Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 20

Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 Fundahöld um vanda atvinnuveganna Atburðarásin hef- ur eiginlega tekið af okkur völdin - segir formaður VSI „ÉG held að við séum að nálgast mjög hratt og að bæði vinnuveit- endur og launþegahreyfingin geri sér vel grein fyrir því hversu alvarlega fyrirtækin eru stödd. Allir áttu von á erfiðu hausti en atburðarásin hefur eiginlega tekið af okkur völdin,“ segir Magn- ús Gunnarsson, formaður VSÍ, um þær viðræður sem átt hafa sér stað að undanförnu milli aðila vinnumarkaðarins um leiðir til bjargar sjávarútveginum og öðrum atvinnugreinum. Magnús segir að þegar í stað verði að gripa til aðgerða sem felist í lækk- un skatta, raforkuverðs og annarra kostnaðarliða fyrirtækjanna ásamt lengingu lána. Forsætisráðherra sé nú að láta vinna að úttekt á hvernig megi standa að frekari lánalengingu hjá lána- stofnunum og sjóðum. Magnús sagði að til viðbótar kvótasamdrætti hefði afurðaverð farið lækkandi að undanförnu og margar atvinnugreinar í sjávarút- vegi og iðnaði einnig orðið illa fyrir barðinu á gengisbreytingun- um annarra gjaldmiðla. „Á síð- ustu dögum hefur svo bæst ofaná að illa gengur að selja síld og okkur er sagt að olían sé að hækka. Þegar þetta er alit lagt saman horfast menn í augu við að eitthvað þurfi að koma til til- tölulega fljótt ef menn eiga ekki hreinlega að missa vonina um að geta haldið áfram," sagði hann. „Fyrstu átta mánuði ársins varð tæplega 20% samdráttur í veiðum og ljóst er að síðustu sex vikur hafa verið mun verri en menn hafa áður upplifað á þessum árstíma. Þetta setur á þrýsting að finna einhveijar leiðir til bjarg- ar. Ef það gengur ekki upp er mjög hætt við að fleiri fyrirtæki en þau sem verst eru stödd fari að lenda í greiðsluerfiðleikum." Skattahækkanir tekjuhærri einstaklinga Magnús var spurður hvort „sænska leiðin“ svokallaða væri höfð að fyrirmynd um víðtækt samráði og niðurfærslu kostnað- arliða. „Fyrst og fremst er verið að tala um að menn verði að snúa bökum saman og sameinast um einhveija leið sem sé ásættanleg fyrir alla. Það er ljóst að fyrirtæk- in eru að taka á sig gífurlega skelli og ríkisvaldið, sveitarfélögin og einstkalingarnir verða að vera með í ráðum,“ svaraði hann. „Menn eru ekki að tala um launalækkanir heldur fyrst og fremst kostnaðartilfærslur og það er alveg ljóst að þær munu vafalít- ið þýða skattahækkanir, að minnsta kosti fyrir suma, þannig að þeir sem eru tekjuhæstir þurfi að leggja meira til en aðrir,“ sagði Magnús „Mér finnst ánægjulegt að stjórnarandstaðan hefur gefið í skyn að hún sé tilbúin til að ræða þessi mál af fyllstu alvöru þótt það eigi eftir að verða mjög erfitt pólitískt að koma öllum þeim málum í gegn sem þessu yrðu að fyigja. 3-5 ára erfiðleikatímabil Ef þróunin verður eins og spáð er í dag erum við að tala um þriggja til fímm ára erfiðleika- tímabil. Það er mín skoðun að við þurfum _að fara í þríþættar að- gerðir. í fyrsta lagi þurfum við að lækka kostnað fyrirtækjanna svo þau séu betur samkeppnisfær. Ríkisvaldið verður að taka sig á í ríkisfjármálunum. Sex milljarða halli fjárlagafrumvarpsins, sem gæti endað í átta til tíu milljarða halla þegar frumvarpið er búið að fá meðhöndlun í þinginu er þveröfug stefna við þá stöðug- leika- og gengisstefnu sem ríkis- stjómin segist vilja stefna að. í öðm lagi höfum við ekki neinn tíma til að veltast lengur með ýmsar af þeim grundvallarbreyt- ingum sem við þurfum að gera í sjávarútvegi, landbúnaði og í rík- isrekstri. Við eigum að hætta að tala um niðurskurð og fara í upp- skurð í ríkiskerfínu. Við verðum líka að flýta sameiningu sveitarfé- laga. Það hlýtur að þýða minnk- andi tekjur og þau verða því að fínna leiðir til þess að spara. Hjá atvinnurekendum erum við einnig Magnús Gunnarsson formaður VSI. að tala um að sameina hagsmuna- samtökin og fækka þeim til að spara kostnað sem þar liggur og verkalýðsfélögin verða að taka til skoðunar þá tillögu sem kom ný- lega fram fyrir austan að fækka verkalýðsfélögunum og minnka reksturinn, sem þýðir þá að fé- lagsgjöldin minnka." Sagði hann að þegar við værum nú að koma út úr verðbólguþok- unni kæmi í ljós að öll yfírbygging ríkisins og samtaka vinnumarkað- arins væri óhemjumikil og ekki yrði sársaukalaust að hreinsa til en slíkt væri óumflýjanlegt. „Hvað höfum við til dæmis að gera með 66 lífeyrissjóði eða 200 sveitarfélög, fjölmörg hagsmuna- samtök atvinnurekenda eða öll þessi verkalýðsfélög. Við þurfum líka að fara inn í ríkisreksturinn og fara í uppskurð í stað niður- skurðar til að kanna hvort þörf sé á öllum þeim rekstri sem ríkið stendur í í dag.“ Grundvallarbreytingar af þessu tagi þýða ekkert annað en fækkun starfa, að sögn Magnúsar, og því þyrfti samhliða að gefa fólki ein- hveija framtíðarsýn sem efldi því von um að hægt verði að búa í landinu í framtíðinni. „Þá verðum við að fara af miklu meiri krafti en við höfum gert fram að Jaessu í að selja orkuna og kynna Island sem áhugaverðan kost til fjárfest- ingar,“ sagði hann. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hittu forsætisráðherra og sjávar- útvegsráðherra á fundi á miðviku- dag til að ræða vanda sjávarút- vegsins. „Það varð engin niður- staða á fundinum en menn ræddu meðal annars um þessi vandamál og um áframhaldandi útfærslu á lánalengingu. Það varð samkomu- lag um að halda áfram að ræða það,“ sagði Magnús að lokum. Borgarfulltrúi gekk út af fundi borgarstj órnar ÓLÍNA Þorvarðardóttir, fulltrúi Nýs vettvangs, vék af fundi borgar- stjórnar í gærkvöldi eftir að hafa reiðst ummælum borgarsljóra. Þetta gerðist í umræðum um tiliögu hennar þess efnis að borgarstjórn sam- þykkti að hætta að veita áfengi og tóbak í síðdegisboðum borgarinnar á virkum dögum. Of snemmt er að afskrifa Spasskíj Markús Örn Antonsson borgar- stjóri viðhafði þau ummæli að mál- flutningur Ólínu einkenndist af skin- helgi sem væri ríkur þáttur í eðlis- fari borgarfulltrúans og komið hefði fram við mörg tækifæri á þessum ÞORSTEINN Bjarnason verður þjálfari 2. deildar liðs Grindavík- ur. Frá þessu var gengið í gær. Þorsteinn, sem hefur leikið í marki Grindavíkurliðsins undanfarin 3 ár, tekur við liðinu úr höndum Bjarna Jóhannessonar sem hefur verið ráð- inn aðstoðarþjálfari Fram. Þorsteinn sagði að sér litist vel á verkefnið sem framundan er. „Eg á vettvangi. Tillagan sem Ólína mælti fyrir var á þá leið að borgarstjóm samþykkti að hætta að veita áfengi í þeim síð- degisboðum borgarinnar sem bæri upp á rúmhelga daga vikunnar. von á að halda svipuðum mannskap og síðasta ár auk þess sem von er á strákum úr yngri flokkum félagsins sem lofa góðu. 18 ára reynsla mín úr boltánum hjálpar mér í þessu verk- efni sem er verðugt." Þorsteinn kvaðst reikna með því að spila áfram í markinu meðan hann kæmist í liðið. - FÓ Sömuleiðis að hætta ölllum tóbaks- veitingum í veislum og á borgar- stjómarfundum. Þá myndi borgar- stjóm samþykkja að starfsnefndum á vegum borgarinnar yrði héðan í frá óheimilt að veita áfengi nema sérstök tilefni væru til gestaboða og þá einungis með samþykki borgar- stjóra eða þess embættismanns sem hann fæli ákvörðunarvald þar um. Eftir ummæli borgarstjóra fór Ólína Þorvarðardóttir fram á afsök- unarbeiðni hans eða að forseti borg- arstjórnar myndi ávíta hann fyrir þau. Borgarstjóri sagðist ekki hafa átt við persónuna Ólínu sem slíka, heldur einungis verið að vísa til málflutnings hennar í þessu tilviki. Ólína vék samt sem áður af fundi. Samþykkt var frávísunartillaga meirihlutans við tillöguna þar sem segir að veitingar á vegum borgar- stjórnar séu á ábyrgð gestgjafa og sú venja hafí ríkt að þeir ákveði hvað á boðstólum sé hverju sinni. Reynslan af því fyrirkomulagi sem gilt hafi gefi ekki tilefni til breytinga. Skák________________ Karl Þorsteins ÞAÐ ER of snemmt að afskrifa Spasskíj í einvíginu gegn Bobby Fischer. Það sýndi hann í gær þegar hann stýrði hvítu mönn- unum af mikilli fími til sigurs í tuttugustu einvígisskákinni. Staðan í einvíginu er nú sjö vinningar gegn fjórum Fischer í hag. Fischer hlýtur að naga sig í handarbökin fyrir að missa auð- unna stöðu í nítjándu einvígis- skákinni niður í jafntefli og svo virtist sem hann kæmist aldrei í gang í skákinni í gær. Byrjunin var sikileyjarvöm, sem Fischer hefur ekki haft tök á að tefla í tvo áratugi, opinberlega a.m.k. Spasskíj kaus að fara fátroðnar slóðir í byijuninni og skákin þró- aðist fremur rólega framan af. Eins og algengt er í sikileyjarvörn hóf hvítur sóknaraðgerðir á kóngsvæng á meðan svartur leit- aði færa á drottningarvæng. Með skemmtilegum liðstilfæringum kom Spasskíj mönnum sínum fyr- ir á góðum reitum í miðtaflinu og þegar Fischer fórnaði peði átti Spasskíj öflugt mótsvar. Skyndi- lega stóðu öll spjót á svörtu stöð- unni og Fischer fann engin ráð, hann þurfti að gefa skiptamun og Spasskíj innheimti vinninginn af miklu öryggi nokkrum leikjum síðar. Tuttugasta og fyrsta skákin í einvíginu verður tefld á laugar- daginn og þá stýrir Fischer hvítu mönnunum. Hvítt: Borís Spasskíj. Svart: Bobby Fischer. Sikileyjarvörn 1. e4! Spasskí hefur hafið taflið með drottningarpeðinu hingað til í ein- víginu. Nú gefur hann Fischer kost á sikileyjarvörn, byijun sem Fischer var öllum skákmeisturum snjallari í fyrir tveimur áratugum. Byijunina teflir Spasskíj svipað og Fischer hefur gert í tveimur síðustu viðureignum með hvítu mönnunum. I. - c5, 2. Re2 - Rf6, 3. Rbc3 — e6, 4. g3 — Rc6, 5. Bg2 — Be7, 6. 0-0 — d6, 7. d3 — a6, 8. a3 - Dc7, 9. f4 - b5, 10. Khl - 0-0. Skákin fer rólega af stað. Báð- ir keppendur ljúka liðskipan og meðan hvítur hefur sóknaraðgerð- ir á kóngsvæng liggja færi svarts fremur á drottningarvæng. II. Be3 - Bb7, 12. Bgl - Hab8,13. h3 - Ba8,14. g4 - b4, Síðasti leikur svarts var gagn- rýndur. 14. — Rd7 er líklega ná- kvæmari leikur. 15. axb4 — cxb4, 16. Ra4 — Rd7, 17. Dd2 - Hfc8, 18. b3 - a5, 19. g5 - Bf8, 20. Ha2 - Re7 21. Rd4. Hvítur kemur mönnum sínum fyrir á góðum reitum og ef riddar- inn á a4 kæmist óáreittur til c4 með millihoppi á b2-reitnum stæði hvítur mun betur að vígi. Nú kom vel til greina fyrir Fischer að leika 21. — e5 eða 21. — d5!?. Við síðar- nefnda leiknum gæti áframhaldið orðið 22. f5 — dxe4, 23. fxe6 — fxe6, 24. Rxe6 — De5 og staðan er mjög óljós. Með næsta leik veikir svartur kóngsstöðuna. 21. - g6, 22. Rb2 - Bg7, 23. Rc4 — d5. Fischer fórnar peði sem lítur vel út í fyrstu. 24. Rxa5 — dxe4, 25. dxe4 — e5, 26. Re2! Spasskíj teflir skákina mjög vel. Þrátt fyrir að hvítu riddaran- ir virðast standa fremur illa á e2 og a5 er ekki allt sem sýnist. Hvítur er peði yfir og nú væri 26. — Rc5 einfaldlega svarað með 27. De3. 26. — exf4, 27. Rxf4 — Re5, 28. Rd3 - Hb5?, 29. Rxe5 - Dxe5, 30. Rc4 Skyndilega eru hótanir svarts óveijandi. Svártur setur á svörtu drottninguna og hótar einnig að leika riddaranum til d6 eða b6 eftir atvikum. 30. — De6 væri einfaldlega svarað með 31. Rd6 — Hd8, 32. Hxa8! og hvítur vinnur mann. 31. — Bc3 væri engu skárra eftir 32. Df4. Svartur verð- ur því að gefa skiptamun án nokk- urra mótfæra. 30. - Dxg5 31. Be3 31. Dxg5 - Hxg5, 32. Rb6 vinnur einnig eftir t.d. 32. — Hxg2, 33. Rxc8 — Bxe4, 34. Rxe7+ - Kf8, 35. Hf4. 31. - Dh4, 32. Rd6! - Bc3, 33. Df2 - Dxf2, 34. Hxf2 - Hbb8, 35. Rxc8 - Hxc8, 36. Ha7 - Kf8, 37. Bh6+ - Ke8, 38. Bg5 - f6, 39. Bxf6 - Hxf6, 40. Hxf6 - Bc6, 41. Kgl - Bd7, 42. Hd6 - Bc6 43. Bfl og Fischer gafst upp. Frábær frammistaða Margeirs í Tilburg Margeir Pétursson gerði jafn- tefli við enska stórmeistarann Nigel Short í sextán leikjum í síð- ari einvígisskák þeirra á skákmót- inu í Tilburg í gær. Þeir þurfa því að mætast í tveimur skákum með styttri umhugsunartíma í dag til þess að útskurða um hvor þeirra kemst í 16 manna úrslit í mótinu. Á mótinu er teflt eftir útsláttar- fyrirkomulagi og þar hófu keppni allir sterkustu skákmeistarar heimsins að undanskildum heims- meisturunum. Níu keppendur hafa þegar tryggt sér sætj í 16 manna úrslitum. Þeir eru: ívant- sjúk, Júsupov, Gelfand, Kortsnoj, Vyzmanavin, Nikolic, Sveshnikov, Adams og Kovalev, en um hin sjö sætin verður teflt í dag. Deildakeppni Skáksambands íslands, Sparisj'óðskeppnin Um helgina hefst deildarkeppni Skáksambands Islands, sem heitir nú Sparisjóðskeppnin. Alls eru skráðar til keppni þijátíu og sex skáksveitir í fyrstu, annarri og þriðju deild, og hafa aldrei verið fleiri sveitir skráðar til leiks. Rúm- lega tvö hundruð og þijátíu skák- menn munu því sitja að tafli í hverri umferð. Fyrsta umferð verður tefld í salarkynnum Taflfé- lags Reykjavíkur í Faxafeni 12 kl. 20 í kvöld, önnur umferð hefst kl. 10 á laugadaginn, þriðja um- ferð kl. 17 og fjórða umferð hefst kl. 10 á sunnudagsmorguninn. Stefnt er að því að síðari hluti deildakeppninnar verði tefld helg- ina 27.-29. mars nk. Þorsteinn þjálfar í Grindavík Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.