Morgunblaðið - 25.09.1992, Síða 34

Morgunblaðið - 25.09.1992, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 FANAR LAUGARDAGUR 26. SEPT. MiMlSBMi „Heimurinn fær aldrei að vita staðreyndir þessa máls, ástæður mínar. Því miður munu þeir sem högn- uðust á þessu aldrei láta þær koma fram.“ - Jack Ruby. Stjörnubíó sýnir kvikmyndina Ruby STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga bandarísku kvikmyndina Ruby með Danny Aiello og Sherilyn Fenn í aðalhlutverkum. Leikstjóri er John Mac- Kenzie og myndin er framleidd af Sigurjóni Sighvats- syni og Steve Golin. í frétt frá kvikmynda- húsinu segir um söguþráð- inn: „Ruby segir frá nætur- klúbbaeiganda í Dallas sem er í vafasömum félagsskap. Hann tengist mafíunni og í gegnum hana er hann leiddur inn í Hvíta húsið og atburðarás sem hann hefur enga stjórn á. í myndinni er spunnið í kringum morðið á Kennedy, forseta Banda- ríkjanna. Hveijir stóðu á bak við Lee Harvey Oswald og hvers vegna drap Ruby hann? Var Oswald rúss- neskur njósnari, CIA-mað- ur eða mafíumorðingi? Gerði mafían Ruby út til að ryðja sönnunargagninu Oswald úr vegi? Myndin vakti gífurlegt umtal er hún var frumsýnd í Banda- ríkjunum, en hún er gerð eftir leikritinu „Love Field“ eftir Stephen Davis.“ - lofar góðu! Ekki spurning! Á Hótel Borg bæði kvöldin. J-filmar^verrisson skemmtir Opiðfrákl. 19 til 03 Ákærð fyrir að bana eiginmanni sínum Því miður kemst ég ekki á lokahófið á Hótel Borg eins og allir aðrir því ég þarf að vinna. Ríkissaksóknari hefur höfðað opinbert mál fyrir héraðsdómi Reykjaness í tilefni athugasemda Davíðs Oddssonar um fréttaflutning Stöðvar 2 Við erum komin út á mjög hættulega braut, þegar for- sætisráðherra í lýðræðisríki fer að gefa fjölmiðlum for- skriftir um það, hversu mikið fjölmiðill skuli fjalla um verk hans og ríkisstjórnar hans. Slíkt er þeim mun varhuga- verðara, þar sem sama ríkis- stjóm rekur eigin fjölmiðil, sem nýtur margra forrétt- inda fram yfír einkarekna fjölmiðia. Þá er það fráleit fullyrðing að fréttastofa Stöðvar 2 sé að gæta hagsmuna eigenda sinna þegar hún gagnrýnir harðlega aukna skattlagn- ingu þjóðfélagsins, þar á meðal skattlagningu á fjöl- miðla. Með því er fréttastofa Stöðvar 2 ekki að gera neitt annað en að standa vörð um tjáningarfrelsið í landinu sem er greitt þungt högg með flumbrugangi ríkisvaldsins og hringlandahætti í skatta- málum. Tjáningarfrelsið í landinu er ekkert einkahagsmunamál eigenda Stöðvar 2, heldur mannréttindi allra lands- manna, Davíðs Oddssonar þar á meðal. Flestir landsmenn hafa brugðist hart við skattaukn- ingartilburðum ríkisvaldsins og íjölmiðlar alveg sérstak- lega. Morgunblaðið hikar ekki við í Reykjavíkurbréfi síðastliðinn sunnudag að gagnrýna þá skatta, sem eiga að leggjast á húsbyggingu þess fyrirvaralaust, enda verður að fallast á það með blaðinu að slíkar risaálögur á fjölmiðlun í landinu eru ákaflega óviðeigandi, þótt maður sé ekki sammála blað- inu að öðru leyti. Þegar fréttamenn Stöðvar 2 standa vörð um tjáninga- frelsi landsmanna eru þeir svo sannarlega á réttri braut. Þeir eru að verja grundvöll lýðræðisins. Jóhann J. Ólafsson, stjórnarformaður ís- Ienska útvarpsfélagsins hf. gegn liðlega fimmtugri konu sem gefið er að sök að hafa orðið eiginmanni sínum að bana á heimili sínu í Kópavogi þann 30. maí síðastliðinn. Komið var að manninum stórslösuðum af stungusár- um við strætisvagnaskýli í Kópavogi o g lést hann skömmu síðar á sjúkrahúsi. Konan, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp’ og hefur gengist undir geðrannsókn, hefur neitað öllum sakargift- um. Meðal sönnunargagna í sakamálinu er hnífur sem fannst á heimili hennar og talið er að hafí verið notaður við verknaðinn. AUGLÝSING Spurning dagsins: Hvað ætlarðu að gera um helgina? Ég ætla á lokahófiðá Hótel Borg - það verður jafnmikið fjör og í allt sumar. Að sjálfsögðu mæti ég á Borgina fyrstur manna. SÍÐASTA HELGIN HÓTEL BORG HÚSIÐ OPNAÐ í KVÖI.P KL 24.00 VlXjiN'A l l\KASA/VKV/H/VIS lA'RK U/V KVÖLDID. I.OKAHÓf SUAAARSINS Mr.FST KL. 22.30 LAUGAKDAGINN 26. SLPT. HÓTEL BORG 1930-1992 CASA BLANCA SANGRÍA Suörænn seiöingur BOGOMIL FONT og milljónamærmgarnir í suðrænni Mambó-sveiflu á miðnætti föstudagskvöld Austurstræti 22b VZterkurog iJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Haustþing haldið hjá Kennarafé- lagi Reykjavíkur KENNARAFÉLAG Reykjavíkur heldur haustþing í sam- vinnu við Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og Skólastjóra- félag Reykjavíkur laugardaginn 26. september kl. 10-16 í Borgartúni 6. Á þinginu verður annars vegar fjallað um þær hug- myndir að sveitarfélögin taki við rekstri og yfirstjóm grunnskóla og hins vegar um vinnutíma kennara í ljósi hugmynda um lengra og bet- ur nýtt skólaár og færri námsár í grunn- og fram- haldsskólum. Mörg erindi verða flutt á þinginu. í lok þess verða pallborðsumræður þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að koma með fyrirspurnir og taka þátt í umræðunni. Fyrir svörum sitja m.a. full- trúar Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Kennarasam- bands íslands, menntamála- ráðuneytisins og Reykjavík- urborgar. Haustþingið er fyrir fé- lagsmenn Kennarafélags Reykjavíkur en aðrir sem vilja sitja þingið eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Kennarafélags Reykjavíkur í Kennarahús- inu við Laufásveg. --------» ♦ ♦ ■ HLJÓMS VEITIN Jöt- unuxar heldur rokktónleika í Grjótinu, Tryggvagötu í kvöld, föstudagskvöld og annaðkvöld, laugardags- kvöld. Jötunuxa skipa Guð- mundur Gunnlaugsson, Rúnar Öm Friðriksson, Jón Óskar Gíslason, Hlöð- ver Ellertsson og Svavar Sigurðsson. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.