Morgunblaðið - 25.09.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
21
Ákæra vofir yfir forseta Brasilíu
Mafíustarfsemi og siðblinda
í miðri efnahagskreppunni?
Sao Paulo. Frá Andra Laxdal, fréttaritara Morgnnbladsins.
Keuter.
Fernando Collor, forseti Brasilíu, heldur ræðu i vikunni ásamt
hershöfðingjum í brasilíska hernum. Fulltrúar hersins hafa lofað
því að þeir muni ekki reyna að grípa völdin í landinu.
SAMÞYKKI þing Brasilíu á
næstu dögum kröfu stjórnarand-
stöðunnar um að lögð verði fram
ákæra á hendur forseta lands-
ins, Fernando Collor de Mello,
verður það í fyrsta skipti í sög-
unni sem handhafi forsetavalds
í Suður-Ameríkuríki er látinn
svara til saka fyrir embættis-
afglöp og vanrækslu í starfi.
Allt frá því Collor tók við völdum
í marsmánuði árið 1990 hefur rík-
isstjórnin mátt sæta ásökunum um
mútuþægni og aðra ósvinnu. En
þar sem hneykslismál þessi tengd-
ust aldrei forsetanum beint gat
hann staðið af sér hið pólitíska
umrót sem fylgdi í kjölfarið. í þetta
skipti eru hins vegar fáar undan-
komuleiðir sjáanlegar og það er að
sönnu kaldhæðnislegt að þær
ógöngur sem forsetinn hefur nú
ratað í eiga sér rætur í sjálfum
bakgarði Collor-fjölskyldunnar.
Fernando Collor hafði löngum
átt í etjum við bróður sinn Pedro
sem var þar að auki sérstaklega í
nöp við einn af nánustu vinum
hans, P.C. Farias. Farias hafði ver-
ið féhirðir Collors í kosningabarátt-
unni og Pedro ásakaði hann um
að taka umboðslaun fyrir flest allt
sem keypt var eða byggt í þágu
ríkisins. Ásakanir þessar þóttu svo
alvarlegar að þingið skipaði sér-
staka rannsóknamefnd sem vann
í tæpa þijá mánuði að því að kanna
sannleiksgildi þeirra. Eftir miklar
yfírheyrslur komu fram gögn þess
efnis að persónuleg útgjöld forset-
ans væru greidd af Farias. Til að
málið fengist upplýst að fullu var
rofin leynd á bankareikningum
þess sama og þá varð uppvíst að
hann hefði lagt um fimm milljónir
Bandaríkjadala (um 275 milljónir
ÍSK) inn á reikninga Collors. Þessi
upphæð var yfirfærð af svokölluð-
um „draugareikningum" en það eru
bankareikningar sem bundnir eru
tilbúnum nöfnum.
Collor gat ekki gefið viðunandi
skýringu á þessum yfirfærslum en
réttlætti uppruna hinna himinháu
útgjalda sinna með samningi sem
kvað á um fimm milljóna dala lán
frá banka einum í Uruguay til hans
einkanota. Síðar tóku menn að ef-
ast um þetta lán því bankinn krafð-
ist engrar ábyrgðar, auk þess sem
frumrit samningsins fannst ekki.
Nú bendir flest til þess að lán þetta
sé tilbúningur.
Ásakanirnar á hendur forsetan-
um eru því orðnar margþættar. í
fyrsta lagi virðist hann hafa notið
góðs af fé sem fengið var með
mafíustarfsemi innan ráðuneyt-
anna. Hann virðist hafa sýnt van-
rækslu með því að líta framhjá
þessari glæpastarfsemi er virðist
hafa skilað um einum milljarði
Bandaríkjadala í vasa viðkomandi.
í öðru lagi reyndi hann að skýra
umfang reikninga sinna með til-
búnum samningi og þar að auki
voru undirmenn hans margoft
staðnir að því að bera ljúgvitni
fyrir rétti.
I þessum hafsjó vandræða sem
grefur jafnt og þétt undan valdi
og virðingu forsetans má einnig
nefna að eiginkona hans, Rosane
Collor de Mello, var í fyrra viðriðin
fjármálahneyksli sem fór hátt í fjöl-
miðlum landsins. Hún var í for-
svari fyrir góðgerðasamtök og naut
góðs af örlæti ríkisstjómarinnar
sakir náinna tengsla við yfirvaldið.
Milljónir Bandaríkjadala höfnuðu á
ókunnum áfangastað og sagði frú-
in af sér vegna þessa en hún gæti
þó enn fengið fangelsisdóm. Hvort
það verður er óvíst og raunár mun
staða hennar líklega verða til þess
að koma í veg fyrir þess háttar
sögulok. Ljóst er þó að forsetafrúin
er ekki með öllu ráðvönd því nú
nýverið var hún dæmd til að skila
í ríkissjóð andvirði um 1100 þús-
unda ÍSK sem hið opinbera hafði
greitt til að bera kostnað af af-
mæli vinkonu hennar. Haft var á
orði að Rosane hefði ekki tekist
að sannfæra dómstóla um að skatt-
greiðendum bæri að standa undir
þessum útgjöldum.
Ásakanir þessar um fjárdrátt og
spillingu eru ekki síst alvarlegar í
ljósi þess að kreppan sem ríkir í
brasilísku efnahagslífi er hin alvar-
legasta í 60 ár og meirihluti lands-
manna berst í bökkum við að hafa
í sig og á. Á meðan hinn almenni
borgari þarf að sætta sig við þessi
dapurlegu lífskjör eyddi Collor jafn-
virði 137 milljóna ISK í garðyrkju-
framkvæmdir við híbýli sín í höfuð-
borginni og góðvinurinn Farias sá
um þær greiðslur sem aðrar.
Það er því ekki að ástæðulausu-
sem almenninguf hefur snúist svo
heiftarlega gegn forsetanum sem
raun ber vitni. Með tilliti til þess
er grundvöllur fýrir áframhaldandi
setu hans í embætti orðinn veikur.
Hins vegar er ljóst að forsetinn
hefur aðra skoðun á þessu máli því
þótt honum hafi ekki tekist að bera
af sér sakirnar hefur hann neitað
að Ijá máls á því að segja af sér.
Jafnvel þótt landsmenn hafi al-
mennt ekki trú á því að varaforset-
inn, Itamar Franco, muni geta snú-
ið við þeirri neikvæðu þróun sem
einkennir efnahagslífið beina menn
einkum sjónum sínum að siðferðis-
legum ávinningi afsagnar Fem-
ando Collors de Mello. Brasil-
íumenn hafa ekki vanist því að sjá
efnafólk gjalda fyrir hvítflibba-
glæpi sína og því er þetta að
margra mati einstakt tækifæri til
að breyta - eða í það minnsta
hnika til - hugsanagangi lands-
manna í þá veru að lögin nái einn-
ig yfir hina mikilsmegandi þegna
þjóðfélagsins.
Rússar af-
henda Irön-
um kafbát
BRESKA sjónvarpið BBC skýrði
frá því í gær að fyrsti kafbáturinn
af allt að þremur, sem Rússar
seldu til írans þrátt fyrir mótmæli
Bandaríkjastjórnar, hefði lagt af
stað til Persaflóa í vikunni. Sjón-
varpið sýndi myndir, sem teknar
voru með leynd af einum kafbát-
anna í rússneskri flottahöfn í Lett-
landi þar sem írönsk áhöfn er tal-
in hafa verið við æfingar í ár.
Bandaríkjamenn óttast að salan
geti skapað hættu á hinni mikil-
vægu siglingaleið olíuskipa um
Persaflóa.
Lettar hafna
tilboði Rússa
LETTNESKIR blaðamenn sögðu í
gær að Lettar hefðu hafnað til-
boði Rússa um að flytja alla her-
menn sína í Lettlandi á brott árið
1994. Lettar vilja að hermennimir
fari þaðan eigi síðar en á næsta
ári. Samningamenn þjóðanna voru
óánægðir með niðurstöðu við-
ræðna þeirra um þetta mál í vik-
unni en þeim verður haldið áfram
í næstu viku.
Rússar dýrka
Stalín
VINSÆLDIR sovéská harðstjór-
ans Jósefs Stalíns fara stöðugt
vaxandi í Rússlandi á sama tíma
og lífskjör almennings hríðversna,
að- því er sagði í dagblaðinu
Moskovskaja Pravda í gær. Fram
kom í skoðanakönnun, sem blaðið
birti, að 49% aðspurðra sögðust
telja, að Stalín hefði verið mikill
leiðtogi. Þannig svöruðu aðeins
28% þeirra, sem spurðir vora sömu
spurningar í hliðstæðri könnun í
fýrra. 80% þeirra sem svöruðu
sögðu, að lífskjörin hefðu verið
betrí, áður en Míkhaíl Gorbatsjov
komst til valda árið 1985.