Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 23 . í skóla í Hamborg hefur verið brugðið á það ráða að innrétta útrásarherbergi fyrir krakkana til þess að árásargirnin fari í skaðlausan farveg. Upplausnarástand í þýskum barnaskólum Hömlulaus valdbeiting rakin til sjónvarpsgláps og brenglaðs gildismats OFBELDI hefur færst mjög í vöxt í þýskum skólum. Þeir voru áður ímynd aga og vinnusemi en nú ríkir þar upplausn, ef marka má umfjöllun í þýska vikuritinu Der Spiegel. Sérfræðing- ar segja að börnin venjist við ofbeldi í sjónvarpinu og oft skorti þau alia réttlætiskennd. Einnig sé komin fram ný kynslóð for- eldra sem láti undir höfuð leggjast að kenna börnum sínum að þekkja sönn siðferðileg og andleg verðmæti. Auðvitað eru ryskingar á skólalóðinni ekkert nýmæli. En miskunnarleysið er meira en áð- ur. „Barsmíðarnar eru öðruvísi en áður,“ segir Willi Pietsch, lög- reglumaður í Stuttgart, sem vinnur að rannsókn ofbeldis- glæpa unglinga. Fyrir tíu árum hefðu unglingar hætt að berja á fórnarlambi þegar byrjaði að blæða úr nefi þess, segir hann, en núna er það bara byijunin, áður en „gengið er frá“ viðkom- andi. Ofbeldisbylgjan hefur legið í þagnargildi til skamms tíma. Kennarar virðast feimnir við að viðurkenna hve ráðþrota og úr- ræðalausir þeir eru í raun. En tölurnar tala sínu máli. I einum skóla í Frankfurt sögðust 38% nemendanna bera vopn. Fræðslu- skrifstofa Frankfurt-borgar bað nýlega um upplýsingar frá 158 skólum borgarinnar um ofbeldis- tilfelli. Frá kennurum komu til- kynningar um 130 tilfelli þar sem valdbeitingin var meiri en gat talist eðlilegt í leik bama. Það var ógnvekjandi hve hömlulaus bömin voru og afleiðingarnar voru jafnvel alvarleg líkamleg meiðsl eða geðrænt tjón, eins og segir í skýrslu fræðsluskrifstof- unnar. Börnin einfaldlega rasa út Starfsfólk skólanna hefur hvað mestar áhyggjur af því hve skeytingarlaus börnin eru. Það gerðist t.d. í barnaskóla í Frank- furt að sjö ára gömul telpa lamdi höfði jafnöldru sinnar svo oft við vegg að sú síðarnefnda hneig meðvitundarlaus til jarðar. Margir halda því fram að ræt- ur ofbeldisins liggi djúpt. Aðrir segjast ekki sjá neinar orsakir, ofbeldið sé tilefnislaust. Börnin einfaldlega rasa út, segir Steph- an Steier, kristinfræðikennari í Frankfurt. Kennarar benda á að það sé afar erfitt og jafnvel ómögulegt núorðið að leiða börn- unum fyrir sjónir ranglætið í of- beldisverkunum. Mörg börn eigi mjög erfitt með að setja sig í spor annarra. Þau séu afar sjálf- hverf og ekki unnt að ná til þeirra með samræðum. Gemot Jochheim uppeldis- fræðingur bendir á að fyrir marga sé neikvæð reynsla betri en engin. Monika Högner, kenn- ari í bamaskóla í Kiel, telur að tilfinningalíf margra barna sé í slíkri rúst að þau vilji fá það stað- fest með framferði sínu að þau geti ennþá upplifað einhveijar tilfinningar. Sérlega hvekkt á mánudögum Margir skólamenn vilja kenna foreldrunum um andlegt ástand barnanna. Atvinnuleysið, efn- hagsástandið og fortíðin almennt ! í austurhluta Þýskalands hefur haft sín áhrif á fjölskyldur þar. En í vestri sjá menn líka merki um að foreldrar bregðist bömum sínum. „Það kemur fyrir að börn- in em send veik í skólann bara til þess að um þau sé séð...Börn- in eru miklu meiri einstæðingar en áður,“ segir Wolfgang Reich- herzer, skólastjóri í Stuttgart. Aðrir benda á að útbreiðsla skiln- aða hafi sín áhrif. Börnin flytji ofbeldið sem þau upplifi í tengsl- um við slíka atburði með sér í skólann. Margir nemendur séu sériega hvekktir á mánudögum. Þá hafi þeir reynt eymd fjöl- skyldulífsins í samþjöppuðu formi yfir helgina. Sjónvarpið elur upp Eins og gefur að skilja bera börnin þess merki ef faðir eða stjúpfaðir beitir móðurina of- beldi. En jafnvel börn venjulegra friðsamlegra foreldra hafa bren- glað tilfinningalíf og gildismat. Oft þekkja þau ekki sönn gildi því þau hafa ekkert lært í þá veru heima fyrir. Þeim er séð fyrir efnislegum gæðum en ekki andlegum eða siðferðilegum. Foreldrarnir kunna ekki að gera greinarmun á hörkulausu uppeldi og uppeldisleysi. Kristinfræði- kennarinn Steier telur að sjón- varpið hafi tekið við því hlutverki foreldranna að miðla gildum til barnanna. Þar birtist þeim sýnd- arheimur þar sem meginboðskap- urinn er: Sá, sem ekkert á, er ekki neitt. Sjónvarpið býður líka upp á allt að 70 morð á dag en fyrir fimmtán árum þurfti að horfa í viku til að sjá 80 morð. Fjölmiðla- fræðingar eru sammála um að ofbeldið sem börnin sjá á skján- um hafi áhrif á þau. Sumir ganga svo langt að segja að skynjun barnanna breytist. Það sem al- mennt hafi vakið viðbjóð manna hingað til sé að verða jákvætt í augum barnanna. Atvmnuleysi 10% í Bretlandi Rúmlega 32.000 misstu atvinnu sína í september jAindúnum. Reuter. TIUNDI hver vinnufær maður í Bretlandi er án atvinnu og atvinnu- leysi hefur vaxið með mánuði hverjum þar í landi í tæplega tvö og hálft ár. Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð var opinber í Lundúnum í gær. I septembermánuði misstu 32.200 manns vinnu sína og er nú svo komið að tvær milljónir átta hundruð og fjörutíu þúsund Bretar eru án atvinnu. Hagfræðingar í Lundúnum sögðu í gær að engin teikn væru á lofti um að draga myndi úr atvinnuieysi í Bretlandi. Þvert á móti virtist sýnt að það myndi enn fara vaxandi. Sér- fræðingamir rökstuddu þetta álit með því að vísa til efnahagskrepp- unnar sem ríkt hefur í Bretlandi undanfarin tvö ár og þeirrar ákvörð- unar stjómvalda að loka 31 kola- námu á næstu sex mánuðum. Mest varð atvinnuleysið í júlímán- uði 1986 er þrjár milljónir og eitt hundrað þúsund manns voru án at- vinnu, samkvæmt opinberum skýrsl- um. Hagfræðingur einn sagði í sam- tali við -Reuters-fréttastofuna að ástandið væri að sönnu skuggalegt. Tölurnar segðu sína sögu, 1.000 manns væri að jafnaði sagt upp á degi hveijum, innan árs yrði atvinnu- leysið orðið meira en í júlí 1986 og héldi þessi þróun áfram yrðu 3,5 milljónir manna án atvinnu i Bret- landi árið 1994. Lokun námanna mun kosta um 30.000 manns vinnuna en talið er að sú tala verði á endanum mun hærri þar sem þjónustufyrirtæki áf ýmsum toga í kolaiðnaði muni aug- Ijóslega lenda í erfiðleikum. Ákvörð- un breska ríkiskoiafélagsins að loka 31 námu af 50 hefur verið harðlega gagnrýnd. Hafa stuðningsmenn jafnt sem andstæðingar ríkisstjórnar Johns Majors forsætisráðherra lýst yfír furðu sinni að gripið sé til þess háttar ráðstafana á slíkum erfið- leikatímum. Hafa þær raddir heyrst að sú áhersla sem stjórnvöld leggi á að halda verðbólgu niðri sé röng. Ríkisstjórninni beri þvert á móti að leita leiða til að hleypa nýju lífi í efnahagslífið á krepputímum sem þessum. Hafa talsmenn atvinnurek- enda hvatt til vaxtalækkunar í þessu skyni en hagfræðingar sem Reuters- fréttastofan ræddi við kváðust ekki fá séð að vextir yrðu lækkaðir í þess- um mánuði. ------♦ ♦ ♦----- Litháen Leki í kjarn- orkuveri Stokkhólmi. Reuter. GEISLAVIRKUR leki hefur orðið í kjarnakljúfi í Litháen og verið er að loka honum, að því er sænska kjarnorkueftirlitsstofnun- in SKI skýrði frá í gær. Útvarpið i Litháen sagði að íbúum í grennd- inni stafaði engin hætta af lekan- um. Talsmaður stofnunarinnar, Gun- illa Wunsche, sagði að lekinn hefði orðið í Ignalina-kjamorkuverinu í Litháen en ekki væri vitað hversu alvarlegur hann væri. „Þetta er gufu- leki og hann virðist einskorðast við orkuverið sem stendur," sagði hún. „Það er of snemrnt að meta hvort hætta hafí skapast utan orkuversins og í nágrannaríkjunum." Glæsilegt úrval af höfuðfatnaðl á dömur og herra SK 5- ■r A jr . . æt GLÆSIBÆ • SÍMI812922 hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.