Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 13 Nafnlausi leikhópurinn NAFNLAUSI leikhópurinn var stofnaður formleg-a 20. septem- ber síðastliðinn í Fannborg 1, Kópavogi. í tilefni af 20 ára afmæli Félags- málastofnunar í Kópavogi fór fé- lagsmálaráð Kópavogs þess á leit við bæjarráð Kópavogs að lögð yrði fram ákveðin Qárupphæð til stofnunar leikhóps fyrir eldri borg- ara Kópavogs. Upphæðin átti að vera einskonar félagsleg gjöf til bæjarbúa vegna afmælisins. Bæjarráð samþykkti síðan á fundi sínum 26. mars 1992 að veita fé til þessa verkefnis og styðja við leikhópinn í framtíðinni í samræmi við ákvæði leiklistarlaga. Ásdísi Skúladóttur, leikstjóra, var falið að vinna að stofnun slíks leikhóps með áhugamannahópi sem þegar var fyrir hendi. Kynningarfundur var haldinn 9. apríl síðastliðinn í Fannborg 1. Undirbúningsnefnd var kjörin, sem einnig átti að setja upp leikdag- skrá. í nefndinni voru: Anna Tryggvadóttir, Hans Clausen, Ind- riði Guðjónsson, Rannveig Löve og Sigríður Steindórsdóttir. ♦ ♦ ♦ Tólfta júní síðastliðinn frum- sýndi Nafnlausi leikhópurinn í Fé- iagsheimili Kópavogs leikritið Spegilinn, leikgerð úr^ samnefndri smásögu eftir Fríðu Á. Sigurðar- dóttur. Ásdís Skúladóttir var leik- stjóri og höfundur leikgerðar, en Hlín Gunnarsdóttir ráðgefandi við leikmynd og búninga. Leikendur voru Valdimar Lárusson og Sigurð- ur Grétar Guðmundsson. Þetta var í fyrsta skipti sem leikverk eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur er sett á svið. Kór Nafnlausa leikhópsins söng kvæði sem Böðvar Guðlaugsson samdi í tilefni þessa atburðar. Ás- laug Jóhannsdóttir las kvæði. Ragna Gunnarsdóttir flutti frum- samdar gamanvísur. Kynnir á frumsýningunni var Rannveig Löve. Einnig kom fram „Krumpu- galiakóngur Kópavogs“ með sitt fólk úr gönguklúbbnum Hana-nú í Kópavogi. Vonir standa til að unnt verði að færa þetta verkefni aftur upp í haust. Á stofnfundinum var Sigurður Grétar Guðmundsson fundarstjóri og Anna Tryggvadóttir fundarrit- ari. Formaður var kosinn Valdimar Lárusson. Með honum í aðalstjóm voru kjömar Rannveig Löve og Sólrún Yngvadóttir, Guðrún Þór varaformaður og Indriði Guðjóns- son og Sigríður Steindórsdóttir varamenn. (Fréttatilkynning) Hér afhendir Ásdis Skúladóttir Valdimar Lárussyni öll gögn Nafn- lausa leikhópsins fyrir hönd undirbúningsnefndar. Tónlistarfélag Borgarfjarðar Söngdag- ar og tón- leikar í Borgarfirði Hvannatúni, Andakíl. í UPPHAFI27. starfsárs TónUst- arfélags Borgarfjarðar býður félagið öllum Borgfirðingum, yngri sem eldri, til söngdaga að Kleppjárnsreykjum helgina 23. til 25. október. Þar munu þau Jón Stefánsson organisti og stjómandi við Lang- holtskirkju og Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og stjórnandi Kvennakórsins Lissýar með aðstoð Theodóru Þorsteinsdóttur skóla- stjóra leiðbeina öllum, sem hafa gaman af að syngja eða viija reyna að byija að syngja í kór án nokk- urra skuldbindinga. Jón og Margrét hafa góða reynslu af námskeiðum sem þessum og nota gjaman efni úr „fjárlögunum“, lögum úr gömlu þjóðlegu vísnasafni. Kostnaður vegna leiðbeinenda greiðir Tónlistarfélagið. Þetta fyrsta verkefni vetrarins er m.a. tilkomið vegna styrks úr Menning- arsjóði Sparisjóðs Mýrasýslu að upphæð ein milljón kr., sem það hlaut fyrir einu ári. Stjóm félagsins hefur ákveðið að veija hluta styrks- ins til eflingar og stuðnings því mikla sönglífí, sem nú dafnar í Borgarfirði. Á dagskrá söngdag- anna eru söngæfmgar, raddþjálfun, kennsla, kvöldvaka, heimsókn í Reykholt og í lokin söngskemmtun í Logalandi sunnudaginn 25. októ- ber kl. 15, sem er öllum opin. Annað verkefni fylgir í kjölfarið þegar Jónas Ingimundarson píanó- leikari heimsækir nemendur grunn- skólanna og heldur tvenna kvöld- tónleika dagana 27. og 28. októ- ber. Jónas kýs sjálfur að kalla þá góðvinafundi, þar sem tónlistin er aðalatriðið og flytjandinn leiðir gesti sína til hlustunar og skilnings á henni. Þann 10. nóvember mun Mar- grét Bóasdóttir og klarinettutríó halda skemmtun í Logalandi. í stjóm Tónlistarfélagsins eru Jónína Eiríksdóttir, Kleppjárnsreykjum, Margrét Guðjónsdóttir, Hvassafelli, og Rebekka Þiðriksdóttir, Borgar- nesi. - D.J. F I Göngudagurinn Reuh avih í tilefni af gönguátaki Landssamtakanna ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA sem hefst formlega á morgun, fimmtudaginn 22. október, stendur Reykjavíkurborg fyrir göngu þann dag. Gangan hefst viö Ráöhús Reykjavíkur kl. 12.15. Borgarstjórinn í Reykjavík Markús Örn Antonsson mun leiöa gönguna sem lýkur aftur á sama staö um 30 mínútum seinna. Viö viljum hvetja starfsmenn stofnana og fyrirtækja í miðborginni til að taka þátt í göngunni og minnast þess aö GANGA ER GÓÐ ÍÞRÓTT. Hristum af okkur slenið og göngum til betri heilsu. IÞRITTIR FVRIR RLLR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.