Morgunblaðið - 25.09.1992, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
Minning
*
Einar Arnason
lögíræðingur
Fæddur 22. desember 1926
Dáinn 15. september 1992
Einar frændi er genginn. Hann
vissi hvert stefndi með veikindin, en
ekki flíkaði hann því nú mikið. í
okkar fjölskyldu þarf maður ekki svo
mikið að ræða svona hluti, við skilj-
um hvert annað svo vel, er það ekki,
eða hvað? Við kvöddumst nú reynd-
ar fyrir austan í sumar, en ekki al-
veg endanlega. Mikið geta sumir
staðið sig vel. Það tekur á að sjá
fólk fara á þann veg, sem hann
gerði, en samt gleðst maður í tregan-
um. Honum hlotnaðist þó hvíldin á
þann veg sem hann óskaði. Þetta
er nú einu sinni leiðin okkar allra.
Þetta er nú allt ekki eins einfalt og
einhver vildi meina, er hann sagði
um manninn, „hann fæddist og dó
og gerði margt skemmtilegt þar á
milli.“ í Hrunadansi velmegunar og
neyslu nú á dögum er allt metið til
§ár, en þetta snýst um svo margt
annað og miklu meira. Fæst af því
er áþreifanlegt.
Okkar kynni byquðu snemma á
minni ævi. Löngu fyrir mitt minni.
Það var þegar hann fékk heiðurinn
af að gæta mín á kvöldin. Hann
hringdi þá í kunningjana og sagði
þeim að það vantaði fjórða mann í
brids. Þeim fyrsta sagði hann, að
þá vantaði bara annan og þriðja og
þannig áfram. Já, hann hafði þenn-
an hæfileika að geta spilað við þijá
fjórðu menn og gætt mín um leið.
Eg var að vísu ekki byijaður að
kveikja í gluggatjöldum þá.
Fyrst man ég svo sjálfur eftir
Einari á Túngötunni. Ég gerði þar
mitt besta að ergja hann sem mest,
ekki veit ég hvað hljóp í mig, en
mér tókst að ganga fram af honum.
Ég pottormurinn náði honum í mitti
og fannst hann ógurlega stór þegar
hann þuldi yfir mér bænirnar. Ekki
skammaðist ég mín og fannst hann
ekkert í mér eiga og þar með enga
lögsögu yfir mér hafa. Sitthvað hafði
hann nú þó til síns máls og mér
fannst viðbrögðin skiljanleg, merki-
legt hvemig ég hugsaði þetta, strák-
hálfvitinn og forhertur var ég. Ekki
hafði ég hugmynd um okkar fyrri
kynni þá, hann sagði mér af þeim
hann Asmundur, löngu síðar, hann
var einn af fjórðu mönnunum. Skelf-
ing hlaut ég að hafa verið orðinn
þama leiðinlegt bam í hans augum.
Seinna komst ég einnig að því, að
þetta með eignarréttinn var mis-
skilningur. Það sem ég er að hugsa,
er hve vel hann í raun brást við,
ekki var hann skaplaus, það situr
eftir, af slíku læra sumir best.
Svo liðu fjölmörg ár. Þá vantaði
aftur fjórða mann í brids, ekki nema
einn, sá var Einar. Alltaf var hann
til og alltaf var jafn gaman að spila
við hann. Satt að segja vom það
mínar betri stundir þegar við spiluð-
um. Nú þurfti ég ekki lengur að
liggja sofandi inni í rúmi meðan
hann spilaði við þijá íjórðu menn,
við spiluðum saman. Þeir eru marg-
ir eiginleikamir sem einkenna góðan
spilara. Einar hafði þá alla, þeir
skilja það sem spila.
Svo voru það Þingvellir. Margs
er þar að minnast. Hádegishólar,
dálítið háfleygt, ekki satt. Bakki
var ekki svo slæmt. Nú er einn
bræðranna fallinn. Það eru fáir sem
jafn gott var að vinna með og hann.
Hinir trúa því ef til vill ekki, -en
þannig var það. Að vinna með Ein-
ari var eins og að vinna með góðu
verkfæri. Mér vannst best með hon-
um og þannig var nú það. Það var
gleði hans að hafa eitthvað að gera,
sem leysti úr læðingi kraft sem var
meiri en okkar samanlagður. Hann
kunni að meta það líka. Hann var
harður á matar- og kaffitímum,
kallaði; matur, kaffi, um það hafði
hann samið fyrir landslýð og samn-
ingar skulu standa. Nákvæmari var
hann á klukkunni í kaffi en úr kaffi,
er það ekki þannig hjá okkur öllum.
Oft var unun að hlusta á þ.ann, list-
ina að segja frá kunni hann vel,
oft þagði maður bara og naut þess
að hlusta. Ofurheymin sem hann
öðlaðist þegar Sigrún datt í gjána
hefur oft undrað mig. Enginn heyrði
neitt og hann, með hálfa heyrn,
heyrði fyrir horn. Fræðilega var það
svosem mögulegt. Sennilega var
þetta bara hluti af samhyggðinni
við okkur. Hann fann þetta á
sér, var það ekki, það held ég.
Ánægjustundirnar með þeim
bræðmm fyrir austan voru
margar. Þar fann ég fyrir
eignarhlut hans í sjálfum mér
og væntumþykju. Af slíku verða
menn meiri.
í lífsins ólgusjó em sjóirnir mis-
miklir og stórir, stundum jafnvel
blíða. Við siglum þar hvert á sínum
báti, misstómm og misgóðum.
Sumir sigla sína leið, sumir hafa
samflot, aðrir láta reka. Erfitt var
hjá Einari á köflum, síðustu árin
var hann ekki mikið að andæfa,
hann damlaði áfram með lítillátri
reisn. Það stafaði frá honum yl, yl
sem alltaf náði að hjartarótum
manns og gott var að vera ná-
lægt honum. Er það ekki aðalat-
riðið?
Eiginlega finnst mér ég þurfa
að vera stórskáld til að geta kvatt
hann almennilega, en svo er nú
ekki, og allir mega kveðja. Ég
þakka mínum kæra frænda sam-
fylgdina og bið að heilsa. Minn-
ing hans lifir.
Árni B. Stefánsson.
Þriðjudaginn 15. september sl.
andaðist Einar Árnason, lögfræð-
mgur hjá Vinnuveitendasambandi
íslands á 66. aldursári. Hann var
fæddur hér í Reykjavík 22. desem-
ber 1926, sonur hjónanna Árna
Björns Bjömssonar, gullsmiða-
meistara og kaupmanns og Svan-
bjargar Hróðnýjar Einarsdóttur
húsfreyju hans. Hálfbróðir Árna var
Haraldur Árnason, kaupmaður, sem
eins og Ámi B. var landsþekktur
höfðingi og sæmdarmaður. Ekki
þótti mér þó minna koma til móður-
fólks Einars en föðurfólksins. Móðir
hans Svanbjörg Hróðný var dóttir
hins merka klerks Einars Pálssonar
síðast í Reykholti í Borgarfirði frá
1908 til 1930. Húsfreyja Einars var
Jóhanna Katrín Kristjana dóttir
Eggerts Briem, þjóðfundarmanns
(1851) sýslumanns á Reynistað í
Skagafirði. Húsfreyja hans var
Ingibjörg Eiríksdóttir einnig af göf-
ugum ættum. Nú hætti ég að rekja
ættir, en sýnilegt ætti að vera af
framangreindri ættfærslu, að Einar
var af einhveijum bestu og traust-
ustu höfðingjaættum landsins. Eng-
inn verður þó sjálfstæður höfðings-
maður af því einu að vera af þekkt-
um, merkum og gáfuðum ættum.
En afkomendum slíks fólks er viss
styrkur að því, að forfeðurnir hafi
verið frómir menn, gagnhollir og
viti bornir.
Ég hefi orðið svo langorður um
ættir Einars vinar míns, að mér
fínnst margt af því besta frá for-
feðrum hans hafi reynst ríkir þætt-
ir í skaphöfn hans. Hann var að
skapferli dulur, skapríkur, gáfaður
öðlingsmaður og hafði til að bera
óvenju skarpa lögfræðilega álykt-
unarhæfileika. Hann átti' einstak-
lega létt með að orða samnings-
texta skýrt og skilmerkilega og í
stuttu máli. En Einar gat verið
harður í hom að taka þótt hann
væri að hinu leytinu viðkvæmur og
auðsæranlegur.
Við Einar störfuðum saman frá
1956 til 1. júní nú í sumar að ég-
hætti störfum. Á gönguferðum okk-
ar um Reykjavík fræddi hann mig
um sögu borgarinnar, einkum Vest-
urbæjar og kunni hann skil á nær
hveiju húsi, hvenær byggt hefði
verið og hveijir hefðu búið þar.
Mig langar að minnast fáum orð-
um á frú Svanbjörgu móður Einars.
Við spjölluðum stundum saman í
síma og sögðum hvort öðru skrítlur.
Eftirminnilegustu sögumar og kát-
legustu eru þó þegar fundum bar
saman í höfðinglegum veislum hjá
frú Gunnlaugu Eggertsdóttur mág-
konu minni og Jóhanni bróður mín-
um. Eggert læknir faðir Gunnlaugar
og Svanbjörg voru systkini og var
hrein unun að heyra þau segja frá
æsku sinni og uppvaxtarárum.
Eins og ég minntist á áður var
Einar að eðlisfari einfari og dulur
í skapi. Hann bar tilfinningar sínar
ekki á torg. í nánum vinahópi og
gleðskap gat hann þó verið hrókur
alls fagnaðar og sagt gamansögur
af hjartans glaðværð og gáska.
Mátti segja um hann eins og Örn
Arnar ljóðaði svo fagurlega:
„Hverdagsfasi bóndi brá,
basl og asi gleymdist þá,
ætti í vasa vinur sá
víndögg glasi fógru á“
Lengst af starfsævi sinni eða frá
1956 var Einar fulltrúi hjá Vinnu-
veitendasambandi íslands. Var
hann vel undir þau störf búinn,
fyrst sem lögfræðingur frá Háskóla
íslands 1953 og síðar með fram-
haldsnámi í London 1956. Hann sat
í mörgum nefndum sem fulltrúi
VSÍ, má m.a. nefna þýðingarmikla
nefnd skipaða 1959 um fyrirkomu-
lag Lífeyrissjóðs sjómanna. Kom
þá oft í góðar þarfir hversu tölu-
glöggur hann var. Einar var for-
maður Stúdentafélags Reykjavíkur
1961 til 1962 og hélt þar uppi
menningu, gleði og glaumi.
Einar kvæntist 22. júní 1955
Sigríði Steinunni f. 18. ágúst 1933,
dóttur Lúdvígs Guðmundssonar,
skólastjóra og konu hans Sigríðar
Hallgrímsdóttur. Einar og Sigríður
Steinunn skildu. Böm þeirra eru:
Bergljót Sigríður, arkitekt; Páll
Lúðvík, blaðamaður og Svanbjörg
Hróðný, nemi.
Síðari kona Einars var Sigrún
Sigurðardóttir, vígslubiskups. Þau
skildu.
Það er ávallt dapurlegt þegar
nánustu vinir manns eru smám
saman að heltast úr lestinni ekki
síst þeir sem maður hefur starfað
með og rætt daglega við mestan
hluta ævinnar. Einn slíkra vina var
Einar Ámason sem ég kynntist
e.t.v. best allra manna.
Ég og mitt fólk þakkar Einari
samferðina og samhryggist afkom-
endum og fjölskyldu að hafa misst
svo snemma þvílíkan dýrðardreng
sem hann var.
Barði Friðriksson.
Einar Árnason lögfræðingur er
látinn, langt um aldur fram. Ég
kynntist honum fyrst í MA. Hann
var ofurlítið eldri en ég og í efri
bekk.
Fyrstu nánu kynni okkar Einars
urðu þegar hann braut harkalega
á mér í handboltakeppni milli
bekkja og ég várð æfareiður, en
Einar bara skellihló, sem maklegt
var. Þetta litla atvik, sem við rifjuð-
um oft upp, varð upphaf traustrar
vináttu.
Leiðir okkar lágu saman um ára-
tugaskeið í samningum vinnuveit-
enda og verzlunarfólks. Okkur gekk
vel að komast að niðurstöðum þótt
hvorugur beygði sig djúpt fyrir
andstæðu sjónarmiði og oft væru
mál flutt af kappi. En báðir skildu
að lausnir þyrfti að finna og þær
voru oftast skrifaðar niður af ólöt-
um penna Einars og fádæma rök-
vísi.
Við störfuðum einnig saman um
langt skeið í framtalsnefnd Reykja-
víkurborgar, en þar naut sín vel
nákvæmni hans og góðgirni.
Einar var glæsimenni. Uppréttur
í útliti og anda. Hann var ekki allra
manna. Dulur var hann og vitur.
Drengur góður þó yfirborð virtist
stundum hijúft.
Smám saman varð til einlæg vin-
átta á milli Einars og okkar konu
minnar, sem varð okkur til mikillar
gleði, og entist til síðustu stundar,
en ótrúlega er stutt síðan við hitt-
umst þijú á gleðistund.
Hér verða ekki raktar ættir né
æviferill Einars, en ég veit það verð-
ur vel gert af öðrum.
Við hjónin kveðjum með söknuði
og þakklæti einn traustasta vin,
sem við höfum átt og biðjum bless-
unar og styrks afkomendum hans
og öðrum nánum ættmennum.
Björn Þórhallsson,
Guðný Jónsdóttir.
Pabbi hringdi og sagði mér að
Einar frændi væri dáinn. Það var
svo stutt síðan ég hitti hann á spítal-
anum bjartsýnan og hressan. Hann
spurði mig um heilsufar annarra,
en virtist ekki hafa áhyggjur af
eigin krankleika og var frísklegur.
Einar var ljúfur og góður frændi,
næmur á umhverfí sitt, en flíkaði
tilfinningum sínum lítið.
í bernsku man ég fyrst eftir Ein-
ari í afmælum Beggu, frænku
minnar og vinkonu. Þá var hann í
bakgrunninum, Siggu Steinu lét
betur að sjá um krakkaskarann.
Þá var Palli lítill og Svana agnar
lítil. Svo eru það minningar úr sum-
arbústaðnum á Þingvöllum, samein-
ingarstað föðurfjölskyldunnar. Þar
var Einar opnari og naut sín. Enn
fyrr hafði hann oft gætt okkar
systkinanna þegar mamma og
pabbi fóru út. Því hef ég komist að
á síðustu árum, þegar ég hef kynnst
mætum vinum hans, sem komu með
að passa, því þeir voru í „spila-
klúbbnum“. Þá hafa einnig verið
dregnar upp ljúfar myndir af fjörug-
um menntaskólaárum á Akureyri.
Kreppa, glerfínir pappírsskór frá
Kína, flottir gæar til fótanna eina
kvöldstund.
Á unglingsárunum hittum við
systkinin Einar oft hjá Svönu
ömmu, eftir skilnað hans og Siggu
Steinu. Þá fóru samræðurnar oft
inn á pólitískar brautir, við Einar
vorum ekki alveg sammála. Hann
hafði jafnvel áhyggjur af þessum
litla „komrna" í fjölskyldunni. Við
nutum þó bæði rökræðnanna, en
amma varð oft ósköp óróleg.
Á síðustu árum hefur föðurfjöl-
skyldan tengst um sameiginlegt
áhugamál, endurbætur á sumarbú-
staðnum. Það þurfti að flytja hann
vegna rangrar mælingar fyrir miðja
öldina og vann Einar að samningum
um aðra lóð. Síðan hefur frændfólk-
ið unnið að lagfæringum, ekki síst
þeir bræður, Einar og Bjössi og
pabbi. Síðan hafa verið haldnar
gróðursetningar- og fjölskylduhá-
tíðir þar og eigum við öll ljúfar
minningar þaðan. Þangað komu
Sigga Steina og Einar með Hákon
og Steinunni, góðir vinir og stolt í
hlutverki afa og ömmu. Þar vaxa
hríslur og í Reykholti vex skógur
frændseminnar, meðan við verðum
að sætta okkur við fráfall í fjöl-
skyldunni.
Hildigunnur Haraldsdóttir.
Það var fagur sólardagur á Akur-
eyri 17. júní 1948 og heiðríkja og
birta í huga okkar nýstúdentanna,
sem vonglaðir og ánægðir vorum
að kveðja skólann og þjóta út í lífið
til þess að takast á við óþekkta
framtíð. Miklum áfanga var náð.
Að baki voru skólaárin við leik og
nám, en framundan lífið með öllum
sínum tækifærum og glæstum fyr»
irheitum.
í þessum hópi var Einar Árnason.
Ég minnist menntaskólaáranna
sem þess tímabils í lífinu þar sem
ánægja og gleði skipa öndvegi. Sú
menning, sem þar réð ríkjum, sam-
vistir við félaga og vini, hinn sér-
staki skólaandi og þau bönd vináttu
og tryggðar, sem þar voru hnýtt,
vekja ávallt hugljúfar minningar /
um skólaárin og varpa sérstökum
ljóma á þessa liðnu tíð.
Þar var leitast við að miðla sannri
menntun. í þessu umhverfi bar
fundum okkar Einars saman og þar
hófst sá kunningsskapur og síðar .
vinátta, sem entist meðan báðir
lifðu.
Við vorum bekkjarbræður í MA
í fímm ánægjulega vetur, nánir fé-
lagar og sambýlismenn.
Einar Árnason var fæddur í
Reykjavík 22. desember 1926. For-
eldrar hans voru sæmdarhjónin
Hróðný Svanbjörg Einarsdóttir og
Árni Björn Björnsson, gullsmíða-
meistari og kaupmaður í Reykjavík.
Bæði vom þau af merkum ættum
og eiga eftirlifandi fjölmennan
frændgarð. Þau voru vel þekkt fyr-
ir dugnað og höfðingsskap á fyrri
hluta aldarinnar. Hús þeirra og
heimili stóð vinum og félögum Ein-
ars ávallt opið. Það reyndi sá, sem f
þessar línur ritar, og getur aldrei
þakkað sem skyldi. Bæði eru þau
nú látin. |
Systkini Einars eru Haraldur,
ráðunautur, Kristín húsfrú og Björn
verkfræðingur. Öll eiga systkini (
hans afkomendur, allt hið mætasta
fólk.
Að loknu stúdentsprófi á Akur-
eyri settist Einar í lagadeild Há-
skóla íslands og lauk þaðan prófi
1953. Framhaldsnám stundaði
hann um tíma við þekktan laga-
skóla í London. Hann varð héraðs-
dómslögmaður 1962.
Á skólaárum sínum vann Einar
ýmis þau störf, sem til féllu fyrir
unga menn á þeim árum. Hann var
í vegavinnu og við verslunarstörf,
á síldveiðum og í byggingarvinnu.
Að loknu háskólanámi varð hann
fulltrúi hjá Vinnuveitendasambandi
íslands. Hann var deildarstjóri ð
samningadeildar VSÍ frá 1973 til
dauðadags. Ævistarf Einars var
þannig nátengt atvinnumálum ís- |
lendinga og á löngum starfsferli
sínum átti hann sæti í ýmsum mikil-
vægum nefndum og vinnuhópum á |
vegum VSÍ. Þar leitaðist hann
ávallt við að finna farsælar lausnir,
sem báðir aðilar gætu vel við unað.
Einar tók nokkum þátt í almenn-
um félagsmálum utan þeirra marg-
þættu mála, er tengdust störfum
hans fyrir VSÍ. Þannig var hann
formaður Stúdentafélags Reykja-
víkur 1961—’62. Þar vann hann
ágætt starf, enda að verðleikum
sæmdur gullstjörnu Stúdentafé-
lagsins fyrir þau.
Einar Árnason var alla tíð ákveð-
inn fylgjandi Sjálfstæðisflokksins
og tók raunar nokkurn þátt í starf-
semi flokksins fyrr á árum. Sú
grundvallarstefna, sem þar er boð- •
uð, féll vel að lífsskoðun hans. — *
Gjör rétt, þol ei órétt — hefðu get-
að verið einkunnarorð hans.
Einar kvæntist árið 1955 Sigríði '
Steinunni Lúðvígsdóttur. Þeim varð
þriggja barna auðið. Elst er Berg- L
Ijót Sigríður, arkitekt í ReykjaVík. ‘
Hennar maki var Tore Skjenstad,
efnaverkfræðingur. Þau eiga tvö
börn, Steinunni Soffíu og Hákon.
Þá er Páll Lúðvíg, sagnfræðingur
og bókasafnsfræðingur, nú blaða-
maður í Reykjavík, og yngst er
Svanbjörg Hróðný, til skamms tíma
við nám erlendis, en fluttist nýlega
heim til íslands, fyrst og fremst til
þess að vera hjá föður sínum í erfið-
um veikindum hans. Öll eru þessi
börn Einars vel menntuð og mann-
vænleg, enda hafa þau erft hið
besta úr fari beggja foreldra sinna.
Sigríður Steinunn og Einar slitu
samvistir, en héldu góðú og vinsam-
legu sambandi sín í milli alla tíð. t
Síðari kona Einars var Sigrún Sig-
urðardóttir. Þau skildu.
Einar Árnason var fagurlimaður, I
léttur í spori og myndarlegur. Hann
kunni manna best að segja frá skop-
legum atburðum og skemmtilegum (
tilsvörum. Hann var glöggur og
fundvís á kjarna hvers máls, en gat
verið nokkuð fljótráður og hvass í
tilsvörum, ef þvi var að skipta. í