Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 11 Tatjana Nikolaéva Tatjana Nikolaéva Sýning á þjóðsagna- og ævintýramyndum Sænsk sýning í Slunkaríki Laugardaginn 17. október kl. 16.00 verður opnuð sýning í Slunkaríki, Aðalstræti 22, Isafirði, á verkum Karin Tiberg og Thorleif Alpberg frá Svíþjóð. Sýningin er samvinnuverk lista- mannanna og ber heitið „Lursong — bronze age echoes" og saman- stendur af skúlptúrum, málverkum og hljóði. Sýningin er „ísetnings- verk“ og hugleiðing um tímaskeið bronsaldar í Skandinavíu. Karin og Thorleif eiga margar einka- og samsýningar að baki, en þetta er fyrsta sýningin sem þau vinna sameiginlega. Sýningin stendur til 8. nóvem- ber. Slunkaríki er opið vikulega kl. 16.00-18.00 frá fimmtudegi til sunnudags. —...—...♦ ----- Sýning á kirkjumunum Á kirkjuviku í Áskirkju dag- ana 11.-18. október er opin sýn- ing á munum kirkjunnar pg skrúða i safnaðarheimili Ás- kirkju. Þar er margt kirkjugripa og list- muna af erlendum uppruna, flestir úr eigu Unnar heitinnar Ólafsdóttur kirkjulistakonu og Óla Magnúsar * ísakssonar eiginmanns hennar, en þau hjónin ánöfnuðu kirkju sinni þessum gripum. Höklar kirkjunnar og skrúði verða einnig til sýnis, en allur skrúði Áskirkju er verk Unnar Ólafsdótt- ur, ýmist saumaður af henni eða Ásdísi Jakobsdóttur eftir teikningu Unnar. Sýningin verður opin til 18. októ- ber kl. 15-19. Einnig eftir kvöld- samkomur í kirkjunni. ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Þegar tíminn hefur verið dreg- inn saman í eina minningu, lifa einstök augnablik ósnortin fölva gleymskunnar, augnablik, gædd óútskýranlegum mikilleik, sem fylkja fólki saman til eignar í víð- ernum fegurðarinnar. Eitt slíkt augnablik varð til fyrir íjörutíu árum, er ung og dökkhærð stúlka, Tatjana Nikolaéva, gekk inn í ljós- kringlu tímans og lék við hljóð- færið sitt og síðan þá, hafa allir viðstaddir ofið saman við þögn tímans, minninguna um list ungu stúlkunnar. Margir atburðir í lífi mannanna gleymast um leið og þeir eru liðn- ir, þurrkast út og verða óafturk- ræfir en þegar Tatjana hafði safn- að sér fjörutíu árum, kom hún aftur til okkar, inn í ljóshringinn á leiksviði íslensku óperunnar og minnti okkur á, að nálgun fegurð- arinnar er hafín yfir tíma, sam- mannleg og um leið guðleg að innra inntaki. Þegar mennirnir hafa illskast víð hvern annan, brotið bæi, brennt akra og meitt jafnvel börn sín, er undarlegt til þess að vita, að fólk komi saman og beini skynjun sinni að einum punkti og stari inn í endurspeglun fegurðar- innar, sem bergnumið væri. Nú er það Tatjana Nikolaéva, sem færir okkur þær gjafir, sem signd- ar voru af vitringunum, gjafir sem eru dýrastar i eigu mannsins, feg- urðin sjálf, stofnrót alls hins góða með manninum. Unga konan sem eitt sinn áði hér, kemur enn til okkar og þó tíminn hafi skorið henni aldurs- merki sín, er list hennar ung og jafn glitfögur sem fyrr. OPNUÐ hefur verið sýning í Safni Ásgríms Jónssonar á Bergstaðastræti 74 á þjóð- sagna- og ævintýramyndum eft- ir Ásgrím. Myndirnar eru bæði í eigu safnsins og Listasafns Islands. Sýndar verða margar þekktustu Orgeltónleikar í Akraneskirkju Laugardaginn 17. október held- ur Kjartan Sigurjónsson orgel- leikari einleikstónleika í Akra- neskirkju. Á efnisskrá eru orgelverk eftir Pachelbel, Buxtehude, Reger og Bach. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ------♦-------- Sýning á járn- og glerverkum Á morgun, laugardaginn 17. október, kl. 14.00 opnar Marta María Hálfdánardóttir sýningu á járn- og glerverkum í G.P. húsgögnum, Bæjarhrauni 12, Hafnarfirði. Þetta er fyrsta einkasýning Mörtu Maríu, en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og í Þýskalandi. Sýningin verður opin næstu tvær vikur á opnunartíma verslun- arinnar og á sunnudögum kl. 14.00-18.00. myndir Ásgríms, til dæmis Nátt- tröllið frá 1905, Fljúgðu, fljúgðu klæði frá um 1915 og Djákninn á Myrká frá 1931, auk fjölda vatns- litamynda úr huldufólkssögum. Einnig eru á sýningunni nokkr- ar af elstu olíumálverkum Ásgríms sem tengjast þjóðsagnaefni, þar á meðal Sturluhlaup, Feijumaðurinn og Sjórekið lík. Sýningin stendur til nóvember- loka. Safn Ásgríms Jónssonar er opið um helgar kl. 13.30-16.00. Einnig er tekið á móti gestum á öðrum tíma, sé þess óskað. ------♦ ♦ ♦ Magnús Kjart- ansson í List- munahúsinu Sýning Magnúsar Kjartansson- ar í Listmunahúsinu, Tryggva- götu 17, Reykjavík stendur nú yfir. Á sýningunni eru 18 verk frá árunum 1982-89. Aðalviðfangs- efni verkanna er „maður í ein- rúmi.“ Auk þess eru á sýningunni gögn er varða gerð verkanna, en uppistaða þeirra eru gamlar ljós- myndaaðferðir frá 1850- 60. Sýningin stendur til 18. októ- ber. Listmunahúsið er opið virka daga frá kl. 12.00-18.00, en á mánudögum er lokað. Metsölubladá hverjum degi! Kr- 22-000 MÝHERJA oN1®r°J1ooL trá W Nýherji blæs á svartsýnistalið ióðfélai sem heltekur þjóðfélaqið í daq. — “ ' Tbi “ r Þjc Til að hugur fylgi máli bjóðum við næstu daga fjöldann allan af skrifstofuvörum, tölvubúnaði, fylqihlutum og rekstrarvörum á áður óþekktu verði meðan birgðir endast. Komdu fyrir helgi í Nýherja og gerðu góð kaup. PAPP/rSTæta fra kr. 11.900 R TEIKNARAR frá kr. 10.000 REIKNIVÉLAR fra kr. 890 WYTT kreditkortatímabil hefst fimmtudaginn 15. október Ar ci ciRA OG FLEIRA S^SærJverbi Auk þess verslunarvogir, vörumerkingaprentarar, diskettur, hugbúnaður og ýmsir íhlutir fyrir tölvur á einstöku veroi. Allir fylgi- og aukahlutir fyrir almennan skrifstofubúnað seldir með 20% afslætti. NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SÍMI 69 77 00 AUtaf skrefi á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.