Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 37 fclk í fréttum LÆRDÓMUR Fræðst um Njálu Eldri borgarar fjölmenntu á fyrirlest- ur um Njálssögu í Risinu s.l. þriðju- dag. A annað hundrað manns mættu á fyrirlestur Jón Böðvarssonar. Morgunblaðið/Sverrir VEITINGAHÚS Gestakokkur •• á Ommu Lú Tómas Tómasson veitingamaður á Ömmu Lú og David Burke, yfirmat- reiðslumeistari á „Le Pont de la To- ur“, en hann verður gestakokkur í eldhúsi Hauks Víðissonar á Ömmu Lú nú um helgina. Veitingahúsið „Le Pont de la Tour“ er af mörgum sælkerum talið í hópi bestu veitingahúsa Englands, en það er stað- sett við Tower brúna í Lundúnum. Einn af eig- endum þess er Sir Terence Conran, eigandi Habitat verslananna, sem dreifðar eru víða um heim. „Le Pont de la Tour“ er veit- ingastaður með frönsku yfirbragði, svo sem nafnið bendir til, og er einkum þekkt fyrir fjölbreyttan og síbreytilegan matseðil, sem yfirmatreiðslumeist- arinn, David Burke, sem reyndar er einnig meðeig- andi, hefur haft veg og vanda af. Svo skemmtilega vill til að sá hinn sami David Burke er nú staddur hér á landi og verður hann gestur í eldhúsi Hauks yíðissonar í veitingahúsinu Ömmu Lú nú um helgina. Er hér um að ræða eins konar forskot á „breska daga“, sem byrja í Borg- arkringlunni næstkomandi fimmtudag. í tenglsum við þessa bresku daga verður ýmislegt um að vera á Ommu Lú og á fimmtu- daginn verður meðal annars efnt til leiksýningar Margrétar Helgu á „Sigrúnu Ástrósu" eftir Willy Russell og boðið upp á mat í anda „Le Pont de la Tour“ fyrir sýningu. Morgunblaðið/Alfons ÓLAFSVÍK Fimm ættliðir Aþessari mynd eru samankomnir fimm ættliðir í karllegg. Var myndin tekin á Hrafnistu í Hafnar- firði við það tækifæri, þar sem elsti fjölskyldumeðlimurinn dvelur nú. í efri röð eru þeir feðgar Guð- mundur Ólafsson, 71 árs, búsettur í Ólafsvik og Ólafur Barði Guð- mundsson, 44 ára, búsettur í Hafn- arfirði. í neðri röð heldur Guðmund- ur J. Ólafsson, 25 ára, á syni sín- um, Ólafi Barða Guðmundssyni, sem aðeins er þriggja mánaða gam- all og eru þeir feðgar búsettir í Ólafsvík. Við hlið þeirra Ólafur Jo- hsua Guðmundsson sem er 92 ára. - Alfons FJÖLSKYLDUBÖND Týndi bróðirinn Taggart Hijúfur framburður og hæfilega tyrfin framkoma einkenna skoska réttlætisvöndinn Taggart lögregluforingja. Leikarinn Mark McManus fer með hlutverk Tagg- arts og er íslenskum sjónvarpsá- horfendum að góðu kunnur. I byij- un 8. áratugarins var Mark McMan- us við upptökur hjá breskri sjón- varpsstöð. Dag • einn vatt sér að honum ungur loðinhærður poppari og spurði hvort hér færi maður af McManus ættinni. Þótti popparan- um svipur og háttalag leikarans kunnuglegt og vildi hann vita vissu sina. Mark McManus gat trauðla neitað ætterninu og kvað já við. „Ég varð orðlaus af undrun,“ segir popp- arinn og söngvari hljómsveitarinnar Sweet, Brian Connolly. Það var ekki að furða því hér var hann búinn að finna eldri bróður sinn. Þeir bræður eru samfeðra en vissu ekki hvor af öðrum fyrr en þeir voru komnir á fullorðinsár. „Það fór vel á með okkur og við ákváðum að halda sambandi okkar í milli. Því miður höfum við haft lítinn tíma til að styrkja fjölskyldu- Mark McManus, sem leikur sjón- varpslögguna Taggart er 58 ára gamall. Hann á 14 árum yngri bróð- ur sem er frægur poppari. Sá heitir Brian Connolly og syngur með hýórn- sveitinni Sweet. böndin vegna anna við leik og söng. Nú stendur til að bæta úr því,“ segir Brian Connolly. Mark McMan- us kann ábyggilega vel að meta allan bróðurlegan stuðning og hlý- hug sem honum er sýndur. Frá því í fyrra hefur hann misst móður sína og tvær systur. Þá hefur Marion, eiginkona hans, átt í stríði við krabbamein. KVIKMYNDIR COSPER Goldie leikstýrír næstu mynd sinni Leikkonan Goldie Hawn var eitt sinn álitin með heimskari ljósk- um kvikmyndabransans. Það var ímynd sem hún skapaði sér sjálf í samvinnu við handritshöfunda bandarísks gamanþáttar seint á sjö- unda áratugnum og snemma á þeim áttunda. Hét fyrirbærið „Rowan and Martins Laught-in“ og persóna Goldie var heilalaus með öllu. En síðan hefur hún bætt ímyndina hröð- um skrefum og er nú með virtari leikkonum Hollywood. Nú hefur hún látið þau boð út ganga að hún vilji feta í fótspor margra kollega sinna og taka sæti fyrir aftan myndavél- arnar. Sum sé leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. Goldie framleiðir kvikmyndir í samvinnu við vinkonu sínu Antheu Silbert og hefur gert svo í tíu ár. Sjálf hefur hún framleitt sumar af þeim kvik- myndum sem hún hefur leikið í, ekki allar þó. Silbert segir að Goldie sé harðákveðin í að leik- stýra og það ekki innan langs tíma.„Sem stendur er þó fjöl- skyldan ofar öllu hjá henni. Henni þykir hún hafa orðið út- undan síðustu árin og vill nú helga sig sambýlismanninum Kurt Russel og börnum sínum þremur frá fyrra hjónabandi, uoiclie sternir a leiKstjorastðlinn... þeim Wyatt, Kate og Oliver sem eru 5, 13 og 15 ára,“ segir Silbert. -Hvað ætlarðu að ganga lengi með þennan borða?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.