Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
Endurtekur sagan sig?
eftir Harald
Matthíasson
Gamalt orðtæki segir: Sagan end-
urtekur sig. Er þetta sannmæli eða
ekki? Ekki hafa menn verið sam-
máia um það, en viðbúið er að spurn-
ingunni megi svara bæði játandi og
neitandi. Auðvitað endurtekur liðinn
atburður sig ekki, og enginn atburð-
ur verður eins og annar liðinn. Hitt
er þó auðsætt, að einatt gerast þeir
atburðir sem minna ákveðið á aðra
liðna, svo að þar er glögg líking,
þótt eigi séu þeir eins.
Mikið hefur verið rætt og ritað
að undanförnu um svokallaðan
EES-samning, sem íslendingar og
fleiri þjóðir áætla að gera við er-
lenda aðila. Ég hef að sjálfsögðu
ekki séð eða heyrt nema lítinn hluta
af þeim ræðum og ritum, en ég hef
þó gert mér far um að fylgjast sem
bezt með því sem komið hefur af
ræðum alþingismanna í útvarpi og
sjónvarpi, einnig greinum blaða um
þetta mál. Ég hef verið mjög undr-
andi á hversu lítt ræðumenn hafa
vitnað til sögunnar. Minnist ég ekki
að hafa séð eða heyrt neitt af því
tagi að undantekinni einni tilvitnun
í ræðu hjá Steingrími Hermanns-
syni, en ef til vill hefur það komið
fram víðar þótt ég hafi ekki heyxt.
Sagan er þó lærdómsrík í þessu
efni sem öðrum, og Islendingar hafa
ósjaldan staðið í þeim sporum að
semja við erlenda valdhafa. Þar er
margt lærdómsríkt að sjá og því af
nógu að taka og miklu meira en hér
verði gert rækilega, en á nokkur
atriði skal þó minnzt.
Eitt af því sem mjög var deilt um
í samningum um EES, var krafa
Evrópubandalagsins um veiðiheim-
ild í íslenzkri lögsögu gegn tolla-
lækkunum. Þessu var lengi þver-
neitað af íslenzkum samningamönn-
um, slíkt kæmi ekki til greina. Mála-
lok urðu þó þau að EB skyldi fá
karfaveiði til 3 þúsund lesta.
Fljótt á litið má kallast furðulegt
að EB skuli hafa gert þetta að slíku
stórmáli. Hvaða máli skiptir hið
mikla og volduga Evrópubandalag
hvort það hefur 3 þúsund lestum
meira eða minna leyfi til karfaveiða?
Þetta sér einn alþingismaður, svo
sem sjá má í grein sem birtist í
Morgunblaðinu nú fyrir nokkru.
Hann segir þar að undanlátssemin
af hálfu íslenzkra samningamanna
geri lítinn skaða, það sem hinir hafi
fengið sé svo lítið.
Kannast nokkur við þennan róm?
Hefur einhver heyrt slíkt áður? Ég
veit að margir þekkja. Hér er kom-
ið efnið úr svari Guðmundar ríka
við beiðni Ólafs konungs helga, að
íslendingar gefí honum Grímsey,
sem konungur kallar ey eða útsker.
Guðmundur kallar hana aðeins út-
sker til að gera sem minnst úr henni
og telur ekkert athugavert að láta
hana af hendi, þetta sé svo lítið.
Grímsey er meira en útsker; hún
er góð ey, en skiptir Noregskonung
þó ekki miklu til venjulegra lands-
nytja vegna fjarlægðar. Sama er
að segja um karfakílóin í EES-
samningnum. Þau skipta þann er
fær engu til veiðarskapar. Hér
hangir í báðum tilfellum annað á
spýtunni: smeygja sér inn úr gætt-
inni, þótt þröngt sé, þá kann að
verða tækifæri síðar til að þoka sér
lengra inn á gólfið. Þetta sá Einar
Þveræingur, bróðir Guðmundar, og
lagðist á móti. En höfundur Morg-
unblaðsgreinarinnar og Guðmunur
ríki eru sammála að öllu sé óhætt,
þótt érlendur aðili fái hér fótfestu,
hún sé svo lítil. Þetta atriði í Morg-
unblaðsgreininni er því aðeins mála-
lenging og útþynning á fáyrðum
Guðmundar.
Gamli sáttmáli
íslendingar afsöluðu sér sjálf-
stæði árið 1262. Þar stóð að baki
Hákon Hákonarson Noregskonung-
ur, og hafði hann þá um langt skeið
beitt fyrir sig íslenzkum höfðingjum,
síðast Gizuri Þorvaldssyni, sem rak
smiðshöggið á afsal sjálfstæðsins.
í Gamla sáttmála felast bæði
skyldur og réttindi íslendingum til
handa. Skyldumar voru tvær, báðar
þungar. Hin fyrri er sú, að þeir ját-
ast undir yfirráð Noregskonungs.
Hann er æðsti valdsmaður, þjóð-
veldið er ekki lengur til. Hin skyldan
var sú, að landsmenn játuðu skatt.
Ýmis fríðindi komu á móti.
Hér er ekki tækifæri til að fara
nákvæmlega út i efni Gamla sátta-
mála, en aðeins skal vitnað til orða
„EES-samningurinn
var kynntur lands-
mönnum meö há-
stemmdu lofi. Var
mönnum jafnvel sagt
að íslendingar hefðu
fengið allt fyrir ekkert;
svo langt gekk skrumið.
Mætti þar helzt jafna
við einokunarloforðin.
Vonandi tekst vel til um
EES-samninginn, en
einokunarsagan sýnir,
að háværum fagurgala
er lítt treystandi.“
Jóns Jóhannessonar prófessors, sem
kenndi sögu í Háskólanum þegar
ég var þar við nám. Hann sagði er
hann hafð lokið við að fara yfir og
skýra Gamla sáttmála: Segja má
að sáttmálinn tryggi rétt íslendinga
að svo miklu leyti sem réttur hins
veikari verður tryggður gagnvart
hinum sterka. Þannig fór um Gamla
sáttmála svo sem alþekkt er. Geng-
ið var á rétt íslendinga smátt og
smátt, þar til þeir voru öllum rétti
rúnir, sumt með lögleysum, en einn-
ig með valdi hins sterkari, án þess
að lög væru beinlínis brotin. Þar
áttust við tveir aðilar, mjög mis-
sterkir. íslendingar, ósterkari aðil-
inn, gátu ekki vegna aflsmunar náð
rétti sínum.
Nú stendur' fyrir dyrum að gera
annan samning við sterka erlenda
aðila. Þar eru bæði réttindi og kvað-
ir. Rætt er um að setja reglur til
varndar íslenzkum hagsmunum.
Það er gott og blessað, en hvernig
á að sjá um að landsmenn nái þeim
rétti í viðskiptum við sterkan gagn-
aðilja? T.d. er talað um að setja
regíur gegn jarðakaupum útlend-
inga. En hvemig verða settar og
framkvæmdar reglur gegn því, að
fésterkur útlendingur yfirbjóði Is-
lendinga? Ekki er nóg að eiga for-
kaupsrétt, ef ekki er afli til að nýta
hann. Þannig getur farið eins og
um Gamla sáttmála, að sterkari
Haraldur Matthíasson
aðilinn gangi yfír hinn þrátt fyrir
allar reglur.
Einokun og EES
Verzlunarsaga íslands á fyrri öld-
um er eftirminnileg og eigi alls kost-
ar fögur. Konungur hafði tekið sér
allt vald í verzlunarmálum. Komu
fra honum ýmis boð og fyrirskipan-
ir. Hér skal minnzt á eina. Em þar
fyrirmæli um framkvæmd vezlunar-
innar:
Kaupmönnum var gert að skyldu
að flytja nægan og góðan falslausan
og óspilltan varning og selja al-
menningi með sanngjörnu og kristi-
legu verði, og skyldi um verð farið
eftir góðri og gamalli landsvenju,
og höfð íslenzk stika og mælir. Lög-
maður skyldi skera úr ágreiningi.
Kaupmenn skyldu reka mál sín fyr-
ir íslenzkum dómstólum og eigi beita
kúgun né gerræði. Þeir skyldu og
sýna höfuðsmanni hlýðni, en lands-
mönnum vinsemd og kurteisi í allri
umgengni og viðskiptum.
Þetta em aðalatriðin, en fyrir-
mælin em miklu nánari.
Hér virðist sannarlega vel boðið,
allt lagt upp í hendur íslendingum
og úrskurður ágreinings á þeirra
valdi.
Ætla mætti að hér væri konung-
ur að hefja endurbætur á verzlun-
inni, þar sem íslendingar ættu að
fá allt að vild sinni. Ekki er því að
heilsa. Þessi fögru fyrirheit eru upp-
hafsfyrirmælin að einokunarverzl-
uninni og allir vita hvemig hún varð
í framkvæmd, versta plága sem yfir
landið hefur gengið. Fátt sýnir bet-
ur en saga einokunarinnar, hver
reyndin getur orðið, þar sem sterkur
og ósterkur eigast við. Fögur fyrir-
heit ná þar skammt.
EES-samningurinn var kynntur
landsmönnum með hástemmdu lofi.
Var mönnum jafnvel sagt að íslend-
ingar hefðu fengið allt fyrir ekkert;
svo langt gekk skmmið. Mætti þar
helzt jafna við einokunarloforðin.
Vonandi tekst vel til um EES-samn-
inginn, en einokunarsagan sýnir, að
hávæmm fagurgala er lítt treyst-
andi.
Einvaldshyllingin í Kópavogi
Árið 1662 vom íslendingar
neyddir til þess í Kópavogi að svetja
Danakonungi erfðaeinveldi. Fyrir
því stóð Henrik Bjelke höfuðsmaður
í umboði Danakonungs.
íslendingar gengu mjög nauðugir
til þessarar samþykktar, en talið er
að Henrik Bjelke hafi heitið þeim
að ekki yrðu skert þau réttindi sem
landsmenn höfðu þá. Allir vita hveij-
ar efndir urðu. íslendingar vom
sviptir því sem eftir var af sjálf-
stæði þeirra, og gekk svo enn í full
200 ár.
Nú er loforðið hið sama að íslend-
ingar haldi fullum rétti við sam-
þykkt EES-samninganna. Það er
von, en engin vissa að betri efndir
verði á því en loforðunum í Kópa-
vogi.
Óhöpp og ártöl
Þegar ég var í bamaskóla og las
þar íslandssögu Jónasar Jónssonar,
benti kennari okkur nemendunum á
hversu oft hefði óhappaatburði í
sögu íslands borið að, er ártal end-
aði á tölunni 2: Lok þjóðveldisins
1262, upphaf einokunar 1602 og
tilkomu einveldis 1662. Þetta má
vera tiiviljun, en staðreynd er það
þó. Þarna eiga þeir örugg sæti á
bekk sögunnar Gizur Þorvaldsson
jarl, Kristján kongur IV. og Henrik
Bjelke höfuðsmaður. Nú er enn ár-
tal sem endar á 2, 1992. Enn er
enginn seztur á bekkinn þar.
Höfundur er fyrrverandi
menntaskólakennari.
ALANDSEYJABREF
Fámennið kemur ekki í veg
fyrir fjölbreytt menningarlíf
eftír Örn
Guðmundsson
Hægt er að segja að menning-
arlífið á Álandseyjum sé fjöl-
breytt, ég tala nú ekki um ef
tekið er mið af fólksfjölda eins
og við Islendingar gerum svo
oft. Þó að aðeins sé um áhuga-
menn að ræða hefur tónlistin
þróast hvað mest og er komin
langt fram úr öðrum listgreinum
hér. Fyrir u.þ.b. 16 árum var
stofnaður hér tónlistarskóli
(Musikinstitutet) og hefur hann
þróast jafnt og þétt í gegnum
árin og nemendur þaðan hafa
getað haldið til frekara náms
erlendis og getið sér góðan orðs-
tír í t.d. söng, hljóðfæraleik og
tónsmíðum, enda er hér mikill
áhugi fyrir tónlist og tónleika-
hald allt árið um kring einshvers
staðar á eyjunum.
Því miður er ekki hægt að segja
að svipuð þróun hafi orðið í öðrum
listgreinum þó að einn og einn
hafí getið sér nafns eins og í mynd-
list og keramík, en alls staðar eru
undantekningar eins og kom í ljós
þegar ég fylgdist með einni leiksýn-
ingu hér í sumar. Áhugaleikhúsið
er hér vinsælt, hér eru engin at-
vinnuleikhús, en mikið um upp-
færslur á öllum mögulegum leikrit-
um, markið er sett hátt, hér geta
allir leikið og allir geta leikstýrt.
Nokkrir eyjaskeggjar hafa haldið
til leiklistarnáms bæði í Finnlandi
og Svíþjóð, en því miður hefur
enginn snúið aftur að námi loknu
til að miðla af reynslu sinni og
kunnáttu, af hvaða ástæðu sem
það nú er.
Leiksýningin sem ég sá í sumar
var uppfærsla á leikriti eftir
álenskan listamann, Joel Petters-
son að nafni, leikritið ber heitið
Kajsa-Rulta og rottan. Verkið var
skrifað fyrir 75 árum en ekki frum-
sýnt fyrr en 8. júní sl. af því til-
efni að 100 ár voru liðin frá fæð-
ingu skáldsins. Uppfærslan er at-
hyglisverð að því leyti að hún var
gerð úr garði eins og hún hefði
verið færð upp fyrir 75 árum. Þeg-
ar leikrit eftir Pettersson voru
færð upp, en hann skrifaði fjöldann
allan af leikritum eingöngu um
samtímasveitunga sína, þá leik-
stýrði hann sjálfur, hann gerði leik-
mynd og búninga og lék jafnvel
sjálfur. Leikritin færði hann ein-
göngu upp í heimasveit sinni, Lem-
Joel Pettersson (sjálfsmynd).
landi, í félagsheimilinu þar sem
ber heitið Valborg. Álenski leikar-
inn og leikstjórinn Rune Sandlund
var fenginn til að færa upp Kajsa-
Rulta og rottuna, en hann hefur
um árabil starfað í Svíþjóð, en
sýnt leikritum Petterssons mikinn
áhuga eftir að þau komu fram í
dagsljósið og mun þetta vera ann-
að leikritið sem hann setur upp
eftir Pettersson. Hitt leikritið heit-
ir „Mammas pojkar" og var sýnt
hér fyrir u.þ.b. tveim árum.
Kajsa-Rulta og rottan var frum-
sýnt í félagsheimilinu Valborg,
sem að vísu hefur tekið nokkuð
miklum stakkaskiptum á þessum
75 árum, en útbúið var svæði í
félagsheimilinu og reynt að líkja
eftir staðháttum eins og þeir höfðu
verið í tíð Petterssons, flöturinn
var u.þ.b. 80 m2 og var þar komið
fyrir sviði og áhorfendasvæði. Þar
sem sviðið var lítið og þrisvar sinn-
um skipt um leikmynd, nýttu þeir
lausnir sem skáldið hafði notað á
sínum tíma, áhorfendasætin voru
fjalir sem lagðar voru á uppistöður
og gátu 10-15 manns setið á
hverri fjöl og hafði áhorfandinn
það á tilfinningunni að vera þátt-
takandi í sýningunni.
Leikritið fjallar um kotbónda,
konu hans og sveitakerlingu sem
er enn fátækari en þau og sam-
skipti þeirra, þetta er grínleikrit
en kaldhæðnin skín í gegn, frábær
lýsing á viðhorfum Alendinga til
hver annars og umheimsins. Leik-
ritið gæti hafa verið skrifað í dag,
því að mínu áliti á það jafnt við í
dag og fyrir 75 árum. Þetta er
leikrit sem Álendingar gætu farið
með hvert sem er og verið stoltir
af, það tekur tæpan klukkutíma í
flutningi, leikmynd er einföld, að-
eins þrír leikarar og hægt að setja
upp hvar sem er. Leikritið hefur
verið sýnt í allt sumar fyrir fullu
húsi og er enn í fullum gangi.
Joel Pettersson fæddist 8. júní
1892 í Norrby í Lemlandi, sem er
á stærstu eyju Álandseyja, en hún
er kölluð Fasta-Áland. Foreldrar
hans voru smábændur og ólst hann
því upp við mjög fábrotnar aðstæð-
ur. Þarna varði hann líka sinni
starfsævi; málaði, skrifaði og setti
upp leikritin sín fyrir sveitungana.
Eins og svo margir listamenn
var hann misskilinn af sínum sam-
tímamönnum, hann hafði allt frá
barnæsku verið utangátta, foreldr-
ar hans voru aðfluttir, 1880 fluttu
þeir frá eynni Föglö, sem er í
álenska skeijagarðinum, til Lem-
lands, sem er á Fasta-Álandi, en
í skeijagarðinum eru viðhafðir aðr-
ir siðir og aðrar venjur og af þess-
um orsökum var Joel Pettersson
aldrei viðurkenndur sem Lem-
landsbúi af sveitungum sínum.
Strax sem krakki hafði Joel
Pettersson sýnt áhuga fyrir mynd-
list og þá þegar höfðu hæfileikar
hans sem myndlistarmanns komið
í ljós, en það var ekki fyrr en eft-
ir lát hans 1937 að þeir hæfileikar
voru viðurkenndir. Það var svo
ekki fyrr en eftir 1970 að maður
að nafni Valdimar Nyman kynnti
skrif hans að hann var viðurkennd-
ur sem einn af merkustu rithöfund-
um Álendinga. Nú hafa leikritin
sem hann skrifaði verið að mestu
grafín upp og nokkur þegar verið
flutt af áhugamannaleikfélögum
hér á Álandseyjum.