Morgunblaðið - 16.10.1992, Page 21

Morgunblaðið - 16.10.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 21 Atvinnuleysi í júlf til september 1992 Hluttall atvlnnulausra af heildarvinnuatll. Á höfuðborgarsvæðinu standa 1.867 atvinnulausir á bak við töluna 2,4% í september og fjölgaði um 70 fra því i ágúst. Alls voru 3,634 atvinnu lausir á landinu öllu í septembert og hefur fjölgað um 215 frá því i ágúst IANDSBYGGÐIN 3,114 2,854 2,7 r~ 6Í% 5,0% 4.9 J Á s Atvinnuleysi vex í öllum landshlutum nema á Vesturlandi ATVINNULEYSI í september óx í öllu landshlutum frá ágústmánuði nema á Vesturlandi þar sem það minnkaði verulega frá fyrri mánuði. Hins vegar var atvinnuleysi í júlí víða meira en það var í september. Farmanna- og fiskimannasambandið Niðurskurði á fjárveitingum til Landhelgisgæslu mótmælt Sambandsstjórn Farmanna- og fiskimannasambandsins hefur mót- mælt niðurskurði á fjárveitingum til Landhelgisgæslunnar sem fyrir- hugaður er samkvæmt fjárlagafrumvarpinu og tillögum um að leggja varðskipinu Óðni. Stjórnin skorar á dómsmálaráðherra og ríkisstjórn- ina að beita sér fyrir því að Óðinn verði gerður út allt árið 1993 ásamt hinum tveimur varðskipunum, og á engan hátt verði dregið úr starfsemi stofnunarinnar. Á fundi sambandsstjómar FFSÍ var samþykkt ályktun þessa efnis. Þar kom einnig fram, að á síðustu tveimur árum hafi fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar verið skomar niður um 17% að raungildi. „Það er fráleit hugmynd að leggja einu af þremur varðskipum Landhelgisgæslunnar og skera skipastól hennar niður um 'Aen þar með hefur Landhelgisgæslan misst tvö af fjórum skipum sínum á um- liðnum 10 árum. Á sama tíma hef- ur þjónusta stofnunarinnar við 100 ára afmælishátíð Innri-Hóhnskirkju FYRR á þessu ári varð Innra- Hólmskirkja 100 ára og verður afmælisins minnst með kirkjuhá- tíð næstkomandi sunnudag. Kirkjan var vígð 27. mars 1892 af séra Guðmundi Helgasyni, prófasti í Reykholti, sem var afa- bróðir núverandi biskups ís- lands. Kirlgusmiður var Jón Mýr- dal rithöfundur. í samtímaheimildum er sagt, að kirkjan sé traust og vandað hús að stærð 14x10 álnir. Kirkjan er úr timbi, en á árunum 1950—1953 var steypt utan um hana og forkirkja byggð. Að innan er kirkjan að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð. Milligerð af tré með þremur bogum er milli kórs og framkirkju. Kirkjan er fagurt Guðs hús. Skreyt- ingar á kórgafli og hvelfingu eru eftir Gretu og Jón Björnsson. Alt- aristafla kirkjunnar er eftir Jóhann- es Kjarval. Á þessu ári og í fyrra hafa farið fram miklar endurbætur á kirkjunni að utan og er hún öll nýmáluð. Fyrir tveimur árum var tekið í notk- un lítið þjónustuhús á lóð kirkjunn- ar. Hátíðarmessa verður í kirkjunni á sunnudaginn kl. 14. Biskup Is- lands, herra Ólafur Skúlason, préd- ikar. Sóknarpresturinn, séra Jón Einarsson, prófastur í Saurbæ, og séra Bjöm Jónsson á Akranesi, þjóna fýrir altari. Kirkjukór Innra- Hólmskirkju syngur. Einsöngvari er Laufey Helga Geirsdóttir. Organ- isti kirkjunnar er Kristjana Hös- kuldsdóttir. Að lokinni hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni býður sóknarnefndin til kaffísamsætis í Félagsheimilinu Miðgarði og verður þar fjölbreytt dagskrá. Sóknarnefnd Innra-Hólmskirkju skipa: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ásfelli, formaður, Ingileif Daníels- dóttir, Ytra-Hólmi, og Jón Stefáns- son, Hnjúki. Safnaðarfulltrúi er Sæmundur Helgason, Galtarlæk, og verður við messuna frumfluttur sálmur eftir hann. (Fréttatilkynning) fiskiskipaflotann stóraukist og ásókn erlendra fiskiskipa til veiða bæði innan og á mörkum fískveiði- lögsögu okkar hefur aukist til muna, en þar er um að ræða loðnu- veiði Norðmanna samkvæmt milli- ríkjasamningi og karfaveiðar fiski- skipa frá ýmsum þjóðum rétt utan lögsögunnar á Reykjaneshrygg, suðvestur af landinu, rækjuveiðar útlendinga á Dohmbankasvæðinu og síldveiðar útlendinga norðaustur af landinu," segir orðrétt í ályktun- inni. Einnig er bent á, að ráðgert sé að veita fískiskipum Evrópubanda- lagsins veiðiheimildir innan físk- veiðilögsögu íslands, í tengslum við aðild íslands að Evrópska efnahags- svæðinu. Og á undanförnum ámm hafí æ meiri sókn erlendra físki- skipa verið allt í kring um auðlind íslendinga. Það væri þyí full seint í rassinn gripið og erfítt að byggja upp Landhelgisgæsluna ef á þyrfti að halda, ef nú sem fyrr yrði höggv- ið stórt skarð í starfsemi hennar. CARDIA UVJNAMn NÁTTÚRUAFURÐ SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAMHJÁ SÉR FARA Gott á brauðið, í baksturinn, í sósuna, í súpuna, í teið eða í flóuðu mjólkina. CARDIA-hunang stendur alltaf fyrir sínu. A/ÁTTÚRtí^ ♦ ♦ ♦ Bandamanna- saga í Nor- ræna húsinu SÍÐASTA sýning verður laugar- daginn 17. október kl. 14 á Bandamannasögu í Norræna húsinu. Nokkrar sýningar hafa verið á sjónleiknum nú í vikunni fyrir almenning og skólafólk en nú er síðasta tækifærið að sjá þennan gamanleik. Leikhópurinn Bandamenn em á förum til Vaasa í Finnlandi þar sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu. Bandamannasaga var fmmsýnd á Listahátíð í júní. Sveinn Einarsson samdi verkið sem er byggt á sam- nefndri fornsögu sem talin er rituð á 13. öld. I leikhópnum eru 6 leikarar: Borgar Garðarsson, Jakob Þór Ein- arsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, Felix Bergsson, Ragnheiður E. Arn- ardóttir og Guðni Franzson, sem sér um tónlistina í verkinu og leikur með í hópnum. Leikstjóri er Sveinn Einarsson og meðleikstjóri og sýn- ingarstjóri er Þómnn Magnea Magnúsdóttir. Aðgöngumiðar era seldir við innganginn. Tegund Stærð Verð áður Afsláttur Verð nú Veggflísar 15x20 1.775,- 20% 1.420,- Veggflísar 20x25 2.490,- 25% 1.837,- Gólfflísar 20x20 1.970,- 20% 1.576,- Gólfflísar 25x25 1.970,- 20% 1.576,- Gólfflísar 30x30 2.150,- 25% 1.612,- AFGANGAR MEÐ 40% AFSLÆTTI Opið laugardag kl. 10-13. LITAVER Raðgreiðslur til 18 mánaða GrensáSVegÍ 18, SÍIHÍ 81S444 M8210

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.