Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 4

Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 4
MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 Suðurbæjarlaug Mósaikmynd eftir Svein Björnsson UNNIÐ er að uppsetningu mósaíkmyndar eftir Svein Björnsson listmálara í innisund- laug Suðurbæjarlaugar i Hafn- arfirði. Mósaíkmyndin er 12,5 metrar að lengd og tveggja metra há, samtals 25 fermetr- ar. Hún er sett saman af 175 þúsund stykkjum. Nauðsynlegt þótti að hafa verk- ið í varanlegu efni við aðstæður eins og ríkja á baðstað og var því ákveðið að útfæra myndina í mósaík. í fréttatilkynningu frá Suðurbæjarlaug segir að til verks- ins hafi verið fengin ein fremsta vinnustofa Þýskalands á þessu sviði, dr. H. Oidtmann, frá bænum Linnich nærri Aachen. Myndin er sett upp í tilefni þess að 28. október nk. verða lið- in þrjú ár frá því að sundlaugin . Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sveinn Björnsson listmálari við mósaikmyndina í Suðurbæjarlaug. var tekin í notkun, en kostnaður greiðist úr Listskreytingarsjóði ríkisins og bæjarsjóði Hafnar- íjarðar. Verkið mun prýða vegg sem er jafnlangur innilauginni og eru þýskir sérfræðingar að vinna við uppsetningu hennar. Oidtmann- fýrirtækið hefur áður unnið að uppsetningu listaverka á íslandi. Árið 1958 setti það glermyndir eftir Gerði Helgadóttur í glugga Skálholtskirkju og árið 1962 steinda glugga í Kópavogskirkju, einnig eftir forsögn Gerðar. Árið 1962 setti fyrirtækið einnig myndir eftir Nínu Tryggvadóttur í þijá glugga Þjóðminjasafnsins. VEÐUR VEÐURHORFim 1 DAG, 21. OKTÓBER YFIRLIT: Milli Vestfjarða og Grænlands er 1000 mb lægð, sem þokast norð- austur og grynnist, en við Labrador er vaxandi 1000 mb lægð, sem hreyfist norðaustur. SPA: Austan og breytileg ótt. Víða léttskýjað og þurrt. Þykknar upp síðdeg- is, með vaxandi suðaustanótt vestanlands og fer að rigna undir kvöldið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðlægar áttir, víða nokkuö hvasst. Rlgning um mest allt land og hiti 3-8 stig í fyrstu en kólnar síðdegis. HORFUR A FÖSTUDAG: Fremur hæg suðaustan eða breytileg átt. Skúrir eða slydduél ó við og dreif um landið. Hiti nólægt frostmarki. HORFUR Á LAUGARDAG: Norðaustlæg átt og kófnandi veður. Él um norð- an og austanvert landiö en léttir til sunnanlands og vestan. Nýlr veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt r -r r r r r r r Rigning .ö & -<á m Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað * r * * * * * r * * r * r * * * Slydda Snjókoma S/ $ V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og flaðrimar vindstyrk, heH fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig y súid = Þoka rtig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær) Þjóðvegir landsins eru allir ágætlega greiðfærir, en hálka er sumstaðar á fjallvegum, einkum ó norðanveröum Vestfjörðum, Noröurlandi, Norð-Austur- landi og Austfjörðum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEiM kl. 12.00 ígæraðísl. tíma Akureyri Reykjavík hlti 4 5 veður rigningogsúkl úrkomaígrennd Bergen 10 léttskýjað Helslnki 5 rigníng Kaupmannahöfn 9 þokumóða Narssarssuaq 0 úrkomefgrennd Nuuk 1 alskýjað Osló vantar Stokkhólmur 6 alskýjað Þórshöfn 6 rigníng Algarve 19 léttskýjað Amsterdam 11 léttskýjað Barcelona 20 mistur Berlín 10 léttskýjað Chicago 3 mistur Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 11 háifskýjað Glasgow 10 léttskýjað Hamborg 11 léttskýjað London 10 rigning LosAngeles 18 þokumóða Ldxemborg B skýjað Madrfd 18 skýjað Malaga 20 rigning Mallorca 22 hálfskýjað Montreal 2 skýjað NewYork 3 heiðskírt Ortando 15 léttskýjeð París 12 skýjað Madeira 21 skýjað Róm 22 skýjað Vín vantar Washington 1 léttskýjað Wlnnipeg 0 alskýjað Utanríkisráðuneytið Rætt við sendiherrann en hann ekki ávíttur JÚRÍJ Reshetov, sendiherra Rússlands, var kallaður í utanríkisráðu- neytið i fyrradag til viðtals við Hörð Bjarnason siðameistara vegna greinar, sem sendiherrann ritaði í Morgnnblaðið um mál Eðvalds Hin- rikssonar. Talsmaður ráðuneytisins segir að rætt hafi verið við sendi- herrann, en hann ekki ávíttur fyrir greinina. „Ráðuneytið átti samtal um þetta viðkvæma mál við sendiherrann. Það var rætt hvört skynsamlegt væri að sendiherrar kæmu með þessum hætti inn í umræður hér á landi. Sendiherr- ann var ekki ávíttur,“ sagði Bjarni Vestmann, blaðafulltrúi utanríkis- ráðuneytisins, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Reshetov var kallaður í ráðuneytið vegna greinar sinnar í Morgunblað- inu á þriðjudag í síðustu viku, sem hann skrifaði sem þjóðréttarfræðing- ur, en ekki sendiherra. í utanríkis- ráðuneytinu var engu að síður talið að greinaskrifin jöðruðu við afskipti af innanríkismálum. Er haft var samband við rússneska sendiráðið fengust þau svör að Res- hetov hygðist ekki ræða málið við blaðamenn og hefði orðið að sam- komulagi milli hans og utanríkis- ráðuneytisins að ekki yrði annað sagt um það en fram kæmi í yfirlýsingu ráðuneytisins. Innkaupsverð gasolíu hækkar Útlit er fyrir að lítr- inn hækki um 90 aura V OLÍUFÉLÖGIN ákveða undir næstu mánaðamót hvort þörf verður fyrir hækkun á verði gasolíu vegna hækkandi innkaupsverðs og hækk- andi gengis bandaríkjadals. Kristján Bjarndal Ólafsson, fjármálastjóri Olís, segir að miðað við stöðuna nú þyrfti að hækka gasolíulítrann um 90 aura en hreyfing væri á gengi og verði og erfitt að spá fyrir um stöðuna undir mánaðamót þegar verðið kæmi til endurskoðunar. Geir Magnússon forstjóri Olíufé- lagsins hf. sagði að frá því að verð á gasolíu hafi verið ákveðið um mán- aðamótin ágúst og september hafi heimsmarkaðsverð gasolíu og gengi dollars hækkað. Hann sagði að stað- an yrði metin undir næstu mánaðar- mót og fyrr yrði ekki ljóst hvort þörf væri á verðbreytingu. Hann sagði að minna tilefni virtist vera til hækkunar á bensíni. Kristján Ólafsson sagði að miðað við stöðuna á heimsmarkaðsverði og gengi dollars væri þörf fyrir um 90 aura hækkun á útsöluverði gasolíu. Hann sagði að dæmið yrði skoðað um næstu mánaðarmót í ljósi þróun- ar þangað til. Verðbólga minni og kaupmáttur meiri en Siðustu 3 mán. Siðustu 12mán. ráð var fyrir gert VERÐBÓLGA hefur verið tals- vert minni í sumar en ráð var fyrir gert við gerð kjarasamning- anna í vor. Þar var miðað við að framfærsluvísitalan yrði 162,7 í október, en vísitalan sem gildir nú er 161,4, sem er 0,8% betri staða en áætlanir samninganna sýndu. Gylfí Arnbjömsson, hagfræðing- ur Álþýðusambands íslands, segir að innflutningsverálag sé enn lægra en búist hafi verið við. Engin verð- bólga sé innanlands og verðbólga í umheiminum sé í kringum 3%. Það ætti að skila sér sem 1-1,5% verð- hækkun hér á landi en hafí ekki gert það. Ef lækkun vörugjalds um 3% 1. október, sem sé metið til 0,3% í verðlagi, skili sér inn í verðlag í nóvember og desember ætti engin verðhækkun að eiga sér stað fram til áramóta. Ef það gangi eftir yrði hækkun verðlags frá upphafí til loka árs 0,8% og kaupmáttur ætti þá að hækka innan ársins um 1,4% og yrði í árslok svipaður og hann var í september í fyrra þegar þjóð- arsáttasamningarnir runnu sitt skeið. ♦ ♦ ♦---- Verðbólgan irnian við 1% Lánskjaravisitala 3.237 gildir fyrir nóvember, en það er 0,06% hækkun frá þeirri vísitölu sem gildir fyrir október. Jafngildir það 0,7% verðbólgu á ári. Ef litið er á síðustu þijá mánuði er hækkun á heilu ári 0,4%, síðustu sex mánuði 2,1% og siðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,8%. Hagstofan hefur reiknað út launa- vísitölu fyrir októbermánuð miðað við meðallaun í september og reynd- ist hún 0,1% hærri en í fyrra mán- uði. Þá hefur Hagstofan einnig reikn- að út vísitölu byggingarkostnaðar. Reyndist hún 189,1 stig og hækkar um 0,1% frá septembermánuði. Síð- astliðna tólf mánuði hefur bygging- arvísitalan hækkað um 1,0%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.