Morgunblaðið - 16.10.1992, Page 4

Morgunblaðið - 16.10.1992, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 Ólafur Ólafsson landlæknir Sextíu geðfatlaðir í reiðileysi Telur mikla hættu á að fjöldinn fari upp í 100 manns á skömmum tíma SEXTÍU nöfn eru á skrá Landlæknisembættisins yfir geðfatlaða einstaklinga í reiðileysi að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis. Lárus Helgason, yfirlæknir á geðdeild Landspítala, segir að með lokunum á Vífilstöðum og í Gunnarsholti verði fjöldinn kominn upp í um hundrað manns eftir nokkrar vikur. Hann segir að um 200 einstakl- ingar að auki þarfnist meiri aðstoðar en þeir njóti nú. Á fundi um málefni geðfatlaðra í gær kom m.a. fram að brýn þörf væri á úrbót- um í húsnæðismálum þessa hóps. Áætlanir eru um að leysa vanda 55-65 einstaklinga á næstu 3 árum. Ólafur Ólafsson, landlæknir, sagði að embættið hefði nöfn a.m.k. 60 geðfatlaðra í reiðileysi á skrá hjá sér. Margt af þessu fólki hefði verið á geðdeildum en við útskrift væri skortur á úrræðum. Mörg heimili og jafnvel sjúkrahús hefðu gefíst upp á sjúklingunum og ætti misnotkun þeirra á áfengi- og fíkni- efnum oft þátt í því. Biði þá ekki annað en reiðileysi á götum úti og vistun í fangelsum þessa hóps. Fram kom að flestir geðfatlaðra í VEÐUR reiðileysi væru á aldrinum 30-39 ára en 15 væru undir 30 ára. Ásta M. Eggertsdóttir, fram- kvæmdastjóri á Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, kynnti 3 ára áætlun í húsnæðismáium geðfatl- aðra. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir byggingu 15 félagslegra íbúða, óákveðnum íjölda vemdaðra íbúða, byggingu eða kaupum á 6 sambýlum og að komið verði á fót sérstökum áfangastað. Áætlað er að félagslegar íbúðir leysi vanda Morgunblaðið/RAX Frá fundi um málefni geðfatlaðra í reiðileysi. Á innfelldu myndinni er Ólafur Ólafsson landlæknir. 15 geðfatlaðra, sambýli 30 og áfangastaðir 10-20 á næstu 3 árum. Meðal þess sem Ásta lagði áherslu á var að skipuleggja þyrfti hús- IDAG kl. 12.00 Heimitd: Veðurstofa íslands (Byggt ó vedurspó W. 16.15 (gær) VEÐURHORFUR I DAG, 16. OKTOBER YFIRLIT: Á Grænlandshafi er heldur minnkandi 1.036 mb. hæð sem þokast suður. Við norðausturströnd Grænlands er 1.014 mb. smálægð sem hreyfist suðaustur. SPÁ: Norðan- og norðvestanátt, víðast gola eða kaldi, en stinningskaldi á stöku stað norðanlands og austan. Smáslydduél norðaustan til en víðast léttskýjað annarsstaðar. Hiti 2-7 stig að deginum en víðast frost að næturlagi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðlæg átt, dálftill strekk- ingur austast á landinu en fremur hæg vestanlands. Smáél á annesjum norðanlands og austan en annars staðar nokkuð bjart veöur, þó gætu smáói gert vart við sig suðvestanlands á sunnudag. Víða næsturfrost en yfirleitt 2-5 stiga hiti að deginum, hlýjast sunnanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.48, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. 0 *£ -'A & Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað 'V’ $ V Skúrír Slydduél Él f r r * f * f f * f f f f f * f Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld = Poka V FÆRÐA VEGUM: Sumarfæri er á öllum helstu þjóðvegum landsins. Ekki er vitað um færð á hálendisvegum á norðanverðu landinu, má þar nefna Sprengisandsveg norðanverðan, sem er: Eyjafjarðarleið og Skagafjarðarleið og ekki er vitaö um færð á Gæsavatnaleið. Kjalvegur og Fjallabaksleiðir, nyðri og syöri, eru snjólausar og sama er að segja um Lakaveg. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfína 91-631500 og f grænni línu 99-6315. Vegagerðfn. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 féttskýjað Reykjavík 3 léttskýjaö Bergen 6 léttskýjað Helsinki 4 rigning Kaupmannahöfn S skúr Narssarssuaq 1 þokuruðningur Nuuk 7 skýjað Osló 3 snjókoma Stokkhólmur 6 þokumóða Þórshöfn vantar Algarve 18 rigning Amsterdam 8 léttskýjað Bercelono 17 skýjaö Bertín 8 rigning Chicago 11 þokumóða Feneyjar 13 þokumóða Frankfurt 7 rigning Glasgow 9 skýjað Hamborg 8 skýjað London 9 léttskýjað Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 6 alskýjað Madrid 11 skúr Malaga 20 rigning Mallorca 21 skýjað Montreal 5 alskýjað NewYork 15 þokumóða Orlando 19 heiðsklrt Paris 11 skýjað Madeira 23 hálfskýjað Róm 19 léttskýjað Vín 8 hálfskýjað Washlngton 12 mlstur Winnipeg +2 skýjað næðið með tilliti til þarfa íbúanna og að við skipulagningu hverfa þyrfti að gera ráð fyrir sambýlum fatlaðra við þjónustumiðstöðvar. í máli Lárusar Helgasonar, yfír- læknis á geðdeild Landspítala, kom fram að á næstunni yrði lokað deild fyrir einstaklinga með áfengis- og geðræn vandamál á Vífílstöðum og hefði hún sinnt um 250 einstakling- um á ári. Ennfremur yrði Gunnars- holti með 40 vistmenn lokað. Hann sagði að í kjölfar þessara lokana fjölgaði hópi geðfatlaðra í reiðileysi úr 60 í um 100 eftir nokkrar vik- ur. Lárus benti einnig á að um 200 geðfatlaðir þyrftu á meiri aðstoð að halda en þeir fengju. Lena Hákonardóttir, fulltrúi í Samtökum aðstandenda, rakti þann vítahring sem geðfatlaðir lentu í þegar þeir fengju ekki aðstoð við hæfí. Ennfremur tók hún fram að misbrestur væri á því að aðstand- endum væri sagt hvaða aðstoð sjúklingum stæði til boða. Hún lagði áherslu á mikilvægi sjálfshjálpar- hópa og fram kom að unnið væri eftir 12 þrepa kerfí AA-samtak- anna. Fram kom sú hugmynd að tengja greiðslur almannatrygginga lyfjagjöf eða meðferð af einhveiju tagi. Síðastur talaði Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og kom í máli hans fram að 69 einstakling- ar í annarlegu ástandi eða geðveik- ir hefðu vistast hjá lögreglunni á síðasta ári. Oft eru sömu einstakl- ingamir vistaðir mörgum sinnum. Jónas lagði áherslu á að brýn þörf væri á úrbótum á vanda þessa hóps. „Réttarhöld“ Zur- offs fortn á málþingi - segir aðstoðarmaður dómsmálaráðherra ARI Edwald, aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar dómsmála- ráðherra, segir að ráðuneytið hafi ekki tekið neina afstöðu til yfirlýsinga Efraims Zuroff, for- stjóra Wiesenthal-stofnunarinn- ar í Jerúsalem, um meðferð máls Eðvalds Hinrikssonar. Zuroff hefur meðai annars lýst yfir að tii greina komi að stofnun hans haldi opinber „réttarhöld" yfir Eðvald hér á landi vegna meintra stríðsglæpa. „Uppákoma eins og Zuroff lýsir í samtali við Morgunblaðið sl. mið- vikudag hefur enga lögfræðilega þýðingu," sagði Ari í samtali við Morgunblaðið. „Þetta virðist bara vera eins konar form á málþingi. Ef hann semur til dæmis við hótel hér á landi er hann aufúsugestur. Þetta er fijálst land.“ Ari sagði að sú gagnrýni á störf Eiríks Tómassonar og Stefáns M. Stefánssonar, sem skiluðu áliti um mál Miksons, að þeir hefðu ekki reynt að meta sekt hans eða sak- leysi út frá fyrirliggjandi gögnum, missti marks. Lögfræðingarnir hefðu verið fengnir til að skoða lög- fræðilegar hliðar á því, hvort hefja ætti opinbera rannsókn eða ekki. Hefðu þeir ætlað að meta sekt eða sakleysi Eðvalds hefði það verið opinber rannsókn i sjálfu sér. • • Olvaður ók á strætisvagn UM KL. 11 í gærmorgun var bifreið ekið aftan á strætis- vagn í Vonarstræti og stakk ökumaðurinn bifreiðarinnar af, en hann var grunaður um ölvun. Að sögn lögreglu barst skömmu síðar tilkynning til lög- reglunnar um að ökumaðurinn væri annaðhvort ofurölvi eða í annarlegu ástandi í bifreið sinni í Kirkjustræti, en þegar lög- reglumenn komu á vettvang var bifreiðin farin. Hún fannst síðan mannlaus í Tryggvagötu nokkru síðar, en í gær hafði ökumaðurinn ekki fundist. Loðnu- off síldveiðar Bræla enn á miðunum UM 25 loðnu- og síldarskip eru á veiðum en lítið hefur fiskast undanfarna 2-3 daga. Geirfínnur Stefánsson, háseti á Háberginu GK, sagði að bræla hefði verið á loðnumiðunum síðustu tvo sólarhringa þegar talað var við hann um hádegisbil í gær. Skipið var þá statt norður af Sléttu. Að- spurður sagði Geirfinnur að litið sæist af loðnu og sú sem sæist stæði djúpt og erfitt væri að ná til henn- ar. Rúmlega 20 skip voru á loðnu miðunum í þokkalegu veðri. Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri á Sighvati Bjamasyni VE sagði að bræla hefði verið á síldar miðunum austur af landinu síðan i mánudag. Þó sagði hann að einhve; síld væri á miðunum. Það vantað einungis aðstæður til að ná henn upp. A bilinu 6-7 vindstig voru í síldarmiðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.