Morgunblaðið - 25.09.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.09.1992, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 Urgur í Islendingum á Keflavíkurvelli Wendy’s lokað fyrir Islendinga TÖLUVERÐUR urgur er með- al starfsmanna varnarliðsins sökum þess að ákveðið hefur verið að loka skyndibitastaðn- um Wendy’s fyrir íslendingum. Friðþór Kr. Eydal blaðafulltrúi varnarliðsins sagði að tilmæli um að loka staðnum fyrir ís- lendingum hefðu borist varn- arliðinu frá Varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins og því yrði staðnum lokað fyr- ir íslendingum frá og með deg- inum í dag. Eftir sem áður munu starfsmennirnir geta snætt á öðrum veitingastöðum á Keflavikurflugvelli og í mötuneyti varnarliðsins. Forsaga máls þessa er sú að eigendur veitingahúsa í Keflavík hafa kvartað undan því sem þeir telja óviðunandi samkeppni á skyndibitamarkaðinum með til- komu Wendy’s. Staðurinn er rek- inn af vamarliðinu og nýtur skatt- fríðinda í samræmi við það og verðlag á honum tekur mið af því. Allur ágóði af staðnum rennur síðan til tómstundadeildar varnar- liðsins og í rekstur á vegum henn- ar svo sem sundlaugar og kvik- myndahúss. íslendingar sem vinna á Keflavíkurflugvelli hafa hingað til haft aðgang að Wendy’s eins Atlanta flýg- ur með frið- argæsluliða til Króatíu FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. hóf í gærmorgun flug með franska friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna frá Par- ís til borgarinnar Split í Kró- atíu, og að sögn Hafþórs Hafsteinssonar flugrekstrar- stjóra Atlanta verður fram- hald á þessum flutningum af og til út allan næsta mánuð. Frakkar eru um þessar mundir að fjölga í friðargæslu- sveitum sínum í Króatíu og auk þess að skipta út liðsmönnum í sveitunum, en síðastliðna nótt flutti Atlanta liðsmenn frá Kró- atíu til Frakklands. Að sögn Hafþórs er Lockheed Tri-star breiðþota félagsins notuð til flutninganna, en hún hefur bækistöð skammt fyrir utan Paris. Véiin hefur að undan- förrtu verið í leiguflugi þaðan fyrir hin ýmsu flugfélög í Evr- ópu og Kanada. og öðrum veitingastöðum á vellin- um en staðurinn var opnaður í fyrra. Fallþungi vídaminni en í fyrra ÁÆTLAÐ er að sauðfjárfram- leiðslan í ár verði á bilinu 8.300- 8.400 tonn, en í fyrra var fram- leiðslan um 8.660 tonn. Fall- þunginn er nú víða heldur minni en undanfarin ár, að sögn Hreiðars Karlssonar, formanns Landssambands sláturíeyfis- hafa, en í fyrra var meðalfall- þunginn 14,79 kg sem var í hærra lagi. Hreiðar sagði að á vissum svæð- um væri fallþunginn minni en í fyrra en á öðrum meiri, og hefði jónsmessuhretið eflaust haft ein- hver áhrif í þessu sambandi. „Með- alvigtin hefur sums staðar farið hækkandi í kjölfar fækkunar sauð- fjár, og tengist það væntanlega léttari beit þar sem hver skepna hefur meira að bíta og brenna," sagði hann. Ofsatrúarmenn gera aðsúg að Sophiu Hansen Lögreglumenn reyna að dreifa ofsatrúarmönnum fyrir framan dómshúsið í gærmorgun. Dómsúrskurði var frestað SOPHIA Hansen, systkini hennar og lögmenn, urðu fyrir aðkasti um 200 ofsatrúarmanna fyrir framan dómshúsið í Istanbúl í Tyrk- landi þar sem dæma átti í forræðismáli hennar í gærmorgun. Hasíp Kaplan, tyrkneskur lögmaður Sophiu, flutti málið fyrir hönd Sop- hiu en dómarinn frestaði úrskurði til 12. nóvember. Gunnar Guðmundsson, lögmað- Þar sagði hann að í dómssalnum- ur Sophiu á íslandi, sagði að um hefði verið yfírfullt af fólki, m.a. 200 ofsatrúarmenn hefðu beðið með kröfuspjöld og myndir fyrir framan dómshúsið. Einn þeirra hefði slegið Sophiu f andlitið, spárkað hefði verið í fætur hennar og troðið á henni. Hrækt hefði verið að henni og fylgdarliði henn- ar og þau áreitt þannig að runnið hefðu á þau tvær grímur á leiðinni inn í dómssalinn. Ijósmyndarar og upptökumenn sjónvarps. Meðal þeirra sem síðast- ir komu inn var Halim AI, fyrrum eiginmaður Sophiu, í fylgd sex lög- manna og fleiri stuðningsmanna sinna. Sophia segir að hann hafí látið eins og ekkert væri, brosað til hennar og blikkað. Því næst flutti Hasíp Kaplan, tyrkneskur lögmaður Sophiu, málið fyrir hönd Sophiu og óskaði eftir því að dóm- arinn kannaði sérstaklega hvort ekki ætti að vísa málinu frá þar sem Halim AI væri íslenskur ríkis- borgari og gæti ekki líka verið tyrk- neskur ríkisborgari samkvæmt lög- um þar í landi. Dómarinn óskaði þá eftir að fresta úrskurði til 12. nóvember en að sögn Gunnars hafa lögmenn Sophiu í hyggju að óska eftir öðrum dómara í málinu þar sem þeir eru ekki ánægðir með hvemig dómar- inn hefur tekið á því. Sjá einnig miðopnu. Rækjustöðin hf, á ísafirði er gjaldþrota Skuldir eru um 45 milljónir kr. umfram eignir EIGENDUR Rækjustöðvarinnar hf. á ísafirði hafa lýst fyrirtækið gjald- þrota. Var starfsmönnum tilkynnt um þetta á fundi í gærmorgun en um 30 manns munu missa atvinnuna af þessum sökum. Skuldir Rækju- stöðvarinnar eru nú um 45 milljónir króna umfram eignir og hafði skuldastaðan versnað um 10 milljónir frá áramótum er skuldir námu 355 miiyónum króna en eignir 320 miiyónum króna. Rækjustöðin vann úr um 1800 tonnum af rækju á ári. Halldór Hermannsson stjómar- ekki tekist að ná inn nýju hlutafé f formaður Rækjustöðvarinnar segir að eigendúmir hafí barist í langan tíma fyrir því að halda fyrirtækinu gangandi en án árangurs. „Fyrir um tveimur og hálfu ári síðan tókum við í notkun nýtt eigið húsnæði en á sama tíma gerist það að verð á rækjuafurðum fellur um 30%,“ segir Halldór. „Eftir þetta áfall náðum við aldrei að rétta úr kútnum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur okkur og fyrirtækið né semja við lánardrottna um skuldir okkar." Stærstu lánar drottnar em Fiskveiðasjóður Byggðastofnun. Rækjustöðin hf. hefur starfað frá árinu 1970 en fyrstu 20 árin var fyrirtækið til húsa í leiguhúsnæði og segir Halldór að reksturinn á þessum árum hafí skilað hagnaði. Þeir hafí síðan ráðist í að byggja •eigið húsnæði á þeim tíma sem verð- fall varð á rækju og ekki ráðið við stöðuna síðan. „Það má kannski segja að við hefðum átt að lýsa okk- ur gjaldþrota fyrir löngu síðan en eins og gengur og gerist vildum við betjast áfram til að halda fyrirtæk- inu gangandi. Það bara gekk ekki upp,“ segir Halldór. Pétur Sigurðsson formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafírði segir að atvinnuástand hafí verið þokkalegt á staðnum í haust og ekkert atvinnuleysi. Hann taldi þó útilokað að vinnumarkaðurinn gæti tekið við 30 manns á einu bretti. „Ég er viss um að þetta starfsfólk, sem allt er vel þjálfað og duglegt, fái vinnu smátt og smátt á næstu vikum,“ segir Pétur. „Og þar að auki hef ég tröllatrú á því að rekstur- inn fari aftur í gang hjá Rækjustöð- inni.“ Vamingur lækkar en standa í stað 22 Fólk i fréttum________________ Síðastidansinn á Borginni...?33 LeiÖari_______________________ Áfangasigur í vemdun hafsins 22 Fasteignir ► Staðsetning veggmynda-Þrótt- mikil byggingastarfsemi á Kjalar- nesi-Expo 92-Lagnafréttir-Smiðj- Daglegt líf an. ► Heilsuskóli - Matur frá Ind- landi - Um postulín - Viltu eyju? - Nýr Volvo - VW Golf rafbill hérlendis - Hveijir komu hingað og hvaðan? - Smokkar á hótelum. HíiUlilijjíHIUUiUiÍjUMllUJi(....udu Lií'rarbólgnfaraldur með- al fíkniefnaneytenda smiti aðra í hálft til eitt ár. Lítill hluti sjúklinga fái langvarandi lifrar- bólgu sem í einstaka tilviki valdi' skorpulifur eða lifrarkrabba. TUGIR fíkniefnaneytenda á ís- landi hafa á síðustu árum smitast af lifrarbólguveiru sem berst milii manna á sama hátt og HlV-veiran sem veldur eyðni. Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir á Borgar- spítalanum segir það ískyggilegt að menn vari sig ekkert þótt vitað sé um hættuna á HlV-smiti með óhreinum sprautunálum. Útlitið yrði býsna svart ef eyðnismit kæmi upp í hópi þeirra sem sprauta sig með fíkniefnum. Lifrarbólguveirur b og c smitast eins og eyðniveiran með blóði á not- uðum sprautrunálum og við samfarir. Haraldur Briem segir að lifrarbólguf- araldur gangi meðal fíkniefnáneyt- enda, margir tugir hafi smitast úr hópi sem líklega telji um 300 manns. Nákvæmlega það sama gæti gerst með HlV-smit. Haraldur segir að lifrarbólguveir- unni hafí skotið upp hérlendis alla öldina, en hún hafí breiðst hratt út í hópi sprautufíkla síðan 1989. Ein- kenni komi fram um þrem mánuðum ÆVehan geti ^valdið r?ulu, Tlestir iækmst po smám saman en -»-♦ ♦ Sannanir fyrir fölsun á kíló- metramælum FIB hefur undanfarnar vikur komist á snoðir um tvö mál þar sem seljendur bíla höfðu undið ofan af kílómetramælum bíla sinna þannig að þeir sýndu allt að 30 þúsund km of lítið. Annað þessara mála verður kært til RLR í dag. Arvekni ungs Selfyssings á þátt í því að upp komst um málin. Runólf- ur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að nú þegar erfíðlega gangi að selja notaða bíla virðist sem óprúttnir aðilar séu reiðubúnir til að ganga lengra en áður til að gera ..bíla sína seljanlegri. Sjá nánar bls B/l.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.