Morgunblaðið - 25.09.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.09.1992, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C 218. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Framtíð Evrópubaiidalags- ins sögð hanga á bláþræði Mitterrand og Kohl sagðir vilja stofnun innra bandalags 5-6 EB- ríkja sem fyrst með sameiningu frönsku og þýsku gjaldmiðlanna London. Daily Telegraph. FRAMTÍÐ Evrópubandalagsins (EB) kann að hanga á bláþræði og embættismenn hjá EB segja að við blasi að annaðhvort hrynji Gengissamstarf Evrópu (ERM) til grunna eða nokkur aðildarríkj- anna, sem séu þess pólitískt og efnahagslega megnug, taki af skarið og komi sér upp sameiginlegum gjaldmiðli fyrr en Ma- astricht-samkomulagið um pólitískan og efnahagslegan samruna EB geri ráð fyrir. Tvö evrópsk blöð, Die Welt í Þýskalandi og The European í Englandi, skýrðu frá því í gær að Francois Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Kohl kanslari Þýska- lands hefðu gefið óbreyttar áætlanir um pólitíska og efnahags- lega einingu Evrópu (EB) upp á bátinn á fundi sínum í París á þriðjudag en vildu nú taka nýja stefnu og mynda eins konar innra bandalag með Benelúx-löndunum er byggðist á samruna franska frankans og þýska marksins árið 1997. Dieter Vogel, talsmaður stjórnar- innar í Bonn, vísaði fréttunum um meint samkomulag Kohls og Mitt- errands á bug, sagði þær hreinan hugarburð en fjöldi hagfræðinga sagðist ekki telja hugmyndina lang- sótta. Þá staðfestu fulltrúar í Evr- ópunefnd þýska þingsins að hug- myndin um inrira bandalag hefði verið rædd áður en til þjóðaratkvæð- isins um Maastricht-samkomulagið, í Frakklandi kom. Þótti það m.a. renna stoðum und- ir fregnina að þýsku og frönsku fjár- málaráðuneytin og seðlabankar landanna tveggja lýstu því yfir að gengisskráning frankans og marks- ins yrði varin hvað sem það kost- aði. Yfírlýsing um samstarf af þessu tagi á sér engin fordæmi. Þá hvatti Karl Otto Pöhl, fyrrum bankastjóri þýska seðlabankans, til þess í við- tali að sterkustu gjaldmiðlar Evrópu yrðu sameinaðir. Jacques Delores, forseti fram- kvæmdastjórnar EB, sagði í gær að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að nokkur EB-ríkjanna mynduðu innra bandalag nokkru fyrr en Maastricht-samkomulagið gerði ráð fyrir og EB-ríki sem stæðu utan innra bandalagsins í fyrstu fengju lengri aðlögunartíma en til 1999 að gerast aðilar að því, kysu þau aðild á annað borð. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði við umræður í breska þinginu í gær, að Bretar gætu ekki aftur gerst aðilar að gengissamstarfi Evrópu (ERM) fyrr en gerðar hefðu verið vissar umbæt- ur á því og veikleikar í kerfínu ver- ið lagfærðir. Jafnframt hét Major því að leggja að nýju fyrir þingið frumvarp til staðfestingar Maastricht-samkomu- laginu en þingmenn yrðu þó að hafa biðlund þar til Danir hefðu skýrt afstöðu sína til samkomulagsins í framhaldi af því að danska þjóðin hafnaði því með þjóðaratkvæði og þar til skilgreint hefði verið hvernig ákvarðanatöku yrði háttað á hinum ýmsu stigu stjórnsýslunnar eftir 1. janúar 1993. Mitterrand og Kohl voru í gær sagðir vilja mynda innra bandalag EB-ríkja meðal annars vegna vax- andi andstöðu við Maastricht-sam- komulagið í breska íhaldsflokknum og ótta þeirra við að Bretar og Danir myndu tefja samrunaþróun- ina með nýrri kröfugerð tengdri framkvæmd Maastricht-samkomu- lagsins. rveuutt Mótmæla öfgasinnum Um 50.000 Ungveijar gengu fylktu liði um götur höfuðborgarinn- ar, Búdapest, í gær til stuðnings lýðræði, eins og aðstandendur göngunnar sögðu, og til þess að mótmæla uppgangi hægri öfga- manna. Þjóðernishyggja þeirra hefur átt greiðan aðgang að fólki sem fyllst hefur vonleysi vegna bágra lífskjara eftir að valdaskeiði kommúnista lauk. Myndin var tekin af mótmælunum í gær, sem eru hin mestu í Ungveijalandi eftir að lýðræði komst þar á. IATA Spáum verulega aukiiingu í flugi milli landa Genf, Kaíró. Reuter. BÚIST ER við, að flugfarþeg- um á alþjóðaleiðum fjölgi um 7,4% á ári frá 1992 til ’96 eða eftir því sem samdrættinum í efnahagsmálum linnir. Þá er því spáð, að flugfélögum muni fækka verulega vegna far- gjaldastríðs og sameiningar félaga og sumir telja jafnvel, að um aldamótin verði stóru, alþjóðlegu flugfélögin aðeins níu að tölu. ' Á árlegri spástefnu LA.TA, Al- þjóðasambands flugfélaga, í Genf sagði Gúnther Eser, fram- kvæmdastjóri þess, að farþega- fjöldi í millilandaflugi á þessu ári yrði líklega um 290 milljónir, 10,4% meiri en í fyrra. Kynnti hann einnig spár fyrir næstu ár og kom þar fram, að búist er við 43% fleiri farþegum í millilanda- flugi árið 1996 en á þessu ári. Farþegafjöldi minnkaði veru- lega á síðasta ári vegna samdrátt- arins í efnahagsmálum og Persa- flóastríðsins en flugfélögin hafa þó lítið hagnast á aukningunni í ár þar sem hún er aðallega til komin fyrir mikið framboð af af- sláttarfargjöldum. Spáð er heldur minni aukningu í fragtflugi en farþegaflugi og er það öfugt við það, sem verið hefur. Sandy Gardiner, varaforseti British Airways, sagði á ráð- stefnu, sem Samband banda- rískra ferðaskrifstofa efndi til í Kaíró í Egyptalandi, að hugsan- lega yrðu alþjóðlegu flugfélögin, sem svo mætti kalla, aðeins níu talsins um aldamótin. Sagði hann, að British Airways ætlaði að vera eitt þeirra. Uppræting í Súdan Washington. Reuter. ANDREW Natsios, aðstoðarfor- stjóri Þróunarsamvinnustofnunar Bandaríkjanna, sagði í gær að súdönsk sljórnvöld hefðu staðið fyrir kerfisbundinni upprætingu kristins ættflokks í Súdan. Natsios sagði að skipulega væri unnið af hálfu súdönsku ríkisstjóm- arinnar, þar sem strangtrúaðir mú- hameðstrúarmenn ráða ferðinni, að uppræta Nuba-ættflokkinn sem á heimkynni í samnefndu fjallahéraði í Mið-Súdan. Stór hluti ættflokksins hefði verið fluttur nauðugur um mörg hundruð kílómetra veg til Kordofan-héraða í norðurhluta landsins. Mellor neyðist til að segja af sér London. Reuter. DAVID Mellor, sem fór með málefni lista, fjölmiðlunar og íþrótta I ríkisstjórn Johns Majors forsætisráðherra Bret- lands, sagði af sér starfi í gærkvöldi og varð frainhjáhald honum að falli. Mál Mellors varð til að auka á erfiðleika Majors sem neyddist í vikunni til að sveigja af leið í efnahagsmálum og draga sterlings- pundið út úr evrópska myntsamstarfinu (ERM). Hefur það og versnandi staða pundsins orðið til þess að háværar kröfur hafa verið settar fram um að Norman Lam- ont fjármálaráðherra verði settur af. Mellor er 43 ára og náinn vinur Majors. Þegar fjölmiðlar skýrðu frá vinfengi hans og atvinnulausrar spænskrar leikkonu í júlí bauðst hann til að segja af sér en Major neitaði þá að taka afsögn til greina. Gula pressan svonefnda hefur gert Mellor að athlægi undanfarnar vikur með óvenjuleg- um frásögnum af framhjáhaldinu. Sagði hann í afsagnarbréfi í gær að hann vildi ekki horfa uppá það lengur að samstarfs- menn sínir í ríkisstjórninni þyrftu að þola linnulausar furðusögur um sig í ákveðnum blöðum. Talsmaður Verkamannaflokksins sagði að Major hefði ákveðið að fórna Mellor nú til þess að draga athygli frá þeirri niðurlæg- ingu sem hann hefði sjálfur orðið fyrir í þinginu í gær, en þá sætti stefna hans í gengismálum og Evrópumálum gagnrýni. Reuter David Mellor ekur frá skrifstofu sinni í London á leið til þinghússins þar sem hann afhenti afsagnarbréf sitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.