Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 40

Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 Hefurðu efni á að láta af hendi rakna fyrir tveim kaffibollum. Ég gifti mig í síðustu viku. Þetta er ódýrast á vínkort- inu okkar ... BREF m BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hvert stefnir í skattheimtu Frá Ásgeiri Þór Ólafssyni: Nú er haustar gerum við ráð fyrir að náttúran sé söm við sig, farfugl- amir flestir fari að hópa sig til brottfarar, lambfé leitt til slátrun- ar, kartöflumar teknar upp úr garðholunum og alþingismenn fari um kjördæmi sín og fundi með sveitarstjórnum og heimsæki vinnustaði og kjósendur. Þessar reglulegu ferðir alþingismanna um kjördæmi á haustin em mjög nauð- synlegar. Þar skapast vetttvangur til skoðanaskipta og miðlunar upp- lýsinga á báða vegu því öllum er hollt að kynnast sjónarmiðum og flestir eru tilbúnir að verða við breytingum ef þær leiða til betra fyrirkomulags og ódýrara eða jafna aðstöðu sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila á landinu öllu og skapa eðlilegan rekstrargrundvöll og að um breytinguna sé samið samanber Þjóðarsáttina sem er einn merkileg- asti og árangursríkasti samningur sem gerður hefur verið í þjóðfélag- inu. Við undirbúning fjárlagagerðar fyrir árið 1993 er nokkuð ljóst að ýmsar þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið á síðustu dögum hafa verið settar fram án samráðs við eða með vitund/vilja þolenda. Næg- ir þar að nefna innheimtu VSK af ýmsum þjónustuverkum sveitarfé- laga sem að áliti allflestra sveitar- stjórnarmanna eru skýlaust brot á samningi ríkis og sveitarfélaga og sett fram með slíkum hætti að telja verður ólíklegt að um þau náist sátt sem sé viðunandi. Með þessum hætti á að umskíra „lögguskattinn" sem lagður var á sveitarfélög í ár og heitið var að ætti aðeins og vera tímabundinn. Á þennan hátt ætlar ríkið að afla um kr. 600.000.000.00 — sex hundruð milljóna á næsta ári. Ymsar aðrar leiðir hafa verið ákveðnar stjómvöldum til tekju- auka fyrir ríkissjóð sem eru ekkert annað en skattahækkanir. Þessar ákvarðanir eru teknar að því er virðist án þess að skoða afleiðing- amar þegar til framkvæmdarinnar kemur eins og t.d. -þegar ákveðið er að B-hluta ríkis- fyrirtæki taki á sig lífeyrissjóðs- skuldbindingar að fullu. -að ríkisfyrirtæki greiði arð til rík- issjóðs, sem verði hlutfall af eigin fé. -að hætt verði endurgreiðslu inn- skatts þegar um er að ræða virðis- aukaskattsfijálsa söiu. Nú liggur fyrir niðurstaða um hver áhrif þessi ákvörðun hefur á rekstur Rafmagnsveitna ríkisins en á orkuveitusvæði RARIK búa u.þ.b. 46.000 manns. Með þessum ákvörðunum verður kostnaðarauki RARIK á bilinu 450 til 500 milljón- ir á ári eða frá kr. 38.800.00 til kr. 43.200.00 á ári fyrir hveija íjögurra manna fjölskyldu. Þessar ákvarðanir stjórnvalda hafa í för með sér u.þ.b. 10% hækkun á alla taxta RARIK vegna arðgreiðslu og u.þ.b. 18% hækkun á hitasöluna vegna VSK-breytinga. Til að gefa einhveija hugmynd um hve háa skattlagningu er hér um að ræða þá er gert ráð fyrir að allur rekstrarkostnaður RARIK á árinu 1992 verði um 1000 milljón- ir og að sömu upphæð verði varið til rekstrar á næsta ári, 1993. Á einu síðdegi er ákveðið að hækka þessi rekstrarútgjöld um 450 til 500 milljónir eða um 45 til 50%. Á undanfömum ámm hefur það verið eitt af meginatriðum fyrirtækisins að draga úr rekstrarkostnaði og hefur náðst umtalsverður árangur í því án þess að skerða þjónustu við notendur. Öllum á að vera ljóst að veiga- mikil skattkerfisbreyting verður að hafa all nokkurn aðdraganda svo menn geti mætt henni og einnig verður að gera þá kröfu að ráða- menn sjái fyrir þær afleiðingar sem af skattkerfisbreytingu hljótast. Að lokum ætla ég að rifja upp úr hefti sem íjóðhagsstofnun gaf út í apríl 1992 um „Þjóðarbúskap- inn, fr'amvinduna 1991 og horfur 1992“. Þar segir á bls. 5, í fyrsta kafla, Helstu niðurstöður: „Árið 1991 var um margt hag- stætt ár. Landsframleiðsla jókst um 1,4% ogþjóðartekjur jukust enn meira, eða um 2,8%, vegna mikils viðskiptabata". Og þar segir á bls. 6 meðal annars: „Mikil umskipti urðu til hins betra í afkomu atvinnuvega á árun- um 1990 og 1991. Þannig er áætl- að að hagnaður atvinnuveganna í heild hafi numið 2% af tekjum 1990 og 1,5% 1991. Til samanburðar var hagnaður aðeins 0,8% af tekjum 1989 og halli varð 1988“. Enn skal minnst á ummæli Þjóð- hagsstofnunnar sem segir í drögum að spá fyrir næsta og næstu ár að útlitið sé alls ekki slæmt og því hljóta menn að spyija hver hafi verið tilgangur þeirrar upplausnar sem sköpuð hefur verið, nánast á öllum sviðum þjóðlífsins, í heil- brigðismálum, menntamálum og í aðgerðarleysi stjórnvalda í atvinnu- málum á landinu. Og hver er raun- verulegur árangur sem stjórnvöld telja sig hafa náð í að draga úr útgjöldum ríkisins? Spyr sá sem ekki veit. ÁSGEIR ÞÓR ÓLAFSSON svæðisrafv.stjóri RARIK á Vesturlandi og bæjarfulltrúi, Ásklifi 17, Stykkishólmi Ógild kosning Frá Onnu Laxdal: Safnaðarmeðlimir í Digranes- sókn voru kallaðir saman til kosn- inga á aðalfundi Digranessafnaðar 15. september. Risið hafði upp deilumál um kirkjubyggingu á. Heiðavallarsvæði austan við Víg- hól. Mæting var boðuð kl. 20.30 en fundarhöldum lauk ekki fyrr en kl. 24.30. Höfðu þá þeir meðlimir, sem ekki höfðu tíma eða heilsu að sitja langa og lýjandi fundi, löngu yfirgefíð staðinn fyrir utan þá sem ekki treystu sér til að koma og sitja langan fund til að skila inn sínu atkvæði um kirkjubyggingu. Sem sagt, kosningin er undir eðlilegum kringumstæðum ógild vegna klaufalegra vinnubragða stjórnar- manna. Og væri ekki nema eðlilegt að kosningin yrði endurtekin og fólki einungis gert skylt að krossa við málefni á atkvæðaseðli á lýð- ræðislegan hátt. „Á íslandi er lýð- ræði.“ Eg skora á stjórnendur að endurtaka lýðræðislega kosningu svo að úrslitin verði viðunandi. ANNA LAXDAL Digranesvegi 105, Kópavogi B Yíkveiji Igrein Páls Magnússonar, útvarps- stjóra íslenska útvarpsfélagsins, sem birtist í Morgunblaðinu á mið- vikudaginn mótmælti hann þeim orðum í Reykjavíkurbréfí Morgun- blaðsins á sunnudaginn var, að segja megi að Stöð 2 sé erlend sjónvarps- stöð að loknum fréttatíma stöðvar- innar. Rakti Páll dæmi um íslenskt efni í dagskrá Stöðvar 2 og íslensk- un erlends efnis og lýsti metnaði til þess að gera enn betur. Spurði svo að því loknu, hvort enn stæði fram- angreind staðhæfíng Reykjavíkur- bréfsins. Af því sem Páll segir Stöð 2 gera til þess að vera „íslensk sjónvarps- stöð“ er lofsverðasta framtakið að talsetja bamaefnið. Og engum dett- ur í hug að mótmæla því, að þar eru þeir brautryðjendur. Mætti reyndar færa rök að því að þetta efni sé mikilvægasta dagskrárefni stöðvar- innar. En íslenskt efni er í lágmarki og dagskrá Stöðvar 2 ber of mikinn svip myndbandaleigu með erlend myndbönd. skrifar Páll Magnússon segir metnað þeirra á Stöð 2 standa til að gera enn betur. Það er gott og verður vonandi til þess að Stöð 2 standi sem fyrst undir nafni sem íslensk sjón- varpsstöð. xxx Séra -Ragnar Fjalar Lárusson skrifar stutta grein hér í blaðið á miðvikudag þar sem hann deilir á Morgunblaðið fyrir umfjöllun þess um hreindýraveiðar sem birtist sl. sunnudag. Nýverið rituðu einnig tvær dýravemdunarsamtaka grein hér í blaðið og gagnrýndu viðtal við minkabana í sunnudagsblaði fyrr í sumar, m.a. vegna þess að „drápar- inn er hafinn til skýjanna og lokaorð hans um að verðmæti lifaðs dags séu fólgin í hversu mörgum dýrum honum hafí tekist að murka lífið úr eru síður en svo gagnrýnd". Sá höf- uðmunur er á þessari gagnrýni að í viðtalinu við minkabanann er blaða- maður einungis að lýsa skoðunum minkabanans og að endurspegla við- horf margs fólks í landinu sem inn- rætt hefur verið frá blautu barns- beini að minkur og refur séu vargur í véum - réttdræpir hvar sem til þeirra næst. Gagnrýni séra Ragnars Fjalars er af öðrum toga og beinist ekki síst að meðhöndlun blaðsins sjálfs á þessu efni, sérstaklega birt- ingu nokkurra býsna blóðugra mynda af dýri sem fellt var í veiði- ferðinni. Verður að fallast á það með séra Ragnari að í þessu efni hafi blaðið átt að gæta meira hófs. XXX Eitt af því sem einkennir íslenska tungu og börn læra á unga aldri er að sérnöfn hefjast á stórum bókstaf en samhéiti eru skrifuð með litlum stöfum. Víkveiji þykist hafa orðið var við nokkurn misbrest á að þessari reglu sé framfylgt og felst hann í því að samheiti eru látin hefj- ast á stórum staf þegar það þykir henta. Má í því sambandi benda á texta á stóru auglýsingaskilti á Bíldshöfða þar sem íslenskar reglur virðast algjörlega hafa vikið fyrir enskum hefðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.