Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 27

Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 27 Þóra Sigurrós Ejjólfs dóttír — Minning Fædd 16. mars 1911 Dáin 17. september 1992 Ég vil minnast mágkonu minnar Þóru Sigurrósar Eyjólfsdóttur. Hún verður jarðsungin frá Áskirkju í dag kl. 10.30. Vinátta okkar var búin að standa { rúma fimm áratugi og þar bar ekki skugga á. Þóra tók mér einstaklega vel er ég kornung tengdist ijölskyldunni. Hún var hljóðlát og trygglynd. Hjónaband hennar með Óskari Guðjónssyni vélvirkja var ástríkt og farsælt svo af bar. Þau eignuð- ust tvo syni. Starfsvettvangur hennar var inni á heimilinu alla tíð. Fjöldi skyld- menna þeirra beggja hjóna dvaldi þar um lengri og skemmri tíma og naut ómældrar aðstoðar og hjálp- fýsi og alltaf af sannri fórnfýsi án endurgjalds. Þóru hefði ekki fallið að vera lofsungin að leiðarlokum. Hún gekk ætíð hægt um gleðinnar dyr. Að lokum, innilegar samúðar- kveðjur frá mér og sonum mínum og þeirra fjölskyldum, til eftirlifandi eiginmanns og sona, einnig til syst- ur hennar Olafíu, sem dvelur á Sólvangi. Gangið á Guðs vegum. Sigríður Krístinsdóttir. Egils saga og úlfar tveir eftir Einar Pálsson er ómissandi öllum sem lesa Egils sögu. í fyrsta sinn er Egils saga skýrð sem allegóría á miðalda- vísu. Nýtt útsýni opnast yfir gjörvalla söguna. Enginn getur tekið þátt í alvarlegum umræðum um Eglu sem ekki hefur kynnt sér þetta rit. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, sími 25149. Kveðjuorð Jónína Þ. Helgadóttir Fædd 16. júlí 1946 Dáin 15. september 1992 Elskuleg æskuvinkona okkar, Jónína Þóra, er látin langt um ald- ur fram. Nína fæddist á Patreks- fírði 16. júlí 1946, en fjölskylda hennar fluttist til Reykjavíkur þegar hún var 5 ára. Nína var hlý, einlæg og hrein- skiptin. Þessir eiginleikar hennar nutu sín vel í því vandasama starfi, sem hún gegndi hjá SÁÁ. Hún skilaði starfi sínu sem ráðgjafí með mikilli prýði, en hún vann lengst af á meðferðarheimilinu Staðarfelli. Það má með sanni segja að hún hafí opnað fyrir margan sólargeislann í sálarlífí þeirra sem þjáðust af áfengissýki. Það er ekki öllum gefíð að skapa mönnum nýja von og bjartsýni við- slíkar aðstæður. Nína var mjög ljóðelsk, fögur ljóð og lög voru henni afar hjart- fólgin. Oft sungum við saman á æskuárum okkar, Nína var alltaf hrókur alls fagnaðar, gleði og glens var henni eðlislægt. í veik- indum sínum sýndi hún sem oft áður mikinn viljastyrk, jafnvel þegar öll von virtist úti með bata og einsýnt að hveiju stefndi gat hún viðhaldið og miðlað öðrum af bjartsýni sinni. Nú er Nína okkar horfin yfir móðuna miklu, en við varðveitum minninguna um elskulega vin- konu. Vottum aðstandendum hennar okkar einlægustu samúð. Ríkey, Elsa og Hólmfríður. ♦ ♦ ♦---- ■ HLJÓMS VEITIN Þúsund andlit spilar á Hótel Islandi föstu- dags- og laugardagskvöld. Þúsund andlit er skipuð þeim Tómasi Tómassyni, gítarleikara og söngv- ara, Birgi Jóhanni Birgissyni hljómborðsleikara, Arnoldi Ludvig bassaleikara, Jóhanni Hjörleifs- syni trommuleikara og söngkona sveitarinnar er Sigrún Eva Ár- mannsdóttir og hefur hún til fullt- ingis tvær bakraddasöngkonur, þær Cecilíu Magnúsdóttur og Eyrúnu Maríu. Lágmúla 8. Sími 38820

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.