Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 31

Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 31 Magnús Þórðarson framkvæmdasijóri Nú eru rétt þrjátíu ár frá því við Magnús Þórðarson kynntumst fy'rst að ráði, en það var í októberbyijun árið 1962, sem samstarf okkar á ritstjóm Morgunblaðsins hófst. Við urðum herbergisfélagar og í því nábýli tókst með okkur vinátta. Vinnutími á fámennri ritstjórn, eins og þá var, var bæði langur og strangur og kröfumar, sem gerðar vom til ungra blaðamanna, vom aðrar og meiri en nú um stundir. Magnús var prýddur flestum kostum góðs blaðamanns, en um- fram allt var það víðfeðm þekking hans á mönnum og málefnum, sem af bar. Áhugi hans og þekking á sögu lands og þjóðar, ekki sízt Reykjavíkur, var óvenjuleg, að ekki sé talað um alþjóðamál og stjórn- mál. Hvergi var komið að tómum kofunum hjá honum og hann hélt fjölmenntun sinni áfram alla tíð. Enda leituðum við félagarnir iðu- Kom huggari, mig hugga þú, kom hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós og lýstu mér, kom líf, er ævin þver, kom eilífð, bak við árin. (Sacer - Sb. 1886. V. Briem.) Einar Þór Bernhardsson. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið. Sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Það er sárt þegar ungur maður í blóma lífsins kveður þetta tilveru- stig. Bernhard Kristmn Pétursson var sonur hjónanna Ástu Kristins- dóttur og Péturs Wiencke, sem lést 1991. Kynni okkar af Bemhard hófust þegar hann kom til starfa hjá okkur fyrir rúmum þremur árum, fengum við þá góðan og tryggan starfsmann sem ávallt gekk til þeirra verka sem hann var umbeðinn. En mánudaginn 12. október sl. líður okkur sem hann þekktu seint úr minni. En sá dagur byrjaði hjá okkar starfsmönnum eins og flestir aðrir dagar, menn mættu að morgni og gengu til verka sinna, en degin- um lauk á annan hátt en ætlað var. Þegar flestir höfðu lokið sínu dagsverki varð það slys að Bem- hard féll af vinnupalli og lést nær samstundis. Við kveðjum góðan dreng og vottum móður hans, systmm og ungum syni okkar dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Gylfi og Gunnar. í dag verður borinn til hinstu hvílu Bernhard Kristinn Pétursson eða Benni eins og hann var ávallt kallaður. Það er sárt til þess að hugsa að ungur maður, aðeins 26 ára gam- all, sé kallaður svo skyndilega burt. En einhvers staðar er skrifað „þeir deyja ungir sem guðirnir elska“. Benni lætur eftir sig ungan son, Einar Þór, 4 ára gamalan, sem á erfitt að skilja af hveiju guð þurfti endilega að fá pabba hans til sín. Munum við hjálpa Einari litla að geyma góða minningu um pabba sinn í hjarta sínu, allir sem til þekktu sáu hvað kært var með þeim lega til hans, þegar sannreyna þurfti upplýsingar eða svör skorti. Allt til hins síðasta hringdi ég frem- ur til Magnúsar, ef því var við kom- ið, heldur en að fletta upp í alfræði- bók. Öll mótumst við af þeirri stund sögunnar, sem við lifum, og því umhverfi, sem við búum við. Æsku- og ungdómsár Magnúsar einkennd- ust af framrás nazismans og komm- únismans og miklum þjóðfélagsleg- um átökum. Frelsi og menning vest- rænna ríkja var í veði og aðförina, sem gerð var að öryggi Islands og sjálfstæði, varð að stöðva. Út í þá baráttu kastaði Magnús sér og helgaði lífsstarf sitt. Að honum var sótt af heift, þegar hann gerðist fulltrúi Atlantshafsbandalagsins á íslandi og framkvæmdastjóri Varð- bergs og Samtaka um vestræna samvinnu. Mér er til efs, að margir hefðu sýnt þrek og staðfestu Magn- feðgum. Viljum við með þessum fátæklegu orðum kveðja Benna og þakka honum árin sem við áttum með honum. Við syrgjum látinn vin sem var alltof stutt hjá okkur og biðjum guð að hjálpa Ástu, systrunum og fjöl- skyldum á þessari sorgarstund. Linda Björk og fjölskylda. Oss héðan klukkur kalla svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér. Þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því sem eilíft er. (.Briem.) Mér flugu í hug þessar línur nú er við kveðjum Bernhard Kristin Pétursson Wiencke aðeins 26 ára. Svo margs er að minnast og þakka, alla hans tryggð gegnum árin, við eigum erfitt með að sætta okkur við það sem skeði. Benni var kær öllum þeim er þekktu hann traustur vinur sem nú á stóran hlut í hjarta okkar sem eftir lifum og syrgjum. Ásta mín Guð gefi þér styrk, Sig- rún, Systa og böm og litli frændi Einar Þór sem missir ástkæran föð- ur, huggum okkur við allar góðu minningamar. Við munum geyma þær sem gersemar. Hvíl í friði. Palla og Bergur. Með fáeinum orðum viljum við kveðja kæran frænda okkar og vin sem lést í vinnuslysi 12. október. Bernhard Kristinn Pétursson Wi- encke fæddist 13. apríl 1966 og kom í afmælisgjöf handa einu okk- Fædd 1. júlí 1894 Dáin 17. september 1992 Mig langar til að fara fáum orð- um um feril Sigríðar Guðmunds- dóttur nú í seinni tíð. Ég varð ekki þess aðnjótandi að kynnast henni fyrr en hún var orðin fullorðin kona og það var einmitt hún sem kom mér til þeirrar trúar, sem ég vona að Guð gefi að ég eigi eftir að halda mig við sem eftir er. Það má segja hér, að ef Aðvent- söfnuðurinn hefði ekki notið henn- ar, væm ekki allar þær sálir tengd- ar honum sem nú era. Því má segja að hún hafi verið hin trúarlega úsar í því pólitíska gemingaveðri, sem yfir hann gekk. Þótt um hægð- ist við hrun kommúnismans í flest- um löndum Austur-Evrópu gerði Magnús sér grein fyrir því, að bar- áttunni lýkur ekki á meðan nær helmingur mannkyns er enn ofur- ar systkinanna, hann var annað barn móðursystur okkar Ástu Krist- insdóttur og Péturs Wiencke, fyrir var Sigrún og síðar fæddist Þórdís. Þær og Ásta horfa nú á bak ástkær- um bróður og syni. Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni hennar Ástu því 15. október í fyrra dó Pétur, faðir Benna. Við spyijum hvers vegna er lagt svona mikið á Ástu frænku, einnig á Einar Þór, fjögurra ára sonur Benna erfitt með að skilja af hveiju Guð tók pabba til sín. Benni var ástríkur faðir og þeir feðgar mjög nánir. Það er gott að eiga góðar minningar að ylja sér við. Benni var okkur sem bróðir, hann kom sumar eftir sumar austur að Lyngási, þá var gaman að lifa og mikil samheldni hjá hópnum, margt brallað og sluppum við stór- áfallalaust út úr því hvort heldur sem var að þreyta sund í skurðinum við Hverfisveginn eða skreppa niður að Gili sem var auðvitað bannað. Það ríkti alltaf gleði og glens í kringum Benna og smáprakkara- móðir safnaðarins a.m.k. í seinni tíð. Það eru því margar sálir sem standa í þakkarskuld við hana. Hún tók upp mikið af ræðum, sem fólk sem var að leita sannleikans fékk hjá henni og naut góðs af. Ég bið svo Guð að blessa að- standendur. Hann veiti þeim það eitt sem þeim er fyrir bestu á með- an þeir gista þessa jörð. Hann gefi þeim styrk og allt er þeir þarfnast ríkulega. Veri þeir svo umvafnir englum Hans er öllu ræður að ei- lífu. Líði þeim svo vel í alla staði ríkulega. Steingrímur Kristjónsson. Bemhard Kristinn Pétursson - Minning Sigríður Guðmunds- dóttir - Kveðja seldur áþjáninni. En hann lifði af- hjúpunina. Magnús Þórðarson var íslending- ur og Reykvíkingur í húð og hár, gleðimaður og fagurkeri, hafði un- un af söfnun bóka og annarra fá- gæta. íslenzk tunga var honum meira virði en flest annað, enda hafði hann á henni torgæt tök. Fátt fór meira í taugamar á Magn- úsi, en sú fákunnátta og illa með- ferð tungunnar, sem tröllríður fjöl- miðlum nútímans, ekki sízt ljós- vakamiðlum. Blaðamennskan átti sterk ítök í Magnúsi allt frá því hann hóf störf á Morgunblaðinu árið 1960 og sam- band hans við Morgunblaðsmenn hélzt til hinztu stundar. Mörg verk vann hann fyrir blaðið eftir að hann hvarf af ritstjóminni. Tengslin styrktust þau ár, sem þáverandi eiginkona hans, Áslaug Ragnars, starfaði við blaðið og synimir Andr- és og Kjartan. Vinir og samstarfsmenn Magn- úsar Þórðarsonar á Morgunblaðinu þakka samfylgdina og minnast tryggs og góðs drengs. Dýpstu sam- úðarkveðjur eru sendar bömum hans og ástvinum öllum. Björn Jóhannsson. strik, hann kunni lagið á að koma manni í gott skap. Eins og oft gerist þegar fólk fer út í alvöra lífsins þá varð lengra á milli samfunda okkar Benna en allt- af þegar við hittumst var hann sami góði strákurinn. Við vottum frænk- um okkar og Einari Þór og fyöl- skyldum þeirra samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau. Við teljum okkur ríkari að hafa þekkt hann svo náið og þökkum það. Frið- ur sé með honum. Systkinin frá Lyngási 2. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. UMBOÐS- OC HEILDVERSLUN BlLDSHÖFDA 16 SlMI:6724 44 H ótel rekstrarf ræði- menntun í Sviss Fyrstir til að bjóða viðurkennt svissneskt-ameriskt prófskírteini á háskólastigi í hóteirekstrarfræðum. Gjörið svo vel og fáið ókeypis réðgjöf/námsmat. SÍMI 90 41 25 81 38 62. Fax 90 41 25 81 36 50. Skrifið SHCC Colleges Admissions Oftice CH-1897 Le Bouveret. prjónanámskeið í Álafossbúðinni á laugardögum í október og nóvember kl.f 0.00-14.00. Boðið er upp á aðstoð við handprjón úr fjölbreyttu, íslensku bandi frá ÍSTEX hf. Upplýsingar og skráning í Áiafossbúðinni í síma 13404.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.