Morgunblaðið - 25.09.1992, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
19
Aburðarverksmiðjan
Bláleitt
skýlagð-
ist yfir
VEGFARENDUR á leið framhjá
Áburðarverksmiðjunni í gærdag
urðu varir við að bláleitt ský lagð-
ist yfir verksmiðjuna. Hákon
Björnsson framkvæmdastjóri seg-
ir að mistök hafi orðið við blönd-
un efna í verksmiðjunni þannig
að saltpéturssýruvottur slapp út
í andrúmsloftið með vatnsgufu en
engin hætta hafi verið á ferðum.
„Venjulega stígur upp af verk-
smiðjunni hrein vatnsgufa en í þessu
tilfelli var hún blönduð sýruvotti
þannig að hún varð bláleit og lagð-
ist yfír verksmiðjuna í stað þess að
stíga upp af henni,“ segir Hákon.
„Þetta hefur því miður komið fyrir
hjá okkur áður en um er að kenna
að í vinnslunni var efnum ekki ná-
kvæmlega rétt blandað saman. Hins-
vegar var engin hætta á ferðum
samfara þessu.“
Miklaholtshreppur
Lömb dýr-
bitin af fjalli
Borg, Miklaholtshreppi.
GÖNGUR og réttir hafa staðið
yfir undanfarna daga en þó
er ekki búið að rétta í öllum
hreppum sýslunnar. Réttar-
hald er nú ekki nema svipur
hjá sjón miðað við það sem
áður var því fénu fækkar ört.
Mikið var drepið af ref hér í
vor en þó komu lömb dýrbitin
af fjalli og svo illa á sig kom-
in að þeim varð að lóga.
Slátrun er hafin og búið að
smala heimalönd og farga í slát-
urhúsi mörgu fé. Dilkar virðast
vera feitir og vel á sig komnir
þrátt fyrir kalt og blautt sumar.
Nú eru væntanlegir fjár-
kaupamenn hér í þrjá hreppa
sýslunnar til þess að kaupa fé í
fjárskipti þar sem fargað hefur
verið vegna riðu. Er það í fyrsta
skipti síðan fjárskipti fóru fram
árið 1949 að fé er keypt hér
vegna fjárskipta. - Páll
Morgunblaðið/Bjami
Frá fundinum í Norræna húsinu. Fremst á myndinni má þekkja Andrés Sigurvinsson leikara og
leikstjóra, skáldið Sjón, Jóhann Pál Valdimarsson útgefenda, Þráinn Bertelsson formann Rithöfunda-
sambandsins og Heimi Pálsson íslenskukennara.
Fundur 30 samtaka og félaga gegn bókaskatti
Aðgerðir verða hertar
FORYSTUMENN 30 samtaka og félaga sem berjast gegn virðis-
aukaskatti á bækur og bókaútgáfu komu saman til fundar í Nor-
ræna húsinu í gærdag. Þar voru lagðar línur að hertum aðgerð-
um þessara aðila gegn skattinum. Fundarboðendur voru Banda-
lag íslenskra listamanna og Rithöfundasamband íslands. Þessi
tvenn samtök hafa nú ráðið sér starfsmanna, Ólaf Örn Haralds-
son, til að skipuleggja baráttuna.
Ólafur Örn Haraldsson segir ætla fundarmenn að eiga viðræð-
að á fundinum í Norræna húsinu ur við þingmenn og ráðherra og
hafí verið ákveðið að þessi félög skrifa greinar í fjölmiðla.
og samtök sendu ályktanir og „Það er áríðandi að þessu máli
áskoranir til þingmanna, ríkis- sé haldið vakandi," segir Ólafur
stjórnar og fjölmiðla. Ennfremur Örn. „Þeir sem sátu fundinn í
Norræna húsinu munu koma sam-
an aftur og endurmeta stöðuna
og þá verða teknar ákvarðanir um
frekari aðgerðir ef þörf þykir.“
Í máli Olafs kemur ennfremur
fram að bak við þau samtök og
félög sem áttu fulltrúa á fundinum
standi tug þúsundir landsmanna
sem vilja vetja bókmenningu ís-
lendinga og íslenska tungu og
koma í veg fyrir atvinnuleysi
þeirra sem standa að bókaútgáfu
og starfsemi henni tengdfi.
Rannsókn
skipsflak-
annabíður
vorsins
NÁNARI rannsókn á flaki skipsins
á botni Breiðafjarðar, sem talið
er geta verið hollenskt Indíafar
er fórst árið 1659, bíður næsta
vors. Talið er að hitt flakið, sem
í fyrstu var talið vera fiskiskúta
•frá ofanverðri 19. öld, sé mun
eldra og hafa tvær fallbyssur
fundist í því.
Áhugakafarar fundu tvö skipsflök
í Breiðafírði í ágúst og tóku úr þeim
muni, sem þeir færðu Þjóðminjasafn-
inu, þar á meðal leirkersbrot, sem
talin eru frá miðri 17. öld. Fomleifa-
fræðingamir Bjami Einarsson og
Kristinn Magnússon fóm til Breiða-
flarðar og unnu að vettvangsrann-
sókn dagana 7. og 8. september.
Þeir komu aftur með leirkersbrot,
sem einnig eru talin vera frá miðri
17. öld. Þá kom í ljós, að í hinu flak-
inu vom tvær fallbyssur og er það
því talið mun eldra en áður var hald-
ið, en í fyrstu þótti líklegt að það
væri fískiskúta frá ofanverðri 19. öld.
Guðmundur Magnússon, þjóð-
minjavörður, segir að sérfræðingar
safnsins séu sammála um að bíða
með nánari rannsókn á skipsflökun-
um til næsta vors, enda sé allra veðra
von á haustin. Þá þurfi einnig að
kanna hvemig slík rannsókn yrði
íjármögnuð, því Þjóðminjasafnið
hefði ekki bolmagn til að ráðast í
hana og því yrði að leita annarra
leiða.
Islenskar fegurðardísir á faraldsfæti
Nýr framkvæmdastjóri Fegnrðarsamkeppni íslands
ESTHER Finnbogadóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Feg-
urðarsamkeppni Islands og tók hún við stöðunni nú í september af
Gróu Ásgeirsdóttur.
í samtali kvaðst Esther hafa
starfað við Fegurðarsamkeppnina
m.a. við að þjálfa keppendur í göngu
og sviðsframkomu og sjálf hefði hún
starfað með Módelsamtökunum.
Esther sagðist hafa í hyggju breyt-
ingar í sambandi við Fegurðarsam-
keppnina en að ekki væri endanlega
ákveðið hveijar þær yrðu.
Aðspurð um þær keppnir sem
væru framundan sagði hún að Heið-
rún Anna Björnsdóttir, sem lenti í
öðru sæti í Fegurðarsamkeppni ís-
lands, væri á leiðinni til Kóreu þar
sem hún tæki þátt í Miss World
University Contest. Esther sagði að
sú keppni væri nýtilkomin og að
gerðar væru þær kröfur til keppenda
að þeir hefðu til að bera sérstaka
hæfileika t.d. á sviði tónlistar. Sigur-
vegari þessarar keppni myndi svo
ferðast milli landa með friðarboð-
skap að leiðarljósi og hitta stúdenta
að máli. Esther sagði að Þórunn
Lárusdóttir, nýkjörin ungfrú Norð-
urlönd, tæki þátt í keppninni Miss
International sem fram færi í Japan
í byijun október. Fegurðardrottning
íslands, María Rún Hafliðardóttir,
tekur svo þátt í Miss World keppn-
inni sem fram fer í Suður-Afríku nú
í nóvember. Esther sagði að mik-
ill undirbúningur væri fyrir svona
alþjóðlegar fegurðarsamkeppnir og
að oft væru gerðar kröfur um áð
stúlkumar væm með í farangrinum
um 15 hanastélskjóla, síðkjóla og
ýmsan annan fatnað sem mikill tími
færi í að fá lánaðan eða láta sauma
á sig. Hún sagði stúlkumar vera í
góðu líkamlegu formi. Þær hefðu
allar fengið þjálfun í líkamsræktar-
stöðinni World Class og þar hefði
Katrín Hafsteinsdóttir verið þeim
innan handar. Esther sagði að að-
standendur keppninnar hér heima
væru bjartsýnir á góðan árangur í
þessum alþjóðlegu fegurðarkeppn-
um.
Nýtt tilbob í ríkisbréf
þribjudaginn 29. september
Um er að ræða 5. fl. 1992 í eftirfarandi verðgildum:
Kr. 2.000.000
Kr. 10.000.000
Kr. 50.000.000
Ríkisbréfin eru til 6 mánaða, með gjalddaga
31. mars 1993. Þessi flokkur verður skráður á
Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands
viöskiptavaki ríkisbréfanna.
Sala nýrra ríkisbréfa fer fram með þeim hætti
að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa-
miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst
kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt
tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er
kr. 2.000.000 að nafnvirði.
Öðrum aðilum er bent á að hafa samband við
ofangreinda aðila, sem munu annast tilboðs-
gerð fyrir þá, en þeim er jafnframt heimilt að
bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða
(meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
Öll tilboð í ríkisbréfin þurfa að hafa borist
Lánasýslu ríkisins þriðjudaginn 29. september fyrir
kl. 14. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar
eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins / Þjónustumiðstöö
ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40.
I
LAfSlASYSlA RIKISINS
ÞJONUSTUMIÐSTOÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40,