Morgunblaðið - 21.10.1992, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.10.1992, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 Sauðfjárslátrun að ljúka Um eitt þúsund dilkum umfram loforð slátrað Meðalvigtin tæpu kílói minni en vanalega Alls var gert ráð fyrir að slátra 36.100 fjár í haust, en Óli Valdi- marsson sláturhússtjóri sagði að slátrað hefði verið um eitt þúsund fleiki dilkum en loforðin híjóðuðu upp á eða rúmlega 37 þúsund fjár. Það kæmi til af niðurskurði í sauð- fjárrækt í héraðinu. Meðalvigt dilka er 14,7 kíló, sem er um 800 grömmum minna en verið hefur síðustu þrjú árin, en á þeim tíma hefur meðalvigtin verið í kringum 15,5 kíló. „Slátursala fór hægt af stað, fólk var lengi að taka við sér, en þegar salan fór í gang var hún góð. Mér sýnist slátursala vera svipuð nú og verið hefur á undan- fömum árum,“ sagði Óli. Fyrir þremur árum voru seld um 30 þúsund slátur sem er metsala, en síðan hafa að jafnaði verið seld um 28 þúsund slátur og bjóst Óli við að svo yrði einnig nú, en ekki væri búið að taka endanlegar tölur saman. í haust var lagað 'slátur boðið til sölu og sagði Óli að sú sala hefði gengið betur en reiknað var með. Einkum væri það fullorðið fólk sem nýtti sér slíka þjónustu og eins yngra fólk sem ekki væri vant að taka slátur. „Þetta hefur gengið ágætlega, sumt hefur selst upp hjá okkur, eins og hjörtu og þindar, en þær hefur skort í öllum sláturhúsum. Það virðist því afar vinsælt um þessar mundir að búa til kæfu,“ sagði Óli. Morgunblaðið/Rúnar Þór Blómaskáli byggður Steinþór Sigurðsson, eigandi Blómahússins, er að reisa eitt þúsund fermetra blómaskála við Hafnarstræti, á flötinni fyrir neðan Samkomuhúsið á Akureyri og er nú unnið af kappi við að koma húsinu upp. Áætlað er að opna blómaskálann í febrúar á næsta ári. Sören,Andersen frá Danmörku vinnur að því að setja skálann upp ásamt fleirum, en þetta er þriðji blómaskálinn af þessari gerð sem hann setur upp. Á myndinni eru þeir Steinþór og Sören Andersen. Tökum vel á móti öllum sem huga að möguleikum á atvinnuuppbyggingu Sauðfjárslátrun lýkur hjá Sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri í dag, miðvikudag, en I þessari sláturtíð er búið að slátra rúmlega 37 þúsund fjár, sem er um eitt þúsund fleira en sláturfjárloforð hljóðuðu upp á. Meðalvigt dilka er um 800 grömmum minni en á síðustu árum. Konan sem lést KONAN sem lést eftir bflslys á Ólafsfjarðarvegi í síðustu viku hét Jolanta Holeska til heimilis á Sunnubraut 13 á Dalvík. „Við tökum vel á móti öllum þeim sem eru að velta fyrir sér möguleikum á uppbyggingu at- vinnulífs," sagði Halldór Jónsson bæjarstjóri. Hann sagði að undir- búningur heimsóknarinnar hefði miðað að því að safna saman ýmsum upplýsingum um Eyja- íjarðarsvæðið sem dreift yrði til fulltrúanna, en þar væri m.a. um að ræða upplýsingar um hvaða þjónusta væri í boði á svæðinu. Safnað hefði verið saman efni þar sem fram kæmu landfræðileg- ar og tæknilegar upplýsingar um svæðið, um mannafla og aðstæð- ur, skólamál, menningarmál og íþróttir. „Á þessu 20 þúsund manna svæði sem Eyjafjörður er er mikil þjónusta í boði og í raun mun meiri en menn eiga að venj- ast á ekki stærra svæði. Við mun- um fara yfir þessa hluti og vænt- anlega ræða málin vítt og breitt,“ sagði Halldór. „Það er of snemmt að segja til um hvað út úr þessu kemur, þetta er almennur kynningarfundur og við munum kynna þeim hvað við höfum upp á að bjóða og síðan viljum við auðvitað heyra hvað þeir hafa í huga. Þess er ekki að vænta að fyrsti fundur leiði til niðurstöðu, en þetta vekur athygli á svæðinu og menn sjá þá hvaða möguleikar eru hér til staðar. Við höfum lagt mikla vinnu í að útbúa gögn um svæðið, en þau munu einnig nýtast okkur til annara hluta,“ sagði Halldór. Fulltrúar Kaisers eru væntan- legir til Akureyrar um kl. 14 í dag, farið verður með þá í skoðun- arferð um Akureyri, síðan verður ÞORSTEINN Gylfason, prófess- or í heimspeki við Háskóla ís- lands, flytur opinberan fyrir- lestur við Háskólann á Akur- eyri, annaðkvöld, fimmtudags- kvöldið 22. október, kl. 20.15 og ber hann yfirskriftina „Er hægt að segja eitthvað nýtt?“. Þorsteinn hélt röð heimspekifyr- irlestra við Háskólann á Akuryeri á síðasta skólaári. Voru þeir vel sóttir og vöktu mikla athygli. Stendur til að gefa þessa lestra út ekið að Dysnesi í Arnameshreppi og þá út á Árskógsströnd, en kl. 17 hefst fundur heimamanna og fulltrúa Kaisers á Hótel KEA. í sérstakri bók á árinu. Að þessu sinni mun Þorsteinn ræða um efni sem hann hefur velt fyrir sér um margra ára skeið; ráðgátu um mál og hugsun. Þorsteinn nam fræði sín m.a. í Harvard, Oxford og Berlín og er löngu landsþekktur fyrir skrif sín, erindi og kennslu. Fyrirlestur hans verður fluttur í húsi háskólans við Þingvallastræti og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning) - segir Halldór Jónsson bæjarstjóri FULLTRÚAR bandaríska álfyrirtækisins Kaisers koma til Akur- eyrar eftir hádegi í dag, miðvikudag. Þeir munu eiga fund með heimamönnum síðdegis og einnig verður ekið að Dysnesi í Arnar- neshreppi og að Arskógsströnd, en það eru þeir staðir sem helst þykja koma til greina fyrir hugsanlegt álver í Eyjafirði. Háskólinn á Akureyri Þorsteinn Gylfason flytur fyrirlestur Haldið upp á afmæli Ytri-Tjörnum. Ungmennasamband Eyjafjarðar og Búnaðarsamband Eyja- fjarðar héldu sameiginlega upp á stórafmæli sl. laugardag, en 70 ár eru nú liðin síðan UMSE var stofnað og 60 ár síðan BES hóf starfsemi. Hátíðahöldin hófust kl. 14 í íþróttahúsinu á Hrafnagili með leik Lúðrasveitar Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hjörleifur Hjartar- son og séra Jón Helgi Þórarins- son sungu og skemmtu yngstu kynslóðinni. Þá kom fram þjóð- dansaflokkur frá Dalvík og sýndi nokkra gamla dansa. Hlé var síðan gert á samkomunni, en hún hófst aftur með kaffisamsæti í félagsheimilinu Freyvangi. Ágrip af sögu sambandanna voru flutt og ýmis skemmtiatriði fylgdu með. Formaður UMSE er Þuríð- ur Ámadóttir og Pétur Ó. Helga- son er formaður búnaðarsam- bandsins. - Benjamín ----»■ ♦ ♦ Námskeið haldið fyrir ís- hokkídómara Íshokkínefnd og íþróttasam- band íslands halda námskeið fyrir íshokkídómara í Reykjavík dagana 30. október til 1. nóvem- ber næstkomandi. Kennari verður Nico Toemen. Bókleg kennsla verður á Holliday Inn og hefst kl. 9.00 föstudaginn 30. október. Skráning á námskeið- ið fer fram hjá Eggert Steinsen, Furugrund 44 í Kópavogi, og Guð- mundi Péturssyni, Stórholti 4 á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.