Morgunblaðið - 21.10.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.10.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 17 Tímasprengja á Reykj avíkurflugvelli eftir Svein Aðalsteinsson Undirritaður hrökk óneitanlega við, þegar ofanskráð fyrirsögn blasti við í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. okt. Hafði greinarhöfundurinn, Ólína Þorvarðardóttir, ef til vill komist að raun um að vegna ófulinægjandi við- halds á Reykjavíkurflugvelli mætti líkja honum við tifandi tímasprengju? Við lestur greinarinnar kom síðan í ljós, að um enn eina grein fordóma gegn og vanþekkingar á flugi var að ræða. Óneitanlega er það mikill ábyrgðarhlutur af kjörnum borgar- fulltrúa Reykvíkinga að tala þannig um Reykjavíkurflugvöll. En Ólína er því miður ekki ein um það. Svo lengi sem ég man eftir, hefur af ýmsum verið agnúast út í staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Lengi vel var kvartað um hávaða, en með tilkomu endurbættra flugvélahreyfla og breyttra reglna um flugumferð, er það umkvörtunarefni tæplega lengur til staðar. En það má telja árvissan viðburð, þegar slys verður á eða við flugvelli erlendis, að þá sé bent á „stórfellda hættu“ af notkun Reykjavíkurflug- vallar. Vert er að minna á að með því að beina flugi allra stórra millilandavéla yfír til Keflavíkur á sínum tíma, var stórlega dregið úr álagi og hávaða á og við Reykjavíkurflugvöll. Öll samlík- ing á slysahættu á og við Reykjavíkur- flugvöll annars vegar og stóran milli- landaflugvöll á borð við Schipol í Hol- landi hins vegar, er því út í hött. í málefnalegri umræðu um Reykjavíkurflugvöll er nauðsjmlegt að fólk geri sér sem best grein fyrir kostum núverandi staðsetningar. Höfuðkostur við staðsetningu vall- arins er, hversu nálægt borgarmiðju hann er, án þess að trufla á nokkurn hátt íbúa borgarinnar. Að því er hávaða áhrærir, eru stærstu vélarn- ar, sem reglubundið fara um völlinn, þ.e. Fokkervélar Flugleiða, svo lág- værar, að þeirra verður tæpast vart. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hávaða frá litlum og lágværum einkaflugvélum og reyndar er lágflug yfir þéttbýli ekki leyft. Flug að og frá flugbrautum Reykjavíkurflugvall- ar fer eftir ákveðnum, afmörkuðum „loftbrautum", til að auka öryggi við flugstjóm, draga úr óþarfa flugi yfír þéttbýli, svo og sem verða má að draga úr líkum á árekstri flugvéla í lofti yfír þéttbýli. Einnig er öllum flug- vélum, sem um Reykjavíkurflugvöll fara, skylt að hafa radarsvara. Þar með sjá flugumferðarstjórar í flugt- uminum hæð, stefnu og hraða hverr- ar einustu flugvélar yflr og í ná- grenni Reykjavíkurvallar og fýlgjast þannig með að eðlilegur aðskilnaður sé milli flugvéla. Ef gera á flugvélar útlægar frá nágrenni Reykjavíkur á grundvelli slysahættu, þar sem að ekki hefur orðið eitt einasta banaslys á jörðu niðri vegna flugvélahraps í rúmlega hálfrar aldar sögu Reykjavíkurflug- vallar, — hvað má þá segja um bíla- umferðina í borginni, þar sem allt of margir farast og tugir slasast al- varlega á hveiju ári? Sannleikurinn er sá, að ef bróta- brot af þessu henti í tengslum við flug árlega, væri löngu búið að banna allt flug! Hins vegar verður að telja fulla þörf á, og þó fýrr hefði verið, að skoða rækilega, hvemig yflrfæra má þá ábyrgðartilfínningu og ögun, sem flugmönnum er innrætt og skilar sér í svo lágri slysatíðni, sem raun ber vitni, til þess að horfíð verði frá þeim „tívolíakstri", sem því miður viðgengst á íslandi, með hörmulegum afleiðingum á degi hveijum og sem gerir íslendinga að „akstursbjánum" í samanburði við nálægar þjóðir jafn austan sem vestan. Ég tel að með kröftugu og mark- vissu átaki mætti gjörbreyta þessu ófremdarástandi á fáeinum mánuð- um og leita m.a. í því sambandi í smiðju flugþjálfunar, bæði að því er kröfur og ögun varðar. Ef öllu innanlandsflugi yrði beint til Keflavíkurflugvallar, fjölgaði að sjálfsögðu slysum á Keflavíkurveg- inum. Hluti „kostnaðaraukans" væri ef að líkum lætur nokkur dauðaslys á þeirri leið á ári. Flugsamgöngur innanlands yrðu dýrari og ferðatími „Við lestur greinarinnar kom síðan í ljós, að um enn eina grein fordóma gegn og vanþekkingar á flugi var að ræða. Oneit- anlega er það mikill ábyrgðarhlutur af kjörn- um borgarfulltrúa Reyk- víkinga að tala þannig um Rey kj avíkurflugvöll. “ milli staða myndi 2-3 faldast frá því sem nú er. Hver trúir því, eins og útlit og horfur eru í efnahagsmálum, að ráð- ist yrði í uppbyggingu og rekstur sambærilegrar aðstöðu og þeirrar sem til staðar er á Reykjavíkurflug- velli, fyrir einkaflug? Þegar ég tók mitt sólóflugpróf fyrir rúmum aldarfjórðungi, fann ég hversu mikill munur var á þeirri ábyrgð og ögun, sem í flugnámi fólst, samanborið t.d. við þjálfun öku- manna bifreiða. Þegar ég hóf síðan flugnám að nýju á sl. ári, fann ég að kröfur um fagleg vinnubrögð í flugi hafa enn aukist. Ef vísa ætti nemum og öðrum þeim, er einkaflug stunda frá Reykja- víkurflugvelli, þar sem fullkomin flugstjórn er, samfara góðri aðstöðu fyrir margar einkaflugyélar, væri verið að vinna fluginu á íslandi mik- ið tjón, án nokkurrar viðhlítandi ástæðu. Ég býð að lokum Ólínu að koma með mér einhvern góðviðris- daginn á næstunni í flug umhverfís og yfir Reykjavík. Þar með kynnist hún af eigin raun, hvernig staðið er að flug- og öryggismálum á og um- hverfls Reykjavíkurflugvöll. Ég læknaði konu mína á undra- skjótan hátt af að hafa ótrú á litlum flugvélum. Ég trúi ekki öðru en eins fari með Ólínu og hún kynnist um leið dásemdum flugsins! Höfundur er viðskiptafrseðingur og cinkaflugma ður. Sveinn Aðalsteinsson r r Aukin þjonusta i Nutningum til og fra Ameríku / Enn auka SAMSKIP þjónustuna við viðskiptavini sína með reglubundnum siglingum milli íslands og Bandaríkjanna. SAMSKIP sjá-um flutningana fyrir þig, hvort heldur er til eða frá Bandaríkjunum eða forflutninga frá öðrum löndum álfunnár á traustan og hagkvseman hátt. Aukin og betri þjónusta SAMSKIPA í flutningum til og frá Bandaríkjunum er nýr og traustur valkostur. Hagstætt gengi opnar þér ný tækifæri í innflutningi frá Bandaríkjunum. Umboðsmenn SAMSKIPA þar tryggja þér góða og lipra þjónustu. Hafðu samband við sölumenn okkar og kynntu þér möguleikana. tV SAMSKIP Traustur valkostur Holtabakka við Holtaveg • 104 Reykjavlk • Slmi (91-) 69 83 00 OOTT fölk / $Ia 6000-155

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.