Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 7

Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 7 Forystumenn iðnaðar og ríkisstjórnin Stuðningi lýst við lækkun kostnaðar Á FUNDI forystumanna íslensks iðnaðar með forsætisráðherra og iðn- aðarráðherra í gær lýstu forystumennimir því yfir að þeir yrðu í sam- floti með- Vinnuveitendasambandi íslands og Alþýðusambandi Islands um leiðir til úrbóta í efnahagsmálum þjóðarinnar. Að sögn Gunnars Svavarssonar, formanns Félags íslenskra iðnrekenda, var tilgangurinn einnig sá að draga fram ástand og horfur í íslenskum iðnaði. Gunnar sagði að forystumenn ís- lensks iðnaðar styddu þær leiðir sem ræddar væru á vettvangi VSÍ. „Við göngum út frá því sem gefnu að raungengið sé of hátt fyrir iðnaðinn, en við viljum fara þá leið að lækka kostnað og inni í því er afnám að- stöðugjalds, tryggingagjöld og svo framvegis. Við förum einnig fram á lækkun raforkuverðs rétt eins og fískvinnslan, því raforka hefur hækkað mikið að raungildi til stærri fyrirtækja, eða um 33% frá því í ársbyijun 1988,“ sagði Gunnar. Hann sagði að fulltrúar Landssam- bands iðnaðarmanna hefðu einnig lagt fram annað mál sem snerti opin- ber innkaup ríkisins, sem mönnum þætti illa sinnt af hálfu hins opin- bera. Ekki væri staðið rétt að þeim málum og alls ekki hvatt til þess að íslenskar vörur væru valdar. . Gunnar sagði að kannanir sýndu að samdráttur í iðnaði væri um 6% fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefði síðustu ár verið samdráttur í útflutningi iðn- aðarvara. 22% samdráttur varð í útflutningi á síðasta ári í almennri útflutningsvöru, eins og lagmeti, ullarvöru, fískimjöli og tæknivöru til sjávarútvegs. Mikil samdráttur hefði fyrst og fremst orðið í útflutningi ullar og lagmetis. Þjóðhagsstofnun spáir 11% samdrætti í þessum út- flutningi á þessu ári. „Þetta verður náttúrulega til þess að afkoman versnar í greininni,“ sagði Gunnar. Slóvenía Oskað aðstoðar Is- lendinga við rekst- ur fLóttamannabúða STJÓRNVÖLD í Slóveníu fóru þess á leit við Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra, er hann var staddur þar í landi í opinberri heimsókn í síðustu viku, að íslendingar veittu aðstoð við rekstur flótta- mannabúða i landinu. Þar eru nú um 100.000 flóttamenn frá Bosníu- Herzegóvinu. Jón Baldvin segir málið í athugun. Jón Baldvin heimsótti flótta- mannabúðir í heimsókn sinni til Slóv- eníu og tók flóttamenn tali. Að þeirri heimsókn lokinni átti hann fund um flóttamannavandann með utanríkis- ráðherra Slóveníu og ráðgjöfum hans. „Þeir tjáðu mér að þeir hefðu í sinni umsjá 100.000 manns, flótta- menn frá Bosníu-Herzegóvínu. Þeir vöktu athygli á því að Króatar byggju við enn stærra vandamál, en þar er flóttamannafjöldinn orðinn 350.000,“ sagði Jón Baldvin. „Þeir sögðu að nokkrar Vestur-Evrópu- þjóðir hefðu haft þann hátt á aðstoð sinni að taka að sér rekstur flótta- mannabúða og nefndu til sögunnar Ítalíu, sem rekur fernar búðir, og Danmörku og Svíþjóð, sem reka ein- ar búðir hvor.“ Jón Baldvin sagðist telja þetta athyglisverða tillögu og hyggst hann láta skoða hana í samráði við íslenzk samtök, sem reynslu hafa af flótta- mannahjálp, til dæmis Rauða kross- inn og Hjálparstofnun kirkjunnar. „Slóvenar höfðu ekki tiltækar upp- lýsingar um kostnað og einstaka þætti þessa verkefnis, þannig að við munum snúa okkur til Dana og Þjóð- veija, leita eftir því hvernig þeir hafa leyst verkið af hendi og hvaða kostnaður er því samfara, áður en við ákveðum hvort við förum þessa leið. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur beint því til okkar eins og annarra þjóða að hún kjósi fremur að hjálpin verði af þessu tagi en að viðkomandi lönd taki við flótta- mönnum. Það teljur hún vera neyðar- ráðstöfun, sem helzt eigi við um munaðarlaus börn,“ sagði Jón Bald- vin. Morgunblaðið/Sverrir Forystumenn iðnaðarins á fundi með forsætisráðherra og iðnaðarráðherra. Frá vinstri: Þórleifur Jóns- son, framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna, Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Gunn- ar Svavarsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, og Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis. PHILIPS HEFUR AUGUN OPIN FYRIR NÝJUNGUM Ljóðasafn Vilhjálms frá Skáholti gefið út Heildarsafn ljóða Vilhjálms frá Skáholti er komið út og ber það nafnið „Rósir í mjöll". Helgi Sæmundsson skrifar inngang um ævi og sérstöðu skáldsins. Eftir Vilhjálm frá Skáholti liggja Qórar frumsamdar bækur: Nætur- ljóð 1931, Vort daglega brauð 1935 og 1950, Sól og menn 1948 og Blóð og vín 1957. Sýnisbók af ljóð- um skáldsins, Jarðnesk ljóð, kom síðan út 1959 sem Helgi Sæmunds- son skrifaði líka formála að. Bókar- heiti þessa ljóðasafns er tekið úr minningaljóði Kristjáns frá Djúpa- læk um skáldið og í inngangi seg- ir: „Rósir í mjöll“ er táknrænt og skáldlegt heiti og réttnefni um kvæði Vilhjálms frá Skáholti.“ Helgi Sæmundsson sagði á blaðamannafundi í gær, að Vil- hjálmur frá Skáholti hefði haft sér- stöðu bæði sem verkalýðs- og Reykjavfkurskáld. Hann hafí verið einskonar andlegur forystumaður verkalýðsins og innfæddur Reyk- víkingur, sprottið upp eins og blóm í borginni sjálfri. Á bókararkápu er mynd af skáldinu með frostrósir í bak- sviði eftir Sigfús Halldórsson sem myndskreytir einnig bók- ina. Útgefandi er Hörpuútgáfan og bókin er 208 blaðsíður. Áætlað söluverð út úr búð er krónur 2.800. NÝR100 RIÐA SKJÁR ÞÆGILEGRIFYRIR AUGUN Að horfa á sjónvarp er hluti hins daglega lífs. Vaninn lokar augum okkar fyrir göllum og vanstillingu tækjanna. - Ef þú horfir vel á hefðbundinn skjá, muntu sjá að myndin flöktir. Þessvegna hefur Philips hannað nýja kynslóð sjónvarpstækja. Philips Matchline, 100 riða, hágæðatæki meðfullkomnu íslenskutextavarpi. Philips myndlampi, mattur, sem gefur 50% meiri skerpu ogeðlilegri liti.óháð birtuskilyrðum. Skjástærðir; 25-28-33 tommu. Öll Philips tæki eru með NICAM steríó. Texlavarp Fullkomið íslenskt textavarp með 20 síður í minni. MIM Mynd í mynd, hægt er að hafa tvær stöðvar á skjánum í einu. Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLtJNNI SÍMI691B 20 I l | 3H NN3nS!Xtí3IH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.