Morgunblaðið - 16.10.1992, Side 3

Morgunblaðið - 16.10.1992, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 3 SaZSX%32S!2£& Póstgjaldskrá hækkar um 7% Flutningshraði ræð- ur burðargjaldinu Lækjargata 4 endurreist í Árbæjarsafni BURÐARGJAJLD pósts tekur frá og með næstu mánaðamótum mið af flutningshraða sendingar, en ekki innihaldi eins og áður var. Póstur og sími stefnir ennfremur að því að gjaldskráin taki meira mið af tilkostnaði en áður, og samkvæmt því verður sú breyting um mánaðamótin að burðargjöld til Norðurlandanna verða þá hin sömu og til annarra Evrópulanda. Póstur og sími hefur fengið heimild til að hækka gjaldskrá fyrir póst að meðal- tali um 7%. Aætlað er að aðgerðir þessar ásamt gjaldskrárhækkun- inni auki tekjur Pósts og síma um 130 milljónir kr. Morgunblaðið/Ámi Sæberg í Árbæjarsafni er verið að slá upp grind að húsi og þar endurreisa smiðir safnsins húsið sem áður stóð við Lækj- argötu 4 í Reykjavík. Húsið skemmdist mikið er það hrundi við flutning frá Lækj- argötu árið 1988. Ráðgert er að verkinu ljúki haustið 1994 og mun húsið væntan- lega hýsa sýningar- og fyrir- lestrasali auk skrifstofa safnsins. Engin hækkun verður þó á 20 gramma bréfi innanlands, böggl- um innanlands né póstfaxþjón- ustu. Breytingarnar jafngilda því að gjaldskrár Pósts og síma hækki að meðaltali um 2%. Ekki eru fyr- irhugaðar neinar hækkanir á síma- þjónustu eða öðrum gjaldskrám stofnunarinnar. Bréfpóstur til útlanda verður um næstu mánaðamót og fram- vegis flokkaður í A-póst og B- póst. Burðargjaldið ræðst þá af flutningshraða og dreifíngartíma, segir í fréttatilkynningu frá Pósti og síma. Horfíð verður frá gömlu skiptingunni eftir innihaldi send- inga og því skiptir ekki lengur máli hvort sendingin er bréf, prentað mál, smápakki eða póst- kort. Slík flokkun hefur þegar verið tekin upp í nágrannalöndun- um. A-póstur nýtur forgangs í flutningi og allri meðhöndlun. Þó verður litið á allan almennan bréf- póst innanlands sem A-póst. Um næstu mánaðamót bætist við nýr 50 gramma þyngdarflokk- ur og burðargjald til Norðurlanda verður ekki lengur hið sama og innanlands. Þó verður hægt að senda 20 gramma bréf til Norður- landa fyrir sama burðargjald og áður, þ.e. 30 kr., með því að nota B-póst. I fréttatilkynningunni segir að íslenska póststjórnin hafi þurft að greiða talsvert með ákveðnum sendingum vegna hærri gjaldskrár á hinum Norðurlöndunurn í flest- um þyngdarflokkum. íslenska póststjómin hafi t.d. þurft að greiða 169 kr. með 400 gr bréfi sem sent er héðan til Noregs. Póstur og sími segir þessar breytingar nauðsynlegar til þess Tyrkneska forræðismálið Höfðað mál á hendur þingmanni öfgasinna HASÍP Kaplan, tyrkneskur lög- maður Sophiu Hansen, hefur höfðað mál á hendur Ökkes Sendiller, þingmanni öfgafullra múslima, fyrir að hvetja til múgæsings við þinghús í Istanb- úl rétt áður en tyrkneska for- ræðismálið var tekið þar fyrir 24. september síðastliðinn. Hann hefur einnig höfðað mál á hendur 4 mönnum sem höfðu sig hvað mest í frammi þegar Sophia, systkini hennar tvö og lögfræðingar komu til réttarins. Að sögn Sigurður Péturs Harð- arssonar, sem hefur aðstoðað Sophiu, er hugmyndin að hrinda af stað söfnunarátaki til stuðnings Sophiu dagana 2.-15. nóvember en kostnaður vegna málsins er nú kominn upp í um 15 milljónir króna. Forræðismálið verður tekið fyrir að nýju í Istanbúl 12. nóvem- ber. Sophia er í Istanbúl þar sem hún á samkvæmt dómsúrskurði að fá að hitta dætur sínar tvær á laugardag. að stofnunin geti staðið skil á 940 milljóna kr. greiðslu í ríkissjóð á næsta ári sem kveðið er á um í fjárlagafrumvarpinu. Þriggja ára ábyrgd BILL FBA HEKLU BOHGAH SIG IHl HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500 6 manna VW Tránsporter með palli Verð frá kr. 1.523.000 (m.vsk.) Kjörnir til hverskonar vörufiutninga og fólksflutninga □ Án vsk □ Bensín- eða Dieselhreyfill □ AfSstýri/Framhjóladrif □ 5 gíra handskipting/sjálfskipting □ Burðargeta 1-1,2 tonn □ Farþegafjöldi allt að 11 manns Lokaður VW Transporter Verð frá kr. 1.476.000 (m.vsk.) 3 manna VW Transporter meö palli Verð frá kr. 1.472.000 (m.vsk.) VINNUBILA Jytá VOLKSWAGEN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.