Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 17

Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 17 samningum aðila á vinnumarkaði hélt Einar ávallt vel og fast á hags- munum umbjóðenda sinna, en leit- aðist þó við að finna sanngjarna lausn á hveiju máli. Hann var í raun friðsemdarmaður og manna- sættir. Geðið var stórt, en lundin viðkvæm. Hann bar tilfínningar sín- ar ekki á torg og kvartaði ekki þótt á móti blési. Hann var drengur góður. Síðustu mánuðir voru Einari erfíðir og þungir. Sárþjáður kom hann til starfa og reyndi af fremsta megni að gegna skyldum sínum. Honum var þó ljóst hvert stefndi. Hann hlaut að tapa og tók því sem hetja. Einar Árnason lést 15. september sl. langt um aldur fram. En minn- ingin um góðan dreng lifír í huga þeirra, er þekktu hann. Mikill harmur er kveðinn að böm- um hans og skylduliði. Þeim flyt ég öllum innilegar samúðarkveðjur frá gömlum félögum hans, sam- stúdentum og vinum. Drottinn veri þeim líknsamur í sorginni. „Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augáð sér mót öllum oss faðminn breiðir." (Einar Benediktsson) Megi ljósið eilífa lýsa honum á ókunnum leiðum. Indriði Pálsson. Frændi minn Einar Ámason er fallinn frá fyrir aldur fram. Fyrsta minning mín um hann er frá þvi er við, ásamt Bimi bróður hans, vomm að bera saman bækumar í glugga- kistu á Túngötunni í Reykjavík og Svanbjörgu móður hans og móður- systur minni varð að orði þegar hún leit inn: „Svona eiga frændur að vera.“ Henni fannst fara vel á því, að við frændumir blönduðum geði saman fremur en að sitja hver í sínu homi. Það æxlaðist svo, að við fómm báðir í MA, en þegar þangað kom, varð ljóst að dönskukunnáttu minni var mjög áfátt. Ég man það raunar eins og það hefði gerst í gær, er dönskukennarinn, frú Erla Geirsdótt- ir, skilaði mér fyrsta stílnum, sem var jafnframt fyrsta tilraun mín til stílagerðar á dönsku, og spurði höst- uglega: „Hélduð þér að þér ættuð að skrifa íslenska stáfsetningaræf- ingu? Ekki var um annað að ræða en að útvega drengnum aukatíma í dönsku og þá kom sér vel að eiga frænda í 5. M, sem var vandanum vaxinn. Einar reyndist hinn ágætasti kennari og hlaut ég góða einkunn um vorið, enda framfarir miklar und- ir handleiðslu Einars. Einar las lögfræði eins og títt er um menn í Briemsætt og réðst árið 1956 til Vinnuveitendasambands ís- lands og vann þar til æviloka. Að leiðarlokum vil ég þakka frænda mínum hjálpsemi við mig og óska honum velfamaðar á nýjum slóðum. Bömum hans og öðrum að- standendum votta ég innilega samúð okkar systkina. Ólafur Stefánsson. í dag er til moldar borinn Einar Árnason, lögfræðingur, sem lést í Reykjavík þann 15. september sl. eftir erfíð veikindi síðasta misserið. Einar var fæddur í Reykjavík þann 22. desember 1926 og var því að- eins 65 ára að aldri er hann lést. Kynni okkar Einars hófust sum- arið 1980, þegar ég réðst til starfa hjá Vinnuveitendasambandinu sem lögfræðingur. Einar hafði þá starf- að þar samfleytt frá 1956 og leiddi því af líkum að það kom í hans hlut að leiðbeina mér og liðsinna í nýju starfí. Það gerði hann líka svikalaust og hafði af miklu að miðla, reynslu, þekkingu og frá- bærri ályktunarhæfni. Einar starfaði sem lögfræðingur Vinnuveitendasambands íslands að gerð kjarasamninga við verkalýðs- hreyfínguna í á fjórða áratug. Hann átti þannig þátt í að móta sam- skipti á vinnumarkaðnum og þann ramma um réttindi og skyldur sem í dag birtist bæði í samningum og löggjöf. Hann setti með þeim hætti mark sitt á þær fjölþættu breyting- ar sem átt hafa sér stað á sviði vinnumarkaðsmála síðustu áratug- ina og þróast hafa frá ári til árs í samningum stéttarfélaga og at- vinnurekenda. Hann bjó að kaldri rökhyggju og djúpum lögfræðilegum skilningi sem leiddi hann oftast fyrr að niður- stöðu í vandasömum viðfangsefnum en aðra þá sem um fjölluðu með honum. Þetta gilti ekki síst um samningagerð,- sem lengst af var þungamiðjan í störfum hans. Hann hafði næma tilfínningu fyrir því, hvar mörkin lágu milli þess sem menn vildu fá og gátu náð í samn- ingum. Hæfíleikinn til að meta að- stæður viðsemjanda, möguleika, takmarkanir og þarfír, var honum einkar tiltækur. Reynslan hafði eflt þessa hæfíleika með honum og af þeim miðlaði hann okkur, yngri mönnunum. Einar var hlýr í viðkynningu en dulur, glettinn og stundum grág- lettinn en þó aldrei úr hófi, þannig að undan sviði. Hann var Reykvík- ingur og Vesturbæingur og stoltur af uppruna sínum, einstaklings- hyggjumaður og áhugamaður um þjóðmál. Hann var sterkgreindur og vel lesinn. Einar var stoltúr og bar einkamál sín aldrei á torg; beygði hvergi af þótt stundum blési á móti. Einar var tvíkvæntur og átti þijú börn af fyrra hjónabandi, þau Berg- ljótu Sigríði, Pál Lúðvík og Svan- björgu Hróðnýju. Þau stóðu honum öll mjög nærri og viðfangsefni þeirra voru honum hugleikin. Að leiðarlokum vil ég þakka sam- fylgd og færa fjölskyldu hans sam- úðarkveðjur samstarfsmanna og framkvæmdastjómar Vinnuveit- endasambands íslands. Þórarinn V. Þórarinsson. KVENNADEILD REYKJAVÍKURDEILDAR RAUÐA KROSS ÍSLANDS OPIÐ HÚS Kvennadeildin hefur opið hús í Fákafeni 11 laugardag- inn 26. september frá kl. 14-18. Þar verður starfsemin kynnt og félagskonum og gest- um boðið að skoða skrifstofuhúsnæði deildarinnar. Heitt kaffi verður á könnunni. Stjórnin. NÝHERJI BÝÐUR ÞÉR A SVNINGU AVERKUM CALCOMP DAGANA 25. TIL 26. SEPTEMBER NÝHERJI heldur sýningu dagana 25.-26. september á nýjustu og fullkomnustu jaðartækjum fyrir tölvuvinnslu og grafíska hönnun sem fást á markaðinum: lita- prenturum, hnitaborðum, tölvuteiknurum, þráðlausum pennum og penslum, geislateiknurum og fleiru. Tækin eru frá bandaríska fyrirtækinu CalComp sem er eitt hið fremsta og virtasta á sviði grafískra jaðartækja í heiminum. Allir þeir sem vinna á tölvur og þurfa að skila full- komnum verkefnum í vinnslu og prentun, eiga erindi á sýninguna. Sýningin opnar kl. 13 í dag, föstudaginn 25. september í NÝHERJA, Skaftahlíð 24 og er einnig opin á morgun, laugardag frá kl. 10-18. Verið velkomin. Hnita- og teikniborð l|’ z \ I' [ fsll ÁRNI ELFAR MYNDLISTARMAÐUR SÝNIR OKKUR MÖGULEIKANA SEM NÝJU TÆKIN BJÓÐA UPP Á OG TEIKNAR PORTRETMYNDIR AF GESTUM OG GANGANDI. Geislateiknari 'qfrCtKiom Litaprentari NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 • SlMI 69 77 00 AUtaf skrefi á undan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.