum okkur ekki inn á þann
markað, heldur einbeitum við okkur
að gistingunni. Við leggjum áherslu
á einfalda og góða gistingu og hyggj-
umst bjóða verð sem er á milli þess
sem hin hótelin og gistiheimilin í
bænum bjóða. Við töldum þann val-
kost vanta,“ segir Guðmundur.
Herbergin eru ýmist með eða án
sturtu og gestir geta valið á milli
þessara þæginda og lægra verðs. Þá
verður gestum í viðskiptaerindum
boðin sérstök kjör í vetur. Allir gest-
irnir fá afslátt á veitingahúsunum
Smiðjunni og Bautanum. „Hér verða
haldnar nokkrar ráðstefnur í haust,
sem eru ævinlega mikill búhnykkur
fyrir hótelin. Það horfir því sæmilega
með veturinn, svo fremi sem okkur
takist að gæta ýtrustu ráðdeildar-
semi í rekstrinum eins og ætlunin
er'.“ ■
Urður Gunnarsdóttir