Morgunblaðið - 16.10.1992, Page 48

Morgunblaðið - 16.10.1992, Page 48
J FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Skoðanaköimun á Landspítalanum 80% hjúkrunarfræð- inga eru tilbúin til að segja upp starfi sínu Veizla hjá skógarþröstum Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Það hefur verið veizla hjá skógarþröstum að undanfömu því mikið hefur verið um reyni- ber. Þessi skógarþröstur sat í makindum á tré í Lystigarðinum á Akureyri. Þar er óvenju mikið af beijum núna og þjóðtrúin segir það vita á harðan vetur. um. Auður Guðjónsdóttir, aðal- trúnaðarmaður á spítalanum, segir að það þýði þó ekki að hjúkrunarfræðingar ætli að rjúka í uppsagnir. Auður sagði að könnunin hefði verið kynnt á fundi hjá Hjúkrunar- félagi Islands á miðvikudagskvöld. Niðurstöðumar hefðu vakið mikla athygli hjúkrunarfræðinga á öðr- um spítölum og ljóst væri að hjúkr- unarfræðingar væru almennt óánægðir með launakjör sín. í þessu sambandi benti Auður á að byrjunarlaun hjúkrunarfræð- ings eftir fjögurra ára háskólanám væru innan við 70 þúsund krónur og væru sambærilegar stéttir, s.s. matvælafræðingar og sjúkraþjálf- arar, með 27 þúsund króna hærri grunnlaun. Hún sagði að líftekjur hjúkrunarfræðinga hefðu verið reiknaðar 48 milljónir en verkfræð- inga og viðskiptafræðinga 100 milljónir og hefðu síðamefndu stéttimar sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar. Þrátt fyrir niðurstöður könnun- arinnar sagði Auður að hjúkmnar- fræðingar ætluðu ekki að rjúka í uppsagnir heldur hugsa málið. Þá sagði Auður að hjúkrunarfræðing- ar á Landspítalanum ætluðu að heyra í hjúkrunarfræðingum á hin- um spítölunum. Hún sagði að hjúkrunarfræðingar á Landspítal- anum hefðu lægstu laun hjúkrun- arfræðinga á landinu. Samningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir í ár. 80% hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum eru tilbúin að segja upp störfum til þess að knýja á um bætt launakjör, sam- kvæmt niðurstöðum könnunar hjúkrunarfræðinga á spítalan- 3% af 13 ára nem- um hafa reykt hass oftar en 10 sinnum 3% nemenda í 8. bekk grunn- skólans, þ.e. 13 ára börn, hafa prófað hass oftar en tíu sinnum. Þá neyta nær 12% unglinga á aldrinum 18-20 ára áfengis oftar en þrisvar í mánuði. Þessar eru m.a., samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, niður- stöður umfangsmikillar könnunar, sem Rannsóknarstofnun í uppeld- is- og menntamálum er að vinna úr. Könnunin náði til allra nem- enda landsins á aldrinum 13-20 ára og voru alls 26 þúsund spum- ingalistar sendir út. Tæp 80% nemenda í 8. bekk segjast aldrei hafa neytt áfengis, en 42,1% nemenda í 9. og 10%bekk höfðu sömu sögu að segja. í hópi 18-20 ára voru einungis 13% sem aldrei höfðu bragðað áfengi. Þegar könnuð var neysla ann- arra vímuefna en áfengis kom í ljós, að 95,5% nemenda í 8. bekk höfðu aldrei reykt hass, 93% nem- enda 9.-10. bekkjar ekki heldur, en neyslan virðist algengari í fram- haldsskólum. 16-18 ára höfðu prófað hass í um 13% tilvika, en á aldrinum 18-20 ára höfðu 18% reykt hass. Mjög lágt hlutfall nem- enda hafði hins vegar neytt örv- andi vímuefna, eins og amfetam- íns. Hæst var hlutfallið hjá 18-20 ára, en um 5% þeirra höfðu prófað amfetamín. Sjá nánar í frétt á miðopnu. Kveikt í úti- gangsmanni TALIÐ er að kveikt hafi ver- ið í útigangsmanni sem fannst brunninn á baki og með þriðja stigs brunasár á mjöðm í Lækjargötu um kl. 13 í gærdag. Lögreglunni barst tilkynning um ölvaðan mann sem lá í skýli SVR við Lækjargötu, og þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að um var að ræða einn af útigangsmönnum í borginni. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans og þaðan á bráðamóttöku. Rann- sóknarlögregla ríkisins hefur mál þetta nú til meðferðar. Verðbréfaeign Seðlabanka tvöfaldaðíst í sumar og var um 4 milljarðar í ágúsflok Verðbréf keypt til að koma í veg- fyrir vaxtahækkun BIRGÐIR Seðlabanka íslands af markaðsskráðum verðbréfum juk- ust um rúman milljarð á tveimur mánuðum í sumar og hafa tæplega tvöfaldast frá þvf í vor. í ágústlok átti Seðlabankinn 3.921 miljjón króna í verðbréfum, aðallega í spariskírteinum ríkissjóðs, og sam- kvæmt upplýsingum bankans breyttist staðan lítið í þeim efnum í síðasta mánuði. I júnflok nam eign bankans i verðbréfum 2.756 millj- ónum króna og i lok apríl í vor nam eign bankans 1.918 miljjónum króna. Jóhannes Nordal seðlabankastjórí segir að eðlilegt hafi veríð miðað við aðstæður að bankinn stuðlaði að þvi að vextir hækkuðu ekki meira en þeir hefðu gert i sumar með kaupum á verðbréfum. Þrátt fyrir kaup Seðlabankans hefur raunávöxtun á eftirmarkaði farið hækkandi í sumar eftir að hafa farið lækkandi framan af ár- inu. Hún var 8,13% á spariskírtein- um að meðaltali í janúar og lækk- aði í 6,93% að meðaltali í maí. Síð- an hefur hún farið hækkandi og var 7,10% í ágúst og hækkaði í 7,28% að meðaltali í september. Til samanburðar var ávöxtunarkrafa á húsbréfum á eftirmarkaðnum 7,15% í maí og hækkaði í 7,58% að meðaltali í ágúst og 7,71% að meðaltali í september. Ef tekið er dæmi af spariskírtein- um til fimm ára frá 1990 var ávöxt- unarkrafa á þeim í ársbyijun 7,95%. Vextimir lækkuðu og fóru í 6,60% i lok apríl. Eftir það hefur ávöxtun- arkrafan verið að síga upp á við og var komin í 7,09% 23. septem- ber, en hafði í mánuð þar áður ver- ið 7,05%. Jóhannes Nordal sagði að ákveð- ið hefði verið í sumar að kaupa verðbréf til að koma í veg fyrir að vextir hækkuðu. Það hefði að vísu ekki haft nægileg áhrif en hefði þó vafalaust dregið úr þeirri vaxta- hækkun sem hefði orðið í sumar. Mjög lítið hefði verið keypt af verð- bréfum síðastliðinn mánuð þannig að vonandi væri að komast á jafn- vægi að nýju. Aðspurður hvort það væri nokk- uð óeðlilegt að Seðlabankinn gripi þannig inn í vaxtaþróun, sagði Jó- hannes að það væri hlutverk seðla- banka að gera það. Hann hlyti að ákveða miðað við aðstæður hvort hann teldi ástæðu til að hafa áhrif á vexti með þessum hætti. „Lausafjárstaða bankanna hefur verið mjög góð á þessu tímabili og mikill stöðugleiki rílqandi svo við töldum að það væri fyllilega svig- rúm til þessara aðgerða. Þetta er ekki mjög stór fjárhæð og það hafa hliðstæðar sveiflur áður orðið í þessum efnum í samræmi við að- stæður," sagði Jóhannes ennfrem- ur. Viðskipti með spariskírteini á Verðbréfaþingi íslands námu 399 milljónum króna í ágúst samanborið við 575 milljónir króna í júlí. Við- skiptin í september námu 261 millj- ón króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.