Morgunblaðið - 25.09.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
Olafur Thorder-
sen - Minning
kvenfélagsins, en sameiginlega störf-
uðu Thordersen-hjónin að málum
kirkjunnar, verkalýðsfélagsins, Al-
þýðuflokksins og Góðtemplararegl-
unnar.
Éftir að hafa lesið persónulýsingu
Thordersenanna í „Islenskum æfi-
skrám“ og víðar, yfir nær tveggja
alda tímabil, kemur í ljós að þeir
hafa verið nauðalíkir mann fram af
manni, þar sem góðar gáfur, glað-
værð, hlýtt viðmót, léttur húmor og
góð starfshæfni hafa verið eiginleik-
ar í öhdvegi. Um ættföðurinn, Helga
biskup, segir m.a. í æfískránum:
„Hann var gáfumaður mikill og
prýðilega að sér, hafði til að vera
glettinn, en var vel látinn og mikils
virtur, þótti hinn snjallasti ræðumað-
ur.“
Feðgamir Helgi biskup og séra
Stefán voru auk fjölbreyttra starfa
báðir alþingismenn á sama tíma og
þóttu á þeim vettvangi sýna góðan
árangur og frammistöðu.
Það lá fleira fyrir þeim Thorder-
senum en að vera lærdómsmenn.
Bræðurnir, synir séra Stefáns í Vest-
mannaeyjum, þeir Helgi og Ólafur,
sköpuðu sér gott orð sem góðir og
vandaðir iðnaðarmenn. Ólafur þótti
góður söðlasmiður en Helgi, sem
lærði húsasmíði heima og erlendis,
varð m.a. yfírsmiður við byggingu
Safnahússins við Hverfísgötu í
Reykjavík, en það hús lofar meistar-
ann því það er af mörgum talið vand-
aðasta og fallegasta hús á íslandi.
Helgi smiður reisti einnig ráðherra-
bústaðinn við Tjamargötu í Reykja-
vík, svo fátt eitt sé nefnt.
Ólafur Viggó Thordersen átti í
einkalífi sínu miklu íjölskylduiáni að
fagna. Hann kvæntist á gamlársdag
1953 hinni mætu, góðu konu
Guðnýju Sigurbjörgu Thordersen.
Guðný Sigurbjörg er komin úr
keflvískri öndvegisstórfjölskyldu, sjö
systkina sem öll eru búsett í Kefla-
vík og Njarðvík. Foreldrar hennar
eru Jón Guðmundsson, sem nú er
látinn, mætur Suðurnesjamaður,
kenndur við húsið Báruna í Keflavík,
og kona hans Rebekka Friðbjamar-
dóttir, Keflvíkingur í meira en sex
áratugi, en fædd og uppalin í
Grunnavík vestra. Þegar fjölskyldur
þeirra Rebekku og Jóns Guðmunds-
sonar koma saman þá eru mættir
um eitt hundrað manns.
Ólafur og Guðný hafa eignast
fjögur börn. Þau eru Ásgrímur sem
lést í frumbemsku; Vigdís kennari,
sambýlismaður Magnús Hallbjörns-
son kennari; Stefán lögregluvarð-
stjóri, kvæntur Sigurbjörgu Bjöms-
dóttur húsmóður; og Ólafur fram-
kvæmdastjóri, sambýliskona Þórlaug
Jónatansdóttir ritari. Guðný og Ólaf-
ur eiga sex bamabama láni að fagna.
Er mér barst andlátsfregn vinar
míns Ólafs Viggós Thordersen 19.
september sl. kom upp í hugann hve
við öll höfum lítið vald yfír því hve
lengi við dveljum meðal ástvina og
samferðamanna. Þótt við mennirnir
vitum harla lítið fyrirfram hver örlög
bíða okkar á langri eða skammri lífs-
leið, þá er okkur öllum ljóst að dauð-
inn er í raun og vem sá þáttur í til-
veru okkar sem er öruggur og viss.
Þrátt fyrir þá staðreynd kemur dauð-
inn okkur oftast nístandi á óvart,
ekki síst þegar við heyrum um and-
lát vina og vandamanna.
Ég samhryggist nánustu ástvin-
um, Guðnýju og bömunum, sökum
þess hve missir þeirra er mikill. En
ég þakka minninguna um góðan
dreng og samferðamann.
Eyþór Þórðarson.
Ólafur lést á sjúkrahúsi Keflavíkur
föstudaginn 18. september aðeins
sextugur að aldri. Söknuður og tregi
er það sem maður fínnur, er slíkir
menn eins og Ólafur eru svo skjótt
kallaðir á braut.
Þeim sem kynntust Ólafí duldust
ekki mannkostir hans, einstæð gam-
ansemi og fundvísi á spaugileg atriði.
Ólafur var eindreginn jafnaðar-
maður og var ávallt í fylkingar-
brjósti Alþýðuflokksins í Njarðvík.
Mig langar að gera störfum hans á
þessum vettvangi lítillega skil hér í
þessum kveðjuorðum.
Ólafur var einn af stofnfélögum
Alþýðuflokksfélags Njarðvíkur 17.
febrúar 1957, þá að sjálfsögðu kjör-
inn ritari og var það næstu 5 árin.
Hann var annar tveggja, er fyrstir
vom kosnir til flokksþings fyrir fé-
Iagið. Ólafur átti sæti á flestum
framboðslistum til bæjar- og sveitar-
stjórna og var varamaður í bæjar-
stjóm Njarðvíkur til margra ára.
Hann. átti sæti í mörgum nefndum,
ráðum og nú síðast sem fulltrúi
Njarðvíkur í stjórn Hitaveitui Suður-
nesja frá 1986-1990.
Ólafur var afburða ritsnjall og kom
efninu skipulega fyrir. Hann var
ávallt tilkallaður og lá ekki á liði sínu.
Ógleymanlegar em minningarnar
um mikilvæga fundi fyrir kosningar
þegar Óli hélt uppi vörnum fyrir
flokkinn og lúskraði á andstæðingun-
um, því mælska hans, einstæð kimni-
gáfa og staðföst þekking á málefnum
hreif fólk.
Fyrir allt þetta og meira erum við
Alþýðuflokksfólk þakklát og minn-
ingin um góðan dreng lifír.
Nínu, Stefáni, Vigdísi, Ólafí yngri
og þeirrar nánustu sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Eðvald Bóasson, formaður
Alþýðuflokksfélags Njarðvíkur.
Vinur minn og mágur Ólafur
Thordersen lést 18. september sl.
Hann taut í lægra haldi fyrir erfiðum
sjúkdómi
Þegar ég sest nú niður og hugsa
til æskuára minna, á ég mjög marg-
ar góðar minningar um Óla mág.
Margar helgamar fórum við, mamma
og pabbi með Nínu og Óla til Þing-
valla í sumarbústað þeirra, þar áttum
við pabbi og Óli margar góðar stund-
ir saman við veiðar og ýmislegt fleira.
Er árin liðu leitaði ég oft til Óla, til
að fá góð ráð og var mér alltaf vel
tekið.
Er kom að því að ég festi ráð
mitt kom enginn annar til ^greina að
vera svaramaður minn, en OIi mágur.
Hann var einn af þeim ljúfustu
og þægilegustu mönnum sem ég hef
kynnst. Ég er honum afar þakklátur
fyrir hversu góður hann var við stelp-
umar mínar, sem hann kallaði oft
afastelpumar sínar.
Elsku Nína systir, Vigdís, Stefán
og Óli, minningamar mörgu um góð-
an dreng munu ávallt búa í hjörtum
okkar og kveð ég hann með eftirsjá
og einlægni. Þökk fyrir samvemna.
Gunnar V. Jónsson.
Ég tek undir með Agli Skalla-
grímssyni: „Mjög emm tregt tungu
að hræra“, þegar ég reyni að færa
í letur lífsmynztur Ólafs Thordersen,
er lést síðastliðinn föstudag, eftir
stutta legu.
Snemma á ámm bar fundum okk-
ar saman, og þó að við væmm að
nafni til andstæðingar í stjómmálum,
sem var ríkur þáttur í lífi okkar
beggja, spannst uppúr þessum kynn-
um ævilöng vinátta, þar sem aldrei
féll skuggi á. Þegar ævi Ólafs er
gerð skil, þá er það ljóst öllum, sem
til þekkja, að slíkt er tilgangslaust
án þess að geta strax í upphafí, að
eiginkona hans, Guðný Thordersen
Jónsdóttir. Nína, var honum ávallt
stoð og stytta, og slík var gagnkvæm
ást þeirra og virðing, að þau vora
ekki tveir einstaklingar, heldur ein
sál í tveimum líkömum, með þeim
ríkti algert jafnræði. Sama var að
segja um hina stóm fjölskyldu Nínu,
allt öndvegis sómafólk, sem rann
saman í eina heild mkeð samheldni
og systkinakærleika.
Þessi elskulegi drengur fæddist í
Hafnarfirði, þar sem hann ólst upp
með móður sinni, sem skildi við föð-
ur Ólafs í æsku. Hann hlaut margar
góðar vöggugjafír og gekk mennta-
veginn. Fyrsta starf hans eftir að
yfirgefa hinn hýra Hafnarfjörð, var
sem lögregluþjónn á Keflavíkurflug-
velli. En þegar fríhöfnin var stofnuð,
kallaði utanríkisráðherra Ólaf á sinn
fund, og fól honum að gegna störfum
fríhafnarstjóra. Ekki fer á milli mála,
að Ólafur á allan heiður af því að
gera fríhöfnina að því stórveldi sem
hún er í dag, en að venju sáu öfundar-
menn ofsjónum yfír velgengni hans
og með látlausum rógburði tókst
þeim að bola Ólafí frá störfum. En
Ólafur lét ekki deigan síga og sagði
sem Grettir: „Illt er ódrengjum lið
að veita.“ Hann hóf sjálfstæðan at-
vinnurekstur, með aðstoð sinnar
elskulegu eiginkonu og börnum, og
var ekki að spyija, að, allt gekk þar
með blóma, festu og röggsemi.
Þrátt fyrir áræðni og deiglulausa
hörku í viðskiptum, var Ólafur hið
mesta ljúfmenni og höfðingi í senn.
Hann var bráðfyndinn, málamaður,
kenndi dönsku við unglingaskólann
í Njarðvíkum, skáksnillingur, hag-
mæltur vel, ræðusnillingur og varla
var sú veizla haldin, að ekki væri
leitað til Ólafs sem veizlustjóra, sem
var alltaf hrókur alls fagnaðar. Seint
munu Njarðvíkingar gleyma Njarð-
víkurannálum fluttum á þorrablótum
af meistaranum Albert Karl Sanders,
en samdir af Ólafi. Þátttaka hans í
félagslífi, atvinnurekstri, stjórnmál-
um og íþróttamálum munu ekki
gleymast neinum. Störf hans spönn-
uðu yfír svo stórt svið, að upptalning
yrði endalaus. Þar var Ólafur ávallt
í forystu um að breyta Suðumesjun-
um úr gullgrafarbæjum í blómlega
byggð.
Hann stofnaði Óháða lýðræðis-
flokkinn með Áka heitnum Jakobs-
syni, fyrrverandi ráðherra, vini okkar
beggja, og bauð sig fram sem efsti
maður í Reykjaneskjördæmi, með
góðum árangri, þó hann næði ekki
kosningu. Starf hans að íþróttamál-
um, þjálfun unglinga og ótal farar-
stjórnir erlendis er þáttur sem ég
vona að mér hæfari menn tali um
og geri verðug skil. Þessi orð eiga
vel um Ólaf:
Þagalt og hugalt
skyldi þjóðans bam
og vígdjarft vesa,
glaðr ok reifr
x skyldi gumna hverr,
uns sinn bíðr bana.
(Hávamál).
Elsku Nína, Vigdís, Stefán og
Ólafur, bamabörn, vinir og vanda-
menn, ég samhryggist ykkur með
þungum trega og söknuði. Maður
kemur í manns stað, en það kemur
ekki annar Ólafur Thordersen. Þegar
hinn sári, gnístandi söknuður yfír-
hylmir ykkur, gleymið ekki ánægju-
stundunum sem við áttum með hon-
um. Öll hans andlega ára bregður
leiftrandi loga yfír dökkan hnípinn
hausthimin Suðumesja, sem fellir
tregatámm á gröf eins síns besta
sonar.
Guð geymi minningu elsku vinar.
Jósafat Arngrímsson,
Dublin, írlandi.
Ég kynntist Ólafí fyrst þegar hann
hóf störf hjá embætti lögreglustjór-
ans á Keflavíkurflugvelli 1952, þá
21 árs að aldri. Við störfuðum saman
í lögreglunni til 1958, en þá tók
hann við starfí fríhafnarstjóra í flug-
stöðinni og gegndi því til 1980.
Það var gott að starfa með Óla,
dugnaður, heiðarleiki og samvisku-
semi einkenndu störf hans í hví-
vetna. Hann var greindur og úrræða-
góður og grundvallaði störf sín af
raunsæi og góðvild. Hann var líka
einbeittur og fastur fyrir þegar á
þurfti að halda, hafði kjark og mann-
dóm til að mæta mótlæti og andbyr.
Þessir eiginleikar Óla nýttust vel í
því ölduróti, sem fylgdi starfi lög-
reglumanna á vellinum í þá daga.
Hann kynnti sér vel starfsvettvang,
lög og reglur. Oft var erfítt að fram-
fylgja íslenskum lögum gagnvart
vamarliðinu á þessum ámm. Okunn-
ugleiki þeirra á íslenskri löggjöf og
staðháttum olli oft ýmiss konar sam-
starfsörðugleikum. Það var gott að
hafa Ólaf sér við hlið þegar á móti
blés og til alvarlegra átaka kom,
hann var fljótur og úrræðagóður að
meta aðstæður á vettvangi.
Við Ólafur og fíölskyldur okkar
höfðum mikil og góð samskipti á
þessum ámm. Einlæg og góð vinátta
er það besta sem nokkrum manni
auðnast. Sú góðvild sém við nutum
af hendi Óla og hans ágætu eigin-
konú, Nínu, er mér afar kær og
hugleikin og stendur djúpt í minn-
ingu þeirra yndislegu ára þegar við
bjuggum í sama húsi á Holtsgötu í
Ytri-Njarðvík. Betra sambýlisfólk
var ekki hægt að fá, við vomm eins
+
HELGI LÁRUSSON
frá Kirkjubæjarklaustri,
andaðist 22. september sl. á heimili sínu, IMeshaga 9, Reykjavík.
Vaigerður Jónsdóttir.
t
Ástkær móðir mín, dóttir okkar og systir,
ANNA MARÍA MAGNÚSDÓTTIR,
Austurströnd 8,
Seltjarnarnesi,
andaðist aðfaranótt 24. september í Landspítalanum.
Inga Lára Hjaltadóttir,
Unnarbraut 26,
Áslaug Jónsdóttir, Magnús I. Jónasson,
og bræður.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR,
Hallormsstað.
Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækningadeildar 13D, Land-
spitalans.
Heiðrún Valdimarsdóttir,
Jón Guðmundsson, Magnea Þórsdóttir,
barnabörn
og systkini.
og ein hamingjusöm fíölskylda. Við
tókum þátt í gleði hvors annars í
leik og starfí, allt var svo hugljúft
og óþvingað.
Ólafur var mikill áhugamaður um
íþróttir og helgaði þeim stóran hluta
síns frítíma. Honum var handboltinn
sérstaklega hugleikinn, enda alinn
upp í handboltabænum Hafnarfírði.
Fyrir störf sin að íþróttamálum hlaut
Ólafur m.a. hejðursmerki ÍSÍ og gull-
merki HSÍ. Ólafur gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir sitt bæjarfé-
lag, var m.a. í stjóm Hitaveitu Suður-
nesja og gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Alþýðuflokkinn í sinni
heimabyggð.
Ólafur var góður ræðumaður og
ritaði margar blaðagreinar og ann-
ála. Hanna var skáld gott, var einkar
fljótur að búa til vísur og kvæði, sem
einkenndust af léttleika og góðu
skopskyni. Nú er hann Óli farinn
yfír móðuna miklu. Ég kveð hann
með virðingu og þökk fyrir allar
okkar dýrmætu samverustundir.
Minning um góðan dreng lifir. Votta
eiginkonu og bömum mína innileg-
ustu samúð.
Kristján Pétursson.
Látinn er langt um aldur fram
góðvinur okkar, Olafur Viggó Thord-
ersen, framkvæmdastjóri í Ytri-
Njarðvík.
Vinskapur okkar hófst er Óli, eins
og hann var ávallt nefndur, kom til
liðs við lögregluna á Keflavíkurflug-
velli árið 1952 að Ioknu stúdents-
prófí frá MR. Fljótlega eftir komuna
á Suðurnes kynntist Oli æskuvinkonu
okkar, Guðnýju Jónsdóttur eða Nínu,
eins og hún er jafnan nefnd þar
syðra, sem varð hans lífsfömnautur,
en þau gengu í hjónaband 31. desem-
ber 1953.
Óli fæddist í Reykjavík 5. október
1931 og vom foreldrar hans Stefán
Thordersen bakarameistari og Dóm-
hildur Skúladóttir, en hann ólst upp
hjá föðurforeldmm sínum, Ólafí
Thordersen söðlsasmið og Vigdísi
Thordersen í Hafnarfirði, og var
tíann því gaflari og FH-ingur í húð
og hár. Á heimilinu vora einnig þtjár
föðursystur hans sem veittu honum
ástríki og umhyggjusemi sem hann
bjó að alla ævi.
Strax eftir komuna til Suðurnesja
kynntust markar okkar Nínu og
fundum við strax í Óla þann öðling
og Ijúfmenni sem hann var og mynd-
uðust strax óijúfanleg vinabönd sem
hafa staðið óhögguð æ síðan, þrátt
fyrir veru okkar í annarri heimsálfu
allan okkar búskap. Pjarlægðin gerir
fíöllin blá og mennina mikla, kvað
skáldið og við létum fíarlægðina ekki
spilla vináttu okkar og heimsóttum
hvort annað á víxl eftir því sem fíár-
hagur leyfði.
Öla var margt til lista lagt en fyrst
og fremst var hann mannvinur mik-
ill. Allan sinn starfsaldur hafði hann
mannaforráð en aldrei var okkur
kunnugt um að hann léti hnjóðsyrði
falla um nokkurn starfsmann sinn.
Eins og áður er getið áttum við því
láni að fagna að eiga margar sam-
vemstundir á lífsleiðinni í ferðalög-
um hér heima eða erlendis eða með
dvöl á heimilum hvors annars. Óli
var ávallt hrókur alls fagnaðar.
Óli og Nína eignuðust 3 böm,
Vigdísi, Stefán og Ólaf Viggó_ yngri
og em barnabörnin orðin 6. Óli tók
föðurhlutverkið alvarlega og reyndist
börnum sínum dyggur félagi og vin-
ur og hvatti þau til dáða í námi og
ieik og þá sérstaklega handbolta sem
var hans uppáhalds íþrótt. Bæði börn
og barnabörn okkar nutu ríkulega
umhyggju Óla og lét hann ávallt eins
og þau væm hans eigin. Emm við
hjónin ævinlega þakkát fyrir þann
hlýhug.
Óli og Nína lifðu í ástríku hjóna-
bandi og voru samstillt í öllu sem
þau tóku sér fyrir hendur enda sagði
Óli alltaf að Nína væri kjölfestan í
lífí hans.
Það verður erfítt að hugsa sér líf-
ið án Óla sem kveður þetta líf á
besta aldri.
Við þökkum af heilum hug fyrir
allar gleðistundirnar með honum en
dýrmætar minningar munu ávallt
varðveitast með okkur. Megi góður
Guð styrkja Nínu, böm hennar og
aðra vandamenn í þeirra miklu sorg.
Þórhildur og EIli.
Fleiri greinar um Ólaf Thord-
ersen bíða birtingar og munu
birtast á næstu dögum.