Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 47
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 47 Ungir leik- menngegn Egyptum ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 24 manna landsliðshóp tii að leika þrjá landsleiki gegn Egyptum. Landsliðshópurinn er að mestu byggður upp á ungum leik- mönnum, sem hafa ekki leikið með landsliðinu áður. Konráð Olavson er eini „útlend- ingurinn" sem kemur til að leika. Miklar breytingar verða gerð- ar á landsliðinu á milli leikja og mun Ólympíuliðið frá Barcelona leika gegn Egyptum á laugardaginn í Laugardalshöllinni, en á sunnu- daginn leika leikmenn sem koma sterklega til greina að leika í HM 1995 á Islandi og á mánudaginn leika þeir leikmenn sem koma til greina að leika í HM í Svíþjóð í mars á næsta ári. 21 árs landsliðið leikur síðan tvo leiki gegn Egyptum á miðvikudag og fímmtudag - væntanlega í Þor- lákshöfn og Vestmannaeyjum. Landsliðshópur Þorbergs Aðal- steinssonar er skipaður þessum leikmönnum: Markverðir: Guðmundur Hrafn- kelsson, Val, Bergsveinn Berg- sveinsson, FH, Ingvar Ragnarsson, Stjömunni og Reynir Þ. Reynisson, Víkingi. Aðrir leikmenn: Konráð Olav- son, Dortmund, Birgir Sigurðsson, Víkingi, Valdimar Grímsson, Val, Einar G. Sigurðsson, Selfossi, Gunnar Gunnarsson, Víkingi, Sig- uijón Bjamason, Selfossi, Patrekur Jóhannesson, Stjömunni, en þessir leikmenn léku í Barcelona ásamt markvörðunum Guðmundi og Berg- sveini. Páll Þórólfsson, Fram, Björgvin Björgvinsson, Breiðablik, Kristján Ágústsson, Víkingi, Róbert Sig- hvatsson, UMFA, Olafur Stefáns- son, Val, Valgarð Thorodsen, Val, Jason Ólafsson, Fram, Rúnar Sig- tryggsson, Þór, Guðjón Árnason, FH, Dagur Sigurðsson, Val, Magn- ús Sigurðsson, Stjömunni, Karl Karlsson, Fram og Erlingur Ric- hardsson, ÍBV. Svíar hefja lokaundir- búninginn fyrir HM Guðjón Árnason er kominn á ný í landsliðshópinn. |Jengt Johansson, landsliða- þjálfari Svía, er nú að byija lokaundirbúning sænska lands- liðsins fyrir heims- meistarakeppnina í handknattleik, sem verður í Sví- þjóð í mars. Bengt hefur valið leikmenn til æfínga Sveinn Agnarsson skrifar frá Sviþjóð fyrir tvo landsleiki gegn Frökkum síðar í þessum mánuði. Hann valdi alla þá leikmenn sem léku með sænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona, þar sem heimsmeistarar Svía fengu silfurverðlaun. Tveir leik- menn eiga við meiðsli að stríða og geta ekki leikið með gegn Frökkum. Það er markvörðurinn Mats Olsson og leikstjómandinn Magnus Wislander. Svíar, sem leika í riðli með Is- lendingum, Ungveijum og Banda- ríkjamönnum í HM, em ákveðnir að veija heimsmeistaratitilinn sem þeir tryggðu sér í Tékkóslóv- akíu 1990. KNATTSPYRIMA / SPANN Diego Maradona fagnar sigri með Sevilla. KEILA Metámel ofan Djörgvin Sigurðsson setti nýtt íslandsmet í keilu-seríu, það er þrem- ur leikjum, hlaut samtals 715 stig á móti í Öskjuhlíð á mánudag- inn. Hann setti einnig nýtt með í 6 leikjum er hann hlaut 1307 stig. Klukkutíma síðar bæti Valgeir Guðbjartsson metið í séríu er hann fékk 720 stig. Hann setti einnig nýtt íslandsmet einstaklings - 289 stig, það era ellefu fellur í röð. Napólí vill stöðva Diego Maradona Sevilla hefur ekki greitt Napolí þrátt fyrir loforð ÍTALSKA liðið Napólí hefur far- iö fram á það við Alþjóða knatt- spyrnusambandið, FIFA, að samningi Maradona við Sevilla verði rift. Napólí seldi Mara- dona til Sevilla fyrir milligöngu FIFA á 7,5 milljónir dollara, en ítalska liðið hefur enn ekki fengið neitt greitt þrátt fyrir loforð þar um. Napolí átti að fá 3 milljónir doll- ara, eða 165 milljónir ÍSK, 2. október sl. og síðan átti Sevilla að greiða restina með jöfnum af- borgunum á næstu tveimur áram. Talsmaður Napólí, Ligi Amati, sagði að enn hafí Napólí ekki séð neina peninga frá Sevilla. Samning- ur var undirritaður 22. september og Napólímenn vilja að við hann sé staðið. Andreas Herren, talsmaður FIFÁ, sagði í gær að FIFA hefði farið fram á það við spænska knatt- spyrnusambandið að það kanni þessi mál og komist að því hver ástæðan er fyrir því að Sevilla standi ekki við gerða samninga. íkvöld Körfuknattleikur 1. deild karla: Akranes: ÍA-ÍS.........kl. 20.30 Akureyri: Þór - Höttur.kl. 20.30 Handknattleikur 2. deild karla: Keflavík: HKN - Ármann ....kl. 20.00 Pálmi íhugar framboð - til varaforseta ÍSÍ SÉRA Pálml Matthíasson, sóknarprestur í Bústaða- prestakalli, (hugar að gefa kost á sér til framboðs vara- forseta ÍSf 6 ársþingi ÍSÍ sem fram fer um aðra helgi. „Ég mun ákveða mig um helgina hvort af framboði verður eða ekki. Ég er að hugsa málið,“ sagði Pálmi f samtalið við Morgunblaðið í gær. Nú þeg- ar hafa þrfr aðilar ákveðið að gefa kost á sér í sama embætti, Katrfn Gunnars- dóttir, Lovfsa Efnarsdóttir og Guðmundur Kr. Jónsson. Pálmi sagði að margir víða um land hefðu haft samband við sig og spurt hvort hann væri tilbúinn að fara i framboð. „Það er verið að ýta á mig þessa dag- ana en ég hef enn ekki tekið af- stöðu af eða á. Það styttist óðum í ársþingið og því er nauðsynlegt að taka ákvörðun áður en þing- fulltrúar koma til þings,“ sagði Páimi. - Samræmist það preststörfum að vera ennig varaforseti ÍSÍ? „Ef ég færi f þetta á annað borð sé ég fyrir mér góðan flöt á samskiptum íþrótta og kirkju sem þarf að vera traustur og öruggur. Stærsta æskulýðsstarf- ið í landinu fer fram innan kirkju og íþrótta. Það þurfa að vera meiri tengsl þama á milli en hafa verið hingað tii. Þarna er mikíiSO verk að vinna sem maður vildi gjaman leggja lið. Þetta gæti farið vel saman með preststarfínu því prestar era umfram allt menn eins og ég og þú,“ sagði Pálmi. „Ef einhver telur að ég geti unnið íþróttunum gott verk með því að vera þama þá get ég ekki neitað að verða við þeirri bón þegar hún berst. Ég er fæddur með þeim ósköpum að þurfa að lifa og hrærast í kringum þetta. Ég fékk að njóta svo margs á sínum tíma frá íþróttunum að mér fínnst ég eiga þeim skuid að gjalda," sagði Pálmi. Séra Pólml Matthíasson. . FRÆÐSLA Þjálfaraferð til Hollands Fræðslunefnd KSÍ gengst fyrir kynnisferð fyrir þjálfara til Hollands 5. til 9. nóvember nk. Tvö hollensk úrvalsdeildarlið verða heimsótt, fram- kvæmdastjórar þeirra og þjálfai^r' flytja fyrirlestra og farið verður á tvo leiki: PSV Eindhoven - Fortuna Sitt- ard og Ajax - MW Maastricht og boðið upp á fyrirlestra um ýmsa þætti knattspyrnuþjálfunar. Þá verð- ur kynning á Knattspymuskóla Wiel Coerver. Umsjón með ferðinni hefur Janus Guðlaugsson en skráning og nánari upplýsingar eru hjá Úrvali- Útsýn (Hörður eða Þórir) í síma 699300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.