Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
29
Minning
John A. Jeanmarie
Fæddur 20. október 1925
Dáinn 19. september 1992
Vinur okkar, mágur og svili, John
Arthur Jeanmarie, lést að morgni
19. september. Fréttin kom á óvart
þó að ljóst hafí verið um tíma hvert
stefndi. Það myndaðist tómarúm.
Minningarnar streymdu fram, minn-
ingarnar um góðan dreng, glaðvær-
an og hreinskilinn, gæddan óvenju-
legum frásagnarhæfileika.
John fæddist í New York. Faðir
hans var Bandaríkjamaður en móðir
hans var frá eyjunni Martinique og
þangað fluttust þau mæðgin á
bernskuárum Johns.
Eyjan er franskt fylki í Karabíska
hafinu. Það var því eðlilegt að að
loknu skólanámi heima lægi leiðin
til Frakklands og bjó hann í París
um skeið. Þaðan flutti svo John til
New York þar sem hann hitti Hrefnu
Hannesdóttur. Til íslands komu þau
í heimsókn í september 1969 og giftu
sig. Þau bjuggu í New York þar til
um vorið 1982 en þá fluttu þau hing-
að.
Á meðan þau bjuggu í New York
komu þau oft í heimsókn og ferðuð-
ust um landið. Eitt sumarið lá leiðin
til Tommu frænku á Akureyri.
Margt hér kom John spánskt fyrir
sjónir, en það gekk fyrst fram af
honum þegar hann kynntist af eigin
raun þeirri venju Akureyringa sem
leið áttu suður í þá daga, að fara
ekki út á flugvöll fyrr en þeir höfðu
séð flugvélina koma inn til lending-
ar. Sagði hann oft frá þessu á sinn
einstæða hátt og varð frásögnin
ógleymanleg þeim sem á hlýddu.
Eftir að hann og Hrefna fluttu
heim fórum við oft á sumrin í stutt-
ar ferðir hér um nágrennið. Var þá
haft með sér kaffi á brúsa og smurt
brauð, sest í skjólsæla laut og rabb-
að saman. Það var talað um Mart-
inique og hve gaman það gæti orðið
að fara þangað saman. John sagði
okkur frá eyjunni sinni og ættingjum
sínum þar. Hann talaði um móður
sína og frænda sinn lækninn. Og
þá voru það líka frænkurnar í París
sem þau heimsóttu fyrir nokkrum
árum. Hann sagði okkur líka frá
vinum sínum í New York og var
frásögnin þannig að eftir var tekið.
Þá minnumst við sameiginlegrar
kaffidrykkju um helgar, og margar
stundir áttum við saman fyrir fram-
an sjónvarpið og horfðum á íþróttir
sem hann hafði mikið dálæti á og
var vel heima í. Einu sinni fórum
við saman á Laugardalsvöllinn til
að sjá landsleik Frakka og íslend-
inga. Þegar franski þjóðsöngurinn
var leikinn lagði John höndina á
hjartastað og söng, trúr uppruna
sínum, með frönsku landsliðsmönn-
unum.
John var á köflum nokkuð hrjúfur
á yfirborðinu, en undir niðri bjó alúð
og hlýja. Kom það fram í umgengni
hans við menn og dýr sem urðu vin-
ir hans, varla að ástæðulausu.
Minnisstætt er samband hans við
tengdamóður sína. Þar varð ekki
merkt að tungumálaörðugleikar
kæmu í veg fyrir einlæga gagn-
kvæma vináttu. John rækti vinnu
sína af alúð og kostgæfni. Vinnufé-
lagar hans mátu það og meðal þeirra
eignaðist hann góða vini. Hann ók
oft sárlasinn í misjöfnu veðri og
færð milli Reykjavíkur og Keflavík-
urflugvallar þar sem vinnustaður
hans var. John lést snemma morg-
uns. Það var honum líkt að taka
daginn snemma með það eins og
fleira.
John var víðförull maður og fylgd-
ist vel með því sem gerðist í kringum
hann, bæði í næsta nágrenni og úti
í heimi. Hann hlustaði á fréttir frá
útvarpsstöð varnarliðsins, keypti og
las New York Times og bandarísk
tímarit. Hann myndaði sér skoðanir
á mönnum og málefnum, ræddi þær
við aðra og varði þær með rökum
ef með þurfti.
John var bandarískur ríkisborgari
og var stoltur af því. Hann var líka
stoltur af borginni þar sem hann
fæddist, starfaði svo lengi og bjó í
með konu sinni, borginni sem á enga
sína líka; New York. Hann kom síð-
ast í kaffi til okkar 30. ágúst síðast-
liðinn. Okkur fannst hann vera að
hressast en það reyndist tálvon.
Minningarnar líða hjá eins og
myndir á tjaldi. Hér hafa nokkrar
þeirra verið rifjaðar upp. Hinar eru
þó fleiri sem ekki verða skráðar, en
munu þó geymast.
John var maður sem gott var að
eiga að vini. Við höfum margar
ástæður til að þakka honum sam-
fylgdina. Nafn hans lifir áfram hér
í fjölskyldunni. Við biðjum honum
og eftirlifandi konu hans blessunar
Guðs.
Gerður Hannesdóttir,
Marteinn Guðjónsson
og fjölskylda.
Með fráfalli Johns Jeanmarie er
horfinn eftirminnilegur maður með
litríkt æviskeið að baki. Hann fædd-
ist í New York árið 1925. Foreldrar
hans voru Germaine Claveau Jean-
marie og Arthur John Jeanmarie.
Faðir hans var franskættaður
Bandaríkjamaður en móðir hans var
fædd og uppalin suður í Karabíska
hafinu á frönsku eyjunni Martinique.
Hann var einbirni. Foreldrar hans
slitu samvistum er hann var korn-
ungur. Hann fluttist þá frá stórborg-
inni til hinnar frönsku eyju og ólst
upp í móðurgarði í hópi frændsystk-
ina. Þarna var hans æskuheimili.
Að loknu menntaskólanámi á heima-
slóðum fór hann til Frakklands og
hóf nám í læknisfræði við læknahá-
skólann í París. Hann lauk fyrri
hluta námsins. Umrót eftirstríðsár-
anna og fjölskylduástæður urðu þess
valdandi að hann lauk aldrei námi.
Á næstu árum starfaði hann hjá
bresku flugfélagi í fæðingarborg-
inni, New York, og fór heimshorna
á milli þar sem góð tungumálakunn-
átta og þekking á heimsins högum
nýttust honum vel. í einni slíkri ferð
átti hann stutta viðdvöl á íslandi.
Þá var farið norður í land og fjöil
og dalir skörtuðu sínu fegursta. John
talaði síðar oft um að hann hefði
hvergi í heiminum séð eins fagra
birtu eins og á íslandi. Örlögin leiddu
þau saman í stórborginni, John og
systur okkar, Hrefnu. Þau gengu í
hjónaband hér heima haustið 1969
og bjuggu framan af í listamanna-
hverfinu Greenwich Village í New
York. Þar áttu þau lítinn en valinn
hóp kunningja sem ýmist tengdist
æskustöðvunum á Martinique eða
námsárunum í París. Þau fluttu til
íslands vorið 1982.
Þó að John hafi verið stórborgar-
barn í hjarta sínu þá kunni hann
ekki við sig í margmenni og var
ekki allra. Ef til vill má rekja það
til æsku hans og ríkjandi aðstæðna
framan af að hann þráði að eignast
fjölskyldu og góða vini þar sem hver
miðlaði af sínu. Meginástæða fyrir
flutningi þeirra hingað var djúp_ þrá
hans eftir slíkum tengslum. Áður
voru tíðar heimsóknir yflr hafið þar
sem Akureyri var oftast viðkomu-
staður. í minningunni rifjast upp
heimsóknir í Greenwich Village. Þar
var gott að koma.
Draumur Johns um fjölskyldu-
tengsl varð að veruleika. Hér átti
hann lítinn hóp vina og kunningja,
eins og í New York, en það var
honum nóg. Á engan skal hallað þó
að fullyrt sé að þegar í upphafi hafi
skapast einstök tengsl við tengda-
móður hans, Sólveigu Einarsdóttur.
Hjá henni fann hann það móðurþel
sem allir hafa þörf fyrir. Þau töluðu
ekki sama tungumál en þar var
ætíð skilningur á báða bóga — það
þurfti engin orð. Fráfall hennar varð
honum mikil sorg og þegar aftur var
kippt í strengi kom það sem reiðar-
slag.
John kynntist menningararfleið
margra þjóða á lífsleiðinni. Hann var
heimamaður og var ekki alltaf auð-
velt fyrir slíkan mann að setja sig
inn í málefni smáþjóðar langt norður
í höfum. Hann lét sig þau varða og
var tryggur skoðunum sínum. Hánn
hafði sterka réttiætiskennd og var
ætíð talsmaður þeirra sem minna
máttu sín. Hann var fróður um
menn og málefni um allan heim, vel
lesinn og sívakandi. Hann leit á sig
sem Bandaríkjamann og undir það
síðasta skynjaði hann ef til vill New
York og Bandaríkin í draumahilling-
um sem land hinna miklu fyrirheita.
Voru þó ekki allir forystumenn stór-
veldisins honum að skapi.
John var heilsuhraustur og þrek-
menni þar til hin síðustu ár. Hann
varð alvarlega veikur fyrir einu ári
síðan. Hann lét ekki bugast, var
sáttur við lífið og þakklátur fyrir
alla umönnun. Eftir sem áður hafði
hann unun af skoðanaskiptum um
áhugamál sín. Þeir sem öðluðust
traust hans og vináttu fengu hana
ómælda til baka. Tveggja mánaða
dvöl á heimili sínu í lokin veitti hon-
um nýja innsýn og hann lýsti af
mildi gangvart umhverfi sínu.
Það er löng leið frá New York
norður í Skagafjörð en þar var hald- *
ið ættarmót hluta Djúpadalsættar á
Jónsmessunni í fyrra. Fjöll og dalir
skörtuðu sínu fegursta sem fyrr og
afkomendur og tengdafólk glöddust
í Melsgili og við rætur Glóðafeykis.
John Jeanmarie var einn þeirra.
Hann naut góðrar gestrisni, félags-
skapar og einstæðrar náttúrufegurð-
ar. Ef til vill hafði hann öðlast þær
rætur sem hann þráði.
Hér er kvaddur maður sem gæddi
tilveruna sérstötu lífí frá fjarlægum
ströndum og tengdist Islandi óijúf-
andi böndum. Megi minningin um
hann verða björt eins og birtan sem
heillaði hann forðum. Þeir sem nutu
þakka við leiðarlok.
Blessuð sé minning hans.
Heimir Hannesson,
Sigríður J. Hannesdóttir.
RADA UGL ÝSINGAR
Aðalfundur
Félag íslenskra hugvitsmanna heldur aðal-
fund laugardaginn 3. október kl. 14.00 í
Lækjarbrekku, uppi.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Óska eftir að taka á leigu í miðborginni 50-70
fm húsnæði fyrir heilbrigðisstarfsemi. Má
þarfnast endurbóta hið innra, en skilyrði er
gott aðgengi hið ytra. Leigutími minnst 10 ár.
Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl.
merkt: „H - 2509“.
Stjornin.
Snoturt húsnæði
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Miðstræti 18, Nes-
kaupstað, þriðjudaginn 29. septemberkl. 14.00 á eftirfarandi eign-
um í neðangreindri röð:
1. Hafnarbraut 2, þinglýst eign kaupfélagsins Fram, eftir kröfu
Stofnlánadeildar samvinnufélaga.
2. Hafnarbraut 2a, þinglýst eign kaupfélagsins Fram, eftir kröfu
Stofnlánadeildar samvinnufélaga.
3. Hlíðargata 5, Neskaupstað, þinglýst eign Kristins Sigurðssonar,
eftir kröfu Búnaðarbanka Islands.
4. ívar NK-124, þinglýst eign Mána hf., eftir kröfu íslandsbanka.
5. Miðstræti 23, austurendi, þinglýst eign Ásmundar Jónssonar,
eftir kröfu Bæjarsjóðs Neskaupstaðar og Ríkisútvarpsins.
6. Naustahvammur 46-50, Neskaupstað, þinglýst eign Andrésar
K. Steingrímssonar og Fluldu Óladóttur, eftir kröfu Bæjarsjóðs Nes-
kaupstaðar, Sparisjóðs Norðfjarðar, Byggingarsjóðs ríkisins og Líf-
eyrissjóðs Austurlands.
9. Urðarteigur 3, Neskaupstað, þinglýst eign Pálmars Jónssonar,
eftir kröfu Lífeyrissjóðs Austurlands.
10. Þiljuvellir 9, kjallari, Neskaupstaö, þinglýst eign Gísla Guðna-
sonar, eftir kröfu Islandsbanka og Lífeyrissjóðs Austurlands.
Sýslumaðurinn í Neskaupstað,
24. september 1992.
SJÁLFSTJEÐISFLOKKURINN
I' I' I. A (; S S T A R Y
Haustferð
Félags sjálfstæðismanna
í Nes- og Melahverfi
Laugardaginn 26. september nk. býður
Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Mela-
hverfi eldri borgurum hverfisins i ferð til
Þingvalla. Leiðsögn verður á staðnum.
Farið verður frá Neskirkju kl. 13.00.
Kaffiveitingar í Skíðaskálanum, Hveradölum.
Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins, verður leiðsögumaður.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitis-
braut 1, í síma 682900 fyrir kl. 17 á föstudag.
I.O.O.F. 1 = 1749258V2 = Rk.
I.O.O.F. 12 = 1749258 'h =
Réttarkvöld.
KFUM/KFUK og SÍK,
Háaleitisbraut 58-60.
“Biðjum Herra uppskerunnar"
Lofgjörðar- og vitnisburðarsam-
koma í Kristniboðssalnum i
kvöld kl. 20.30.
Lilja Kristjánsdóttir, Hrönn Sig-
urðardóttir, Guðmundur Guð-
jónsson og Sæunn Þórisdóttir
verða með og þú ert líka velkom-
' in(n).
Bænastund eftir samkomuna.
Vertu með að byggja Guðs rfki.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Dagsferð sunnud. 27. sept.
Kl. 10.30 Fjörugangan 3. áfangi.
Gengið um fjörur í nágrenni
Reykjavíkur og fjörulíf skoðað.
Allir velkomnir í ferð með
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Laugardagur
26. september kl. 09:
Afmælisferð að
Hagavatni
Nú er komið að dagsferðinni í
tilðfni 50 ára afmælis Haga-
vatnsskála. Skráið ykkur á skrif-
stofunni, s. 682533, í síðasta
lagi fyrir hádegi föstudag.
Gönguferð um áhugavert svæði,
m.a. að Leynifossgljúfri, Haga-
vatni, Farinu og Brekknafjöllu,
Afmæliskaffi við Hagavatns-
skála. Fjölmennið, félagar sem
aðrir.
Sunnudagur 27. september:
Fjölskyldudagur
íHeiðmörkkl. 13
Nú er tilvalið fyrir alla fjöiskyld-
una að koma út að ganga um
fallegt útivistarsvæöi (Heiðmörk
i haustlitum).
Brottför í ferðirnar frá BSÍ’ aust-
anmegin, og Mörkinni 6. Verð
aðeins 500 kr,, fritt f. börn 15
ára og yngri. Einnig hægt að
mæta á eigin bíl í Heiðmerkur-
reit Ferðafélagsins. Farið i stutta
(1-1,5 klst.) eða lengri göngu
eftir vali um góða göngustiga.
Pylsugrill (hafið pylsur með).
Söngur við harmónikuundirleik
og leikir.
Heimkoma kl. 16.
Ferðafélag Islands.
FERÐAFELAG
@ ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Spennandi helgarferðir
25.-27. september:
1. Landmannalaugar-Jökulgil.
Árleg ferð i hið litskrúðuga Jök-
ulgil sem eingöngu er ökufært á
þessum árstíma. Farið í Hattver
og víðar. Gönguferðir m.a. úr
Jökulgili í Laugar. Gist í sæluhús-
inu Laugum. Tilboðsverð.
2. Á fjallahjóli á Landmanna-
laugasvæðinu. Ferð í samvinnu
við íslenska fjallahjólaklúbbinn.
Gist í Laugum. Hjólað m.a. um
Landmannaleið. Tilboðsverð.
3. Haustlitaferð í Þórsmörk.
Haustlitirnir eru óvenju fallegir
núna. Gönguferðir. Gist í Skag-
fjörðsskála.
Einsdagsferð verður sunnu-
daginn 27. sept. kl. 08.
Við minnum einnig á Þórsmörk,
haustlitir (uppskeruhátíð og
grillveislu) 2.-4. okt. Takmark-
að pláss. Pantið tímanlega.
Ferðafélag (slands.