Morgunblaðið - 25.09.1992, Side 15

Morgunblaðið - 25.09.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 15 Olafur Thorder- sen - Minning Fæddur 5. október 1931 Dáinn 18. september 1992 Laugardaginn 19. september sl. frétti ég lát félaga míns Ólafs V. Thordersen framkvæmdastjóra í Njarðvík. Leiðir okkar lágu saman fyrir ald- arfjórðungi við stofnun JC Suðumes. Við þekktumst fyrir úr atvinnulífínu hér heima þar sem hann var braut- ryðjandi nýjungar sem við þekkjum nú sem trausta stofnun, örugga í sessi, Fríhöfnina á Keflavíkurflug- velli, en hann var framkvæmdastjóri hennar frá upphafi 1958 til arsloka 1980. Hann var einnig stórhuga og fómfús áhugamaður um íþróttir og æskulýðsmál í Njarðvík og á Suður- nesjum öllum. Oli Thord., eins og við félagar hans nefnum hann gjarnan, varð strax í hópi þeirra sem skipuðu kjama þessa nýja félags. Hann átti mikinn þátt í að móta þá hugmynda- fræði sem starf þess byggðist á í öllum megindráttum um 10-15 ára skeið og lagði dijúgt til fjölmargra hugmynda um skammtíma- og lang- tímaverkefni. Það er sérkennilegt þegar nú er litið til baka, að Óla tókst alltaf að komast hjá því að veljast í stjórn eða sem forseti félags- ins, því hann var einn af máttarstólp- um þess um ianga hríð. Honum mun hafa tekist ár eftir ár að skýra að- stöðu sína fyrir uppstillinganefndum okkar, en starfi hans fylgdu óvenju mörg og löng ferðalög og hann því afskaplega mikið að heiman. Stórhugur fyrir hönd Njarðvíkur og Suðumesja kom skýrt fram í málflutningi hans er hann bryddaði á nýmælum eða benti á ónotuð tæki- færi, sem hann oft gerði. Einkum var honum umhugað að við myndum hagnýta okkur Keflavíkurflugvöll og alla þá fjölmörgu möguleika sem felast í svo stóru og glæsilegu sam- göngumannvirki milli meginlanda, og að vekja áhuga á auknum sam- skiptum við aðrar þjóðir til að fá færi á meiri viðskiptum — meiri at- vinnu. Sumar þær hugmyndir eru í dag orðnar að veruleika, einhveijar eru enn á umræðustigi svo sem frí- iðnaðarsvæði, aðrar hafa enn ekki komist í umræður um atvinnumál — til þess þyrfti miklu meiri víðsýni en hér virðist ráða orðum og athöfnum. Ólafur var í senn hispurslaus og heimsmannslegur í framkomu, hrók- ur alls fagnaðar í vinahópi og því eftirsóttur til félagsstarfa og sam- veru. Hann var glöggur á skemmti- legar hliðar hinna alvarlegustu mála, og erfiðustu viðfangsefni urðu hon- um yrkisefni gamansamra annála þegar upp var staðið. Það var að lík- um að hann var oft fenginn til að semja slíkar frásagnir, yrkja gaman- vísur, stjórna uppfærslu slíks skemmtiefnis og til að stjóma hinum veglegustu hófum. Gamansemi hans var einstaklega hrekklaus, fyrst og fremst góðlátlegt grín að tilverunni og broslegum tilburðum mannfólks- ins almennt. Frá þeim stundum fóru allir ósárir, aðeins lítið eitt móðir — eftir hlátrarsköllin. Þeir kostir Ólafs V. Thordersen sem ég hef gert að umtalsefni nýtt- ust vel í félagsstörfum sem öðrum. JC Suðurnes naut starfskrafta hans, hugkvæmni og áhuga á þjóðmálum í ríkum mæli. Þau fræ sem hann sáði með hugmyndum og ábending- um um möguleika, og önnur spor hans mátti víða sjá í uppbyggingunni og starfi félagsins og landsstjómar JC á íslandi þar sem hann lagði einn- ig fram dijúgan skerf til mótunar samtakanna. I ágúst 1976 stofnaði JC Suðurnes til vinafélagssambands við JC Paisley í Skotlandi og tók á móti hópi féjaga þaðan. Þeim var í lok heimsóknarinnar haldið mikið hóf í Félagsheimilinu í Sandgerði. Þar var hann útnefndur Senator JC hreyfingarinnar nr. 22474. Það er alþjóðleg heiðurstign sem JC félög um heim allan geta veitt sínum bestu félagsmönnum. Að ferðalokum færi ég honum þakkir mínar fyrir liðsinni við mig, og okkar hinna brautryðjenda JC Suðumes fyrir gagnmerkt, hvetjandi og ánægjulegt framlag til þess og hreyfingarinnar hér á landi. Einnig færi ég honum þakkir JC Senatora og JC Senatsins á íslandi fyrir góðan þátt í starfi þessa glaðværa hóps sérstakra JC félaga. Eg votta eftirlifandi eiginkonu Ólafs, Guðnýju Jónsdóttur, börnum þeirra og fjölskyldu allri samúð og virðingu. Algóður guð veiti þeim huggun í harmi og honum góðar við- tökur í ríki föðursins. Minning góðs drengs lifir með okkur sem með hon- um gengum. Arni Ragnar Arnason. í dag er til moldar borinn svili minn og góður vinur, Ólafur V. Thordersen. Fyrstu kynni mín af Óla, eða Thordersen, eins og hann var ávallt kallaður innan fjölskyld- unnar voru á árunum 1959-60, þegar ég var að koma inn í fjölskyldu Nínu konu hans. Þá strax fann maður hversu góður og hress Óli var. Síð- ar, eða árið 1967, fór ég að vinna í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann var forstjóri, og þá tryggð- ust vinaböndin enn frekar. Alla tíð síðan höfum við átt margar og ógleymanlegar stundir saman. Báðir höfðum við mikinn áhuga á íþróttum, sérstaklega handbolta. T.d. dreif Óli okkur tvo vinnufélagana með sér og tókum við dómarapróf í handbolta og dæmdum í nokkur ár saman. Mína fyrstu utanlandsferð fór ég með Óla og fleirum, er við fórum á heimsmeistarakeppni í hand- bolta í Frakklandi 1970. Er sú ferð oft í minnum höfð, og gleymi ég ekki hve Óli var frábær fararstjóri, með kortið á lofti og stjórnaði ferð- inni. Ekki vorum við alltaf sammála, hvort heldur var í íþróttum eða póli- tík, en það skyggði þó aldrei á okkar góðu vináttu. Óli var virkur félagi í Lions, og einn af stofnendum Lionsklúbbs Njarðvíkur. Þar var hann, eins og annars staðar, hrókur alls fagnaðar. Ekki má gleyma öllum þeim ánægju- legu stundum er við áttum saman fyrir framan sjónvarpið og horfðum á beinar útsendingar, hvort heldur það var frá knattspyrnu eða hand- bolta. Síðast nú í vor fylgdumst við með Evrópukeppninni í fótbolta og höfðum ánægju af, þó ekki héldum við með sama liðinu. Alltaf var jafn gaman að heim- sækja Óla og Nínu, og fóru böm mín ekki varhuta af því, einkum þó sonur minn. Hann og Óli urðu sér- lega góðir vinir og veit ég að hann saknar Óla mikið, eða eins og sonur minn sagði: „Hluti af æsku minni er horfinn." Elsku Nína, Vigdís, Stefán, Óli og tengdaböm. Ég veit að góður dreng- ur er fallinn frá, en minning hans lifir í hjörtum okkar. Guð blessi ykk- ur öll. Arni Júlíusson. Kveðjustund samferðamanns leiðir oft hugann að fyrstu kynnum. Við Ólafur áttum það sameiginlegt í fyrstu að vera tveir af þúsundum manna sem komu til starfa á Kefla- víkurflugvöll i byijun sjötta áratug- arins fyrir um 40 áram. Á samfelld- um starfstíma okkar á Suðurnesjum sáum við fámenn lítil þorp breytast í fjölmenna og blómlega byggð, og Keflavíkurflugvöll stríðsáranna sáum við endurbyggðan frá granni. Vini mínum Ólafi Viggó Thorders- en veitti ég fyrst athygli í störfum hins kurteisa og vingjamlega lög- reglumanns í löggæsluhliðum Kefla- víkurflugvellar þegar farið var þar til vinnu að morgni og við verklok að kveldi. í störfum lögreglumannsins, svo og í hinum ýmsu störfum sem Ólafur Viggó tók sér fyrir hendur, nýttust hæfileikar hans afar vel, því hann var gáfaður, góður drengur sem vildi ætíð hvers manns vanda leysa. Með- al annars var hann málsnjall, góður ræðumaður og ritfær, en allir þessir eiginleikar komu sér vel og ekki sist í störfum hans á sviði hinna ýmsu félagsmálaathafna. Sambýli lögreglu smáþjóðar við erlendan her stórþjóðar á Keflavíkur- flugvelli hefur ætíð verið vandasamt og viðkvæmt hlutverk. Öllum ber að þakka sem lagt hafa hönd á plóginn að það vandasama sambýli hafi að vonum vel tekist. Þar ber sérstaklega að þakka starfsliði íslensku lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli sem í upphafi tók málin föstum tökum og af fullri reisn, þar sem túlkuð voru þau sannindi í samskiptum þjóðanna að hinir erlendu hermenn sem hér dveldu væra hér sem gestir en ekki sem herrar í hluta af landi voru. Við Suðumesjamenn fylgdumst vel með árangri okkar manna þegar þeir vora sendir til starfsþjálfunar bæði heima og erlendis. Það ár sem ólafur Viggó sótti nám sitt í Lög- regluskólanum bárast þær fréttir frá skólaslitum skólans að sex efstu prófín hefðu hlotið lögreglumenn af Keflavíkurflugvelli, þar sem Ólafur Viggó og vinnufélagi hans Ingvi Brynjar Jakobsson hefðu farið jafnir á borði með hæstu einkunnir skól- ans. Þó að álitlegar stöður væra þá boðnar aðilum sem höfðu sannað hæfni sína vð prófborðið var að námi loknu enn haldið til fyrri starfa á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Thordersen tók þátt í fram- býlisuppbyggingu embættis lög- reglustjórans á Keflavíkurflugvelli á árunum 1952 til 1958. Frá þeim vinnustað átti hann góðar minning- ar. Á árinu 1958 tók Ólafur Viggó við starfi forstjóra í þá nýstofnuðu fyrirtæki, Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli, en því starfí gegndi hann þar til að hann gerðist framkvæmda- stjóri Njarðtaks sf. 1981, en því starfi gegndi hann til dauðadags. Náin kynni okkar Ólafs Viggós hófust er fjölskyldur okkar beggja settust að í Móahverfinu í Njarðvík 1955. Á þeim nær 40 ára ferli Ólafs í Njarðvík hefur hann verið einn sá virkasti áhugafélagsmálamaður þar í bæ á víðum vettvangi. Meðal ann- ars á vegum hinna ýmsu þátta sveit- arstjómarmálanna, íþróttahreyfing- anna, ungmenna- og kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og Alþýðuflokksins. Allar þessar félagsmálahreyfingar eiga Ólafi Viggó mikið að þakka. Fyrir utan hin hefðbundnu marghátt- uðu félagsmálastörf áttu allar þessar félagsmálahreyfingar hauk í homi þar sem þær áttu hann að ef á þyrfti að halda, t.d. til að stinga niður penna, og í framhaldi þess að gefa út blað, því að í þeim störfum öllum var hann hinn snjalli blaðamaður, ritstjóri og útgefandi. Ólafur Viggó var af hinni merku Thordersen ætt. Það var Helgi Thordersen dómkirkjuprestur og biskup, fæddur 1794 og dáinn 1867, sem fyrstur ' tók upp ættarnafnið Thordersen. Eiginkona Helga bisk- ups var Ragnheiður Stefánsdóttir amtmanns Stephensens, fædd 1795, dáin 1866. Þeirra börn vora Ástríð- ur, sem átti Sigurð lektor Melsteð, og séra Stefán, prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Helgi biskup var sonur Steinunnar Helgadóttur og manns hennar Guðmundar Þórðar- sonar, verslunarstjóra í Hafnarfirði. Þau hjón áttu átta böm er Guðmund- ur lést 1803. Helgi biskup ólst upp í síðara hjónabandi móður sinnar með stjúpföður sínum, séra Brynjólfi Sívertsen, er var síðast prestur að Útskálum í Gerðahreppi. I systkina- hóp Helga biskups bættust honum fímm systkini þann tíma sem móðir hans átti heima í Garðinum í sam- býli við séra Brynjólf. Helgi biskup og Ragnheiður kona hans vora langalangamma og afí Ólafs Viggós sem _nú kveður. Lang- afí og langamma Ólafs Viggós vora sonur Helga biskups, séra Stefán Thordersen, fæddur 1829, dáinn 1889, er var síðast prestur í Vest- mannaeyjum og kona hans Sigríður UNGBARNADAGAR í FJARÐARKAUP BLEIUR BARNAMATUR BAÐVORUR PELAR LEIKFÖNG FATNAÐUR SNUÐ LUKKUPOTTUR! Þú fyllir út seðilinn og setur í pottinn í Fjarðarkaup. 10 heppnir viðskiptavinir hljóta glæsilega vinninga. VELKOMIN í FJARÐARKAUP LUKKUMIÐI Nafn Heimili i Sími Ólafsdóttir Thordersen, fædd 1865, dáin 1919. Thordersen-presthjónin í Vestmannaeyjum voru elskuð og virt" af Vestmanneyingum vegna mikilla mannkosta og vinsælda sem þau þar nutu. Böm þeirra Sigríðar og séra Stefáns vora Helgi trésmiður, Ragn- heiður, sem átti Hannes ráðherra Hafstein, og Ólafur söðlasmiður í Hafnarfírði. Foreldrar Ólafs Viggós vora Dóm- hildur Skúladóttir, fædd 1904, og Stefán Ó. Thordersen, fæddur 1907, dáinn 1983, bakarameistari í Reykja- vík. Ólafur Viggó átti þrjú hálfsystk- ini, sammæðra Helga M. Sigvaldason og Huldu Sigvaldadóttur, samfeðra er Margrét Thordersen. Ólafur Viggó, sem var fæddur í Reykjavík, hafði þar skamma viðdvöl því hann ólst upp á heimili föðurafa síns og ömmu í Hafnarfírði. Þau heiðurshjón Vigdís Stefánsdóttir Thordersen og Ólafur Thordersen söðlasmiður vora meðal virtustu borgara þar í bæ. Ólafur Viggó minntist oft góðra minninga sem hann átti um afa sinn og ömmu og dætra þeirra Sigríðar, Helgu og Svöfu, sem vora í daglegu tali á heimili Ólafs í Njarðvík ætíð nefndar einu nafni: „Góðu frænkurnar í Hafnarfirði". Heimili Thordersen-hjónanna í Hafnarfírði var Ólafi Viggó góður félagsmálaskóli, því fjölskyldan lagð öllum góðum málum lið með starfi sínu og þátttöku. Þar má nefna að frú Vigdís tók til hendinni í starfí SJÁ BLS 30 Bílamarkaburinn OPIÐ SUNNUDAGA KL. 2-6 Ford Bronco XL II '88, rauður, 5 g., ek. 44 þ.km. Toppeintak. V. 1390 þ. stgr. M. Benz 190 E '86, grænsans., sjálfsk., ek. 138 þ. Sóllúga o.fl. V. 1280 þ. stgr. $k. ód. Subaru 1800 DL 4x4 station '91, steingr- ár, 5 g., ek. 42 þ. Fallegur bíll. V. 1050 þ. stgr. Mazda B-2600 EX-Cap 4x4 '92, grás- ans., 5 g., ek. 11 þ. Ýmsir aukahl. Vsk.bíll. V. 1580 þ. Honda Prelude EX '87, hvítur, sjálfsk., ek. 68 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Fallegur bfll. V. 890 þ. Sk. á ód. Nissan Micra GL '89, 5 g., ek. 52 þ. V. 390 þús. stgr. Dodge Power Ram 4x4 Turbo diesel, P.MP '90, sjálfsk., ek. 29 þ. V. 1800 þús. MMC Pajero Diesel Turbo (langur) ’88, gott eintak. V. 1500 þ. stgr. Nissan Sunny SCX Coupó ’92, sjálfsk., ek. 6 þ. V. 930 þ. stgr. Toyota Landcruiser langur Turbo Diesel ’87, 5 g., ek. 100 þ. Topp eintak. V. 1980 þ. stgr. Toyota Corolla XL '90, 5 d., hvítur, sjálfsk., ek. 48 þ. Fallegur bfll. V. 780 þ. stgr. MMC Lancer 4x4 hlaðb. '92, rauður, 5 g., ek. 27 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1080 þús. stgr. MMC L-300 4x4, 8 manna ’88, grásans, 5 g., ek. 68 þ. sportfelgur o.fl. V. 1180 þ. Sk. ód. MMC Galant GLSi hlaðbakur '92, stein- grár, sjálfsk., ek. 14 þús. Einn m/öllu. Sem nýr. V. 1550 þús. stgr. ÚRVAL GÓÐRA BIFREIÐA Á MJÖG GÓÐUM STGRJVFSUETTI MMC Galant GLSl '89, 5 g., ek. 49 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 950 þ. stgr. Sk. ód. Flat X1/9 Bertone Spider '80, rauður, 5 g., ek. 55 þ. Óvenju gott eintak. Skoðaður '93. V. 430 þús„ sk. á ód. Toyota Corolla XL '92, 5 dyra, blásans. 5 g„ ek. 11 þús.. vökvast., central o.fl. Sem nýr. V 920 þús. stgr. Cherokee Ploneer 4.0 I 87, brúnsans., sjálfsk., ek. 160 þús„ raf. rúður, o.fl. Mjög gott ástand. V. 1250 þús. stgr. Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kópavogi, sími 671800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.